Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Fréttablaðið er með 41% meiri lestur en 24 stundir og 93% meiri lestur en Morgunblaðið. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. skv. könnun Capacent í febrúar–apríl 2008. Við stöndum upp úr í nýjustu könnun Capacent Allt sem þú þarft... ...alla daga 49,72% 36,30% 69,94% Fréttablaðið 24 stundir M orgunblaðið Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 22. júní 2008 — 168. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG Matur[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MAT ]Júní 2008 L f ð Nanna Rögnvaldardóttir skrifarSumarlegur dögurður – fyrir alla fjölskylduna Heppilegur veislumaturIlmandi humar á grillið Bára JóhannsdóttirLétt og litríkt salat FYLGIR Í DAG BÓ KOMINN Á VESPU Björgvin Halldórsson keypti sér vespu á föstu- daginn. 30 SKOÐANAKÖNNUN Fylgi Sjálfstæðis- flokksins dregst saman um tæp sex prósentustig frá því í apríl. 32,8 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar sérstaklega á landsbyggð- inni. Nú segjast 25,6 prósent kjós- enda sem búsettir eru utan höfuð- borgarsvæðisins myndu kjósa flokkinn, en í apríl voru það 39,4 prósent. Fylgi flokksins hefur því dregist þar saman um þriðjung. Samkvæmt því myndu þingmenn Sjálfstæðisflokksins vera 21, en þeir eru 25 nú. Fylgi Samfylkingar eykst hins vegar um rúm fimm prósentustig frá síðustu könnun. 32,0 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn. Meðal kjósenda utan höfuðborgar- svæðisins eykst fylgi Sam fylkingar- innar um 75 prósent, úr 21,2 pró- sentum í 37,2 prósent. Í apríl dalaði fylgi flokksins á landsbyggðinni hins vegar um þrettán prósentustig. Þingmenn Samfylkingar yrðu sam- kvæmt þessu 21, en eru nú átján. Fylgi Vinstri grænna dregst saman um tæp fjögur prósentustig frá síðustu könnun og segist 17,1 prósent styðja flokkinn. Samkvæmt því myndi þingflokkur Vinstri grænna telja ellefu manns, tveimur fleiri en flokkurinn hefur nú. Framsóknarflokkur og Frjáls- lyndi flokkurinn bæta báðir aðeins við sig fylgi frá síðustu könnun Fréttablaðsins. 8,9 prósent segjast nú myndu kjósa Framsóknarflokkinn, sem er tæpum tveimur prósentustigum meira en í síðustu könnun blaðsins. Flokkurinn fengi samkvæmt því fimm þingmenn kjörna, en hefur sjö nú. Fylgi Frjálslynda flokksins eykst um 2,5 prósentustig frá því í apríl. 8,0 prósent segjast nú myndu kjósa flokkinn og fengi hann samkvæmt því fimm þingmenn. Einn maður myndi því bætast við þingflokkinn. - ss / sjá síðu 4 Sjálfstæðisflokkurinn tapar þriðjungi á landsbyggðinni Fylgi Sjálfstæðisflokks dalar og fylgi Samfylkingar eykst samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Báðir stjórnarflokkarnir fengju 21 þingmann. Vinstri græn fengju ellefu menn, en Framsókn og Frjálslyndir fimm. FÓLK Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, er áttræður í dag. Hann rifjar upp farsælan stjórnmálaferil sinn í í viðtali við Fréttablaðið þar sem hann telur þjóðar- sáttar samning- ana árið 1990 mikilvægasta mál sem hann tókst á við. Hann segir jafnframt að hann hafi gert mistök þegar hann samþykkti að aflaheimildir yrðu framseljan legar þegar kvótakerfinu var komið á. Steingrímur nýtir tímann vel og stundar útiveru af kappi. Hann hóf golfiðkun meðan hann gegndi starfi seðlabankastjóra og segir það „skemmtilega vinnu“. Hann rifjar upp sögur af mönnum og málefnum og upp vaxtarárin í miðbæ Reykjavíkur. - shá / sjá síðu 18 Steingrímur fagnar stórafmæli: Golf er afar skemmtileg vinna STEINGRÍMUR HERMANNSSON ALP OG ELAINE MEHMET KVEÐJA Fráfarandi sendiherra Breta segir frá því hvernig Ísland hefur komið honum fyrir sjónir. HELGARVIÐTAL 14 Hefur gefið mér allt Renzo Gracie er af þriðju kynslóð bardagamanna. Afi hans fann upp hið brasilíska jiu-jitsu. MENNING Ísbjarnarfeldir með upp- stoppað höfuð prýða hús fjöl- margra þjóðþekktra Íslendinga. Páll Winkel fangelsismálastjóri lét undan konu sinni, Katrínu Árna- dóttur, og festi kaup á slíkum grip fyrir fimm árum eftir mikinn undir- búning. „Á þessum tíma bjó maður ekki við þann munað að ísbjörn væri felldur nær vikulega í Skaga- firði svo það var við ramman reip að draga,“ segir hann kankvís. Björk Guðmundsdóttir hefur líka einn björn á gólfinu hjá sér en myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli, varð að flytja með sinn ísbjörn af heimilinu vegna mikillar andstöðu fer- og tvífættra sambýlinga. Ísbjörninn, sem Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi í Isortoq á Grænlandi felldi og lét Tolla fá í skiptum fyrir málverk, prýðir nú vinnustofu myndlista- mannsins. Árni Johnsen þingmaður á tvo ísbirni. Annar hefur reyndar verið nýttur í ísbjarnarbuxur og -mottu en hinn prýðir heimili hans í Eyjum. Sá lék stórt hlutverk í myndbandinu við lagið „Minn hinsti dans“ sem var framlag Íslands í Eurovision árið 1997. „Þetta var bara þannig að ég bað um ísbjörn og hann kom, þökk sé starfsmönnum í leikmunadeild- inni. Ég vissi þá reyndar ekkert hvaðan hann kom,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem söng lagið. Tolli segir að ísbjarnarfeldur sé venjulega ekki seldur á minna en eina og hálfa milljón króna. - jse / sjá síðu 16 Björk Guðmundsdóttir er meðal margra Íslendinga sem eiga ísbjörn: Ísbjarnarfeldir vinsæl húsprýði STOFUSTÁSS Páll Winkel gaf konu sinni, Katrínu Árnadóttur, ísbjarnarfeld. ÞRENNA MARGRÉTAR LÁRU Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu fyrir íslenska kvennalandsliðið sem burstaði slakt lið Slóvena 5-0 á Laugardalsvelli í gær. Hin 21 árs gamla markadrottning segir að markheppni ráði þar ferðinni en hún hefur nú skorað 40 mörk í 42 landsleikjum. Sjá síðu 24 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR KO SN . FYLGI STJÓRNMÁLAFLOKKA Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? 4 V 17,1 S 32,0 F 8,0 KO SN IN G AR D 32,8 KO SN . B 8,9 7 5 Skoðana- könnun Fréttablaðs- ins 21. júní – fjöldi þing- manna og fylgi (%) TYRKLAND, AP Tuttugu og þrír Tyrkir liggja særðir á slysadeild- um landsins eftir sigur landsliðs þeirra á Króötum í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu á föstudags- kvöld. Sigurreifar fótboltabullur skutu úr skammbyssum upp í loftið til að fagna, en 23 kúlur end- uðu í samlöndum þeirra. Meðal þeirra særðu eru tólf ára stúlka og gömul kona. Yfirvöld segja að 54 verði sóttir til saka fyrir skotgleðina. Fimm særðust eftir sigur Tyrkja á Tékkum sunnudaginn fyrir viku. - sgj Sigurreifir Tyrkir hleyptu af: 23 særðust í fótboltafögnuði KO SN . 5 25 21 18 21 11 9 KO SN IN G AR KO SN IN G AR KO SN IN G AR VÍÐA NOKKUÐ BJART Í dag verður yfirleitt hægviðri eða haf- gola. Víða bjart veður en þó skýjað með köflum og sumstaðar skúrir suðaustan til. Hiti 9-15 stig, hlýjast sunnan og vestan til. VEÐUR 4 12 12 9 12 12 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.