Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 38
ODDNÝ STURLU- DÓTTIR BORGAR- FULLTRÚI Hrísey er ómissandi hluti af góðu sumri „Sumarið 2003 fórum við bóndi minn norður í land, nánar tilte ið fest kaup á húsi. Við vorum in lá í loftinu. Þetta sumar var astinn óvenju hægt og rólega n ferjunni út í Hrísey og þá vo um laust gistipláss. Vi örþreytt eftir ke götvuðum við kynssögunni ing, kasólétt Jósef fengu um rúmum um okkur s okkur um ingar kæm fimm bö Ógleym eftir út um ein ómissa SIGMAR VILHJÁLMSSON MARKAÐSSTJORI TAL Ólympíuleikarnir 1992 standa upp úr Sumarfríið mitt þetta árið verður innanlands og byggist á stuttum ferðum um helgar út á land, vinnu og garðyrkju. Við fjölskyldan höfum haft þann hátt- inn á að fara til útlanda á veturna. Eldri sonur minn mun byrja í íþróttaskóla, þannig að við viljum gefa honum tíma til þess að taka þátt í því. Svo vorum við að klára garðinn okkar og eigum eftir að vilja „dudda“ í honum á kvöldin. Ég ætla að reyna að halda áfram þrautagöngu minni niður forgjafatöfluna í golf- inu ásamt því að vinna,“ segir Sigmar. Spurður um eftirminnilegasta fríið nefn- ir hann Ólympíuleikana í Barcelona 1992. „Þegar ég var 15 ára fór ég ásamt foreldrum mínum og bróður á Ólympíuleikana í Barcelona. Við keyrðum frá Gautaborg í Svíþjóð til Suður-Evrópu og lentum í ótrúlegum ævintýrum, allt frá því að gista á hóteli við nektarströnd í Hollandi, villast í París og reyna að setja strípur í hár á hárgreiðslustofu í frönskum smábæ þar sem enginn kunni ensku. Ofan á þetta allt bætist síðan sú upplifun sem það er að vera staddur á Ólympíuleikum og fá að fara inn í Ólympíuþorp. En það eru forréttindi kepp- enda og aðstandenda.“ ELMA LÍSA GUNN- ARSDÓTTIR LEIK- KONA „Við erum að fara til Wiesba- den með leikritið Baðstofuna. Þar mun ég dvelja í fjóra daga áður en við hjónin förum til Barcelona. Við ætlum að vera í viku í borginni og taka svo bílaleigubíl og keyra að gömlum kastala þar sem við ætlum að vera í viku,“ segir Elma Lísa sem fer til Finnlands í ágúst til að leika í sýningunni Hér og nú. „Sumar- ið verður því bland af vinnu og fríi.“ Spurð um eftirminnilegasta fríið nefnir hún brúðkaups- ferðina. „Þá fórum við einnig til Barcelona og gistum í sama kastalanum og við munum gista í núna í sumar. Brúðkaupsferðin var yndisleg. Við keyrðum til Cannes og skoðuðum okkur um. Það var svo gaman hjá okkur að við mis- stum af flugvélinni til Íslands.“ Hún segir að þau séu ákaflega vanaföst þegar komi að fríum og fari iðulega til Barcelona en það skýrist kannski af því að eiginmaður Elmu Lísu, Reyn- ir Lyngdal, bjó þar um fimm ára skeið og talar spænsku með myndarbrag. „Okkur dreymir reyndar um að fara til Argentínu og vonandi rætist sá draumur bráðum.“ ÞORFINNUR ÓMARSSON SJÓNVARPSMAÐUR „Ég hef verið erlendis mörg undanfarin sumur og því kominn tími á „ís- lenskt-já-takk“ sumar hjá mér. Reyndar hef ég komið á nær hverja ein- ustu þúfu á landinu og get því varla upplifað neitt nýtt hérlendis, en síðan eru liðin mörg ár og nú þyrstir mig virkilega í að endurvekja kynni við ýmsar gersemar, svo sem Vestfirði, Hornstrandir og miðhálendiðið, sérstaklega með minni heittelskuðu,“ segir Þorfinnur. Hann segist eiga erfitt með að gera upp á milli staða en nefnir Asíu þegar hann er beðinn að nefna uppá- haldsstað. „Á Srí Lanka fór ég reyndar aldrei í alvöru frí, heldur skaust kannski í stutt- ar ferðir þegar var stund milli stríða – í orðsins fyllstu merkingu. Eyjan er alger paradís af náttúrunnar hendi og skammt undan, í kringum miðbaug, eru svo hinar einstöku Maldíveyjar, með mjallahvítum ströndum, heiðbláum og tandurhreinum sjó og hitabeltisfiskum í öllum regnbogans litum. Einn daginn bauð ég svo minni heittelskuðu í óvissuferð, sem endaði á lítilli eyju sem við höfðum fyrir okkur, alein! Held að það verði aldrei toppað og væri alveg til í að snúa þangað aftur einhvern daginn. Svo var mótorhjólaferð- in um Víetnam alveg geggjuð og þar luma ég á stórgóðu efni í skemmti- lega bók.“ BRYNDÍS ÍSFOLD HLÖÐVERSDÓTTIR Who is the biggest pooper today? „Við Torfi minn giftum okkur 17. júní árið 2005 og ákváð- um að skella okkur á framandi slóðir í brúðkaupsferð. Al- mannatengilinn og þáverandi leigusalinn okkar, Ómar R. Valdimarsson, mælti eindregið með svokölluðu heilsuhót- eli á eynni Koh Samui í Taílandi. Okkur leist feiknavel á heimasíðu hótelsins og skráðum okkur til leiks undireins. Þegar við svo loks komum á hótelið eftir langt ferðalag vorum við himinlifandi því aðstæður voru framar öllum vonum og væntingum. Sjökornabrauð og ilmandi græn- metisréttir með nýkreistum ávöxtum biðu okkar í kvöld- verð. Það var svo morguninn eftir sem öll dýrðin tók á sig allt aðra mynd. En við vöknuðum upp við hressa Vestur- landabúa í afstressunarfrí sem kölluðu sín á milli „who is the biggest pooper today?“ sem útleggst á Íslensku „hver kúkaði mest í dag?“ Þegar við svo litum út úr litla „bungalónum“ okkar mætti okkur í gegnum sólargeislana ofaldir og samanskroppnir gestir hótels- ins á gangi með skúringafötur með dags- skilunum sínum í, sem þeir svo mændu ofan í hjá hver öðrum og skoðuðu afrakst- ur dagsins. Heilsuhótelið bauð sem sagt upp á meira en við gerðum okkur grein fyrir og samræmdist stólpípuprógrammið ekki okkar plani um rómantík og rólegheit. Rómantíkin var fljót að renna út í sand- inn og þrátt fyrir nokkurra daga tilraun til að þola saurlífsbrandara annarra gesta á þessu þó fínasta hóteli, fluttum við okkur yfir á bandarískt hótel fyrir kjötætur, þar sem brúðkaupsferðin hófst fyrir alvöru. Þessi ævintýri verða þó vonandi ekki endur- tekin í bráð en í sumar ætlum við fjölskyld- an að skella okkur til Parísar í tíu daga og svo til Suður–Frakklands í aðra tíu daga. Við erum í annað sinn að skipta um íbúð við ókunnuga í gegnum sér- stakt „heimilisskipta félag“ sem við erum aðilar að, sem er frábær leið til að ferðast ódýrt og þægilega. Það á sem sagt að taka baguettur og osta og list- ir fyrir, enda ekki seinna vænna að kynna barnið tveggja ára fyrir slíkum munaði.“ Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir með Torfa Frans Ólafssyni, eiginmanni sínum, í brúðkaupsferðinni í Taílandi árið 2005. UNNUR PÁLMARSDÓTTIR, FRAMKVÆMDASTJÓRI Endurnýjar orkuna á Íslandi! „Við vorum að fjárfesta í raðhúsi á Selfossi og ætlum að njóta sumarsins í garðinu gera hann fínan og sætan. Í sumar ætlum við að vera iðin við að grilla góðan mat f vini og vandamenn. Svo langar okkur að skoða náttúrufegurð landsins þar sem su arið er að mínu mati besti tíminn til að vera á Íslandi og ferðast um landið. Ég hlak að að eyða sumrinu á Íslandi, endurnýja orkuna og vera hraustari á líkama og sál.“ spurð um eftirminnilegasta fríið þá nefnir hún ferð til Kanaríeyja árið 2006. „Við vor Maspolomas-strandlengjunni, fengum frábæran mat og vorum sérlega heppin me elið Palmoasis sem er fimm mínútur frá ströndinni. Við höfum verið dugleg að ferð farið til fallegra landa og borga en þetta frí stendur algjörlega upp úr.“ TINNA HRAFNSDÓTTIR LEIKKONA Skiptu á íbúðinni sinni og húsi í Frakklandi „Í ár munum við ferðast töluvert innanlands, þá aðallega á Aust- urlandi og Vestfjörðum. Fjalla- sýnin á þessum svæðum er stór- kostleg og að ganga Hornstrand- ir er einstök upplifun,“ segir Tinna. Hún segir að eftirminnileg- asta fríið hafi verið síðasta sumar þegar hún hafði húsaskipti. „Við höfðum húsaskipti við frönsk hjón sem búa í litlu þorpi rétt fyrir sunnan Bordeaux í Frakklandi. Þau óskuðu eftir að búa í miðbæ Reykjavíkur svo við lánuðum þeim íbúðina okkar og feng- um í staðinn stóra einbýlishúsið þeirra með sundlaug, tennisvelli, stórum grónum garði og öðrum glæsilegheitum. Við vorum mjög heppin með þessi skipti enda er suðvestur Frakkland yndisleg- ur staður. Síðan keyrðum við yfir til Spánar og lentum í fleiri ævintýrum. Það sem okkur finnst eftirsóknarvert við húsaskipti er að þú getur búið á stöðum sem eru fjarri allri ferðamennsku svo þér líður nánast eins og innfæddum. Þú býrð kannski í litlu þorpi, hjólar út í bakarí á morgnana og eftir tvo daga eru þorpsbúar farnir að kinka til þín kolli. Ein nágrannahjónin buðu okkur meira að segja í mat eitt kvöldið svo heimilislegra getur það varla orðið.” GYLFI BLÖNDAL, TÓNLISTAR Ólæti á Römblunni „Ég er þegar búinn að fara í vikufrí til Svíþjóða fólk og flatmaga á sænskri sólarströnd í Miðja júlí er svo förinni heitið vestur á firði þar sem é inni með stór-vinahópnum í vellystingum. Í hau ég sé að fara í ferðalag til níu Evrópulanda, þ.á Parísar, Rómar, Mílanó, og Madríd, en þangað áður. Eftirminnilegasta sumarfríið er sennilega fyrrasumar til Barcelona með vinum mínum, á Festival. Við vinirnir skemmtum okkur svo vel fótboltaleik á Römblunni og lentum í útistöðum sem gerðu boltann upptækan, reyndu reyndar hann með standaranum á vespunum sínum, á okkur með áminningu og orðunum: „Next time FRIÐRIKA HJÖRDÍS GEIRSDÓTTIR SJÓNVARPSKONA Jól á Balí „Ég sé fyrir mér að sumarið framund- an fari í að skipta um bleiur, hita pela og þvo af strákunum mínum. Ég yrði ósköp ánægð ef ég kæmist í rómant- íska helgarferð með manninum mínum og kannski í svo sem eina laxveiði- ferð með skemmtilegu fólki.Við ætlum að geyma ferðir á framandi slóðir fram á haust en þá er stefnan tekin á Ítalíu, þangað reynum við að fara sem oft- ast.“ Eftirminnilegasta frí Friðriku er þegar hún eyddi jólunum á Balí fyrir tæpum þremur árum. „Ég hef sjaldan borðað eins mikið af góðum mat og náð að hvílast eins mikið, kannski út af því að þar voru engar búðir að ráfa í! Við gerðum okkur hins vegar ekki grein fyrir því að í þessum heimshluta er desember rigningar- mánuður og enduðum við því á að borða jólamatinn úti á palli í einu mesta skýfalli sem ég hef upplifað. Sem betur fer var pallurinn yfirbyggður. Við þurftum enga flug- elda þetta árið því þeir komu frá náttúrunnar hendi í formi gífurlegra þruma og eld- inga.“ Drepfyndin lesning í … • sólbaðinu • verslunar- ferðinni • flugvélinni • sumar- bústaðnum • skútunni • bílnum • tjaldinu … hvar sem er og hvenær sem er! einfaldlega Hvert er ferðinni Sum- arið er tíminn til að upplifa eitthvað skemmtilegt, slaka á og endurnýja sig fyrir komandi vetur. Föstudagur leitaði til nokkurra valinkunnra Íslendinga og fékk að vita hvert ferðinni væri heitið í sumar og hvert eftirminnilegasta fríið væri. Þorfinnur Ómarsson sjón- varpsmaður kann að ganga á höndum. „Sólarlagið á strönd- um Srí Lanka gat verið svo fallegt að maður gekk á hönd- um í sandinum.“ Tinna Hrafnsdótt- ir leikkona í Bordeaux í Frakklandi en hún og kærastinn skiptu á íbúðinni sinni og húsi á þessum fallega stað. SVEINN ANDRI SVEINSSON LÖGMAÐUR „Ég tek fríið mitt í tveimur hlutum þetta sumar fer ég í viku til Vestmannaeyja í kringum Shell í knattspyrnu. Yngri strákurinn minn er að kep fyrir Fram. Ég tek dætur mínar með og förum tveimur dögum á undan liðinu. Ég hef yfirleitt sumarbústað á þessum mótum en þetta er fim Shell-mótið sem ég sæki. Á ágúst fer ég svo í þrjár vikur til Lanzarote m af börnunum og hleð þar batteríin fyrir veturin Eina leiðin fyrir mig til að geta verið í í fríi í rau veru er að fara úr landi. Ef ég fer í frí innanland ætlast skjólstæðingar mínir oft til þess að ég ist í bæinn til að gera hitt og þetta, en ef ég er lendis afsaka þeir sig í bak og fyrir fyrir að tru Síðan er ég óseðjandi sóldýrkandi og veit ekk betra en að slaka á í sól og sjó,“ segir hann o við: „Minnisstæðasta fríið mitt er án efa þegar með fjölskylduna til Rimini á Ítalíu, fæðingarbæ hins fræga kvikmyndaleikstjóra Fellinis og dva á hinu sögufræga hóteli Il Grand Hotel, en þa ein mynda Fellinis tekin upp. Ítalskur klassi ei hann gerist bestur.“ Hún segir að ferðin hafi verið dásamleg í alla staði og hún hafi hvílst sérstaklega vel, en það var kannski af því að ekki var hægt að versla neitt á þessum slóðum. Hann heimsótti up Bjarnfreðar sonar úr Nætu 8 • FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.