Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 8
8 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR ÍS LE N S ÍS LE N S ÍS LE N SK A SI A K A SI A K A SI A. IS M S .IS M S .IS M SA 4 09 8 A 40 9809 A 8 04 /0 8 04 /0 8 04 / 888 DÓMSMÁL Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt karl- mann á þrítugsaldri í 85 þúsund króna sekt fyrir vörslur fíkniefna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa geymt í tösku í skotti bíls síns 17,5 grömm af marijúana, þegar lögregla tók hann. Hann mætti hvorki fyrir dóm né boðaði forföll þegar hann var boðaður. Hann hafði hlotið dóm fyrir ránstilraun 2004 og var þá dæmdur í skilorðsbundið fangelsi. Síðar hlaut hann dóma fyrir fjársvik og fíkniefnabrot auk fleiri brota. Með broti sínu nú rauf hann skilorð dóms frá 2005 upp á ellefu mánaða fangelsi. - jss Karlmaður á þrítugsaldri: Með maríjúana í bílskottinu 1 Hver fer fyrir starfshópi um breytt varnarsamstarf Norður- landanna? 2 Hverjir hafa boðað til tíma- bundinnar vinnustöðvunar alla morgna í júní og júlí? 3 Hvaða verslun verður sú fyrsta á Íslandi til að selja Victoria‘s Secret nærföt? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 50 EFNAHAGSMÁL „Auðvitað finnst okkur slæmt að uppbyggingin geti ekki hafist strax,“ segir Ragn- heiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar. Áform um uppbyggingu í miðbæ Selfoss eru stopp í bili vegna frosts á fasteignamarkaði. Aðstæður til uppbyggingar hafa gjörbreyst á stuttum tíma, segir Franz Jezorski, einn eigenda Miðj- unnar, sem áformar uppbyggingu í miðbænum. Hann segir óráðlegt að fara af stað með svo stórt verk- efni í núverandi efnahagsástandi. „Við verðum að hafa kaupendur,“ segir Franz. Hann segir verkefn- inu frestað tímabundið, áformin séu enn jafn metnaðarfull og þau fari í gang um leið og næsta upp- sveifla. Franz segir að lagt hafi verið í töluverðan kostnað með kaupum á lóðum og húsum. Útgjöldin hafi þó að mestu verið fjármögnuð með eigin fé, og Miðjan því í stakk búin til að bíða niðursveifluna af sér. Búið er að rífa tvö hús í mið- bænum og flytja það þriðja á brott. Að auki stendur til að rífa hið svo- kallaða Pakkhús, sem hýsir Jarð- skjálftamiðstöð Háskóla Íslands. Franz tekur undir að óheppilegt sé að rífa hús og geta ekki byggt í beinu framhaldi. Það sé þó betra að rífa húsin en láta þau standa auð, öllum til ama. Allt hafi verið gert til að ganga eins vel frá og hægt hafi verið. „Segja má að við höfum misst af lestinni,“ segir Franz. Skipulags- vinna og undirbúningur hafi dreg- ist, upphaflega skipulagsvinnan átt að taka sex mánuði, en nú séu komin fjögur ár. „Auðvitað kemur lestin aftur og þá er bara að vera tilbúinn að stökkva á hana,“ segir Franz. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjar stjóri segir skipulagsvinnu taka sinn tíma þegar unnið sé í góðri sátt við umhverfið. Ýmsir hafa orðið til þess að benda á rusl og slæman frágang á svæðinu. Ragnheiður segir það vissulega slæmt og lóðarhafar þurfi að ganga vel frá lóðunum. „Auðvitað þarf að hafa þetta snyrtilegt fyrst ekki verður byrj- að að byggja í sumar,“ segir hún. brjann@frettabladid.is Uppbygging á Selfossi stopp vegna kreppu Framkvæmdir í miðbæ Selfoss verða stopp þar til hreyfing kemst á fasteignamarkaðinn á ný. Tvö hús hafa verið rifin. Lóðarhafar eiga eftir að ganga frá lóðum og gera snyrtilegt segir bæjarstjóri. SELFOSS Tryggja verður að snyrtilegt sé á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði þó að framkvæmdir fari ekki í gang í sumar segir bæjarstjóri. MYND/SUNNLENSKA BRUSSEL, AP Evrópuþingið hefur samþykkt nýjar samræmdar reglur um ólöglega innflytjendur í Evrópu- sambandinu. Samkvæmt reglunum má halda þeim í sérstökum búðum í allt að átján mánuði, en eftir það megi senda þá til síns heima. Ólöglegum innflytjendum verður gefinn kostur á að yfirgefa landið af eigin vilja. Ef samvinna er engin eða óttast er að viðkomandi flýi, má halda honum í varðhaldi í allt að sex mánuði og framlengja það um tólf mánuði ef nauðsyn þykir. Heimilt er að setja fimm ára endurkomu- bann á fólk til allra ríkja Evrópu- sambandsins. Þetta er í fyrsta sinn sem reglur um ólöglega innflytjendur eru sam- ræmdar innan ESB, en talið er að þeir geti verið alls um átta milljónir í aðildarríkjunum 27. Reglurnar hafa sætt nokkurri gagnrýni, meðal annars frá Amnesty International. „Heimild um varðhald í allt að hálft annað ár og fimm ára endurkomubann getur hert reglur í sumum aðildarríkjum og gefur slæmt alþjóðlegt for- dæmi,“ segir í tilkynningu samtak- anna. Ráðherra innflytjendamála í Frakklandi fullyrðir að heimild um varðhald verði ekki nýtt að fullu og hámark þar í landi verði enn 32 dagar. Þá hefur verið bent á að nýju reglurnar komi í veg fyrir að ólög- legum innflytjendum sé haldið í fangelsi með ótíndum glæpa- mönnum. - kóp Evrópuþingið samþykkir umdeildar reglur um ólöglega innflytjendur: Innflytjendalög samræmd EKKI ALLIR SÁTTIR Þessi Evrópuþing- maður lét afstöðu sína skýrt í ljós við atkvæðagreiðsluna á miðvikudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Tillaga minnihluta Sjálfstæðisflokks um að fallið verði frá áformum um að rífa Pakkhúsið svokallaða var felld á bæjarstjórnarfundi nýverið. Í greinargerð Sjálfstæðismanna segir að mikilvægt sé að eyða óvissu um framtíðarstaðsetningu Jarðskjálftamiðstöðvar Háskóla Íslands, sem staðsett er í húsinu. Best væri að starfsemin fengi að vera í húsinu áfram, enda sé þetta sögufræga hús sérhannað fyrir starfsemina. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri segir stöðu Pakkhússins óbreytta, áfram sé áformað að rífa húsið. Af niðurrifinu verði hins vegar ekki þar til ljóst verði hvenær fram- kvæmdir á svæðinu hefjist. Ragnheiður segir enga óvissu um Jarðskjálftamiðstöðina. Bæjaryfir- völd séu þegar farin að litast um eftir heppilegu húsnæði og sú vinna fari á fullt þegar í ljós komi hvenær Pakkhúsið verði rifið. ÓVÍST HVENÆR PAKKHÚSIÐ VERÐUR RIFIÐ VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.