Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 12
MARKAÐURINN 18. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N V ondar fréttir af Eim- skipafélaginu sendu markaðinn í þunglyndi í vikunni. Það var svo sem ekki á svartsýnina bætandi og fyrir vikið sat íslenski markaðurinn eftir þegar Evrópa rétti sig örlítið við. Þunglyndið var allsráðandi og ég mann satt að segja ekki eftir jafn svart- sýnum tóni á markaðinum síðan 2001-2002 þegar gengið grill- aði ansi marga á sama tíma og draumurinn um að þjóðin gæti upp til hópa lifað af arðinum á Decode lognaðist út af. Eins og við var að búast fylgja slíku ástandi alls konar „sagði ég ekki“ spekingar sem afgreiða út í hafsauga heilu hugmynda kerfin og aðferðir, svo sem afleiður, spákaupmennsku og skuldsett kaup. Allt þetta er partur af dýn- amísku hagkerfi, þar sem áhætta og umbun haldast í hendur. Þeir sem ríkulegast bergðu af veigum veislunnar súpa nú þurrt. Slík af- greiðsla er svipuð því og að út- mála hamar sem skaðræðistæki, bara af því að einhver aulaðist til að brjóta með honum rúðu. Innovate-fréttin frá Eimskip fékk menn til að efast um gæði fjárfestinga íslenskra fjárfesta yfirleitt. Svo maður setji sig í „sagði ég ekki“ stellingarnar, þá hefur lengi verið ljóst að þær miklu erlendu fjárfestingar sem lagt var upp með myndu ekki allar heppnast. Þar vinnur sögu- leg tölfræði einfaldlega á móti okkur. Að halda að við séum svo miklu betri en aðrir í fjárfesting- um er álíka gáfulegt og að halda að það sé eitthvert normalástand að við vinnum Svía í íþróttum. ÚTRÁSIN VAR RÉTTMÆT Ég er hins vegar sannfærður um það að útrásin var rétt og að hún mun færa okkur hagsæld til framtíðar. Skuldsett kaup eru alls ekki slæmur kostur og hafa skilað mörgum miklum hagn- aði. Margt af því sem keypt var hefur reynst vera góðar fjárfest- ingar og hefur þegar skilað fjár- festum ríkulegum arði. Það er hins vegar ekki hægt að skuld- setja eignir endalaust aftur og aftur, því fyrr eða síðar lenda menn í niðursveiflu og tapa þá öllu sínu. Yfir því þýðir ekkert að fárast, frekar en því að þeir hinir sömu græði lifandis býsn á góðu tímunum. Það er margt að varast og þegar líða tekur á uppsveiflu í hagkerfi koma ævinlega fram á sjónarsviðið glaðbeittir fjárfest- ar sem trúa ekki á neitt nema endalausan vöxt. Við höfum séð svona stemmningsmenn koma fram sem stjórnendur í fyrir- tækjum, þar sem þeir hafa vaðið áfram og fjárfest í krafti óbil- andi tiltrúar og augljóslega ekki vandað nægjanlega til verka. Nú má svo sem segja að dýpt fjár- málakrísunnar sé slík að jafnvel þeir sem telja verður almennt skynsama hafi líka fundið til te- vatnsins. Frændi minn úr Skagafirði, Haraldur Hjálmarsson, frá Kambi, var mikill hagmæltur húmoristi, en drykkfelldur. Hag- mælgi og húmor, ásamt djúp- um gáfum, innsæi , manngæsku, réttsýni og ýmsum öðrum dyggð- um eru einmitt ríkjandi einkenni þessarar ættar og reyndar ekki síður í öðrum ættum sem að mér standa. Haraldur tók eitt sinn að sér bústjórn í afleysingum. Hann ofmetnaðist dálítið af upp- hefðinni og titlaði sig forstjóra á meðan. Allt gekk vel í fyrstu, en þegar líða tók á stóðst hann ekki mátið og datt í það. Eins og búast má við fór flest í handaskolum í kjölfarið. Um þetta orti hann undir laginu Hlíðin mín fríða. Forstjórinn fíni fagurlega galar vitlaus af víni víða rollum smalar. Hoppar eins og hani ropar eins og rolla pissar í polla. Ég vona að ég fari rétt með þetta, en þarna fór ekki vel þar sem hann eftirlitslaus og veik- lundaður stóð ekki undir ábyrgð- inni sem á hann var lögð. Þarna vantaði nefnilega stjórnina. SÖKIN FORSTJÓRANNA EINNA? Þar komum við kannski að einum lærdómi undanfarinna mánaða. Bæði í tilviki Eimskipafélags- ins nú og FL Group fyrr, er ekki fyllilega sanngjarnt að varpa allri ábyrgðinni á forstjórana. Ekki er minnsti vafi á því að þeim urðu á margvísleg mistök. Hins vegar átti stjórnin að vera betur vakandi og fara ítarlegar yfir ákvarðanir forstjóra félaganna. Stjórnirnar og stærstu hluthafar brugðust því ekki síður en forstjórinn. Ég tel engan vafa á því að við munum sjá fleiri dæmi um slakar fjárfest- ingar á næstunni. Verkefni bank- anna næstu misserin er að fara í gegnum útlánasafnið og hreinsa upp vitleysuna sem óhjákvæmi- lega verður til í gegndarlausu góðæri. Fyrr getur engin endur- reisn hafist. Nú er ekki tíminn þar sem menn sveifla flugustöng- inni og sleppa vænum löxum. Nú þarf að reka í kvíar, slátra og endurskipuleggja. Það er sóðaleg vinna og leiðinleg, en því miður nauðsynleg. Þeir sem lifa það af koma með mikla reynslu inn í næstu uppsveiflu. Þessu munu bankarnir stýra og þar græðir á endanum enginn neitt á því að þykjast betri en annar. Svo maður setji sig í „sagði ég ekki“ stellingarnar, þá hefur lengi verið ljóst að þær miklu erlendu fjárfestingar sem lagt var upp með myndu ekki allar heppnast. Þar vinnur söguleg töl- fræði á móti okkur. Að halda að við séum svo miklu betri en aðrir í fjárfestingum er álíka gáfulegt og að halda að það sé eitthvert normal ástand að við vinnum Svía í íþróttum. Að halda að við séum svo miklu betri en aðrir í fjárfestingum er álíka gáfulegt og að halda að það sé eitthvert normalástand að við vinnum Svía í íþróttum. H A F L I Ð I H E L G A S O N B L A Ð A M A Ð U R O G R Á Ð G J A F IPissað í polla H ún er aðallega notuð til laga- kennslu fyrst og fremst. Hún er sérstök að því leyti að engin bók hefur verið skrifuð um þetta efni á íslensku, svo vitað sé. Svo á hún örugglega erindi inn á lög- fræðistofur og á flestum stöðum sem lög- fræðingar vinna. Þá eru ógleymdir dóm- stólarnir, en rit af þessu tagi eru notuð þar og ekki síður við málflutning, bæði í Hæstarétti og í héraði. Dómstólarnir hafa þegar stuðst við bókina.“ Þetta segir Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, um nýútkomna bók sína, Samstæður hlutafélaga. BER MÓÐURFÉLAG ÁBYRGÐ? Bókin er tæpar 300 blaðsíður og fylgir henni dóma- og atriðisorðaskrá. Áður hefur Stefán Már skrifað bókina Hluta félög, einkahlutafélög og fjármálamarkaður. Nýja bókin tengist henni að nokkru leyti. „Þessi félög eru fyrst og fremst krufin í öðrum kafla bókarinnar og þá vakna ýmsar spurningar,“ segir Stefán Már. „Við skulum sem dæmi nefna spurninguna um hvort móðurfélag geti stjórnað dóttur- félagi að öllu leyti. Getur móðurfélagið kúskað dóttur félagið eins og því sýnist? Eru engar varnir fyrir því í minnihluta í dóttur félagi?“ spyr Stefán Már. Hann hugleiðir einnig hvort móðurfélagið geti borið skaðabótaábyrgð vegna samn- inga eða athafna dótturfélags. „Segjum að móðurfélag hafi veruleg áhrif á stjórnun dótturfélags og sýni að það raunverulega stjórni dótturfélaginu, fellur þá ábyrgð, skaðabótaábyrgð, á móðurfélagið. Þetta er mjög áhugaverð spurning sem ítarlega er fjallað um hér.“ MARGAR NIÐURSTÖÐUR Spyrja má hvort bók af þessu tagi veit endanlegt svar við þeim spurningum sem vakna. „Það er kannski ekki heiðar- legt að segja að komist sé að einhverri einni allsherjar niðurstöðu í þessum rannsóknum,“ segir Stefán Már. „Þetta eru smá niðurstöður hingað og þangað, en það er ekkert eitt rétt svar við öllu. Það getur komið til bótaskyldu í vissum tilvikum, ef tiltekin skilyrði eru fyrir hendi, og svo fram vegis. Það er farið yfir þetta dálítið rækilega í bókinni.“ Fleira er einnig þarna að finna. „Til hvers eru eignarhaldsfélög stofnuð? Hvaða gagn er í þeim og svo framvegis? Það er reynt að varpa ljósi á það,“ segir Stefán Már og bætir því við að talsverður hluti bókar- innar fjalli einnig um evrópskan sam- keppnisrétt. „Þetta er mjög skylt samstæð- um hlutafélaga, þau vandamál sem þar er fjallað um.“ EITT FÉLÖG EÐA TVÖ? Fyrstu tveir hlutar bókarinnar fjalla mikið um samband móður- og dótturfélaga, eins og áður er um getið, en þriðji hlutinn sker sig nokkuð úr. „Það mætti kannski kalla hann sér hluta,“ segir Stefán Már. „Þar er fjallað um samstæður hluta félaga og reyndar annarra félaga í ýmsum sambönd- um. Til dæmis að því er varðar skatta- lög. Að hvaða marki njóta samstæður ein- hverra sérstakra réttinda í skattalögum og hvaða skilyrði þarf að uppfylla. Það er rækilega farið yfir þetta og jafnframt farið út í dóma dómstóls Evrópubanda- lagsins. Á sama hátt er þetta varðandi sam- keppnislög. Í ýmsum samböndum gæti verið að samband móður- og dótturfélaga væri með þeim hætti að þau myndi efna- hagseiningu (e. economic unit) og það yrði ekki litið á þau sem tvö sjálfstæð félög í samkeppnislegum skilningi. Blaðamanni verður hugsað til skipu- lags margra íslenskra fyrirtækja þar sem mikið af starfsemi félagsins fer fram er- lendis. Nokkuð er um að íslensk móður- félög eigi dótturfélög á erlendri grundu, bæði í rekstri og öðru. „Þetta er talsvert í tengslum við skattana. Ég fer yfir þetta í þriðja hlutanum. Þetta eru ekki bara inn- lend lög. heldur líka móður- og dóttur- félög milli landamæra. Það er farið yfir þetta og reynt að finna einhverjar megin- reglur. Stefán Már fjallar nokkuð um svonefndar CFC-reglur í þriðja hlutan- um. Lagt hefur verið til að slíkt reglu- verk verði sett hérlendis. „Danir hafa sett ítarlega löggjöf í þessum efnum. Við höfum ekki gert það. Dómstóll bandalags- ins hefur tekið á þessum reglum í nokkr- um tilvikum. Mín niðurstaða er að þær geti mjög vel staðist. Það þarf bara að gæta vissra sjónarmiða.“ GRÓSKA Í LÖGFRÆÐIRANNSÓKNUM Blaðamaður kemst ekki hjá því að reka augun í stóran stafla af nýlegum lögfræði- legum ritum á borði Stefáns. Þar eru bæði miklir doðrantar og líka þynnri bæklingar. Það kveikir spurninguna um hvort mikið sé um rannsóknir í lögfræði um þessar mundir. „Já, ég myndi alveg fullyrða það. Það er mikil gróska og mikil þörf fyrir rannsóknir í þessum fræðum,“ segir Stefán Már og nefnir til dæmis að fjölmiðlafólk spyrji mikið um lögfræðileg efni. Erfitt sé að svara fyrirspurnum nema búið sé að rannsaka hluti vandlega. Er meira rannsakað í Háskóla Íslands en annars staðar hér á landi? „Við teljum að rannsóknir séu mun meiri hjá okkur en annars staðar. En til að gæta allrar sann- girni þá verður að taka fram að hinir há- skólarnir eru frekar nýir af nálinni. Þeir koma örugglega til. Rannsóknir taka ein- faldlega langan tíma.“ GAMAN AÐ GRÚSKA Starf háskólakennara er fólgið í meiru en rannsóknum. Þeir sinna kennslu auk þess sem þeir hafa hingað til að minnsta kosti haft ríkar stjórnunarlegar skyldur. Er mikill tími aflögu fyrir rannsóknir? „Já, það held ég,“ segir Stefán Már. „Ég ímynda mér að um sextíu prósent af mínum tíma fari í rannsóknir. En ég held að þetta sé hæfilegt.“ Stefán var í rannsóknarleyfi hluta þess tíma sem bókin var í smíðum, en sköpun- in tók um eitt og hálft ár. „Ég er líka vanur maður, ef svo má að orði komast, og með nokkurn grunn í þessum fræðum,“ segir Stefán Már og brosir. En er þetta skemmtilegt? „Það er skemmtilegt að setja sig inn í þessi efni. En það kann að vera þurrt fyrir aðra, svo ég sé bara hreinskilinn. Hins vegar getur þetta verið mjög skemmtilegt fyrir þá sem setja sig inn í þetta. En það er mjög gaman að grúska,“ segir Stefán og brosir breitt. MENNINGARLEG UNDIRSTAÐA „Ég held að þetta standi undir sér peninga- lega. Annars stæðu menn tæplega í þessu,“ segir Stefán Már. Bókmenntafélagið gefur bókina út og Stefán Már segir að þar á bæ sé vandað til verka. „Bókmenntafélagið hefur gefið út töluvert af textum um lögfræðileg efni. En síðan hefur útgáfan Codex gefið nokkuð út og svo Lagastofnun og aðrir aðilar. Stefán Már býst ekki við að Samstæður hlutafélaga verði metsölubók. „En það skiptir meira máli að það eru mjög mikil verðmæti fólgin í þessu. Ég lít á bók eins og þessa sem órjúfanlegan hluta af óhjá- kvæmilegum rannsóknum í lögfræði. Síðan erum við að styrkja og styðja íslenska menningu. Rannsóknir í hvaða fræðigrein sem er hér á landi gera það.“ Rannsóknir eru órjúfanlegur hluti íslenskrar menningar Stefán Már Stefánsson, prófessor í lögum við Háskóla Íslands, hefur brotið nýtt land í lagarannsóknum og gefið út bókina Samstæður hlutafélaga. Þar fjallar hann um samband móður- og dótturfélaga, bæði í innlendu og alþjóðlegu samhengi. Ingimar Karl Helgason hitti hann að máli og komst meðal annars að því að Stefán Már hefur mikið yndi af rannsóknum. STEFÁN MÁR STEFÁNSSON Höfundur bókarinnar Samstæður hlutafélaga. Stefán Már var um eitt og hálft ár að skrifa bókina og segir það hafa verið skemmtilegan tíma. Hann segir rannsóknir í lögum, jafnt sem öðrum fræði- greinum, vera mjög mikilvægar. MARKAÐURINN/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.