Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 16
16 18. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Samstarf Evrópuþjóða á sér ýmsar ólíkar myndir. Þessa dagana stendur t.d. yfir Evrópu- keppni landsliða í knattspyrnu. Í sjónvarpi allra landsmanna er hægt að fylgjast með smáþjóðum takast á við gamalgróin risaveldi íþróttarinnar og eina reglan þar virðist vera sú að aldrei er hægt að afskrifa neitt lið. Í svona Evrópumóti þarf ekki að rífast um það hvaða þjóðir tilheyra álfunni eða ekki; landslið Tyrkja komst áfram í fjórðungsúrslit um helgina og fylgir þar í kjölfar góðs árangurs Tyrkja í Evrópu- söngvakeppninni. Evrópusöngvakeppnin er einmitt annað dæmi um farsælt evrópskt samstarf en eftir hana mátti líka sjá að oft er grunnt á því góða hvað varðar bræðralags- hugsjón Evrópuþjóða. Gott gengi sumra þjóða frá austurhluta álfunnar virtist gefa tilefni til allmikils biturleika og ásakana um svindl - sem ekki eiga við mikil rök að styðjast. Að sumu leyti snýst þessi gremja um fallandi gengi stórvelda sem einu sinni kepptu í lítilli og þægilegri Evrópusöngvakeppni. Núna þegar þessi keppni er loksins farin að ná til allrar Evrópu kemur það niður á gömlu nýlenduveldum Vestur-Evrópu sem njóta þar ekki sömu velgengni og áður. Þegar litið er framhjá særðu stolti þessara þjóða er hins vegar fátt eðlilegra en að Evrópusöngva- keppnin verði haldin í stærsta landi Evrópu á næsta ári. Hins vegar er athyglisvert að svona rígur sé ennþá til og bendir til þess að ennþá sé grunnt á því góða milli Evrópuríkja – a.m.k. þegar hefðbundin valdahlutföll raskast. Evrópa og lýðræðið Áhugi á ýmis konar keppnum Evrópuþjóða, hvort heldur í íþróttum eða popptónlist, er til marks um sameiginlegan reynsluheim þessara landa. En svona keppnum fylgja líka vaxtarverkir þegar sumar þjóðir hætta að ná alltaf sínu fram. Englendingar eru á botninum í Evrópusöngvakeppninni ár eftir ár og Þjóðverjar geta ekki lengur bókað sigur í fótbolta gegn smáríkjum eins og Króatíu. Svona vaxtarverkir ná einnig til stjórnmálanna, en þar verður kreppan heldur meiri. Evrópusam- bandið var upphaflega lítill og fámennur klúbbur sex þjóða, en núna eru þjóðir Evrópusambands- ins 27. Í Evrópuráðinu eru 45 þjóðir og alls býr um þriðjungur Evrópumanna í ríkjum sem tilheyra ekki Evrópusambandinu. Eigi að síður er enginn vafi á því að klúbburinn fer stækkandi og jafnframt lætur hann verr að stjórn. Leiðtogar Evrópusam- bandsins hafa hins vegar tekið upp þá stefnu að eftir því sem hópur aðildarríkjanna verður fjölbreytt- ari eigi samt að ýta undir það sem nefnt er „samrunaferli“. Gallinn við samrunaferlið er sá að almenningur í löndunum hefur ekki beðið um það og þegar það hefur verið borið undir þjóðarat- kvæðagreiðslu hefur iðulega verið tvísýnt um úrslit. Þetta er eftirtektarverðara sökum þess að jafnan hefur yfirgnæfandi meirihluti stjórnmálamanna hvatt fólk til að samþykkja sáttmála sem síðan er hafnað. Nú seinast var hugmyndinni um evrópska stjórnarskrá hafnað af almenn- ingi í Hollandi og Frakklandi, en þrátt fyrir það var haldið áfram og búið til skjal sem kallast Lissabon-samningurinn og er útvötnuð gerð af Evrópustjórnar- skránni. Núna tókst ríkisstjórnum Evrópusambandslanda að búa svo um hnútana að aðeins var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um samninginn í einu landi – Írlandi – og þar var honum hafnað. Sjálfskaparvíti Í leiðurum dagblaða hér á Íslandi er þetta túlkað sem svo að 3 milljónir Evrópubúa hafi hafnað en hinar 490 sem ekki fengu að kjósa teljist sjálfkrafa samþykk- ar. Svona rök endurspegla hugsunarhátt ráðandi stétta innan Evrópusambandsins og eru eflaust meginástæða þess að almenningur treystir þeim ekki. Það er auðvitað undarlegt að árið 2008 sé enn rætt um stjórnmál á þeim nótum að þegar lýðræðið gefur stjórnmálamönnum ekki þá niðurstöðu sem þeir vilja þá sé lýðræðið vandamálið en ekki þeir sjálfir. En þannig tala nú stjórnmálamenn innan Evrópu- sambandsins. Hin augljósa niðurstaða af öllum þessum atkvæðagreiðsl- um er sú sem þeir vilja ekki horfast í augu við – almenningur í þessum löndum vill minni samruna, ekki meiri. Írar voru ekki að hafna Evrópusamstarfi, ekki frekar en Hollendingar, Frakkar eða Danir áður. Þeir höfnuðu hins vegar aukinni miðstýringu og samruna sem er keyrður áfram af hagsmunum stjórnmála- og embættismanna, en ekki vilja fólksins sem kaus þá til starfa. Á meðan ráðamenn Evrópusambandsins horfast ekki í augu við þessa niðurstöðu er ríkjasambandið í vanda – en sá vandi er að verulegu leyti sjálfskaparvíti. Evrópuhugsjón í kreppu? SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Lýðræði UMRÆÐAN Helga G. Guðjónsdóttir skrifar um heilsubót Vér göngum svo léttir í lundu, því lífsgleðin blasir oss við.“ Í anda þessarar ljóðlínu sé ég þá sem þátt taka í verkefninu „Gæfuspor“ á vegum Ung- mennafélags Íslands. Verkefnið er hugsað sem hvatning til aldurshópsins sextíu ára og eldri til að fara út að ganga sér til heilsubótar og ánægju í góðum félagsskap. Sparisjóðurinn er stærsti samstarfsaðili UMFÍ við verkefnið en hann mun afhenda öllu göngufólki vandaðan jakka til eignar, merktan verkefninu. Aðrir samstarfsaðilar eru heilbrigðisráðuneytið og Lýðheilsustöð. Verkefninu verður hleypt af stað á fimm stöðum á landinu hinn 19. júní; Borgarnesi, Reykjanesbæ, Neskaupstað, Selfossi og Sauðárkróki. Fleiri staðir bætast síðan í hópinn smátt og smátt. Skráning hefst kl. 09.30 við sparisjóðinn á viðkomandi stað og gengið verður af stað kl. 10. Hvet ég alla þá sem eru sextíu ára ára og eldri til að mæta og taka þátt. Í framhaldinu munu hóparnir ákveða hvenær og hvaðan þeir ganga. Aðalatriðið er að fara út að ganga á eigin forsendum, sér til ánægju í góðum hópi vina og félaga. Sérstakur bæklingur verður gefinn út samhliða verkefninu með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir göngufólk og mun hann liggja frammi í Sparisjóðnum og á fleiri stöðum. Á tímum velmegunar er fátt dýrmætara en heilsa og heilbrigður lífsstíll. Fjöldi rannsókna staðfestir að regluleg hreyfing er sá þáttur sem hefur hvað mest áhrif á heilsu og heilbrigði fólks á öllum aldri. Líkur á langvinnum sjúkdómum minnka og möguleikarnir á hamingjuríkara lífi aukast. Ef þú tilheyrir aldurshópnum sextíu ára eða eldri, þá hugsaðu þig ekki um tvisvar. Náðu í gönguskóna inn í skáp og drífðu þig að taka þátt. Mættu við sparisjóðinn þinn og skráðu þig. Ávinningurinn er allur þinn. Frekari upplýsingar um verkefnið er hægt að nálgast inni á heimasíðu UMFÍ, umfi.is, hjá umsjónarmanni verkefnisins, Ómari Braga Stefánssyni, omar@umfi.is og í síma 898-1095. Höfundur er formaður UMFÍ. Gæfusporið HELGA G. GUÐ- JÓNSDÓTTIR Nýstárleg söguskoðun Í þjóðhátíðarræðum er lenska að slá sér aðeins á brjóst, minnast glæstrar fortíðar og enn glæstari hetja. Það gerði Geir H. Haarde svikalaust í gær og kynnti til sögunnar Jón Sigurðsson og Bjarna Benediktsson. Um þann fyrrnefnda sagði hann að undrun vekti hve aðdáun og virð- ing á honum hefði verið óskipt alla hans tíð. Kom þetta sagnfræðingum nokkuð á óvart; sérstaklega þeim sem sérstaklega höfðu fjallað um fjárkláðamálið. Þá var Jón úthrópaður nánast um allt land fyrir afstöðu sína, en það gleymist á hátíðar- stundum. Nýstárleg viðbragðsáætlun Og enn hefur hvítabjörn ákveðið að heimsækja landann, þrátt fyrir mis- góðar móttökur forgöngubjarna hans. Við komu hins bjarnarins fyrir um hálf- um mánuði vakti athygli að umhverfis- ráðherra var hálfvaklandi í afstöðu sinni. Hún vildi bjarga en gat ekki og lofaði að komin yrði viðbragðsáætlun þegar næsti björn kæmi. Og nú er hann kominn og ráðherra staddur erlendis. Á meðan hefur staðgengill hans, Björgvin G. Sigurðsson, farið á kostum; mætt röggsamur í fjölmiðla með blankan tékka frá Björgólfi Thor í vasanum og hyggst bjarga bangsa. Kannski fólst viðbragðs- áætlunin í því að Þórunn yrði erlendis? Nýstárleg björgun Ekki virðist viðbragðsáætlunin hafa gengið upp bjössa í hag. Flogið var með sérfræðing frá Danmörku til að bjarga dýrinu og ekkert skyldi til spar- að til björgunar. Í hinni snilldarlegu áætlun virðist hins vegar ekki hafa gert ráð fyrir því að dýrið gæti haldið til hafs á ný – möguleiki sem þó ætti að vera ofarlega í huga miðað við gestrisni okkar gagnvart hvítabjörnum. Og því fór sem fór – dýrið var skotið. Hvort það var tilviljun eða ekki að Þórunn Svein- bjarnardóttir var komin til landsins og norður skal ósagt látið. kolbeinn@frettabladid.is H vatning Geirs H. Haarde forsætisráðherra í þjóð- hátíðarræðu sinni í þá veru að bregðast við hækk- andi eldsneytisverði með því að draga úr notkun eldsneytis var orð í tíma töluð. „Eina leiðin í því efni, sem skilar varanlegum árangri, er að draga úr notkuninni með minni akstri og betri nýt- ingu, notkun sparneytnari ökutækja, tilflutningi í aðra orkugjafa og svo framvegis,“ sagði forsætisráðherra í ávarpi sínu í gær. Forsætisráðherra var afdráttarlaus og sagði að þjóðin yrði að breyta neyslumynstri sínu. Hann benti á að nauðsynlegt væri að efla fræðslu um vistakstur og að skynsamlegt gæti verið að breyta fyrirkomulagi gjaldtöku af ökutækjum og eldsneyti, meðal annars í því skyni að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Forsætisráðherra benti einnig á að farartæki knúin óhefðbundnum orkugjöfum nytu skattalegra ívilnana og hvatti almenning til að skoða allar leiðir í þessum efnum. Rétt er að þeir sem eiga bíla sem knúnir eru annarri orku en bensíni og dísilolíu njóta skattaívilnana. Á hitt verður að benda að sú þróun sem átt hefur sér stað í Evrópu, að hlutur dísilbíla hefur aukist ört vegna þess að þeir þykja heppilegri en bensín- bílar af umhverfisástæðum, hefur ekki náð hingað til lands að nokkru marki. Ástæðan er sú að að þegar þungaskattur var afnuminn af dísilbílum voru álögur auknar á eldsneytinu þannig að fjárhagslegur ávinningur neytenda í að aka á dísilbíl fremur en bensínbíl er hverfandi. Það framtak Reykjavíkurborgar að hvetja til notkunar spar- neytinna bifreiða með því að hafa ókeypis í stæði í miðborg- inni fyrir bíla sem menga innan við tiltekin mörk er gott dæmi um aðgerðir yfirvalda í þá veru að hvetja til umhverfisvænnar afstöðu borgaranna. Ekki síður var sú aðgerð borgarinnar að bjóða námsmönnum ókeypis í strætó myndarleg. Það kom og á daginn að aðsókn í vagnana jókst til muna og það liggur í augum uppi að sú aukn- ing hefur skilað sér í færri ferðum með einkabílum og þar af leiðandi minni útblæstri. Hitt er til skammar að fækka ferðum strætó um helming nú yfir sumartímann, líka á stofnleiðum. Sú aðgerð er ekki til þess fallin að fylgja eftir átakinu sem fór svo vel af stað í haust sem leið. Ljóst er að hækkandi eldsneytisverð hefur og mun í framtíð- inni enn frekar hafa mikil áhrif á lifnaðarhætti vestrænna þjóða. Það verður ekki lengur eins sjálfsagt og það virðist nú að leggja land undir fót, hvort heldur í einkabílnum út á næsta horn eða í annan landsfjórðung, eða þá yfir hafið í flugvél. Utanlandsferðir Íslendinga hafa ekki bara aukist heldur einnig breyst mikið undanfarin ár. Í stað þess að áður fóru menn í fáar en nokkuð langar ferðir úr landi hefur ferðum fjölgað til muna og að sama skapi styst. Svo kann að fara að þessari þróun verði að snúa við. Það er gott til þess að vita að losun gróðurhúsalofttegunda er ekki lengur einkamál vinstrimanna sem iðulega er afgreidd sem móðursýki og hræðsluáróður af hægrimönnum. Eins og forsætis- ráðherrann benti á skiptir framlag hvers og eins máli, bæði fyrir viðkomandi einstakling og fyrir heildina. Forætisráðherra hvetur þjóðina til að breyta neyslumynstri sínu í þjóðhátíðarávarpi. Tímabær varnar- spyrna frá hægri STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.