Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 11
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 18. JÚNÍ 2008 S K O Ð U N Haukfrán augu Gat ekki annað en glott út í annað þar sem ég sat við eldhúsborðið á föstudag, blaðaði í gegnum Mogg- ann og las pistil hennar Agnesar minnar Bragadóttur um endalok skuldsettra yfirtaka. Henni tókst að eigin sögn að lesa í framtíðar- rúnir langt á undan öðru fjöl- miðlafólki. Svei, ef mér fannst ég ekki hafa upplifað þetta nákvæmlega sama augnablik nokkrum sinn- um. Lesið sama stöff í viðtali við Villa Bjarna fyrir nokkrum árum og aftur þegar ég gluggaði í bók Alans Greenspan, aldna banka- stjórans, síðasta haust. Tilefni Agnesar var grein um Gillian Tett, viðskiptablaðamann Financial Times, sem skrifaði ný- verið um skuldsettar yfirtökur. Taldi hún líkur á að skuldsett- ar yfirtökur gætu brátt orðið á allra vörum, lausafjárskorturinn myndi skrúfa fyrir þær – alla- vega í bili. Þetta sá hún í byrjun júní – fyrir hálfum mánuði! Ekki man ég lengur hvað ég hef sett niður á blað í gegnum tíð- ina. Einhver speki hlýtur samt að vera inni á milli – jafnvel vísdóm- ur. Bravó fyrir því. En mikið ósköp voru þeir lengi að þessu í útlöndum! Þetta er hneisa. Hvað var Tett að pæla áður en henni flaug það í hug að lausafjárfarvegurinn var þurrk- aður upp og lítið fyrir fjárfesta að tappa af í skuldsettar yfirtök- ur? Mér dettur helst í hug að teið geri eitthvað við heilann á Bret- um. Hún hlýtur að hafa dottað í teið, blessuð. Í sirka ár. Allir sem eitthvað vit hafa á pjéningum, eins og skáldið tók til orða, vissu fyrir löngu að pen- ingarnir voru búnir í bönkunum og aðeins á færi manna á borð við mig að ræsa út hömmerinn og moka upp hlutabréfum hist og her. Já og á færi Agnesar, sem vakti athygli á málinu í september. Sem var síðastliðið haust en ekki næsta haust, mín kæra Tett! Já, hún ætti að hlusta á Agnesi, sem hefur öðru hverju vakið athygli á málinu frá síðustu aldamótum. Agnes og félagar hafa vakið athygli á þessu lengi, lengur en maður kærir sig um að muna. Klapp á axlir, kollegi spá- kona. Ég bíð spenntur eftir næstu pistlum og því sem hún sér hand- an við hornið með sínu haukfránu augum. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskipa- félagsins, var talsvert í fréttum í síðustu viku þegar gengi bréfa í félaginu hrundi bókstaflega í Kauphöllinni. Bréfin féllu um þrjátíu prósent á tveimur dögum eftir að tilkynnt var um níu milljarða króna afskriftir félagsins vegna dóttur- félagsins Innovate Holdings. Gylfi Sigfússon var ráðinn til starfa hinn 20. maí síðastliðinn. Hann á að baki átján ára reynslu í flutningatengdum rekstri og hefur starfað hjá fyrirtækinu frá aldamótum. Gylfi lauk prófi í viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands árið 1990 og var hann sama ár gerður að framkvæmdastjóra Tollvörugeymslunnar TVG. Árið 1996 réði Gylfi sig til Ambrosio Shipping Co. í Bandaríkjunum. Hann var hjá Eimskip í Bandaríkjunum árið 2001 og er því ný- lega fluttur til landsins eftir rúmlega áratuga dvöl þar vestra. Gylfi er fæddur í Eyjum árið 1961 og er þriðji í röðinni af sex systkinum. Faðir Gylfa, Sigfús J. heitinn, var John- sen, en foreldrar hans tóku þá stefnu að fylgja þeirri rammíslensku hefð og nota Sigfúsar nafnið fyrir börnin sín en ættar- nafn að erlendri fyrirmynd. Meðal bræðra Gylfa eru Árni Sig- fússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, og Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár, sem er nýráðinn formaður Samtaka atvinnu- lífsins og stjórnarformaður Árvakurs. Björg ólfur Guðmundsson er sem kunn- ugt er stærsti hluthafi í Árvakri og í Eimskipafélaginu. Gylfa er lýst sem afskaplega léttum og kátum manni. Einn viðmælanda blaðsins fullyrti að hann væri líklega sá bróðirinn sem léttastur væri í skapi. Á uppvaxtar- árunum í Hólahverfinu í Breiðholtinu er Gylfi sagður hafa verið sá stríðnasti af bræðrunum. „Gylfi á eiginlega erfitt með að setjast niður því hann vill vera stöðugt á ferð- inni,“ nefnir einn viðmælandi blaðsins. Gylfi spilar golf og einnig hefur hann spilað fótbolta með gömlum félögum. Fyrir átján árum reyndi Gylfi fyrir sér í vídeóleigubransanum uppljóstrar einn viðmælandinn. Eiginkona Gylfa, Hildur Hauksdóttir, er dóttir Hauks Leós- sonar, fyrrverandi stjórnarformanns í Orkuveitu Reykjavíkur. Hildur og Gylfi eiga tvo syni. Þau hjónin starfa bæði í flutnings- bransanum ef svo má segja þar sem Hildur er framkvæmdastjóri Shop USA. Reyndi fyrir sér í vídeóleigubransanum S A G A N Á B A K V I Ð . . . G Y L F A S I G F Ú S S O N , F O R S T J Ó R A E I M S K I P A F É L A G S I N S Netverslun ishusid.is Er of hátt hitastig? Loftkæling fyrir: -Netþjóna -Skrifstofur -Veitingastaði -Verslanir Netversl ishusid.is Endurvinnum – umhverfisins vegna Núna er ekkert mál að endurvinna! Blaðberi Fréttablaðsins er handhæg taska undir dagblöð og ýmsan annan pappír sem fellur til á heimilinu. Blaðberinn kostar ekki neitt og kemur þér á lagið með að endurvinna dagblaðapappír. Nældu þér í Blaðbera og geymdu hann á góðum stað. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24, alla virka daga, frá kl. 8-17, á meðan birgðir endast. F í t o n / S Í A

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.