Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 80
44 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Ég kom nú ekki beint kok- hraustur til leiks á Laugardals- völlinn. Ég mætti þangað rúmlega sex til að taka þátt í æfingu hjá kvennalandsliði Íslands. Ég bað um leyfi hjá landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til að fá þrjár landsliðskonur til að skjóta á mig nokkrum skotum eftir æfinguna og var það auðsótt. Ragnheiður Elíasdóttir hjá KSÍ var svo vinsamleg að lána mér íslenska landsliðsbúninginn. Ég fékk forláta ljósbláa treyju, svart- ar buxur og svarta sokka að láni. Mér stóð reyndar önnur treyja til boða en það var einróma mál blaðamanna á Fréttablaðinu að ég tæki mig betur út í þessari ljós- bláu. Auk þess var hún minni, sem sýndi betur að ég er ekkert á mínu léttasta skeiði. „Þetta lúkkar,“ sögðu stelpurnar nú samt. Líklega til að vera kurteisar, en takk samt. 10 árum og 30 kílóum síðar Það eru mörg ár síðan ég æfði fót- bolta, þá var ég bæði í marki og á miðri miðjunni. Augljóslega var ég í marki til að þurfa ekki að hlaupa jafn mikið. Frá því ég hætti, fyrir mjög svo mörgum árum síðan, hef ég ekki spilað nema til að leika mér og bætt á mig mörgum kílóum. Líklega í tugatali. Giskum á þrjátíu. Þegar ég æfði spilaði ég á litla gerð af mörkum. Ég fékk því ákveðið sjokk þegar ég kom inn í markið á Laugardalsvellinum. Þetta er miklu stærra þegar maður er kominn inn í það en úr blaða- mannastúkunni! Við Sigurður höfðum fengið þær Gretu Mjöll Samúelsdóttur úr Breiðabliki, Katrínu Ómarsdóttur, sprelligosa og athafnakonu úr KR, og Sif Atladóttur úr Val til að taka þátt. Við ákváðum að þær þrjár myndu taka fimm skot á mann á mig, öll rétt fyrir utan vítateig. Ég stal markmannshönskum af Söndru Sigurðardóttur og þakka henni fyrir lánið. Stelpurnar voru einróma um að ég tæki mig vel út í treyjunni, sem var augljóslega númeri of lítil og jú, ljósblá. Svo hófst skothríðin. Greta Mjöll Samúelsdóttir: Hinn knái kantmaður gerði lítið úr mér í fyrstu tveimur skotunum. Nákvæmni hennar var slík að mér datt þessi fyrirsögn á greininni í hug. Mín glæsilegasta markvarsla kom eftir skot frá Gretu, þrusu- negla hennar stefndi beint upp í samskeytin þegar ég kom svífandi eins og köttur og sló boltann glæsi- lega yfir með miklum tilþrifum. „Nujjjj!“ sögðu þær og hrósuðu mér í hástert. Feikilega ánægður með þessa vörslu. Katrín Ómarsdóttir: Katrín var eins og Greta örugg í fyrstu tveimur spyrnunum. „Ertu að gefa okkur sjálfstraust?“ kall- aði Katrín, augljóslega til að reyna að koma mér úr jafnvægi, þegar öll skotin flugu inn í fyrstu umferð- unum. En ég lét ekki deigan síga og lokaði markinu glæsilega þannig að skot hennar fór yfir markið. Hún potaði svo einum bolta inn en eins og henni einni er lagið bauð hún upp á svokallað grín- skot, þar sem hún stóð við boltann og sveiflaði vinstri fæti aftur fyrir þann hægri. Ég hló síðast þar sem ég greip boltann auðveldlega. Sif Atladóttir: Valsstúlkan skoraði örugglega úr fyrstu spyrnu en fyrsta skotið sem ég varði var frá henni. Það var lágt og alveg úti við stöng en gömlu taktarnir sýndu sig og ég sló boltann út fyrir stöngina með glæsilegum hætti. Sif skaut einu sinni rétt fram- hjá, þar sem boltinn sleikti stöng- ina, og skoraði svo annað gott mark. Ég varði þó eitt skot í viðbót frá henni, sem var hátt en ég varði það nokkuð auðveldlega að mínu mati. „Þú varðir þvílíkt maður!“ Heilt yfir má segja að ég hafi stað- ið mig ágætlega. „Þú varðir því- líkt maður,“ fleyttu þær fram eftir æfinguna. Einhvern tímann var gert grín að því að ég fyllti nú bara ágætlega út í markið. Þessi mörk eru þó það stór að ég var nú ekki nálægt því. Þegar stelpurnar vönduðu sig verulega skoruðu þær (fyrir utan glæsimarkvörslurnar tvær) og að mínu mati þarf landsliðsmark- maður Slóvena að vara sig. Stelp- urnar eru ákveðnar og tilbúnar í slaginn. Ég hlakka í það minnsta til að mæta á völlinn á morgun, vitandi til þess að ég gaf þeim aukið sjálfs- traust með því að líta út eins og villtur deyfður ísbjörn á Norður- landi á milli stanganna. hjalti@frettabladid.is Eins og deyfður ísbjörn í markinu Íslenska kvennalandsliðið mætir því slóvenska á morgun. Hjalti Þór Hreinsson, íþróttafréttmaður á Frétta- blaðinu, tók hús á stelpunum fyrir leikinn og fékk að spreyta sig í marki. Árangurinn var æði misjafn. KLÁR Í SLAGINN Hér sést ég klæða mig í hanskana frá Söndru markverði og Greta Mjöll skýtur á mig léttu skoti áður en sjálf skothríðin hófst. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HRESSAR Landsliðskonurnar Greta Mjöll Samúelsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Sif Atladóttir tóku vel á móti blaðamanni Frétta- blaðsins og brostu breitt eftir að hafa nánast skorað að vild gegn honum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL ÞVÍLÍK TILÞRIF Ég náði mér ágætlega á strik um tíma og hér er mín besta varsla, flaug eins og köttur upp í hornið og sló boltann yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HANDBOLTI Ein besta handknatt- leikskona landsins, Rakel Dögg Bragadóttir, mun ekki leika áfram með Stjörnunni á Íslandi því hún er búin að semja til tveggja ára við danska liðið KIF Vejen sem er kvennalið Kolding. Þetta lið varð í fimmta sæti í hinni geysisterku dönsku deild á síðustu leiktíð þannig að ljóst er að Rakel er að ganga í raðir mjög sterks félags. „Ég er virkilega ánægð og óhætt að segja að draumurinn sé að rætast. Ég hef stefnt að þessu lengi og gaman að það hafi gengið upp,“ sagði Rakel Dögg himinlif- andi en ekki er langt síðan Kolding kom inn í myndina hjá henni. „Þetta gerðist allt ótrúlega hratt og í raun kláraðist það á tíu dögum. Ég er búin að fara út og æfa með þeim og líst vel á þetta. Allt mjög fagmannlega unnið, sterkur hópur og ljóst að ég þarf að vinna mig inn í liðið sem er skemmtilegt og krefjandi verkefni,“ sagði Rakel en hún samdi til tveggja ára. „Þetta lið er talsvert meira spennandi en hitt liðið sem vildi fá mig og ég er nú ekkert viss um að ég hefði tekið þeirra tilboði. Það er mikil tilhlökkun hjá mér en æfingar hefjast eftir mánuð,“ sagði Rakel sem segist hafa gert ágætan samning en sé þó ekki orðin rík. „Svo er ég ágæt í dönsku, get bjargað mér, þannig að það verða engar stórar hindranir í upphafi,“ sagði Rakel kát. - hbg Rakel Dögg til Kolding: Draumurinn er að rætast KVADDI MEÐ TITLUM Rakel vann tvöfalt með Stjörnunni síðasta vetur og fagnar hér Íslandsmeistaratitlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON GOLF Íslenska landsliðið í golfi keppir á Evrópumóti áhugamanna á Ítalíu í byrjun júlí. Þjálfarinn Staffan Johansson valdi sex kylfinga til þátttöku á mótinu. Það eru Sigmundur Einar Másson (GKG), Ólafur Björn Loftsson (NK), Stefán Már Stefánsson (GR), Hlynur Geir Hjartarson (GK), Kristján Þór Einarsson (GKj) og Sigurþór Jónsson (GR). - hþh Íslenska landsliðið í golfi: Keppir á EM áhugamanna Helga Margrét Þorsteinsdóttir varð í gær fyrsta íslenska konan til þess að ná yfir 5.500 stigum í sjöþraut þegar hún bætti tveggja ára Íslandsmet Kristínar Birnu Ólafsdóttur um 122 stig á sterku alþjóð- legu fjölþrautarmóti í Prag í Tékklandi. Helga Margrét fékk alls 5.524 stig og varð í sjöunda sætinu á mótinu. „Þetta var markmiðið mitt í sumar og það er frábært að ná því strax í fyrstu kvennaþrautinni. Ég ætlaði að fara yfir 5.500 stigin þannig að ég er rosalega sátt með þetta. Ég sá eftir fyrri daginn að ég ætti góða möguleika á metinu. Ég var samt ekki að hugsa mikið út í stigin nema fyrir síðustu greinina og reyndi bara að einbeita mér að einni grein í einu,” sagði Helga eftir að metið var í höfn. „Hástökkið stendur upp úr í þessari þraut en það kom mjög skemmtilega á óvart. Þetta er líka í fyrsta skipti sem það er ekkert stórkostlegt klúður. Þetta er jafnasta þrautin sem ég hef farið í gegn- um. Maður lærir alltaf meira og meira eftir hverja þraut og ég er ekki hálfnuð að læra á greinarnar,” segir Helga Margrét sem hafði gaman að því að hún fékk nákvæmlega jafnmörg stig og þegar hún varð Norðurlandameistari á dögunum en þá keppti hún með léttari kúlu og grindurnar voru lægri. Helga hafði betur en Nikola Ogrodníková frá Tékklandi sem lofar góðu fyrir komandi heimsmeist- aramót í Póllandi. „Hún er einu ári eldri og vann mig í fyrra á EM 19 ára og yngri þegar hún varð í þriðja sæti. Ég vann hana núna með einhverjum 80 stigum sem ég var mjög ánægð með.” Helga Margrét er samt ekkert farin að hugsa um Ólympíuleikana þótt að hún nálgist lágmarkið. „Það eru margir sem hafa verið að tala um Ólympíulágmarkið við mig en ég segi það alveg hreint út að það er ekki markmiðið. Ég er bara sextán ára og ætla að komast á Ólympíuleikana 2012,” segir Helga Margrét en hún þyrfti að ná 5.800 stigum til þess að ná lágmarkinu á leikana í Peking í haust. „Ég ætla bara að koma heim og fara í sveitina um helgina. Síðan ætla ég að fara aftur í bæinn og keyra upp æfingarnar fyrir heimsmeistaramót 19 ára og yngri.” HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR ÚR ÁRMANNI: BÆTTI ÍSLANDSMETIÐ Í SJÖÞRAUT UM 122 STIG Ætlar bara að fara í sveitina um helgina > Kvennalandsliðið á Facebook Stelpurnar í kvennalandsliðinu hafa verið duglegar að vekja athygli á leiknum gegn Slóvenum á laugar- dag og skal engan undra. Stelpurnar hafa meðal annars sent hvatningarorð á heimasíðu KSÍ og í gær skrifaði landsliðsþjálfarinn þar pistil og óskaði eftir stuðningi. Nú hefur einnig verið stofnaður stuðn- ingsmannaklúbbur stelpnanna á vefsvæðinu Facebook. Inni á því er hægt að ganga í klúbbinn og senda skilaboð til stelpnanna. Yfir 600 höfðu skráð sig í klúbbinn síðdegis í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.