Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 18. júní 2008 21 Ekki fór allt sem skyldi á Tilrauna- maraþoninu sem haldið var í byrjun Listahátíðar í Reykjavík í síðasta mánuði. Þar ætlaði lista- maðurinn Roger Hiorns að fremja gjörning sem því miður varð ekk- ert af þar sem að koparsúlfat sem hann ætlaði að nota til verksins kom ekki til landsins í tæka tíð. En nú er koparsúlfatið komið til landsins og því boðar Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu til til- raunar sem gestir geta fylgst með í fjóra daga. Tilraunin er gerð í nokkrum þrepum og fer fyrsti hluti hennar fram á morgun á milli kl. 17 og 22. Gjörningurinn felst í því að bílvél nokkur verður böðuð í koparsúlfatinu í fjóra daga og má vænta þess að hún sæti nokkrum breytingum við meðferðina. Safn- gestir geta fylgst með því kl. 17 þegar tæknimenn listasafnsins hefjast handa við að blanda upp- lausnina sem vélin verður síðan sett í. Blandan getur reynst hættu- legt við snertingu og þurfa þeir sem blanda hana að gæta sérstakr- ar varúðar. Hún ætti þó ekki að valda skaða þeim sem horfa á. Koparsúlfatið þarf að leysast upp við ákveðið hitastig og sömuleiðis þarf að gæta vel að því að vélin sé sett í upplausnina á réttum tíma- punkti. Þetta ferli getur tekið nokkrar klukkustundir en lýkur á fimmtudagskvöldinu. Síðari hluti tilraunarinnar felst í því að taka vélina upp úr kopar- súlfatslausninni og verður það gert að viðstöddum gestum á sunnudag kl. 14. Þá verður spenn- andi að fylgjast með hvaða breyt- ingar hafa átt sér stað á bílvélinni, en kenningunni samkvæmt ætti hún að skrýðast glæsilegum bláum hjúp eftir meðferðina. - vþ Bílvél böðuð koparsúlfati KLÆÐIST BLÁU Hér má sjá segulkubb sem Roger Hiorns baðaði koparsúlfati. Út er komin hjá Háskóla- útgáfunni bókin Frá manni til manns eftir Harald Ólafsson, próf. emeritus. Ævi hvers manns er þroskasaga frá upphafi til enda, frá ósjálfbjarga ungbarni til fullþroska mannveru. Á svipaðan hátt hefur mannkynið þróast frá fyrstu mann- verunum sem hófu langa för fyrir milljónum ára, til nútímamannsins sem býr yfir þekkingu og hefur skap- að fjölbreytta menningu. Haraldur Ólafsson skipulagði fyrstur manna nám í mannfræði við Háskóla Íslands og kenndi þar í hartnær þrjá áratugi. Bókin Nýsköpunar og frumkvöðla-fræði eftir Ívar Jónsson kom nýverið út á vegum Háskólaútgáfunn- ar. Bókin fjallar um nýja fræðigrein, sem hefur skapað sér fastan sess við háskóla á Vesturlöndum, helstu viðfangs- efni hennar og tengsl við aðrar fræðigreinar. Gerð er grein fyrir hvers vegna skólaspeki viðtekinnar hag- fræði og hagrænn- ar frjálshyggju er gagnslítil til skýringar á hreyfiöflum nýsköpunarstarfsemi. Jafnframt er fjallað um snertifleti hennar við sálfræði, félagsfræði og stjórnmálafræði. Bókin Frá Sýrlandi til Íslands: Arfur Tómasar Postula eftir Jón Ma. Ásgeirsson og Þórð Inga Guðjónsson kom nýverið út hjá Háskólaútgáfunni. Í henni eru þrjú rit kennd við Tómas postula gefin út á einni bók, Tómasarguðspjall, Tómasarkver og Tómas saga post- ula, en öll eru þau talin eiga uppruna sinn á Sýrlandi. Bókinni er skipt í þrjá hluta. Í þeim fyrsta er að finna þrjá yfirlitskafla um Tómasarkristni. Í öðrum hluta eru formálar að útgáfum ritanna þriggja. Í þriðja og síðasta hluta eru ritin sjálf með lesbrigðaskrám og skýringum. Nýverið kom út í kilju bókin Stalín-grad eftir Antony Beevor. Orustan um Stalíngrad var ekki einungis sálfræði- legur vendipunkt- ur síðari heims- styrjaldarinnar; hún breytti einnig nútímahernaði. Í bókinni er lýst reynslu hermanna sem börðust við ómannúðlegar aðstæður, svo og reynslu óbreyttra borgara sem sátu fastir mitt í átök- unum. Sagnfræðingar og gagnrýn- endur um víða veröld hafa borið lof á þessa bók Antony Beevor um orrustuna miklu. Bókaútgáfan Hólar gefur út. NÝJAR BÆKUR Skáldafélagið framsækna Nýhil lætur ekki deigan síga frekar en fyrri daginn og efnir til krass- andi ljóðaveislu á Næsta bar, Ingólfsstræti 1a, í kvöld kl. 20.30. Ærin ástæða er fyrir hátíða- höldunum enda eru nú 100 ár liðin frá því að Íslendingur tók í fyrsta skipti þátt í Ólympíuleik- unum. Kvöldið er þannig sér- staklega helgað glímukappanum Guðmundi Sigurjónssyni Hofdal sem tók þátt á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 1908 fyrir Íslands hönd. Hann er jafnframt eini Íslendingurinn sem dæmdur hefur verið fyrir „sódómíu“. Til að hylla þennan merka mann stíga á stokk ýmis ung og öfugsnúin skáld sem hylla lífs- villuna með ljóðum sínum. Hópinn skipa þau Kristín Eiríksdóttir, Ingólfur Gíslason, Kristín Svava Tómasdóttir, Jón Örn Loðmfjörð, Bergþóra Einars- dóttir, Gísli Hvanndal, Una Björk Sigurðardóttir og Arngrímur Vídalín. - vþ Glímt við öfuguggahátt KRISTÍN SVAVA TÓMASDÓTTIR Eitt skáldanna sem koma fram á Nýhil-kvöldinu á Næsta bar í kvöld. www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 24 48 0 5/ 08 Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 2-8 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Bifrreiðaverkstæði Reykjavíkur ehf. Bæjarflöt 13 Reykjavík Sími: 577-7080 Bílatangi ehf. Suðurgötu 9 Ísafjörður Sími: 456-4580 Kaupfélag Skagfirðinga Ártorgi 1 Sauðárkrókur Sími: 455-4500 Bílaleiga Húsavíkur ehf. Garðarsbraut 66 Húsavík Sími: 464-2500 Toyota - Varahlutir Núna er 15% afsláttur af rúðuþurrkum hjá sölu- og þjónustuaðilum Toyota um allt land. Gildir til 30. júní 2008. Njóttu sumarsins og fegurðar landsins í gegnum hreina framrúðu. Komdu og skiptu um þurrkur – fyrir ánægjulegri akstur. Viðurkenndir Toyota varahlutir í alla bíla, alls staðar. Njóttu útsýnisins í sumar Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.