Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.06.2008, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN 18. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T „Mývatnssveitin er í uppáhaldi,“ segir Lilja Pálsdóttir, útibús- stjóri í Glitni í Þarabakka, en hún er mikil ferðakona þegar kemur að því að ferðast um land- ið. „Einu sinni á ári er allavega farið í Þórsmörk,“ nefnir Lilja og bætir því við að í síðustu Þórsmerkurferð var gengið upp á Valahnúk. „Í Þórsmerkurferð- unum er tíminn nýttur til að fara í léttar gönguferðir um svæðið enda alltaf eitthvað nýtt að sjá.“ Nýlega uppgötvaði Lilja nátt- úruperluna Þakgil, sem er á Höfðabrekkuafrétti á milli Mýr- dalsjökuls og Mýrdalssands. „Við hjónin fórum þangað í fyrra- sumar og gengum upp á jökul- inn fyrir ofan Þakgil.“ Á þessu svæði eru margar áhugaverðar gönguleiðir og mikil veðursæld. Í sumar ætlar stórfjölskyldan að dvelja saman í sumarhúsi í Danmörku í viku og eyða þar tíma í bænum Højby. „Sumar- fríið í ár verður að vanda einn- ig notað til ferðalaga um landið,“ segir Lilja og nefnir að auðvitað þegar ferðast sé um Ísland með tjaldvagninn og allar græjur sé stefnan tekin á þann stað á land- inu þar sem góða veðrið er. Það má segja að það líði ekki sá dagur á árinu að Lilja fari ekki út að ganga. „Enski sprin- ger-hundurinn okkar heldur mér efnið,“ segir hún, en hundinn þarf að viðra á hverjum degi, í hálftíma til þrjú korter í senn. - vg KOMIN Í FERÐAHUG Lilja Pálsdóttir ferðast mikið um landið á sumrin. Hún ætlar auk þess að dvelja í sumarhúsi í Danmörku í eina viku. MARKAÐURINN/GVA Útivist og gönguferðir Lilja Pálsdóttir ferðast mikið um Ísland á sumrin. 6.00 Fer á fætur og hef mig til fyrir vinnudaginn. Mér finnst gott að taka daginn snemma en leiðinlegt þó að hitta ekki Hilmar Sæ, litla sólargeislann minn sem sefur sem fastast. 6.30 Mætt í vinnuna og byrja á því að yfirfara samninga. 8.00 Spjalla við samstarfsfélaga mína sem eru á leið í hin ýmsu verk- efni á vegum fyrirtækisins. 9.00 Fundur og undirskrift samninga með verktökum sem Orkuveitan hefur ráðið til ákveðinna verkefna. 10.00 Sendi fjöldann allan af tölvupóstum. Þeim, sem og verkefnum, hefur fjölgað mjög á síðustu vikum. 11.00 Heimir, sambýlismaður minn, kemur við með Hilmar Sæ sem hleypur í fangið á mér og vill svo fara út á svalir að skoða bílana. Sá stutti er í sumarfríi í leikskólanum og fær hann því að eyða deginum með pabba sínum og síðar ömmu sinni. 12.00 Fer út að borða á Gamla Bauk með samstarfsfélögum mínum. Fáum okkur dýrindis rauðsprettu og súkkulaðiköku í eftirrétt. Spjöllum, hlæjum og njótum þess að breyta til. 13.00 Áfram halda tölvupóstsamskipti og símhringingar vegna samninga og annarra mála sem ég er að vinna að. 15.00 Vinn að og klára skýrslu um rafveitueftirlitsgjald til Neytendastofu. 16.30 Sæki Hilmar Sæ sem er í góðu yfirlæti með tengdamömmu og systursyni Heimis. Við förum svo öll í sund. 18.00 Komum heim og borðum kvöldmat. Síðan tekur við leikur með bíla og borvélar. 20.00 Hilmar Sær fer að sofa eftir að hafa „lesið“ úr bók fyrir mömmu sína og sýnt henni allt það sem merkilegast er að hans mati. Þegar hann sofnar reyni ég að tengjast vinnunni heiman frá en teng- ingarnar eru bilaðar. Set það á minnismiða í símanum mínum að fá aðstoð við að koma því í lag. 22.30 Leggst upp í rúm með bók og les þar til ég lognast út af. FRAMKVÆMDASTJÓRINN VIÐ ORKUVEITUHÚSIÐ Finnst gott að taka daginn snemma og vaknar fyrir allar aldir. MARKAÐURINN/ÖRLYGUR D A G U R Í L Í F I . . . Guðrúnar Erlu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra Orkuveitu Húsavíkur ehf. F R Í S T U N D I N Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar „Þetta er algjör perla,“ segir Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs hjá FL Group. Flatey á Breiðafirði verður einn af áfangastöðum hans í sumar en þangað hefur hann komið nokkrum sinnum með fjölskyldunni. Eyjan skoraði hátt í óformlegri könnun Markaðar- ins. Ísland trónaði á toppnum með 45 stig, heilum 35 stigum fyrir ofan Spán, sem vermir annað sætið. Frakkland lenti í þriðja sæti en flestir þátttakendur í könnuninni ætla að bregða sér til suðurhluta lands- ins. Á eftir fylgja Ítalía, Svíþjóð, Bandaríkin og Eyja- hafið. Önnur svæði á heimskringlunni fengu færri stig. Júlíus segir miklu skipta um Flatey að þar sé lítið sem ekkert farsímasamband. „Sagan segir að einn punktur sé á eyjunni þar sem menn geta hringt úr farsímum ef á þarf að halda. Ég held samt að einn af göldrunum við Flatey sé einmitt að það næst ekki í mann,“ segir Júlíus. Punktur þessi kom reyndar við sögu í eftirminnilegu atriði í kvikmyndinni Brúðgumanum sem frumsýnd var um áramótin. „Það rímar vel við eyjuna – maður losnar við síma- garganið og á ekki að spá mikið í það sem gerist utan hennar.“ Júlíus telur miklu skipta að gistimöguleikum hafi fjölgað í Flatey. Gistiaðstaða hafi verið fremur fá- brotin þar til fyrir nokkrum árum, þá helst svefn- pokapláss. Fáir aðrir kostir hafi verið á eyjunni nema fyrir þá sem þekktu einhvern sem átti hús í Flatey. „Nú er þarna komið fínasta hótel og veitingastaður þar sem ferskmeti úr bakgarðinum – Breiðafirði – er í aðalhlutverki,“ segir hann. „Að koma til Flateyjar er pínulítið eins og að fara til útlanda. Stemningin þar er öðruvísi og maður breytist um leið og stigið er á land,“ segir Ingibjörg Pétursdóttir, hótelstýra á Hótel Flatey á Breiðafirði, sem hefur rekið hótelið í þrjú ár. Þar er hún á sumrin en starfar í höfuðborginni á veturna. „Ég er ekki hissa á því að Flatey sé vinsæl, þar er svo afslapp- andi,“ bætir hún við. Hótelið byggir á þremur húsum, sem hafa verið endurnýjuð mikið. Herbergin eru þrettán talsins og eingin tvö þeirra eins. Hverja helgi á sumrin er boðið upp á lifandi tónlist þjóðþekktra tónlistarmanna. Ingibjörg nefnir sem dæmi Tómar R. Einarsson, Jóel Pálsson og Ólöfu Arnalds, sem troða upp í sumar. Ingibjörg segir það í raun ekki rétt að ekkert far- símasamband sé á eyjunni. Hið rétta sé að eyjar- skeggjar óski eftir því við gesti að þeir tali ekki mikið í símana. „Það er eins og allir verði við því og ákveði að njóta fuglanna og náttúrunnar í staðinn,“ segir Ingibjörg og hlær lágt. „Sambandið er reynd- ar voðalega nýtilkomið og allir vilja halda í hitt,“ segir hún og viðurkennir að sjálfri finnist sér það skemmtilegra að sambandið sé lítið sem ekkert. HRIFINN AF FLATEY Júlíus Þorfinnsson hjá FL Group segir að galdurinn við Flatey sé sá að þar sé erfitt að ná í mann. MARKAÐURINN/DANÍEL Ísland heitasta landið Flatey á Breiðafirði er vinsælasti áfangastaðurinn í sumar, samkvæmt könnun Markaðarins. GIMSTEINN Í FLATEY Hótel Flatey á Breiðafirði er í raun þrjú mikið endurnýjuð pakkhús. Herbergin eru þrettán og engin tvö þeirra eins. Hótelstýran segir að ferð til Flateyjar sé eins og að fara til annars lands.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.