Fréttablaðið - 18.06.2008, Page 1

Fréttablaðið - 18.06.2008, Page 1
Olíuframkvæmdamet | Viðbú- ið er að framkvæmdir við olíu- vinnslu undan ströndum Brasilíu verði þær dýrustu í sögunni. Talið er að kostnaður við að sækja olíu sem þar hefur fundist nemi um 240 milljörðum Bandaríkjadala eða átján þúsund milljörðum ís- lenskra króna. Á móti eiga þarna að vera ríkulegar olíulindir. Virði olíunnar er talið um sex þúsund milljarðar dala. Flugvélaeldsneyti í methæð- um | Tunnan af flugvélaeldsneyti er komin upp í 168 dollara en fyrir réttu ári kostaði hún 87 dollara. Tunnan hefur því hækkað um 81 dollara á einu ári eða um tæp 93 prósent. Yahoo ekki til Microsoft | Hug- búnaðarrisinn Microsoft sleit við- ræðum við Yahoo í síðustu viku. Microsoft bauð upphaflega 31 dal á hlut í Yahoo með það fyrir augum að innlima fyrirtækið. Jerry Yang, forstjóra Yahoo, hugnaðist tilboðið hins vegar ekki og fór fram á að það yrði hækkað um sex dali á hlut. Við það yrði endanlegt kaup- verð 37 dalir á hlut. Sádar auka olíuframleiðslu | Sádi-arabar hafa nú staðfest að þeir muni auka olíuframleiðslu sína töluvert í þessum mánuði og hinum næsta til að mæta hinum miklu verðhækkunum sem orðið hafa á heimsmarkaðsverði olíu undanfarna mánuði. Mun fram- leiðslan verða aukin um 300.000 tunnur á dag í þessum mánuði og síðan 200.000 tunnur í viðbót í júlí. 146 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 18. júní 2008 – 25. tölublað – 4. árgangur 4 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 H E L S T Í Ú T L Ö N D U M Opera í fjórtán ár Stutt í næstu uppfærslu Stærsta hugbúnaðarhús Íslendinga Risasamningur við Norðmenn Orkuveitustýra Saknar litla sólargeislans Það getur reynst tvíbent fyrir Seðlabankann að bregðast við erlendum lausafjárvanda – sem hefur fellt krónuna – með því að reyna að skapa innlendan lausafjárvanda – sem á að rétta hana við á ný, segir Ásgeir Jóns- son forstöðumaður greiningar- deildar Kaupþings í grein sem birtist í Markaðnum í dag. Ásgeir segir jafnframt að í öllu falli sé hættulegt að tefja vaxta- lækkunarferli til handa kóln- andi hagkerfi til að halda geng- inu uppi. Hann gagnrýnir jafnframt nýjar reglur Seðlabanka Íslands sem hefta getu bankanna til að kaupa gjaldeyri. Hann segir að hann þekki ekki til þess að annar seðlabanki hafi sett slík- ar skorður á viðskiptabanka og bendir á að núverandi niður- sveifla sé sú fyrsta þar sem inn- lendir aðilar geta varið sig fyrir gengisáhættu og innlendir aðilar hafi nýtt sér það. - bþa / sjá síðu 10 Ásgeir Jónsson Hættulegt að tefja lækkunarferli Björn Ingi Hrafnsson skrifar Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Riverstone hefur mikinn áhuga á samstarfi við Íslendinga um útrásar- verkefni á sviði jarðvarma. Forsvarsmenn félags- ins áttu fundi fyrir skemmstu hér á landi með ýmsum aðilum, þeirra á meðal forsætisráðherra og fulltrúum Viðskiptaráðs í því skyni að kynna sér aðstæður. Þá skoðuðu þeir Hellisheiðarvirkjun og ræddu við fulltrúa íslenskra orkufyrirtækja. Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa for- ráðamenn fyrirtækisins rætt sérstaklega við Guð- mund Þóroddsson, verkfræðing og fyrrverandi for- stjóra Orkuveitunnar og REI, um samstarf. Riverstone sérhæfir sig í fjárfestingum í orku- geiranum og þeir eiga hluti í fyrirtækjum og taka þátt í verkefnum þeim tengdum um allan heim. Í nýlegu viðtali við Guðmund Þóroddsson í Frétta- blaðinu kom fram að bandarískur fjárfestingasjóð- ur hefði boðið honum að stjórna útrásarfyrirtæki á þeirra vegum. „Þeir buðust til að fjármagna startið á jarðhita- fyrirtæki,“ sagði Guðmundur og bætti við að eng- inn velti fyrir sér minna en 300 milljónum dala í stofnfé fyrir slíkt fyrirtæki, eða sem nemur um 24 milljörðum kr. Hluthafar í orku- og útrásarfyrirtækinu Geysir Green Energy eiga nú í viðræðum við Ólaf Jóhann Ólafsson, rithöfund og framkvæmdastjóra í Banda- ríkjunum, um frekari fjárfestingu í félaginu. Í þeim viðræðum hefur m.a. verið ræddur sá möguleiki að James Wolfensohn, fyrrverandi forstjóri Alþjóða- bankans, setjist í stjórn félagsins, en hann rekur nú fjárfestinga- og ráðgjafafyrirtæki sem hefur sinnt orkumálum sérstaklega. Vilja fjármagna frekari orkuútrás Fulltrúar fjárfestingarisans Riverstone vilja samstarf um orkuútrás með Guðmundi Þóroddssyni. Geysir Green ræðir við James Wolfensohn og Ólaf Jóhann um samstarf. HELLISHEIÐARVIRKJUN Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamanna, telur að velta í hestamennsku hér á landi sé nálægt fjórtán milljörð- um á ári. Ágúst Sigurðsson, rektor Land- búnaðarháskóla Íslands, telur þessa tölu alls ekki ofaukna. Hann telur jafnvel að hún sé hærri enda hafi umfang hestamennsk- unnar aukist mikið á undanförn- um árum. Hann segist finna fyrir meiri viðbrögðum frá erlendum kaupendum eftir gengisfall krón- unnar. Nú sé töluvert fýsilegra fyrir erlenda aðila að fjárfesta í íslenskum hestum. Varðandi veltu í þeim geira segir Gunnar að lauslega áætlað nemi hún í kringum 600 milljónum á ári. Síðustu ár hafi verið seldir ná- lægt 1.500 hestar ár hvert. Í ein- staka tilfellum seljist þeir á allt að 50 milljónir króna. Landsmót hestamanna verður haldið á Hellu um næstu mánaða- mót. Umfang mótsins hefur vaxið mikið undanfarin ár og talið er að 3-400 starfsmenn komi að mótinu. Óhætt er að fullyrða að slíkt mót hefur mjög mikil áhrif á lítinn bæ eins og Hellu. - as / sjá síðu 8-9 Hestamennskan milljarðabransi Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Vistvæna prentsmiðjan!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.