Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 74
38 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR tonlist@frettabladid.is BRENNSLAN: SVAVAR KNÚTUR Í HRAUN > Plata vikunnar Sprengjuhöllin - Tímarnir okkar Einhver ferskasta íslenska platan á íslensku í langan tíma. Lögin hafa elst vel þrátt fyrir að nokkuð sé liðið frá útkomu hennar og nú er stefnt að því að gefa hana út á vínyl. Gott framtak fyrir safnara. - fgg > Í SPILARANUM Usher - Here I Stand N.E.R.D - Seeing Sounds Ýmsir - Hundrað bestu lög lýðveldisins Bubbi - 4 naglar USHER BUBBI „Þessi lagalisti er tilvalinn til að brjóta upp hvaða þunglyndiskast sem er,“ segir Svavar Knútur Kristinsson, trúbador og Hraun- ari, um brennsluna sína, sem hann kýs að kalla Geðsveiflubrennslu Svavars. 1. Soundgarden - Zero Chance „Lagið hans Bens Shepard á plöt- unni Down on the Upside. Þung- lynt og gleymt meistarastykki.“ 2. Gomez - We Haven’t Turned Around „Eitt af þessum lögum sem breyttu heiminum mínum og kristallar angistina fyrir mér. Maður horfir upp í himininn og öskrar „AF HVERJUUU?!?““ 3. Kris Kristofferson - Sunday Morning Coming Down „Yndislega melankólískt þynnku- lag með þessum snilldarsöngv- ara.“ 4. Múgsefjun - Óskrifað blað „Þetta er eitt fallegasta og sorgleg- asta lag sem ég hef nokkurn tíma heyrt. Hvílík dásemdarangist.“ 5. Chavez - Lions „Þetta er af plötunni Ride the Fader, ótrúlega fallegt og ögrandi stykki og vekur alltaf svona eymd- arblandna kæti.“ 6. Sandy Denny - The Seacaptain „Ef eitthvert lag lætur manni líða betur á hjólinu á svölu sumar- kvöldi, þá vil ég endilega fá að vita hvaða lag það er.“ 7. Komeda - Rocket Plane „Af plötunni The Genius of Kom- eda. Þetta lag nær alltaf að gera mig kátan og er eitt af þessum lögum sem vöktu í mér einfalda skringileikann.“ 8. Joey Boy - Ragga Boom „Taílenskur rappari sem ég kynnt- ist í Bangkok í fyrra. Þetta lag kemur mér alltaf í besta skap í heimi.“ 9. Herb Alpert - Tijuana Taxi „Helber gleðisnilld!“ 10. Schubert - Ókláraða sinfónían í b-moll - fyrsti (fyrri) þáttur „Þetta súmmerar upp pakkann og dregur fram öll litlu músíkölsku hrekkjusvínin í manni. Schubert gefur mér svo endalausa gleði og var svo mikill prakkari.“ ÖNNUR PLATA HRAUNS, SILENT TREAT- MENT, KEMUR ÚT Í NÆSTU VIKU Platan er mitt á milli depurðar fyrstu plötu Hrauns og gleðinnar í þeirrar næstu. Lagalisti Svavars sveiflast líka frá þunglyndi til ofsakæti. Nýja Coldplay-platan Viva La Vida or Death And All His Friends kom í verslanir í byrjun vikunnar. Trausti Júlíusson hlustaði á gripinn og forvitnaðist um hvað þeir félag- ar hafa aðhafst síðan síðasta plata, X&Y, kom út fyrir þremur árum. Þegar Chris Martin tók við öðrum af tveimur Brit-verðlaunum sem Coldplay fékk fyrir þriðju plötuna sína, X&Y, í ársbyrjun 2006 þá sagði hann m.a.: „Þakka ykkur fyrir. Nú munum við ekki sjá ykkur í langan tíma... Okkar bíður mikið verk.” Metnaðurinn sem hefur einkennt Coldplay allan ferilinn hefur ekkert minnkað. Eftir X&Y, sem þótti ágæt en samt of lík fyrri plötunum, ákvað Chris að nú þyrfti sveitin aldeilis að leggja sig fram til að næsta plata yrði betri. Og nú er fjórða platan komin. Hún heitir því þunglamalega nafni Viva La Vida or Death and All His Friends og var tekin upp með tveimur upptökustjórum, Brian Eno og Markus Drays. Eno kallaður til Coldplay er ein stærsta hljómsveit heims og ein af vinsælustu sveitum breskrar tónlist- arsögu. Hún hefur þegar selt yfir 30 milljón eintök af fyrstu plötunum sínum þremur Parachutes (2000), A Rush of Blood to the Head (2002) og X&Y (2005). Hún er vinsæl út um allan heim, þ.á.m. vestanhafs, en Banda- ríkjamarkaður hefur oft reynst breskum tónlistarmönnum erfiður. Eftir gerð X&Y ákvað Chris Martin að Coldplay þyrfti að „prófa nýja liti“ á næstu plötu. Hann réð Brian Eno til að stjórna upp- tökunum, en þeir kynntust árið 2001. Eno, sem skemmti nýlega gestum Listahátíðar í Reykjavík með spjalli og fékk þá til að syngja saman, er einn af virtustu upptökustjórum síðustu áratuga. Hann hefur mikið starfað með U2 og stjórnaði m.a. upptökum á nokkr- um af plötum Talking Heads. Chris og Eno tóku sér góðan tíma árið 2007 til að fara yfir aðferðafræði þess síðarnefnda án þess að taka nokkuð upp. Svo var farið í upptökur og á seinni stigum var öðrum upptöku- stjóra bætt í hópinn, Markus Drays, sem er þekktastur fyrir að hafa stjórnað upptökum á Neon Bible með Arcade Fire. Bjartsýnisnafn og bölsýnisnafn Auk þess að hafa unnið að nýju plöt- unni hafa meðlimir Coldplay hlaðið niður börnum á síðustu árum. Chris á tvö með Gwyneth Paltrow, tveggja og fjögurra ára, gítarleikarinn Jonny Buckland á eitt sex mánaða, trommu- leikarinn Will Champion á eitt tveggja ára og nokkurra vikna gamla tvíbura og bassaleikarinn Guy Berryman á eitt 20 mánaða gamalt. Auk þess að vinna með Coldplay hefur Chris Martin unnið með tveimur af stærstu nöfnunum í hip-hop heiminum síð- ustu ár, Jay-Z og Kanye West. Um nafngift- ina á nýju plötunni segir Chris að nöfnin séu tvö til að maður geti valið hvort hentar manni betur bjartsýnisnafnið (Viva La Vida!) eða bölsýnisnafnið (Death And All His Friends). Platan hefur fengið ágæta dóma. Aðkoma Enos hefur gefið tónlistinni meiri dýpt og platan er líka fjölbreyttari en fyrri plöturnar. Hljómborðsleikarinn og „fimmti Coldplay- meðlimurinn” Phil Harvey gerir góða hluti á plötunni og það sama má segja um fiðluleik- arann sem setur svip á nokkur laganna. Vinsældirnar virðast líka ekkert vera að dvína, a.m.k. er fyrsta smáskífulagið Violet Hill vinsælasta lagið í íslensku útvarpi þegar þetta er skrifað. Trausti Júlíusson Coldplay prófar nýja liti ENO Í LIÐINU Það hefur væntanlega ekki þótt sæta neinum stórtíðindum þegar Brian Eno gekk til liðs við Coldplay enda hefur hann um árabil verið einn helsti samstarfsmaður U2, sem Chris Martin horfir mikið til. COLDPLAY Fjórmenningarnir í Coldplay eru komnir með nýja plötu þrátt fyrir miklar annir við barneignir og bleiustúss að undanförnu. Rokksveitin Singapore Sling skrifaði nýlega undir samning hjá hinu nýja útgáfufyrirtæki, Microdot Music. Af því tilefni mun hljómsveitin blása til tónleika á Organ í kvöld. Hljómsveitin hyggst frumflytja tvö ný lög af væntanlegri breið- skífu sinni en einnig mun hljómsveitin flytja eldri lög í nýjum búningi. Tónleikarnir verða haldnir í samstarfi við Johnny Walker. Evil Madness og Bacon koma einnig fram en þeir eiga heiðurinn af endurhljóðblöndunum sem finna má á smáskífu sem fylgir frítt með götublaðinu Reykjavík Grapevine. Smáskífan fæst í takmörkuðu upplagi, eða aðeins í 500 eintökum, og hægt er að nálgast hana í versluninni 12 Tónum, Skífunni Laugar- vegi, Organ og í Smekkleysubúðinni. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og aðgangseyrir er 1000 krónur. - sm Singapore Sling rokkar á Organ SINGAPORE SLING Hljómsveitin er þekkt fyrir að halda kröftuga tónleika FRÉTTABLAÐIÐ/ARNTOR Skoðaðu: www.max1.is G C I G R O U P G R E Y A LM A N N AT E N G S L Settugömlu dekkinuppíný Breyttu túttunum undirbílnumígæðadekk hjá Max1 Þú breytir gömlu túttunum undir bílnum í gæðadekk í dag. Þú færð 2.500 kall fyrir hverja túttu upp í hvert nýtt gæðadekk. Auktu umferðaröryggi þitt með Max1. Svona erum við – fyrir þig. Max1 fargar einnig túttunum á umhverfisvænan hátt. Komdu við hjá Max1 í dag. Hér erum við fyrir þig: Max1 Reykjavík Bíldshöfða 5a (hjá Hlölla), beinn sími: 515-7095 eða 515-7096 Bíldshöfða 8, beinn sími: 515-7097 eða 515-7098 Jafnaseli 6 (við Sorpu), beinn sími: 587-4700 Max1 Akureyri Tryggvabraut 5, beinn sími 462-2700 Uppítökuverð 2.500 kr.pr. dekk Auktu umferðaröryggi þitt og vertu á betri dekkjum frá Max1 Max1 fargar gömlu dekkjunum með umhverfisvænum aðferðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.