Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 4
4 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR EFNAHAGSMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra breytir í dag reglugerð þannig að hámarks- lán Íbúðalánasjóðs hækki úr átján milljónum í tuttugu, og brunabóta- matsviðmið íbúðalána falli niður. Framvegis geta lántakendur því fengið allt að áttatíu prósent af kaupverði íbúða að láni. Reglugerðar breytingin gagnast lánsbeiðendum sem bíða svars frá Íbúðalánasjóði og einnig þeim sem eiga eftir að leggja inn beiðnir. Jóhanna segir að gera þurfi reglugerðarbreytingar til að stofna tvo nýja lánaflokka hjá Íbúðalána- sjóði vegna endurfjármögnunar og nýrra lána hjá bönkum og fjármála- stofnunum en það taki nokkurn tíma og verði unnið í samstarfi við Íbúðalánasjóð, Fjármálaeftirlitið og Seðlabankann. Þá hafi offramboð verið á byggingamarkaði sem nemi minnst tvö þúsund íbúðum. Ríkis- stjórnin ætli að gefa fólki mögu- leika á að breyta íbúðum sem ekki seljast í leiguíbúðir með sérstakri heimild að undangenginni könnun á þörfinni. „Ef þessi þörf er til staðar munum við afla heimilda til að fá viðbótarheimildir til að setja í þessi lán,“ segir hún. Árni Mathiesen fjármálaráð- herra segir að aðgerðirnar hafi þrenns konar áhrif, bæti stöðuna á fasteignamarkaði og hjá bygging- ariðnaði, bæti lausafjárstöðu bank- anna og auki viðskipti með krón- una. Þannig batni gjaldeyrisstaða bankanna. - ghs Föðurnafn forstjóra N1 var rangt í Fréttablaðinu í gær. Hann heitir Her- mann Guðmundsson. VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg Helsinki Eindhofen Amsterdam London Berlín Frankfurt Friedrichshafen París Basel Barcelona Alicante Algarve Tenerife HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 9 10 7 7 7 10 10 10 13 11 8 5 5 3 6 20° 19° 17° 24° 20° 19° 19° 18° 17° 22° 23° 26° 22° 26° 27° 29° 27° 21° 12 11 Á MORGUN Hæg norðlæg átt. SUNNUDAGUR Hæg norðlæg átt. 8 9 4 3 3 5 6 6 10 10 10 8 8 8 13 SÓL SÓL SKÍN Á MIG Í dag verður áfram bjart í veðri mjög víða. Sýnu bjartast verður vestan til í dag en einhver væta austan til og síðdegis skúrir á Suður landi. Á morgun verður bjart með köfl um víða um land með síðdegisskúrum syðra. Á sunnudag er svo helst að sjá einhverja dropa við suðausturströndina. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður var rangnefndur í sérblaði um 100 ára afmæli Hafnarfjarðar, sem fylgdi Fréttablaðinu í gær. LEIÐRÉTTING FERÐAÞJÓNUSTA Samtök ferðaþjón- ustunnar lýsa yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra vinnustöðvana flugumferðar- stjóra og telja að þær muni raska flugi umtalsvert, bæði innanlands sem utan. Samtökin benda á að ferðaþjón- ustan sé mjög viðkvæm fyrir slíkum truflunum. Ferðamenn forðist almennt svæði þar sem verkföll og vinnustöðvanir séu fyrirhuguð. „Þetta er alvarleg staða fyrir íslenska ferðaþjónustu á sama tíma og rekstrarumhverfi fyrirtækjanna hefur stórversnað vegna olíuverðshækkana og erfiðs efnahagsástands hérlendis sem erlendis,“ segja samtökin og hvetja samningsaðila til að gera sitt ítrasta til að ná samningum áður en í óefni er komið. - ghs Samtök ferðaþjónustunnar: Vinnustöðvanir raska flugi EFNAHAGSMÁL Ríkisstjórnin hefur ákveðið að grípa til sérstakra aðgerða til að bregðast við kólnun á fasteignamarkaði og fyrirsjáan- legum erfiðleikum í efnahagslífi þjóðarinnar. Var það tilkynnt á fundi með fulltrúum atvinnulífsins í gær. Geir H. Haarde forsætis- ráðherra segir að aðgerðirnar muni ekki hleypa upp verðbólgunni. Ákveðið hefur verið að stofna tvo nýja lánaflokka hjá Íbúðalánasjóði, ÍLS. Annar flokkurinn er til að endur fjármagna íbúðalán hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum en hinn fjármagnar ný íbúðalán á vegum banka og lánastofnana. Bankarnir fá þá annað hvort lausa- fé eða íbúðabréf sem þeir geta nýtt sér til að fá lausafé hjá Seðlabank- anum. Lánin verða veitt með gjaldi vegna ríkisábyrgðar og skilyrðum um hámarksveðhlutfall. „Það mun rýmkast um lausafjár- stöðu fjármálastofnana sem við væntum að leiði til þess að þær verði betur í stakk búnar til þess að sinna þörfum atvinnulífsins og almennings hvað varðar lánsfé,“ segir Geir. Aðrar aðgerðir eru einnig fyrir- hugaðar. Brunabótamatsviðmið lána hjá ÍLS verður afnumið og miðað í staðinn við allt að áttatíu prósent af kaupverði eigna. Hámarkslán sjóðsins verða hækk- uð úr átján milljónum í tuttugu. Aukið verður við útgáfu stuttra ríkisbréfa til að draga úr þrýstingi á skuldabréfa- og gjaldeyrismark- aði og verður heimildin sem Alþingi afgreiddi fyrir skömmu notuð til að gefa út ný bréf að fjárhæð allt að 75 milljónir króna. Íbúðalánasjóður fær auknar heimildir til að breyta íbúðum sem ekki seljast í leiguhúsnæði á svæð- um þar sem eftirspurn er mikil. Þá er áhersla á að lánastofnanir komi til móts við fólk í greiðslu- erfiðleikum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að engin einföld lausn sé til. „Hér eru aðgerðir sem lúta að fasteigna- og fjármálamarkaðnum líka. Þannig erum við alltaf með annað augað á atvinnulífinu til að tryggja það að hjól atvinnulífsins geti gengið og hitt augað á kjörum almennings og að tryggja að þau skerðist ekki verulega. Þetta er mikilvægur þáttur í því að ekki frjósi, fólk geti skipt um húsnæði eins og eðlilegt er.“ ghs@frettabladid.is Íbúðalánasjóður sér bönkunum fyrir fé Ríkisstjórnin hefur stofnað tvo nýja lánaflokka hjá Íbúðalánasjóði til að endur- fjármagna íbúðalán hjá bönkunum og fjármagna ný lán á þeirra vegum. Hámarkslán verður tuttugu milljónir. Hætt verður að miða við brunabótamat. HVAÐ Á AÐ GERA? Stofna tvo nýja lánaflokka hjá Íbúða- lánasjóði. Annar hjálpar bönkum að endurfjármagna íbúðalán og hinn er til að fjármagna ný íbúðalán hjá bönkunum. Útgáfa stuttra ríkisbréfa verður aukin. Brunabótamatsviðmið Íbúðalána- sjóðs afnumið. Miðað verður við allt að áttatíu pró- sent af kaupverði eigna. Hámarkslán Íbúðalánasjóðs verður tuttugu milljónir í stað átján milljóna. Íbúðalánasjóður fær heimildir til að breyta þeim íbúðum sem ekki seljast í leiguhúsnæði. Áhersla á að lánastofnanir komi til móts við fólk í greiðsluerfiðleikum með frystingu lána, skuldbreytingu eða endurfjármögnun. TIL AÐ EKKI FRJÓSI Ríkisstjórnin kynnti aðgerðir sínar á fundi með fulltrúum atvinnu- lífsins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HÚSNÆÐISMÁL „Ég er ánægð með að ríkisstjórnin hafi komið hreyfingu á málin,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, formaður Félags fast- eignasala. „Mikilvægast var að afnema brunabótamats- viðmiðið sem var akkilesar- hæll fyrir lántakendur.“ Ingibjörg telur jákvætt að hækka hámarkslán Íbúðalána- sjóðs í 20 milljónir en segir að gott hefði verið að hækka það í minnst 23 milljónir. „Það hefði verið komið í þá upphæð ef það hefði fylgt verðþróun síðustu fjögur árin,“ segir hún. Ingibjörg bendir á að það sé stór kostur fyrir fólk að kaupa fyrstu íbúð að fá 80 prósent af kaupverði að láni en hefði viljað sjá hlutfallið í 90 prósentum því að ekki sé auðvelt fyrir kaupend- ur að brúa það sem eftir sé af kaupverðinu. - ghs Félag fasteignasala: Vill hærra há- markslán INGIBJÖRG ÞÓRÐ- ARDÓTTIR Félagsmálaráðherra breytir reglugerðum um íbúðalán strax í dag: Íbúðalán hækka í 20 milljónir ÖFLUM VIÐBÓTARHEIMILDA „Ef þessi þörf er til staðar munum við afla heimilda til að fá viðbótarheimildir,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. FR ÉT TA BL AÐ IÐ /D AN ÍE L BYGGÐAMÁL Þjóðskalasafn Íslands hefur birt stafræna útgáfu manntalsins frá 1870 á netinu. Verkefnið var unnið í Vestmanna- eyjum og er hluti af mótvægis- aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna samdráttar aflaheimilda á síðasta ári. Því er ætlað að koma tólf manntölum frá 1703-1920 á stafrænt form, en þegar hefur manntal frá 1703 og 1835 verið birt á netinu. Áfram verður unnið að verkefninu í Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum og Sauðárkróki. Stafrænar útgáfur manntalanna má finna á heimasíðu Þjóðskala- safns. - gh Þjóðskjalasafn Íslands: Manntölum komið á netið DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir karlmanni á fertugsaldri fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem var nemandi hans. Hann var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Héraðsdómur Norðurlands vestra hafði áður dæmt manninn til sömu refsingar en skilorðsbundið hana í tvö ár. Stúlkan var fjórtán ára þegar maðurinn, sem bæði var kennari og íþróttaþjálfari hennar, átti mök við hana. Stóð sambandið yfir í þrjú ár. Hæstiréttur segir brot hans alvarleg, hann eigi sér engar málsbætur og ekki séu forsendur fyrir því að binda refsinguna skilorði. Auk fangelsisdómsins var maðurinn dæmdur til að greiða stúlkunni 500 þúsund krónur í bætur. Jafnframt var honum gert að greiða allan málskostnað. - jss Hæstiréttur þyngdi dóm: Braut gegn nem- anda sínum Meðaleinkunn vel yfir níu Meðaleinkunn þeirra sem útskrif- uðust með BS-gráðu í eðlisfræði frá Háskóla Íslands í síðustu viku var vel yfir níu að sögn Kristínar Ingólfsdóttur rektors. Nemendurnir voru sex talsins og segir rektor þetta glæsilegan árangur í mjög svo erfiðri grein. ÖRFRÉTT GENGIÐ 19.06.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 163,7717 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 81,93 82,33 161,31 162,09 126,89 127,59 17,009 17,109 15,797 15,891 13,49 13,57 0,7583 0,7627 132,28 133,06 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.