Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 12
12 18. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR NOREGUR Samaþingið í Noregi hefur styrkt samtök samískra homma, sem aðeins hafa einn félaga, um hálfa milljón norskra króna eða um 7,5 milljónir íslenskra króna. Jafnréttisráðu- neytið í Noregi vill hins vegar ekki styðja samtökin. „Við getum ekki styrkt samtök sem ennþá hafa bara einn félaga,“ segir embættis- maðurinn Kjell Erik Øie. Formaður Landsamtaka homma og lesbía í Noregi hvetur Sama- þingið til að skoða samísku hommasamtökin betur, að sögn Dagbladet. „Ég vona að Sama- þingið fylgist með og sjái til þess að peningarnir verði notaðir með fullnægjandi hætti,“ segir Jon Reidar Øyan, formaður landssam- takanna. - ghs Samaþingið í Noregi: Styrkir samtök með einum homma FJÖLMIÐLAR „Þessi gagnrýni er að hluta til réttmæt og við munum fara yfir það hér í okkar ranni hvernig við getum bætt úr þessu. Í við- bragðaáætlun vegna atburða af þessu tagi verður þá tekið meira til- lit til þarfa þessa hóps,“ segir Páll Magnússon útvarpsstjóri. Páll ítrekar að Ríkisútvarpið muni bæta þjónustu sína við heyrnar- skerta. Ekki megi koma fyrir að táknmálsfréttir falli niður, eins og gerðist í Suðurlandsskjálftanum. Dr. Valdís Ingibjörg Jónsdóttir gagnrýndi í aðsendri grein í Frétta- blaðinu á sunnudag að þann dag hefðu táknmálsfréttir á RÚV verið látnar niður falla. Táknmálsfréttir hefðu áður verið felldar niður þegar mikið hefði legið við. Hún fullyrðir að þjónusta RÚV við heyrnarlausa sé lakari en það sem þekkist erlendis. Spurður hvernig hann hyggist bæta þjónustuna bendir Páll á að unnið sé að því að texta innlent efni í auknum mæli. Sérstaklega erfitt sé þó að texta eða túlka fyrir heyrnar skerta þegar efni sé í beinni útsendingu með skömmum fyrir- vara, því þá þurfi að kalla túlkana út. „Við hvetjum heyrnarskert fólk einnig til að nýta sér fréttasíðu okkar. Það má hafa af henni talsvert gagn á ögurstundu,“ segir Páll. - kóþ Útvarpsstjóri tekur undir gagnrýni á þjónustu RÚV við heyrnarskerta: Táknmálsfréttir má ekki vanta PÁLL MAGNÚSSON Útvarpsstjóri segir óviðunandi að táknmálsfréttir falli niður eins og þær gerðu í Suðurlandsskjálft- anum. RÚV muni bæta þjónustu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL VERSLUN Húsgagnaverslunin IKEA hefur ákveðið að innkalla Femton-kastara vegna hættu á ofhitnun. Viðskiptavinir sem skila kastaranum í verslun IKEA munu fá hann endurgreiddan. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Kastarinn hefur sveigjanlegan arm og hann getur ofhitnað sé perunni beint of nálægt yfirborði, svo sem vegg eða hillu. Þetta er niðurstaða sænska rafmagns- öryggisráðsins. - gh IKEA innkallar kastara: Hætta á ofhitn- un kastara Hektari brann á Mýrum Eldur varð laus í sinu í landi Þverholts á Mýrum í fyrrakvöld. Að sögn lög- reglunnar í Borgarnesi brann um einn hektari. Bændur með haugsugur og slökkviliðsmenn slökktu eldinn. Stóð til að vakta svæðið fram eftir nóttu. SINUBRUNI TRÚMÁL Biskup Íslands, herra Karl Sigur- björnsson, hóf vísitasíu um Vestfirði í gær. Vísitasían stendur til 27. júní og mun biskup skoða kirkjur og kirkjugarða, taka þátt í helgistundum og ræða við sóknarpresta og sóknarnefndir. Þá mun biskup heilsa upp á sumarbúðabörn og heimsækja dvalarheimili aldraðra og sjúkra- hús. Allir eru boðnir velkomnir til þátttöku í helgihaldi vísitasíunnar. Guðsþjónustur í tengslum við hana verða meðal annars í Bolungarvík, á Ísafirði og í Súðavík. - gh Vísitasía Biskups Íslands: Biskup heim- sækir Vestfirði HERRA KARL SIGURBJÖRNSSON BJÖRGUN Rauði kross Íslands sendir landslið í skyndihjálp til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppni Rauða krossins í endurlífgun. Keppnin verður haldin 19.-22. júní í Liverpool á Englandi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Rauða krossi Íslands. Sex liðsmenn verða í íslenska liðinu. „Við erum voða spennt. Ég spái engu um árangurinn, enda stefnum við bara á að hafa gaman og læra af þessu,“ segir Haf- steinn Jakobsson, liðsstjóri íslenska liðsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Ísland sendir lið í keppnina. - gh Rauði krossinn í Evrópukeppni: Landslið keppir í endurlífgun GÓÐUR RÓMUR Ræðu Geirs H. Haarde var vel tekið af viðstöddum. Hvort allir fylgd- ust náið með fyrirhugðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum skal ósagt látið. FYRSTI FORSETABÍLLINN Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff voru glæsileg þegar þau stigu úr Packard-bifreiðinni frá 1942. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HÆ HÓ, JIBBÍJEI Skátarnir gengu fylktu liði niður Laugaveginn eins og venjulega og fjöldi fólks fylgdi þeim í blíðviðrinu enda eitt sinn skáti, ávallt skáti. Sól og blíða á 17. júní Sólin lék við landsmenn á þjóðhátíðardaginn að þessu sinni, en hana hefur oft vantað. Í Reykjavík mátti sjá hefðbundna viðburði, skátar gengu fylktu liði, börnin léku við hvern sinn fingur og fjallkonan flutti ávarp. HÁTÍÐARHÖLD Segja má að helsta nýjungin hafi verið gömul, því for- setahjónin mættu til hátíðarhald- anna á Packard-bifreið frá árinu 1942. Þetta var fyrsti forsetabíll lýðveldisins og var notaður á upp- hafsárum Sveins Björnssonar í embætti. Mannfjöldi var saman kominn til að hlýða á ræðu Geirs H. Haarde forsætisráðherra. Í hátíðarstúk- unni mátti sjá fyrirmenni víðs vegar að úr heiminum að heyra boðskap ráðherrans. Smáfólkið hafði meiri áhuga á þeim fjölda leiktækja sem boðið var upp á. Aðrir slökuðu á í góða veðrinu, enda ekki á vísan að róa með gott veður á þjóðhátíðardag. Talið er að um tuttugu þúsund manns hafi verið í miðbænum þegar mest var í gær. - kóp FJALLKONAN ER KOMIN Í SKRÚÐ... það er hún Áslaug, í efnalaug... sungu Hrekkjusvín um árið. Að þessu sinni brá leikkonan Elma Lísa Gunnarsdóttir sér í hlutverk fjall- konunnar og fórst henni það glæsilega úr hendi. ÞARF EKKI AÐ VERA FLÓKIÐ Krakkarnir þurfa ekki alltaf flóknustu og nýjustu leiktæk- in til að skemmta sér. Þessir kátu krakkar vita að listin er til margra hluta nytsöm, bæði til hugar og handa. OBBOBBOBB! Pilturinn ungi virðist áhugalítill um málverk Visilys Pukirev um hjónabandið, enda voru aðrir leyndardómar í boði þennan dag á listasafninu í Minsk, höfuðborg Hvíta- Rússlands. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.