Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 30
22 18. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR folk@frettabladid.is > ALLT EINS Casey Affleck finnst það ekkert merki- legra að vera leikari en hvað annað. „Ég hef sagað við og hellt steypu og þvegið diska og þjónað og selt pylsur sem höfðu ekki verið í kæli í marga daga í brauði sem hafði verið nagað af rottum og ég hef verið í aukahlutverki í bíó- myndum og ég hef verið í aðal hlutverki. Ekkert er betra en annað. Þetta er bara mis- munandi, gefandi og lítillæk- andi á mismunandi vegu.“ Það bendir allt til þess að Angel- ina Jolie verði næsta stjarnan til að hanna ilmvatnslínu undir eigin nafni, en nú þegar hafa stjörnur á borð við Jennifer Lopez, Christinu Aguilera, Gwen Stefani og Naomi Campbell sleg- ið í gegn með ilmvötnum sínum. Leikkonan er sögð vera að vinna með franska ilmvatns- framleiðandanum Coty, sama fyrirtæki og framleiddi ilmvatn Söruh Jessicu Parker. Sam- kvæmt heimildum breska blaðs- ins The Mail on Sunday hefur Angelina sterkar skoðanir á framleiðslunni og segir að hún muni eingöngu samþykkja ilm sem hún telur lýsandi fyrir sig. Ilmvatn frá Angelinu? ILMUR ANGELINU Angelina Jolie er sögð vera að vinna að framleiðslu á nýju ilmvatni undir eigin nafni. „Það liggur í raun ekkert handrit fyrir, heldur munum við vinna það í spuna á æfingatímabilinu. Þetta verður svokallað „devised“ leikhús þar sem sýningin er unnin út frá hugmynd en ekki handriti,“ segir Dóra Jóhannsdóttir leikkona um sýn- inguna Húmanímal sem hún undirbýr um þessar mundir ásamt fríðum hópi leikara. „Hugmynd- in á bakvið verkið er sambönd fólks og dýrs- legt eðli þess þegar kemur að hefðum svo sem hjónaböndum, en svo mun það ráðast hvert það leiðir okkur þegar við förum að æfa,“ segir Dóra, en meðal leikara eru Jörundur Ragnarsson, Friðrik Friðriksson, Álfrún Örnólfsdóttir og tónlistin verður í höndum Gísla Galdurs úr Trabant. „Við fórum öll saman í bústað um daginn til að byrja að spinna aðeins og hafa gaman, en í lok júlí ætlum við að fara á Patreksfjörð í tíu daga æfingabúðir. Heimamenn voru svo almennilegir að bjóða okkur fría æfingaaðstöðu og til að launa þeim gestrisn- ina ætlum við að halda leiklistar- og dans- námskeið fyrir ungmennin á staðnum og Gísli Galdur verður með plötusnúðanámskeið,“ segir Dóra og útskýrir að námskeiðin verði á morgnana en hópurinn muni æfa eftir hádegi. Dýrslegt eðli og samskipti HÚMANIMAL Álfrún Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson eru meðal leikenda í nýrri sýningu sem sett verður upp í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Karlakórinn Fóstbræður vill bæta við sig söngmönnum í allar raddir fyrir næsta starfsár (2008-2009) sem hefst 1. september nk. Þú þarft að hafa góða söngrödd og tónheyrn. Byrjendur fá þjálfun í raddbeitingu, samhljómi og að lesa/styðjast við nótur. Nánari upplýsingar veitir formaður Fóstbræðra Smári S. Sigurðsson í síma 8633247, netfang nsn@internet.is Fóstbræður er ein elsta tónlistarstofnun landsins og hefur starfað óslitið í hart nær hundrað ár. Kórinn hefur frá upphafi flutt metnaðarfull verkefni og sem dæmi komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands í viðamiklum verkefnum. Fóstbræður hafa frumflutt ýmis stærri verk fyrir karlakóra og líka slegið á létta strengi t.d. sungið með Stuðmönnum og á sínum tíma voru 14 Fóstbræður mjög vinsælir. Fóstbræður hafa unnið til verðlauna í erlendum söngkeppnum og síðast hlaut kórinn gullverðlaun á tónlistarhátíð Musica Sacra í Pag. Í júlí syngja Fóstbræður á sumarlistahátíð í Vilnius með hinni þekktu Christophers Chamber Orchestra. Kórinn fer reglulega í söngferðir innanlands sem utan. Þá er hér tækifæri sem þú ættir að hugleiða. Langar þig til að syngja í karlakór sem hefur mikinn metnað? Antonio Banderas hefur nú sett á markaðinn nýtt ilmvatn fyrir konur. Ilmvatnið heitir Blue Seduction for Women og mun lyktin vera blanda af sítrusilmi, rósum, jasmín og berjum. Antonio mun sjálfur sjá um að kynna og auglýsa ilmvatnið. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem kappinn kemur að fram- leiðslu ilmvatns því hann hefur áður sent frá sér ilm undir sama nafni ætlaðan karlmönn- um. Antonio tæl- ir konurnar Hljómsveitin Mezzoforte bauð til alvöru „garðveislu“ í Hljómskálagarðinum og lék þar fyrir gamla og nýja aðdáendur sína. Tilefnið var ærið; 25 ára voru liðin síðan lagið Garden Party sló í gegn á erlendri grundu. Íslenska þjóðarsálin skildi árið 1983 að íslensk tónlist gæti náð árangri í útlöndum eftir nokkrar árangurslausar „meik“-ferðir. Lag Mezzoforte komst þá inn á vinsældarlista og heyrðist meðal annars eitt sinn í Derrick-þáttun- um sem sýndir voru á RÚV við miklar vinsældir. Hljómsveitin mætti galvösk í hlýja goluna sem lék um höfuðborgarbúa á mánu- daginn og lék við hvurn sinn fingur. Sýndi og sannaði að hún hafði engu gleymt. Töluverður fjöldi mætti og hlýddi á meist- araverkið og var gerður góður rómur að spilamennskunni. Að sjálfsögðu var boðið upp á grill- aðar pylsur og með því eins og í alvöru garðveislum. Garðveisla að hætti hússins HRAFN Í STUÐI Kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson sat á „fremsta“ bekk og sést hér fyrir miðju myndar. Við hlið hans er Ljudmila, barnsmóðir hans, og sonur þeirra Aron. LIFIR GÓÐU LÍFI Garðveislan eða Garden Party lifir enn góðu lífi og áhorfendur kunnu vel að meta að heyra þennan sígilda poppslagara aftur. ALLT TIL ALLS Gestir gátu gætt sér á grill- uðum pylsum og pylsubrauðum en slíkt er náttúrlega ómissandi hlutur í alvöru garðveislu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sögusagnir um meint brúð- kaup Nicole Ritchie og kær- asta hennar, Joel Madden, hafa lengi verið á sveimi. Á bloggi sínu skrifar Madden, sem er söngvari hljómsveit- arinnar Good Charlotte, að síðustu daga hafi hann fengið mörg símtöl frá vinum og vandamönn- um sem halda að þeim hafi ekki verið boðið í brúðkaup parsins sem átti að hafa verið um síðustu helgi. Madden segir ástæðuna fyrir því vera ein- falda: það var ekk- ert brúðkaup. Í lok færslunnar slær Madden á létt- ari strengi og segir að næst fái fólk líklega fregnir af meintum skilnaði þeirra „hjóna“. Þetta þýðir þá væntanlega að klukkurnar eru líka hættar að hringja hjá Paris Hilton, en hótelerfingjann langar mikið til að feta í fótspor vinkonu sinnar og hefja reglusamt og rólegt fjölskyldulíf með Benji Madden. Nicole er ekki gift EKKI GIFT Nicole og Joel eru ekki gift. Og það þýðir væntanlega að Paris Hilt- on og Benji Madden ætli að bíða með sitt brúðkaup. HJÓNASÝNING Jörundur Ragnarsson leikur stórt hlutverk í sýningunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.