Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 34
„Ég kom til Íslands í fyrsta sinn um síðustu áramót til að fagna nýju ári. Ég endaði í partíi með Quentin Tarantino og kynnt- ist Ásgeiri Hjartarsyni, eiganda hárgreiðslustofunnar Supern- ova, í gegnum sameiginlegan vin okkar,“ segir breski hárgreiðslu- maðurinn Johnny Chrisoustomoy um örlagaríka heimsókn sína til Íslands. „Ég varð strax yfir mig heillaður af landi og þjóð og bar það upp við Ásgeir hvort ég gæti ekki unnið á stofunni hans í ein- hvern tíma. Ég var á stofunni í nokkra daga í janúar og í kjölfar- ið ákváðum við að ég myndi koma hingað sumar og starfa á stofunni í mánuð.“ Johnny hefur starfað við hárgreiðsluiðnina í rúm tuttugu ár og vinnur á stofunni Woo sem er í Islington í London. Johnny hefur fengið marga nafntogaða einstakl- inga til sín í stólinn en hann hefur meðal annars klippt bassaleikara hljómsveitarinnar Suede, hljóm- sveitarmeðlimi í bandinu Corner- shop, Brickheads, Pretenders, Supergrass og The Viles svo fátt eitt sé nefnt. Hann saknar þó ekk- ert stjarnanna úr stórborginni og íhugar nú alvarlega að flytjast hingað alfarið með haustinu. „Ég fíla Íslendinga mjög vel, þeir eru mjög blátt áfram og opnir. Hér virðist fólk sömuleiðis hafa meiri tíma til að njóta lífsins,“ segir Johnny en hann hefur tekið upp á því að bjóða upp á shiatsu-nudd á hárgreiðslustofunni sem er nýtt af nálinni hér á Íslandi. „Nuddið er byggt á ævaforni japanskri hefð og gengur út á punktameðferð en meðferðin getur tekið allt frá 10- 15 mínútum upp í lengri tíma, það fer í raun allt eftir þörfum við- skiptavinarins,“ útskýrir Johnny, sem hefur nuddað með hárgeiðsl- unni í fimmtán ár. „Nuddið er frá- bær leið í annríki dagsins til þess að slaka á og stuðlar að auknu jafn- vægi, það getur sömuleiðis hjálp- að þeim sem hafa fengið sér að- eins of mikið í tána kvöldið áður,“ bætir Johnny við og hver veit nema að hin fullkomna lækning við hinum þrálátu timburmönnum sé nú loks fundin. bergthora@frettabladid.is Breski hárgreiðslumaðurinn Johnny íhugar að flytja til Íslands Stjörnuklippingar og slökunarnudd Johnny er alsæll með lífið á Íslandi. „Við verðum með partí í kvöld á skemmtistaðnum Organ af til- efni útgáfu smáskífu hljómsveit- arinnar og undiritun plötusamn- ings sem við skrifum undir í dag,“ segir Bíbí, bassaleikari hljómsveit- arinnar Singapore Sling, en það er plötu fyrirtækið Microdot Music sem gefur út væntanlega plötu með haustinu. „Af þessu tilefni ákváð- um við að frumsýna myndband okkar við lagið Godman í kvöld,“ segir Bíbí en leikstjóri var Þjóð- verjinn Uli M. Schueppel. „Við héldum tvenna tónleika í Berlín í janúar en Schueppel kom á báða tónleikana og eftir seinni tónleik- ana kom hann og talaði við okkur. Hann sagðist vera aðdáandi hljóm- sveitarinnar og langaði mikið til að gera eitthvað með okkur.“ Þau voru að vonum upp með sér enda er Schueppel afar virtur í sínu fagi. Hann hefur meðal annars leikstýrt tónlistarmyndböndum fyrir Nick Cave og Mick Harvey auk þess sem hann leikstýrði heimildarmynd- inni The Road to God Knows Where sem Bíbí segir að sé í miklu uppá- haldi hjá hljómsveitarmeðlimum. „Schueppel kom síðan til Íslands í byrjun apríl og leikstýrði mynd- bandinu við lagið Godman en tökur á myndbandinu fóru fram við Þingvallavatn í 20 stiga frosti og tóku einn dag,“ segir Bíbí en sökum kuldans breyttist söguþráður mynd- bandsins að einhverju leyti þar sem aðstæður voru mjög erfiðar. „Það var þvílíkt kalt en við létum okkur hafa þetta og gengum meðal annars á ís á háum hælum,“ segir Bíbí og bætir því við að ekki megi gleym- ast að minnast á froskinn Bob sem var í aðalhlutverki í myndbandinu og lifði af íslensku veðráttuna. Tón- leikar Singapore Sling, Bacon Life Support Unit og Evil Madness hefj- ast að loknu partíi hljómsveitarinn- ar kl. 22 í kvöld. bergthora@frettabladid.is Singapore Sling frumsýnir nýtt myndband og undiritar plötusamning Gengu á ís í 20 stiga frosti DISKUR VIKUNNAR Geisladiskurinn Oft spurði ég mömmu með Sigurði Guðmundssyni og Memfis- mafíunni. Á disknum eru ellefu íslensk og erlend dægurlög sem notið hafa mikilla vinsælda hér á landi. Upptökur á diskn- um voru allóvenjulegar en stuðst var við upp- tökutækni sem var notuð þegar Ribb- on-míkrófónarnir hófu innreið sína á 4. áratug síðustu aldar. Diskurinn er því tek- inn upp á eina rás með segulbandi þar sem söngur og hljóðfæraleikur er tekinn upp samtímis. Oft spurði ég mömmu ætti að vera skyldueign heimilanna. Diskur- inn skapar skemmtilega nostalgíu og færir anda liðinna tíma beint heim í stofu. Singpore Sling við tökur á mynd- bandinu Godman en í myndbandinu bregða þau sér í hlutverk einhvers konar sértrúarsöfnuðar. Hljómsveitin Singapore Sling verður með magnað partí í kvöld. 4 • FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.