Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 20.06.2008, Blaðsíða 88
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórgunnar Oddsdóttur Einhvern tíma hefði það eflaust þótt óviðeigandi að Íslendingar þyrftu á sjálfan lýðveldisdaginn að fá aðstoð Dana við að fella óboðinn þjóðhátíðargest. Sú var þó raunin í ár. Meðan þorri þjóðarinnar sleikti ís og keypti blöðrur steig fulltrúi hinnar áður drottnandi herraþjóðar á land eins og frelsandi hetja, vopn- aður deyfibyssu og ísbjarnarbúri til að bjarga Íslendingum úr bjarnar- klóm. Þar fór sjálfstæði þjóðar innar fyrir lítið. ÞJÓÐ sem ekki á ísbjarnarbúr er öðrum háð, það höfum við lært á undanförnum vikum. „Það er náttúrlega ekki til neitt búr hérna undir hann,“ sögðu menn til réttlæt- ingar þegar fyrri björninn var felld- ur og gáfu í skyn að svona skepna þyrfti sérútbúið fangelsi sem ekki væri á allra færi að útbúa. Um leið og annar björn gerði sig heimakom- inn þótti vissara að kalla eftir útlendum bjargvætti og sterk- byggðu útlensku bjarnarbúri. SVO kom Daninn með búrið. Í fréttum var greint frá rammgerðu ísbjarnarbúri á leið til landsins. Myndirnar leyndu því hins vegar ekki að þarna var aðeins á ferðinni ólögulegur kassi sem hvaða skag- firski bóndi með aðgang að hamri og logsuðutæki hefði getað slegið saman á örfáum mínútum. Og þetta var flutt til okkar, eftir sólarhrings- bið, alla leið frá Danmörku daginn sem þjóðin fagnaði sjálfstæði sínu. Þvílík niðurlæging. Hvað ætli starfsmenn Dýragarðsins í Kaup- mannahöfn haldi eiginlega um okkur. „Heyrðu, ég er víst að fara til Íslands að fanga bjarndýr.“ „Já blessaður taktu með þér nokkra gamla bjórkassa og járnabrakið þarna. Fer guttinn ekki með? Hann getur dundað sér við að smíða búr fyrir þessa vesalinga á leiðinni.“ SÍÐAN var brunað með kassa- ræksnið í Skagafjörðinn, gott ef ekki í lögreglufylgd, og klifað á því allan tímann meðan þjóðin beið frétta af afdrifum bjarnarins að rammgert, já rammgert ísbjarnar- búr, væri á leiðinni. Allir þekkja framhaldið. Búrið fer líklega aftur til Danmerkur ónotað þar sem það nýtist eflaust sem kartöflugeymsla eða moltukassi. Til allrar hamingju er nú unnið að viðbragsáætlun svo við þurfum ekki að hringja í Dani næst þegar hvítabirnir ganga á land. Áætlunin kveður eflaust á um að réttur búnaður þurfi að vera til staðar. Þar er almennilegt bjarnar- búr auðvitað lykilatriði. Einhver fær vinnu við að smíða það. Við skulum bara vona að það verði rammgert. Já, virkilega rammgert. Búr bjarnarins mikla Parque del Sol - Tenerife Barbados - Gran Canaria Innifalið: Flug, flugvallarskattar, gisting og íslensk fararstjórn. Verð miðast við að bókað sé á netinu. Ef bókað er á skrifstofu eða símleiðis er bókunargjald 2.500 kr. fyrir hvern farþega. Verðdæmi: 115.873,- Mjög gott íbúðahótel, vel staðsett í einungis 300 metra fjarlægð frá ströndinni. Ekta fjölskyldustaður þar sem íbúðirnar eru byggðar umhverfis glæsilegt sundlaugasvæði. Íbúðahótel sem er á frábærum stað fyrir miðri ensku ströndinni. Hentar vel fyrir þá sem vilja líf og fjör dag og nótt. Í nágrenni er mikið af verslunum, veitingastöðum, kaffihúsum og börum. Verðdæmi: 85.658,- á mann m.v. 2 með 2 börn í 15 nætur, 18. desember Verð á mann m.v. 2 fullorðna á Hotel Las Camelias 104.273,- á mann m.v. 2 með 2 börn í 17 nætur, 17. desember Verð á mann m.v. 2 fullorðna 168.775,- ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK ~ SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ INFO@UU.IS Ekkert jafnast á við paradísina Tenerife. Hvítar strandir ná alla eyjuna um kring, villtur gróður þekur miðbikið, en verslanir og veitingahús í hæsta gæðaflokki finnast í borgarbyggðum. Tenerife skortir ekkert. Gran Canaria er þriðja stærsta Kanaríeyjan en jafnframt sú langvinsælasta hjá íslenskum ferðamönnum. Þetta er engin tilviljun, þessi eldfjallaeyja er rík af ströndum, sól og fagurri náttúru, sem tugþúsundir Íslendinga hafa nýtt sér til hins ýtrasta. í 17 nætur Ódýrustu sætin bókast fyrst! Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board FRÁBÆR TILBOÐ! SÉRBLAÐ FYLGIR Í dag er föstudagurinn 20. júní, 173. dagur ársins. 2.55 13.30 0.03 1.29 13.14 1.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.