Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 17
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Lára R. Flosadóttir, kennaranemi og fræðslu- leiðbeinandi í Vinnuskóla Reykjavíkur, hefur ferðast víða og ætlar að halda áfram að bæta viðkomustöðum í safnið á komandi árum. „Ég hef ferðast mikið til Svíþjóðar því ég bjó lengi úti og þar búa mamma mín og systir, nánar tiltekið í Lundi. En inni á milli hef ég farið eitthvert annað líka og í fyrrasumar stukkum ég og kærastinn frá Svíþjóð til Tyrklands,“ segir Lára. Ferðin til Tyrklands var svokölluð hoppferð og var hún ákveðin á síðustu stundu. „Við vissum lítið hvar við myndum lenda en í þetta skipti var það Tyrk- land. Við flugum til Antalya í Tyrklandi og þar settumst við upp í rútu til að fara eitthvert á Tyrknesku Rívíeruna. Þetta hljómaði allt svo vel að þetta hlaut að verða draumi líkast. Við vorum sett út úr rútunni í útkanti smáþorpsins Side í kolniða- myrkri. Á móti okkur tók lítill karl sem kom okkur fyrir í litlu skápaherbergi. Strax daginn eftir fluttum við okkur yfir á strandarhótel í borginni Alanya,“ útskýrir Lára. Til þess að komast til Alanya fóru Lára og kærastinn í leigubílaferð sem þau munu seint gleyma. Bílstjórinn keyrði á milli akreina og öfugt út úr hringtorgi. „Ég hélt að ferðin myndi enda þennan dag. Síðar fór kærasti minn í klippingu á mjög flottri stofu þar sem uppstrílaður þjónn með hatt dekraði við hann og tveir menn sáu um klipp- inguna,“ segir Lára og bætir við: „Ég hefði betur skellt mér líka en treysti bara klipparanum mínum hérna heima. En mestallan tímann lágum við bara í sólinni og borðuðum góðan tyrkneskan mat sem við keyptum annað hvort í lókal bónusbúðinni eða á veit- ingastöðum.“ Lára mælir með að fólk skelli sér í hoppferðir til útlanda enda ódýrt og spennandi. mikael@frettabladid.is Gist í litlu skápaherbergi Lára ber hér sumarhattinn góða sem hún keypti í Tyrklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKYGGNI ÁGÆTT Skyggni yfir útidyrum geta veitt gott skjól fyrir veðri og jafnvel vindum. HEIMILI 3 BEINT Í MENNINGUNA Iceland Express verður með beint flug til Edinborgar í október. FERÐIR 4 Fegurðin býr í felgunum... K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i 6 8 - 7 0, s í m i 5 4 4 5 0 0 0 N j a r ð v í k , F it jabraut 12, sími 421 1399 S e l f o s s, Gagnhe ið i 2 , s ími 482 2722 Varah lu tavers lun B jö rns He l lu , Lyngás 5 , s ími 487 5995SÓLNING Verð frá 12.899* Sólning býður eitt landsins mesta úrval af ál og krómfelgum *pr. stk. 15 x 6,5 gatadeiling 4 x 100. S K A P A R IN N A U G L Ý S IN G A S T O FA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.