Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 56
bland í gær og á morgun ... FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ Ég ákvað að lengja helgina og tók mér frí úr vinnunni svo ég gæti flat- magað úti á svölnum hjá mér í sól- inni. Ellilífeyris þeginn, gamli sjensinn minn á neðri hæðinni, hafði ákveðið að gera hið sama með nýju kærust- unni sem hann kynntist í orlofsferð eldri borgara. Friðurinn var því nánast eng- inn þar sem sá gamli hafði ákveðið að trompa sjálfan sig í stuði og hressleika á svölunum. Harmóníkuleikur á blasti, hlátrasköll og angan af kókósolíu var eitt af því fáa sem teygði anga sína upp á svalirnar til mín og rétt eftir hádegi var friðurinn endanlega úti þegar vina- hjón parsins bættust í leikinn. Ég ákvað því að setja brúnkuna á bið, færði mig í miðbæinn og sötraði þar hvítvín fram eftir degi. Ég var orðin vel hress og áður en ég vissi af var ég búin að boða nokkrar vinkonur mínar í drykk heim til mín. Þær komu til mín um áttaleytið og við skáluðum fyrir sól og sumri. Þegar líða tók á kvöldið ákváðum við að skella okkur í bæinn enda var Mallorkapartí eldri borgara á neðri hæðinni farið að færa sig upp á skaftið. Fyrir valinu varð hnakkastaðurinn Óliver, hvers vegna veit ég ekki en kenni sólinni fyrr um daginn og dekkra litarafti mínu um ákvörðunina. Við fengum okkur nokkra kokteila þangað til ég sagði hingað og ekki lengra enda var mér farið að líða eins og „hvítu rusli“ á Costa del Sol- hverfisbarnum. Á leiðinni út mættum við öðrum hressum konum í góðum gír, fagurskreyttri Sigríði Klingenberg sem hafði þó skilið spákúluna eftir heima og ofurvinkonunum Kolfinnu Baldvins- dóttur og Ásdísi Ólsen. Af Óliver lá leið- in á Ölstofuna og aftur kenndi ég ann- arlegu ástandi mínu um valið. Ölstofan hefur einhvern veginn munað sinn fífil fegurri og á það bæði við um staðinn sjálfan sem veitti ekki af smá upplyft- ingu og gesti staðarins. Þar var Þor- steinn Joð sléttur og fínn og Kastljós- sprinsinn Helgi Seljan syngjandi sæll og kátur. Við aftur vorum fljótar að finna okkur borð í horninu og rifjuðum upp gamla viðreynslutakta sjensanna sem gengu um barinn þetta kvöld eins og afturgöngur. Ég hélt heim í fyrra fallinu enda búin að vera í því síðan um hádegi og var því orðin frekar marineruð. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ Ég var búin að gleyma ættarmótinu sem ég hafði einhverra hluta vegna tekið svo vel í fyrir næst- um því ári. Ég pakkaði niður helstu nauðsynjum á mettíma og var sest aftur í bílinn áður en ég vissi af. Við vorum varla komin út úr höfuðborginni þegar um mig fór hinn ískaldi lands- byggðarhrollur. Ég hef aldrei verið þessi útilegutýpa á gönguskóm. Þegar við komum á áfangastað, var bíllinn ang- andi eins og ölkjallari og foreldrar mínir orðnir næstum því hífaðir af áfengis- andardrætti mínum. Ég var fljót að af- boða mig í hádegisverð niðjamótsins og tilkynnti mannskapnum að ég þyrfti að fá að sofa úr mér í bústaðnum. Ég var þó fljót að breyta plönum mínum eftir að við lukum upp dyrunum á rán- dýra bústaðnum sem pabbi minn hafði leigt í góðri trú. Þetta var ekki bústaður heldur 12 fermetra skúr með sóðaleg- um dýnum og án sturtu, landsbyggð- arhrollurinn náði nýjum hæðum. Ég var því tilneydd að fara í hádegisverðinn. Eftir að hafa borðað svínakótilettur og kartöflusalat af pappadisk íklædd flís- galla móður minnar sá ég ekkert annað í stöðunni en hringja í vinkonu mína og biðja hana að sækja mig í sveitina. Vin- konan vildi ólm fá mig í borgina og ég hafði varla skellt á þegar hún var lögð af stað. Ég reyndi að gera gott úr þess- ari tveggja klukkutíma bið og redd- aði mér með Jägermeister í vasanum sem ég gat staupað mig á. Ég get samt ekki lýst gleðinni sem heltók mig þegar vinkona mín renndi í hlað. Á leiðinni í bæinn gátum við hlegið af þessu öllu og gírað okkur upp fyrir kvöld í höfuð- borginni. Við ákváðum að taka Reykja- víkursnobbið alla leið og fórum á B5 bæði þyrstar og svangar eftir viðkomu heima hjá mér enda þurfti ég á verulegri yfirhalningu á að halda eftir brot úr degi út á landi. B5 reyndist vera í hressari kantinum þetta kvöld eða kannski var ég bara borgarfrelsinu svo fegin að það hefði verið sama hvar ég hefði verið. Þar voru Margrét Sigrún, fréttamaður á RÚV, knattspyrnumaðurinn Gylfi Ein- arsson og Helga Lind konan hans. Nína Björk ljósmyndari var þar sömuleið- is sem og stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri sem virðist ekki missa úr helgi á börum bæjarins. Við skemmtum okkur konunglega og ég fagnaði því langt fram undir morgun að vera eftir allt stödd í 101 Reykjavík. Guð blessi höfuð- borgina. LAUGARDAGUR: Hinir árlegu sólstöðutónleikar Páls Óskars og Moniku verða í Þjóðmenningarhúsinu, Hverf- isgötu 15 og hefjast þeir kl. 22. Að loknum tónleikunum ganga tónleikagestir út í mið- nætursólina og fagna lengsta degi ársins. SUNNUDAGUR: Fjölskylduhátíðin í Viðey hefst kl. 14 með hátíðar- messu. Dagskrá hátíðarinnar er fjölbreytt og verð- ur ýmislegt skemmtilegt í boði fyrir unga sem aldna. Hátíðin stendur fram eftir kvöldi og endar með dansleik í eynni. H E L G IN díana mist Helga Vala Helgadóttir, blaðamaður og lögfræðinemi. „Miðinn á Hróarskeldu 2008. Það styttist í há- tíðina sem er líklega sú stærsta í mörg ár. Margir gríðarlega spennandi tónlistarmenn mæta í ár eins og Neil Young, sem ég sá í London fyrr á árinu og Radiohead sem ég hef aldrei séð. Eins Bonny Prince Billie sem ég missti af hér á Gauknum vegna ógleði yngstu dótturinnar hjá barnapíunni það kvöld. Þetta verður meiriháttar ferð í byrjun næsta mánaðar.“ „Leitin að tilgangi lífsins eftir Viktor E. Frankl. Þessi bók er svo mikil snilld. Þegar maður er að kafna úr sjálfs- vorkunn yfir ranglæti heimsins á maður að opna þessa bók. Þessi maður, sem lifði af veru í fangabúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni, er höfundur lógóþerapíunnar. Mæli með því að allir hafi eina slíka á náttborðinu.“ „Bláa biblían mín. Hér er á ferðinni lítil blá bók, agnarsmá raunar, sem lætur lítið yfir sér. Þessi bók hefur engu að síður að geyma heilræði fyrir hvern dag ársins og það engin smá heilræði. Þessi bók hefur bjarg- að mörgum einstaklingum, kannski ekki bókin sjálf heldur það sem í henni stendur. Ég les hana á hverj- um degi og stundum oft á dag.“ „Sundfötin. Sundlaugarnar eru algjör lífs- nauðsyn og þar sem maður verður að vera í sundfötum í sundi þá verða þau hið mesta þarfaþing. Ég syndi mest lítið í sundi, heldur fer í pottinn og sit á bekknum, fer aftur í pott- inn og aftur á bekkinn nokkrum sinnum. Úti- klefinn er líka málið.“ „Varaliturinn. Mér finnst gaman að vera með varalit. Þegar ég er kát set ég á mig varalit. Þegar ég er blúsuð er gott að taka upp varalit- inn því það er eitthvað skemmtilegt við að setja upp varalit. Líklega er ég bara svona misþroska að finnast enn þá vera ákveðið steit- ment í að setja á sig vara- litinn. Svona „girlpower“ eitthvað. Eins og smástelp- ur sem setja á sig varalit og geta svo hvorki brosað né talað vegna þess hversu meðvitaðar þær verða. Ég er pínu þannig.“ „Síminn minn. Hann er í senn óþolandi tæki, nauðsynlegt og ónauðsynlegt. Gerir úr manni þræl en léttir lífið stöku sinnum. Himin háir símreikningar og óþolandi ónæði, en fer samt með manni hvert sem er. Líklega er þetta ástar/haturssam- band.“ „Kúlurnar hennar Snærósar. Snærós er dásam- legt skáld. Snærós er að verða sautján og er í MH og ein jólin gaf hún okkur þessar kúlur. Á hverja kúlu hefur hún ort ljóð um fjölskyldu- meðlimina, einn af öðrum, svo falleg ljóð og svo full af tilfinningum. Snærós er góð og Snærós er falleg og það er gaman að eiga þessar kúlur.“ „Lyklar að heimilinu. Nú er ég aftur farin að bera lykla. Notaði ekki slíka í Víkinni fögru en nú eru þeir í töskunni. Þeir veita mér aðgang að veröldinni með fjölskyldunni. Þetta er okkar vin. Heima gerast hlut- irnir. Þar föðmumst við og grátum og hlæjum og kyssum. Allt í bland og segjum „þú ert flott í dag“ eða „mér þykir vænt um þig“ áður en haldið er út í daginn. Án heimil- is væri ég vængbrotin, svona ein- falt er það. „Gönguskórnir mínir. Fékk þá í afmælisgjöf í fyrra. Það var hinn undarlegasti afmælisdagur. En skórnir eru algerlega málið því að fjallahopp er mitt mál þessa dagana og ég hnýti gönguskóna á mig oft í viku. Get ekki beðið eftir því að komast í þá og upp á topp.“ TOPP 10 „Leðurjakkinn. Fann þennan í Liverpool fyrir stuttu og er þess vegna svona nýlega skotin í honum. Til- hugalífið á fullu og ég fer helst ekki út í ann- arri yfirhöfn nema þegar ég fer á fjöll.“ Án allra aukefna og 100% náttúrulegt. Pakkning sem fer vel í veski. Fyrir fjölskylduna! 14 • FÖSTUDAGUR 20. JÚNÍ 2008
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.