Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 20
[ ]Reykskynjarar eru nauðsynlegir á hverju heimili. Áður en farið er í frí er ráðlegt að athuga hvort þeir virki ekki, ásamt því að fara yfir alla glugga og hurðir og sjá hvort allt sé ekki örugg-lega lokað og læst. Flogið verður til Edinborgar í beinu flugi í haust. Iceland Express býður upp á eina ferð dagana 2.-5. október með gist- ingu og leiðsögn um borgina. Edinborg, höfuðborg Skotlands síðan 1437, er ein vinsælasta ferða- mannaborg Evrópu og af breskum áfangastöðum fær einungis Lond- on fleiri heimsóknir. Rétt um 460 þúsund manns búa í Edinborg og þúsundir stúdenta stunda þar nám, meðal annars fjöldi Íslendinga, en Edinborgarháskóli var stofnaður 1583. Borgin var og er oft kölluð Aþena norðursins vegna leiðandi stöðu sinnar í menntamálum og landslags borgarinnar. Borgin skiptist í Old Town og New Town. Gamli bæjarhlutinn hefur staðið frá miðöldum en nýji bæjarhlutinn var reistur á átjándu öld. 1766 var haldin samkeppni um nýtt bæjarskipulag og átti 22 ára arkitekt, James Craig, vinn- ingstillöguna. Skipulag New Town þykir enn í dag eitt best heppnaða borgarskipulag í Evrópu. Edinborg á sér mikla sögu og hefur fóstrað mörg fræg skáld og rithöfunda. Má þar nefna höfund sögunnar um Dr. Jekyll og Mr. Hyde, Robert Louis Stevenson. Sir Arthur Conan Doyle bjó einnig í Edinborg en hann var höfundur Sherlock Holmes. Tony Blair fæddist einnig í Edinborg og gekk þar í skóla. Í ferð Iceland Express til Edin- borgar dagana 2.-5. október verður farið á söguslóðir og meðal annars verður Holyrood-höllin skoðuð en þar bjó María Skotlandsdrottning á 16. öld. Þar var elskhugi hennar einnig stunginn til bana. Frá höll- inni liggur hin konunglega míla að Edinborgarkastala sem má kalla tákn Edinborgar. Farið verður að minnismerki heiðursborgara Edin- borgar sem var hundur inn Bobby en hann sýndi húsbónda sínum þá tryggð að liggja á leiði hans í fjór- tán ár. Allar ferðirnar verða undir leiðsögn. „Við bjóðum upp á gott þriggja stjörnu hótel í miðborginni, Mercury Point, og skoðunarferðir um borgina undir leiðsögn Arnars Símonarsonar sem þekkir borgina mjög vel,“ segir Lilja Hilmars- dóttir, skipuleggjandi ferðarinnar hjá Iceland Express. „Borgin er öll eitt ævintýri. Þarna eru fínar verslanir og veitingastaðir og skemmtilegar krár og upplagt fyrir fyrirtæki og hópa að halda árshátíð í Edinborg.“ heida@frettabladid.is Aþena norðursinsMillipilsin í HúsinuÍ HÚSINU Á EYRARBAKKA ER ÁHUGAVERÐ SÝNING Á FLÍK SEM LÍTIÐ HEFUR VERIÐ FJALLAÐ UM ÁÐUR. „Í dag er mjög athygl- isverð sýning hér sem fjallar um þann fatn- að sem minnsta athygli hefur vakið hér fyrr á tímum. Þetta var ekki yfirflík heldur undir flík. Þetta eru millipilsin svo- kölluðu,“ segir Lýður Pálsson, safnstjóri Húss- ins á Eyrarbakka. Hann bætir við að þetta sé flík sem konur hafi klæðst undir öðrum skrautlegri pilsum. „Millipilsin voru pils sem gerðu yfirpils- in aðeins vígalegri. Þau voru líka hlýr fatnaður,“ segir Lýður. Sýningin, Faldarnir lyftust og síðpilsin sviptust, var opnuð í Húsinu á Eyrarbakka um miðjan maí og stendur alveg fram á haust. Hún er sett upp af Hildi Hákonardóttur og Ást- hildi Magnúsdóttur. Á sýningunni eru um þrettán pils. „Pilsin eru ofin á tímabil- inu 1880 til 1920 þegar þessi tíska var ríkjandi hér í íslenskri fatagerð. Engin tvö mynstur eru eins á þeim,“ upplýsir Lýður og segir að fyrir sig karlmanninn sé þetta áhugaverð sýning. „Þetta er ekki bara kvennasýning heldur sýning fyrir alla.“ - mmf Hefðbundið millipils, ofið eftir aldamótin 1900. MYND/LINDA ÁSDÍSARDÓTTIR Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is OPNUNARTÍMI: MÁNUDAGA - FÖSTUDAGA 10.00 - 18.00 LAUGARDAG 11.00 - 16.00 SUNNUDAG 12.00 - 16.00 95 1913 - 2008 STÓRSÝNING UM HELGINA Líttu við og kynntu þér úrvalið! Frábær tilboð Landsins mesta úrval af ferðavögnum TILBOÐSP AKKI ÖLLUM FEL LIHÝSUM F YLGIR ÍSLENSKT FORTJALD , SÓLARSEL LA MEÐ ÍSETNINGU OG GASGR ILL TILBOÐSP AKKI ÖLLUM HJ ÓLHÝSUM FYLGIR SÓLARSEL LA, SKYGG NI OG SJÓNVARP MEÐ DVD 100% FJÁRMÖGNUN TILBOÐSPAKKI FULLT VERÐ KR. 801.500. ÆGISTJALDVAGN OGÍSLENSKT FORTJALDKR. 690.000. 100% FJÁRMÖGNUN 0% VEXTIR Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Súpersól til Salou 27. júní og 4. júlí frá kr. 29.995 Kr. 29.995 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára í íbúð. Súpersól tilboð, 27. júní eða 4. júlí í viku. Aukavika kr. 15.000. Kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna saman í herbergi / stúdíó / íbúð. Súpersól tilboð, 27. júní eða 4. júlí í viku. Aukavika kr. 15.000. Horft upp að Edinborgarkastala sem er tákn Edinborgar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.