Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 1

Fréttablaðið - 20.06.2008, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ HELGIN O.FL. Orri Pétursson einkaþjálfari í World Class Laugum er mikill kokkur og eldar oftar en ekki dýrindis máltíðir sem slá í gegn hjá öllum þeim sem snæða hjá honum. Orri hefur dregið fram grillið og nýtir hvern einasta sólskinsdag til þess að grilla eitthvað hollt og gott. Uppáhald é segist alltaf miða við 200 grömm á mann. „Ég er duglegur að passa að lundirnar brenni ekki og því er nauðsynlegt að standa yfir þeim og fylgjast vel með. Með lundunum hef ég bakaða kartöflu og maísstöngla og eins og allir vita þarf að henda þeim á grillið löngu áður en lundirnar fara á það S ég líka sætar kartöfl í Grillið í stöðugri notkun Orri starfar sem einkaþjálfari hjá World Class Laugum og kann því að elda marga holla rétti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÚPA Á STRÖNDUMMalarkaffi er nýopnað veitingahús á Drangsnesi á Ströndum þar sem hægt er að fá fisk í ýmsu formi. Fiski- og humarsúpan þykir sérlega góð. MATUR 2 VEISLA Í VIÐEYHin árlega Viðeyjarhátíð verður haldin á sunnudaginn næsta. Boðið verður upp á flugdreka-gerð, strandveiði, gam-aldags víðavangsleiki, lygasögugöngu og messu. HELGIN 3 6.490 kr. 4ra rétta tilboðog nýr A la Carte · Léttreiktur lax með granateplum og wasabi sósu · · Kókos- og engifersúpa með grilluðum tígrisrækjum · · Lambahryggur með lambaskanka og rósmarínsósu ·· Banana- og súkkulaðifrauð með vanillusósu · Gjafabréf PerlunnarGóð tækifærisgjöf! Hægt er að panta 4ra rétta seðilinn með sérvöldu víni með hverjum rétti: 9.990 kr. Côte Rôtie „La Mouline“ 2003 | Rhône, FrakklandOpus One 1995 | Napa Valley, Bandaríkin NÝTT! Glas af eðalvíni Nú hefur veitingahúsið Perlan bætt við möguleikanum að velja sér glas af 19 eðalvínum með mat. Verð frá 890-8.900 kr Sími: 512 5000 FÖSTUDAGUR 20. júní 2008 — 166. tölublað — 8. árgangur 12” 12” 12” 12” 12” ORRI PÉTURSSON Nýtir hvern sólskins- dag til að grilla matur helgin Í MIÐJU BLAÐSINS ÓLI TYNES Veiðir antílópur og vörtusvín í Afríku Át hráa lifur og er innvígður í hóp veiðimanna. FÓLK 50 Trónir á toppnum Guðfaðirinn er besta glæpamynd sögunnar samkvæmt Banda- rísku kvikmynda- stofnuninni. FÓLK 42 Hannes og háskólinn Í framhaldi af grein um Hannesar- málið 1988 fjallar Svanur Kristjáns- son um Hannesarmálið 2008 og áhrif þess á sjálfstæði Háskóla Íslands. UMRÆÐAN 29 VÍÐA BJART Í dag verða 5-10 m/s austan til, annars hægari. Skýjað og lítilsháttar væta eystra, annars hálf- eða léttskýjað og sums staðar síðdegisskúrir. Bjartast vestast. Hiti 8-14 stig, svalast norðaustan til. VEÐUR 4 9 7 7 1013 HESTAMANNAMÓT Falli heimsmet í 100 metra skeiði á komandi Landsmóti hestamanna hefur helsti styrktaraðilinn, Toyota, heitið því að gefa sigurvegaranum sérútbúinn Toyota Hilux Adventure-pallbíl. Um er að ræða bifreið að andvirði 4,3 milljónir. Sigurður Ævarsson er mótsstjóri og segir hann allt eins geta farið svo að heimsmetið falli. Núver- andi heimsmethafi, Drífa, knapi Sigurður Sigurðsson, mun taka þátt í mótinu. Heimsmetið er 7,18 sekúndur og féll það í fyrra. Besti tími Drífu í ár er 7,36. „Þannig að ekki þarf annað en að smella fingrum og þá er það komið,“ segir Sigurður. Mótsstjórinn talar um lemjandi stemningu meðal hestamanna fyrir mótið. - jbg / sjá síðu 50 Landsmót í vændum: Hilux fyrir heimsmet EFNAHAGSMÁL Íbúðalánasjóður mun veita allt að áttatíu prósenta lán af kaupverði eigna og hækka hámarks- lán úr átján milljónum í tuttugu, samkvæmt endurbótum á reglum sjóðsins sem ráðherrar ríkis- stjórnarinnar kynntu á fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær. Samkvæmt hugmyndunum verða tveir nýir lánaflokkar stofn- aðir til að lána bönkum til endur- fjármögnunar á íbúðalánum og fjármögnunar á nýjum íbúða- lánum. Þá verður útgáfa stuttra ríkisbréfa aukin. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, fagnar aðgerðum ríkisstjórnarinnar en telur að þær hefðu mátt koma fyrr. „Það er ákaflega athyglisvert að bjargvætturinn núna verði Íbúða- lánasjóður, sem bankarnir og margir í stjórnarliðinu hafa viljað feigan. Það verður gaman að vita hvort hann fær nú að vera í friði um sinn úr því að hann á að bjarga málum,“ segir hann. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, fagnar því að gripið verði til aðgerða til að koma hreyfingu á skuldabréfa- og gjald- eyrismarkað. „Ég tel að hér sé um sértækar aðgerðir að ræða sem miðist við núverandi ástand. Þær eru til þess fallnar að bæta lausa- fjárstöðu og koma lífi í íbúðamark- aðinn líkt og seðlabankar og ríkis- stjórnir hafa verið að gera að undanförnu á öðrum mörkuðum. Ég held að það sé af hinu góða. Hitt er að ég hef efasemdir um að auka umsvif Íbúðalánasjóðs og hækka lánsheimildir þar,“ segir hann. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, varaforseti ASÍ, telur aðgerðirnar jákvæðar. „Ég er fegin að þetta er komið fram. Þessar aðgerðir voru orðnar tímabærar og ættu að geta liðkað fyrir og hjálpað fólki sem hefur lent í vandræðum með íbúða- kaup.“ Hannesi G. Sigurðssyni, aðstoðar- framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, líst vel á aðgerð- irnar. Markmið þeirra sé hófstillt og raunhæft til að reyna að mýkja niðursveifluna og koma í veg fyrir að hún verði of brött niður. Hann telur að þær virki ekki hvetjandi á verðbólguna. - ghs / sjá síðu 4 Íbúðalánasjóður er nú bjargvætturinn Ríkisstjórnin kynnti breytingar á Íbúðalánasjóði í gær. Breytingunum er almennt fagnað. Flokksformaður VG segir marga í stjórnarliðinu hafa viljað Íbúðalánasjóð feigan. Bankastjóri Landsbanka hefur efasemdir um aukin umsvif sjóðsins. TJALDAÐ Í ROKINU Íslensk náttúra er ekkert lamb að leika sér við. Það fengu þessir þýsku ferðamenn að sannreyna þegar þeir voru að búa sér næturstað í Landmannalaugum í gær. En þó að fokið hafi í tjöldin þótti ferðamönnunum gaman að eiga við þessar aðstæður svo ekki fauk í neinn þrátt fyrir vandræðin. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Borgarstjóri vill endur vekja næturstrætisvagna til að koma fólki heim úr mið- borginni á helgarnóttum. Borgin myndi ein greiða kostnað við þessa viðbótarþjónustu. Stefnt er að því að vagnar fari í úthverfi borgarinnar á klukku- stundar fresti milli klukkan þrjú og fimm, segir Ólafur F. Magnús- son borgarstjóri. Reynir Jónsson, framkvæmda- stjóri Strætó BS, segir hugmyndir borgarstjóra hafa verið ræddar á fundi í gær, en málið sé á byrjunar- reit. Forsvarsmenn Strætó munu í framhaldinu kanna kostnað við næturvagnana, og kynna borgarstjóra niðurstöðuna í næstu viku. Þá hefur borgin samið við Öryggismiðstöðina um gæslu í miðborginni á helgarnóttum, til reynslu í þrjár vikur. Miðborgar- þjónar taka til starfa í fyrsta skipti í kvöld. - bj / sjá síðu 6 Borgarstjóri vill endurvekja næturstrætó heim úr miðborginni: Borgin greiði fyrir næturstrætó Ragnhildur Ágústsdóttir Opnar fyrstu myndlistar- sýninguna á æskuslóðum í Stykkishólmi. FÖSTUDAGUR FYLGIR FRÉTTA- BLAÐINU Í DAG FÖSTUDAGUR FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS HAFFI HAFF OG MERZEDES CLUB Sameina krafta sína HVERT ER FERÐINNI HEITIÐ? Sumarfrí valin- kunnra Íslendinga SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON Gengur að eiga Birnu NÁTTÚRA Ferðamenn frá Póllandi sem voru að koma úr göngu nálægt Hveravöllum tilkynntu umsjónarmanni þar í gær að þeir hefðu séð spor eftir bjarndýr í moldarflagi skammt frá. Sögðust þeir þekkja vel spor bjarndýra frá heimalandi sínu. Umsjónarmaður tilkynnti þetta til lögreglunar á Blönduósi. Land- helgisgæslan var við æfingar á svæðinu og hóf þegar leit en hvorki sáust björn né ummerki um hann. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ferðamenn- irnir hafi virkað mjög trúverðug- ir. Helstu stofnunum og embætt- um sem málið varðar hefur verið tilkynnt um málið en ekki höfðu nein frekari áform verið ákveðin þegar Fréttablaðið fór í prentun. „Maður tekur þetta nú ekkert of trúanlega til að byrja með en hvað veit maður, það hljómaði líka lygilegt þegar ég heyrði fyrst af ísbirni í Laxárdal í Skagafirði,“ segir Guðmundur Ögmundsson umsjónarmaður. - jse Ferðamenn á hálendinu: Sáu bjarnarspor á Hveravöllum Þjóðverjar i undanúrslit Þýskaland var fyrsta liðið til að tryggja sig í undan- úrslit á EM eftir sigur á Portúgal í mögnuðum leik. ÍÞRÓTTIR 46 VEÐRIÐ Í DAG

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.