Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 76
40 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Margfaldur heimsmeistari í Boogie Woogie er meðal kennara á sumarnámskeiði Háskóladans- ins, auk Noregsmeistara í Lindy Hoppi og rokki og róli. Námskeið- ið hefst laugardaginn 21. júní og stendur í fimm daga. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem stofn- að er dansfélag sem miðað er að háskólanum. Allt er gert í sjálf- boðavinnu, sem gerir okkur kleift að hafa mjög lágt verð á nám- skeiðum,“ segir Hrafnkell Páls- son, einn stofnenda félags um Háskóladansinn. Fyrsti dansinn sem þau kenndu var Boogie Woogie. „Við höfðum verið að dansa folke-swing, eða rokk og ról. Svo fór ég til Noregs og lærði svokallaða ameríska djass dansa, líkt og Lindy Hopp sem er sá dans sem sést í gömlum amerískum bíómyndum. Ég kom aftur með þá þekkingu og kenndi vinum mínum.“ Hrafnkell segir um áttatíu manns hafa mætt á fyrsta nám- skeiðið og flestir þeirra ekki lagt stund á dans áður. „Fólk er oft svo feimið við að byrja að dansa. Það heldur að maður sé annaðhvort fæddur dansari eða hörmulegur.“ Félagið er því að ná mörgum út úr dansskápnum. „Það er okkar markmið að búa til sem stærstan hóp dansara. Það vantar dans- menningu í flóruna hérna heima.“ Hápunktur sumarnámskeiðis- ins er dansleikur í Iðnó, þriðju- daginn 24. júní og kostar 500 krónur inn. „Þá verða leiðbein- endur með sýningu, sem er auð- vitað voða flott og svo geta allir komið og dansað,“ sagði Hrafn- kell. Skráning stendur yfir á www. haskoladansinn.is. - kbs Stúdentar út úr dansskápnum SVEIFLAÐ Í SJÁLFBOÐAVINNU Guðrún María Jónsdóttir og Hrafnkell Pálsson eru meðal þeirra sem standa fyrir Háskóladansinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR > BRAST Í GRÁT Duffy var stödd á MOJO Honours List-verðlaunahátíðinni síðastliðinn mánudag þegar Sex Pistols söngvar- inn Johnny Rotten grætti hana með ófögru orðavali sínu. Duffy ætl- aði að gera sér lítið fyrir og leggja hendur sínar yfir axlir Johnnys í hópmyndatöku baksviðs þegar söngvarinn brást ókvæða við og jós úr skálum reiði sinnar. Duffy, sem átti sér einskis ills von, varð svo um við þetta að hún brast í grát. „Ég er áhættuleikari,“ segir Mikael Torfason sem varð fyrir því óláni að detta niður úr sex metra háum stiga síðastliðið laugardagskvöld. „Ég er svo rólegur undir álagi og fattaði að grípa í handrið. Þannig dró ég úr fallinu,“ segir Mikael sem lenti á bakinu og vankaðist. Hann segist hafa misst minnið um stundarsakir og hvorki áttað sig á stað né stund. „Ég skildi ekki af hverju ég var að mála. Ég hugsaði: „Ertu að vinna við að mála?“ En áttaði mig á að svo var ekki en þá spurði ég mig: „En ertu ekki að vinna einhvers staðar?“ og ég gat ekki heldur svarað því þar sem ég vinn hjá sjálfum mér,“ segir Mikael sem rekur eigið bókaforlag, GKJ, og er einnig að skrifa bók. María Óladóttir, kona Mikaels, keyrði hann rakleiðis á slysavarð- stofuna. Þar fékk hann þær upplýsingar að ekkert hefði brotnað. „Ég hef aldrei brotið mig, 7,9,13. Reyndar braut ég á mér stóru tána í heitum potti þegar ég var fullur unglingur í Húsafelli, en það telst ekki með,“ segir Mikael. Mikael sinnir þó áfram störfum sínum sem bókaútgefandi og segir stóru pantanirnar erfiðastar. Hann hefur gefið út bókina Warren Buffett aðferðin og einnig endurútgáfu af Fölskum fugli eftir hann sjálfan. „Ég verð að viður- kenna að Buffett selst betur, sem er svekkjandi fyrir mig.“ Einnig er hann að leggja lokahönd á sína nýjustu skáldsögu, Vormenn Íslands, sem hann segir í stíl Mikaels Torfasonar. „Ég fer ekkert að skrifa eins og Guðrún frá Lundi þó ég detti niður af þaki,“ segir hinn óbrjótandi Mikael Torfason. - shs Mikael datt niður sex metra MIKAEL TORFASON Datt sex metra niður úr stiga án þess að brjóta nokkurt bein. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Meðlimir sveitarinnar Sign hafa í nógu að snúast þessa dagana. Þeir eru nýsnúnir heim frá Bretlandi, þar sem þeir spiluðu á tónlistar- hátíðinni Download um síðustu helgi í félagsskap ekki síðri sveita en Kiss. Á morgun leika þeir svo á tón- leikum í tilefni af fimmtán ára afmæli MND félagsins. „Það er útihátíð eins og Download, þó að hún hafi kannski verið aðeins stærri,“ segir Ragnar Zolberg, söngvari Sign, og hlær við. Hann segir reynsluna á Download hafa verið óraunverulega. „Það var fullt af flottu liði þarna, og þetta var eiginlega aðeins of mikið,“ segir Ragnar, sem gafst ekki færi á að ræða við kappana í Kiss. „Nei, ég held að þeir hafi nú bara stokk- ið beint upp í einkaþotu þegar þeir voru búnir að spila,“ segir hann. Á morgun er Sign á meðal þeirra hljómsveita sem að skemmta gest- um og gangandi á Thorsplani í Hafnar firði í tilefni af 15 ára afmæli MND félagsins. Þar munu einnig stíga á stokk Rúnar Júlíusson, Bogomil Font og Davíð Þór Jónsson, meðal annarra, en Örn Árnason verður í hlutverki kynnis. Félagið er Sign hugleikið, en faðir Ragnars og Egils Arnar trommara, Rafn Jónsson, var fyrsti formaður þess. Hann lést úr sjúkdómnum, sem herjar á hreyfitaugar líkamans, árið 2004. „Við höfum ekki komið fram á vegum félagsins áður, en við ólumst hins vegar upp með skrifstofuna inni á heimilinu okkar,“ segir Ragnar. „Okkur langaði að vera með í þessu. Þetta er í rauninni félagið að þakka fyrir stuðninginn í gegnum árin og bjóða upp á tónleika og skemmtun. Alþjóðlegi MND-dagur- inn er á morgun, svo það er verið að fagna því líka, og svo hefur hundrað ára afmæli Hafnarfjarðar náttúr- lega líka verið fagnað duglega,“ segir hann. Næst á döfinni hjá Sign er að gefa út plötuna The Hope í Bretlandi, en hún kemur út í júlí. „Við byrjum á því og sjáum svo hvað gerist. Ann- ars erum við líka að reyna að fá smá suamrfrí, við höfum verið á svolítið miklum þeytingi,“ segir Ragnar. Þá styttist í að plata frá honum, með rómantískum formerkjum, líti dags- ins ljós, en Ragnar vill sem minnst um hana segja. „Það er bara undir ábreiðu sem stendur. Það styttist í að ég fari að tala um hana og þá verður allt vitlaust,“ segir Ragnar kíminn. Tónleikarnir á Thorsplani, í miðbæ Hafnarfjarðar, hefjast klukkan 19 og standa til 23. Nánari upplýsingar um MND-félagið má nálgast á heimasíðunni www.mnd. is. sunna@frettabladid.is Spila fyrir MND félagið FRÁ DOWNLOAD Á THORSPLAN Hljómsveitin Sign kom fram á tónlistarhátíðinni Download fyrir viku, þar sem kapparnir úr Kiss voru á meðal sveita. Á morgun leikur Sign á Thorsplani í Hafnarfirði, þar sem MND félagið býður gestum og gangandi upp á tónleika í tilefni af afmæli sínu. Við erum stolt af því að leggja góðu málefni lið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.