Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 48
10 Við hjá kærleikanum elskum fólk. Einkunnarorð okkar eru,´ Ef þú ert ekki reiðubúinn að deyja fyrir menn, þá hefur þú ekki rétt til að dæma þá´. Starfsemi Kærleikans, Baldur segir frá: Starfsemi Kærleikans byrjaði sem heimahópur sumarið 2007. Heima- hópur er samfélag trúaðra, þar hittist fólk og les í orði Guðs, byggir hvort annað upp. Í ágúst 2007 talaði Guð til mín að rífa niður veggina í húsinu mínu sem áður var hóruhús. Mömmu minni dreymdi draum og í draumn- um voru engir veggir á húsinu og upp frá því voru veggirnir rifnir niður á einum degi og þann sama dag fyllti Guð húsið. Við vorum með samkom- ur tvisvar í viku, það var alltaf fullt af fólki og sáum við stórkostlega hluti gerast. Við höfum séð hundruð manns snúa sér frá myrkri þessa heims, eiturlyfj um, áfengi og glæpa- mennsku á þessu rúma ári sem við höfum starfað. Í kjölfarið fórum við í trúboð, við fórum í alla menntaskóla og háskóla og þar frelsuðust hundr- uðir. Einnig fórum við í fangelsin hérna á suðurlandinu. Margir fangar hafa losnað úr andlegum fj ötrum og hafa þeir komið til okkar og snúið við blaðinu og við hjálpum þeim af stað út í lífi ð aftur. Guði er enginn hlutur um megn. Menn sem enginn hefur talið að ættu neina von, hefur Guð tekið og umbreytt þeim og hér má sjá mörg dæmi um það og yndislega vitnisburði. Bænagangan sl. vetur var sameiginlegt átak kristinna manna og var hún alveg frábær í alla staði. Þá var verið að biðja myrkrið burt frá landinu okkar, það var mjög góð þátttaka og yndisleg nærvera Drottins. Fljótlega varð svo húsið í Ármúlanum of lítið fyrir starfsemi Kærleikans og var okkur þá boðið húsnæði í Faxafe- ni 8, Miklubrautar megin. Síðan starf- semin var fl utt hefur hún blómstrað, en núna er opið heimili í Ármúlanum fyrir heimilislausa, við biðjum með þeim og Guð snertir og leysir fólkið. Margir hafa náð góðum árangri og núna búa 5 manns á heimilinu. Fyrst og fremst erum við bænahús þar sem fólk getur komið og leitað Drottins og við biðjum með fólkinu. Ef þú lesandi góður vilt taka þig frá, þá er bænahúsið okkar fullkominn staður til þess. Við erum með lifandi lofgjörð yfi r daginn svo að hægt sé að koma og dvelja í dýrðarnærveru Drottins. Lækningar eru daglegt brauð hjá okkur og við göngum fram í þeim. Starfsemi Kærleikans í dag Kærleikurinn er fyrst og fremst trúboðsmiðstöð. Húsið opnar kl. 7:30 með kyrrðarstund til kl. 09:00. Kl. 10:00 er svo fj ármálabænastund þar sem beðið er fyrir fj ármálum landans, síðan er boðið upp á lifandi lofgjörð og fl æðisbæn (soaking) frá kl: 13:00 til 18:00. Samkomur eru kl. 20:00 alla virka daga og barnakirkja hjá kl. 13:00 á sunnudögum. Kær- leikurinn er bænahús sem er opið fyrir allar kirkjur. Einnig erum við með samkomu í Hvítasunnukirkjunni í Kefl avík kl: 20:00 á Laugardögum. Hugsjón Kærleikans Hugsjón kærleikans er að efl a Guðs- ríkið. Endurvekja frumkristnina á Íslandi, náungakærleik, elska allt fólk, hvetja fólk til að hjálpa öðrum. Leita að hinu týnda og hrakta og reisa það upp. Einnig viljum við hjálpa fólki að uppfylla draumana sem Guð hefur lagt þeim á hjarta. Við rekum öfl ugan skóla til að grundvalla fólk og gefa þeim nýja von. Við viljum þjálfa fólk upp í að geta farið út og látið hina fullkomnu áætlun Drottins koma yfi r Ísland. Við viljum styðja við bakið á öllum þeim sem vilja fara af stað með nýtt starf. Við ætlum líka að ganga fram í því valdi sem okkur hefur verið gefi ð, með markvissri bæn. Það er bara einn dómari og það er Guð almáttugur skapari himins og jarðar. Best er að láta hann um dóminn. Það sem við segjum um aðra er eins og að kasta bolta af alefl i án þess að vita að hann er bundinn um únliðinn og lendir í hausnum á okkur aftur. Viðtal Hvað heitir þú? Ottó Örn Þórðarson. Hvað ertu gamall? 29 ára. Hvenær frelsaðist þú? Ég frelsaðist fyrir 4 mánuðum. Hver er þinn vitnisburður Ottó?. Ég byrjaði bara í sakleysi mínu að reykja hass og drekka um helgar, eitt leiddi af öðru og síðan var ég kominn í sterkari efni. Nokkrum árum síðar var ég kominn inn á Litla Hraun fyrir samansafn af smáglæpum. Ég sat af mér 8 mánaða dóm og þegar ég losnaði ætlaði ég að taka mig á en var kominn í gæsluvarðhald stuttu seinna. Þegar ég losnaði úr því þá kom ég mér austur á land og réði mig á tryllu. Það er ein besta vinna sem ég hef verið í og á þessum tímapunkti langaði mig virkileg að taka mig á og hafði alla burði til þess. Smá saman byrjaði ég aftur að fá mér í glas og þá byrjaði boltinn að rúlla aftur og áður en ég vissi af var ég kominn í neyslu aftur. Upp úr því fl utti ég aftur í bæinn og fékk aðra góða vinnu en endaði síðan aftur í sömu sporum og áður og var kominn í neyslu. Þarna var ég orðinn mjög brotinn, fullur af ranghugmyndum og vonin um það að geta hætt var orðin lítil. Þessi góðu tækifæri sem komu upp í hendurn- ar á mér urðu að engu, fíknin var yfi rsterkari. Svona gekk þetta í nokkra mánuði þangað til allt var orðið svo slæmt að ég var búinn að klúðra öllu sem hægt var að klúðra, hvort sem það snéri að mér sjálfum eða fólkinu í kringum mig. Neyslan var komin í óefni og ég var orðinn mjög örvæntingarfullur. Það eina sem kom upp í huga minn var að tala við Baldur af því ég vissi að hann þekkti þennan heim. En þegar ég fór í kærleikann þá var Baldur ekki tilbúinn í að hjálpa mér á þann hátt sem ég vildi, heldur bað hann fyrir mér og bauð mér á samkomu. Það rann af mér á þremur tímum sem stenst ekki læknisfræðilega séð. Og Guð mætti mér á stórkostlegan hátt og lyfti mér upp á nýjan stað. Út frá neyslunni og ýmsu sem ég hef lent í, var búið að greina mig með geð- hvarfasýki og hipermaniu en í dag, dýrð sé Guði er ég alveg laus við það. Hvað fi nnst þér um starfsemi Kærleikans? Andi Drottins er að starfa hér og uppfyllir drauma okkar og hann hefur svo sannarlega breytt mínu hjarta. Hér hefur mikið af góðum hlutum gerst á stuttum tíma og margt og mikið sem okkur langar að gera. Ef þú lesandi góður vilt leggja okkur lið, hvort sem það er að biðja fyrir okkur, koma og hjálpa okkur að útfæra verkefnin eða blessa okkur fj árhagsle- ga þá þiggjum við það með þökkum af því við elskum allt fólk. Er eitthvað að lokum sem þú vilt segja? Ég vil hvetja alla til að kynna sér það sem við erum að gera, alveg sama á hvaða stað þú ert í lífi nu. Þetta er ekki samfélag bara fyrir fíkla, Guð á erindi við alla menn. Við eigum sigurinn í Jesú nafni. Lokaorð frá Kærleikanum Ef þú ert á þeim stað í lífi nu að vilja eignast eitthvað alveg sérstakt sem getur breytt þér og þínum kringum- stæðum þá vil ég bjóða þér að fara með þessa bæn. Lestu hana upphátt og hugleiddu hana vel. Drottinn Jesús. Þakka þér fyrir náð þína. Ég bið þig um að fyrirgefa mér syndir mínar og hreinsa hjarta mitt. Ég trúi því að þú hafi r gefi ð líf þitt fyrir mig, hafi r risið upp frá dauðum og lifi r í dag. Ég gef þér núna mitt líf og játa þig sem minn Drottinn. Amen KÆRLEIKURINN ER MÁLIÐ! MISTY-SKÓR Laugavegi 178 Sími 551 2070 Svo þér líði betur MISTY-NÆRFÖT Laugavegi 178 • Sími 551 3366 misty@misty.is ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ FERÐ Í ÞAÐ SÍÐASTA SEM ÞÚ FERÐ ÚR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.