Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 86
50 20. júní 2008 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ VAR ÉG AÐ SPÁ? LÁRÉTT 2. labbaði, 6. frá, 8. hversu, 9. berja, 11. píla, 12. sessur, 14. kroppa, 16. skóli, 17. goð, 18. stansa, 20. átt, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. tónlistartegund, 3. eftir hádegi, 4. klögun, 5. kirna, 7. hýða, 10. svif, 13. sarg, 15. megin, 16. flinkur, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. gekk, 6. af, 8. hve, 9. slá, 11. ör, 12. setur, 14. narta, 16. fg, 17. guð, 18. æja, 20. na, 21. rauf. LÓÐRÉTT: 1. jass, 3. eh, 4. kvörtun, 5. ker, 7. flengja, 10. áta, 13. urg, 15. aðal, 16. fær, 19. au. „Hausinn hefur aldrei verið mín sterkasta hlið.“ Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri í viðtali við DV 1997. „Ég lét þessi ummæli falla um höfuð- kúpubrot sem ég fékk í Grikklandi. Ég hef handleggsbrotnað líka, en það er eina brotið sem ég hef lent í. Svo er allt hitt í hausnum. Þetta stendur alveg. Hausinn á mér hefur margbrotnað,“ segir Friðrik í dag. „Þvi miður var talsverður vindur og vonlaust að veiða með boga. Þá voru dregnir fram hólkarnir. Ég náði fallegum Springbok á um 250 metra færi med Sako .243 riffli. Með einu skoti – að sjálfsögðu,“ segir Óli Tynes fréttamaður á Vísi sem nú er staddur úti í henni Afr- íku þar sem hann er á veiðum. Óli fór um síðustu mánaðarmót til Afríku. Hann hefur stundað veiðar um árabil og mestar þykir Óla um vert að veiða með boga en hann hefur stundað bogfimi lengi og þykir góður. Var Óli að vonast til þess að ná í þessari ferð að fella fíl með boga. „Það litur hinsvegar ekki vel út með fílaveiðarnar. Það er verið að grisja stofninn vegna offjölgunar og það er vissulega hægt að kaupa leyfi til að veiða þá með boga. Sem er nátturlega draumurinn. Gallinn er sá að þau veiðileyfi kosta hálfan annan helling og þrjár glásir. Og á þeim smánarlaunum sem Baugur borgar vesalingi mínum hef eg ekki einu sinni efni á að drepa fíl á raðgreiðslum,“ segir Óli. Og telur sig því líklega verða að halda sig við antílópur og vörtusvín. Sem er svo sem í lagi. Af Springbok fæst eitthvert besta kjöt sem Óli hefur smakkað. „Og við skjótum náttur- lega ekkert sem við ekki étum. Nema vörtusvínin sem teljast pest.“ Óli fór í fyrstu veiðiferðina um síðustu helgi. Það var á stórum búgarði 120 kílómetrum fyrir norðan hafnarborgina Port Eliza- bet a suðurodda landsins þar sem Óli heldur til að mestu. Búgarðinn reka hjónin Unnur Berglind Guðmundsdóttir og eiginmaður hennar Niel Jeppe. Þau eiga son- inn Daniel sem er tæplega eins árs gamall. Unnur Berglind er dóttir Hennýar Hermannsdóttur. „Á búgarðinum rækta þau naut- gripi og strúta og selja kjötið um allan heim. Á búgarði þeirra eru finragóðar veiðilendur. Mikið af allskonar antílópum, vörtusvínum og fleiri tegundum. Það fylgir því sérstök vígsluathöfn að fella sitt fyrsta dýr í Suður Afríku. Ég varð að éta bita af hrárri lifur úr dýrinu og blóði úr því var makað framan í mig. Þegar ég var búinn að kyngja, fékk ég stórt glas af koniaki til að skola gumsinu niður. Ég er því inn- vígð lifraræta sem er mikill heiður hér í landi,“ segir Óli og biður að heilsa þeim á Íslandi sem nenna að þekkja sig. jakob@frettabladid.is ÓLI TYNES: Á EKKI FYRIR ÞVÍ AÐ VEIÐA FÍL MEÐ BOGA Fréttahaukur veiðir antí- lópur og vörtusvín í Afríku ÓLI OG LEIÐSÖGUMAÐUR VIÐ FALLINN SPRINGBOK Vígsluathöfnin fól í sér að Óli þurfti að éta bita af hrárri lifur úr dýrinu og blóði þess var makað framan í hann. „Þeir hjá Toyota hafa ákveðið að ef slegið verður heimsmet í skeiði á Landsmóti þá ætla þeir að gefa sigurvegaranum Toyota Hilux,“ segir Jóna Fanney Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri Landsmóts. Mikill hugur er í hestamönnum sem nú stefna margir á Landsmót- ið sem hefst á Hellu 30. júní og stendur til 6. júlí. Núverandi heimsmeistari – Sigurður Sigurðar- son á Drífu frá Hafsteinsstöðum í Skagafirði – mun keppa á mótinu. Andvirði pallbílsins er 4,3 milljón- ir, hann er með 33“ breytingu, dráttarbeisli og skyggðum rúðum. Sigurður Ævarsson er mótsstjóri og segir allt eins geta farið svo að heimsmetið falli. „Toyota er aðalstyrktaraðili mótsins og líklegast er að þarna falli met,“ segir Sigurður spurður hvers vegna keppnin í skeiði hafi orðið fyrir valinu hvað áheitið snerti. „Þeir eru ekki að fara ódýru leiðina og ekki að lofa þessu í eitt- hvað sem er vonlaust. Alls ekki,“ segir Sigurður. Heimsmetið er 7,18 sekúndur og var sett í fyrra en besti tími Drífu í sumar er 7,36 sek. Farnir eru hundrað metrar og þá ekki úr kyrrstöðu heldur er komið á fullri ferð inn í tímatöku. „Þannig að ekki þarf annað en smella fingrum og þá er þetta komið.“ Sigurður segir Drífu fá harða keppni því tvö hross, Ester frá Hólum og Hreinn frá Barkastöðum, hafa hlaupið á 7,36 sek. „Þetta verður til að hleypa spennu í keppnina. Þetta er fullorðins,“ segir Sigurð- ur. - jbg Hilux fyrir heimsmet í skeiði JÓNA FANNEY OG KRISTINN G. BJARNA- SON HJÁ TOYOTA Falli heimsmetið í skeiði þá gefa þeir hjá Toyota þennan bíl sem kostar 4,3 milljónir. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Bylgjan hefur nú blásið til stór- sóknar og hyggst þræða kaupstaði landsins í sumar. Um síðustu helgi var öll hersingin á Selfossi við mikinn fögnuð en um þessa helgi verður hún á Akureyri. Útvarpað er frá viðkomandi kaupstöðum frá morgni til kvölds, allt frá Íslandi í bítið til Reykjavíkur síðdegis. Flugeldasýning ljósvakans mun þó vera á laugardögum frá rúmlega tólf til fjögur. Þá sest við míkrófóninn enginn annar en Heeemmi Gunn ásamt hinni síkátu Svansí. Göngugarpar á Ægisíðu ráku upp stór augu í gær. Á æfingasvæði KR við Starhaga voru samankomin Margrét Lára Viðars- dóttir, Guðjón Þórðarson og Viktor Bjarki Arn- arson. Veltu margir fyrir sér hvort Gaui og Margrét Lára hefðu gengið til liðs við KR. Það mun ekki vera svo. Verið var að taka upp auglýsingar og mynd- bönd fyrir heimasíðuna www.mlv.is sem verður opnuð innan skamms og er kostuð af Tryggingamiðstöðinni. Mun síðunni ætlað að renna sterk- ari stoðum undir þá uppbyggingu sem á sér stað í íslenskri kvenna- knattspyrnu. Veðurguðirnir stórbrotnu urðu fyrir því óláni að vera rændir um hábjarta sumarnótt. Greint var frá þessu á heimasíðu Monitors í gær. Strákarnir höfðu skilið bíl sinn eftir á plani Reykja víkur- flugvallar sem á að vera vaktað. Þjófurinn hafði á brott með sér gítar, sneril trommu og ýmsa smáhluti. Engir þungir hlutir voru teknir og sagði Valgeir Þorsteins- son, trommuleik- ari Veðurguðanna, skýringu þess líklegast að „Þjófarnir hafa allavega ekki verið miklir kraftakarlar...“ - shs FRÉTTIR AF FÓLKI „Jú ég er búinn að stækka aðeins,“ segir Haukur Baldvins- son, knattspyrnumaður hjá Breiðabliki og nemi í Verzlunar- skóla Íslands. Íslendingar ættu að muna eftir Hauki frá því hann lék í auglýsingu fyrir Coca Cola ásamt Eiði Smára Guðjohnsen. Í auglýsingunni bankar Haukur uppá hjá Eiði Smára og kemur faðir Eiðs, Arnór Guðjohnsen, til dyra. Haukur spyr eftir Eiði og svo sprikla þeir félagar og sparka um borg og bý þar sem Haukur sýnir ótrúlega boltameð- ferð. Haukur, sem var nýfermdur þegar auglýsingin var gerð, er nú orðinn stór. Hann er nýorðinn átján ára og er að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki Breiða- bliks. Hann hefur spilað tvo leiki og skorað eitt mark. Haukur segir það hafa verið gaman að leika í auglýsinguni. „Þetta var ákveðin reynsla. Gaman að fá að vinna með svona manni,“ segir Haukur en Eiður hefur ekki orðið á vegi hans eftir að auglýsingin var gerð. Varðandi framtíðina segir Haukur: „Ætli stefnan sé ekki bara á atvinnumennskuna.“ Spurður hvort stefnan sé þá ekki einnig tekin á A-landslið Íslands og þá jafnvel að spila við hlið Eiðs í landsliðinu segir hann: „Það væri óskandi. Segjum við ekki bara að það sé líka stefnan.“ - shs Vinur Eiðs Smára er orðinn stór HAUKUR LÍTILL Þessi mynd var tekin af Hauki um sama leyti og auglýsingin var í gangi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8 1 Thorvald Stoltenberg. 2 Flugumferðarstjórar. 3 Verslunin Kristný í Borgarnesi. HAUKUR STÓR Haukur er orðinn stór og farinn að spila með meistaraflokki Breiðabliks. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.