Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 6
6 22. júní 2008 SUNNUDAGUR Safnaðu Vildarpunktum Punktarnir upp í Ferðaávísun gildir Afslátturinn reiknast af fargjaldi án flugvallarskatta og barnaflugvallarskattar bætast svo við. Sölutímabil 19. júní til og með 23. júní. Ferðatímabil í ágúst–september. Það hefur aldrei verið hagstæðara fyrir barnafjölskyldur að ferðast til útlanda saman. Bjóðum 50% barnaafslátt af öllum Economy og Best Price fargjöldum okkar fyrir börn 11 ára og yngri til allra áfangastaða okkar í Evrópu og til Minneapolis, Toronto og Halifax. Nýtið einstakt tækifæri! Njótið þess að fljúga saman! + Bókaðu ferð á www.icelandair.is 50% AFSLÁTTUR FYRIR BÖRN SÖLUTÍMABIL 19.–23. JÚNÍ HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 27 75 06 /0 8 - lífið er leikur Fazer 600S ABS Einfaldleikinn getur blekkt þig Ný Yamaha-verð á www.motormax.is Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 Verð nú 1.230.000 kr. 19.916 kr. á mánuði m.v. 30% útborgun og 60 mán. lán: 14.353 kr. á mánuði m.v. 30% útborgun og 60 mán. lán: 2007 árgerð: 890.000 kr. Auglýsingasími – Mest lesið NÁTTÚRUVERND Stofnaðilar Auðlindar – Náttúrusjóðs stóðu á föstudag fyrir kynningarfundi í Þjóðminja- safni Íslands um fyrirhugaða stofnun sjóðsins 1. desember. Sjóðnum er ætlað að styrkja stöðu náttúruverndar á Íslandi með fjármögnun náttúru- verndarverkefna. Meðal stofnenda sjóðsins eru Andri Snær Magnason, Vigdís Finnbogadóttir og Þórólfur Árnason. „Auðlind er stór verndarsjóður íslenskrar náttúru sem á fyrirmyndir í landstraustssjóðum til dæmis í Bandaríkjunum, Skotlandi og Bretlandi,“ segir Andri Snær rithöfundur. Hann segir að lengi hafi verið þörf á samtökum á borð við Auðlind til að styðja við umhverfisvernd á Íslandi: „Það vantar atvinnumennsku og peninga til að hrinda hlutunum í framkvæmd,“ segir hann. Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur verður fyrsti formaður sjóðsins. Hún segir að áhersla sjóðsins verði í fyrstu á endurheimt votlendis, en henni er bæði ætlað að stuðla að líffræðilegri fjölbreytni og binda kolefni. Einnig mun sjóðurinn styðja við verndun íslenska arnarstofnsins. - gh Verndarsjóður íslenskrar náttúru kynntur í Þjóðminjasafninu: Áherslan á endurheimt votlendis BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR OG RÚRÍ Auðlind býður fólki að gerast stofnfélagar með 10.000 króna fjárframlagi. Björk keypti sérstakt gjafabréf sem myndlistarmaðurinn Rúrí útbjó. FRÉTTABLAÐIÐ/GUNNAR MÓTMÆLI Níu íbúar við Vegamótastíg, Grettisgötu og Klapparstíg krefjast styttri afgreiðslutíma skemmti- staða í miðbæ Reykjavíkur vegna drykkjuláta. Íbúarnir sendu borgaryfirvöldum og lögreglu kvörtunarbréf í fyrradag. Skemmtistaðirnir sem íbúarnir vilja að verði lokað klukkan þrjú eru Ölstofa Kormáks og Skjaldar, Vegamót, 22 og Óliver. Að sögn íbúanna hefur ástandið í miðborg- inni farið hríðversnandi undan- farna mánuði. „Ónæðið er langt umfram það sem venjulegt fólk getur sætt sig við og rænir heimilisfólk svefni hvað eftir annað, börn þar á meðal,“ segir í bréfinu. Fréttablaðið greindi frá því í gær að hávaðamengun frá skemmti stöðum hefði aukist frá því að reykingabann tók gildi síðastliðið sumar. „Í fyrsta lagi á ekki að hleypa fólki út með drykkina, þannig að gleðskapurinn færist ekki út,“ segir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgar. „Það er okkar markmið að enginn þurfi að kvarta, hvorki íbúar, gestir, né veitingamenn. Ef það næst ekki á næstu vikum er það auðvitað miður.“ Jakob nefnir að skemmtistaðurinn Óliver á Laugavegi hafi hleypt reykingamönnum út á opnar svalir. „Þegar kvartanir bárust var þeim svölum hreinlega lokað. Þeim sem ekki gátu komist af án þess að fá nikótín í lungun var vísað út á götu og undir hælinn lagt hvort þeir kæmust inn aftur.“ Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofunnar, segir það ekki leysa vandann að vísa reykingamönnum á dyr. „Reglugerðin um reykinga- bannið býður ekki upp á að hljóðeinangra reykinga- aðstöðuna betur. Það hlýtur að vera betra að hafa dyraverði til að halda fólki lágværu en að fleygja reykingamönnum út,“ segir Kormákur. Hann segir ástandið hafa verið verra þegar skemmtistaðir voru aðeins opnir til klukkan þrjú. „Áður en afgreiðslutíminn var lengdur komu allir út á sama tíma og hópar löbbuðu um miðbæinn í leit að veislum í heimahúsum,“ segir Kormákur. „Að stytta afgreiðslutíma hjálpar ekki neitt, þá er vandamálið bara fært til.“ steindor@frettabladid.is Hvekktir íbúar vilja sofna klukkan þrjú Íbúar í miðbænum krefjast styttri afgreiðslutíma fjögurra skemmtistaða í mið- borginni vegna hávaða. Veitingamaður segir styttri afgreiðslutíma leiða til óláta á götum úti fram eftir nóttu. Miðborgarstjóri er vongóður um að sættir náist. KORMÁKUR GEIRHARÐSSON JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON Svokallaðir miðborgarþjónar tóku til starfa á föstu- dagskvöld. „Þeir gengu um með bakpoka með vatnsflöskum og plástrum,“ segir Jakob Frímann Magnússon, framkvæmdastjóri miðborgar. „Sem betur fer þurfti ekki á plástrunum að halda. Þeir notuðu vatnið til þess að svala þorsta þeirra sem þurftu slíkar mótvægisaðgerðir og eins náðu þeir að slökkva eld á Arnarhóli út frá fyrirvaralausu útigrilli sem hafði farið úr böndunum.“ Jakob Frímann segir verkefnið hafa farið mjög vel af stað. „Þeim var vel tekið af gestum, veitingamönnum og lögreglu. Þeir eru að stoppa í götin sem eru ekki á verksviði lögreglunnar, en þarf að huga að engu að síður,“ segir Jakob Frímann. MIÐBORGARÞJÓNAR Á VAPPI MENNTUN Viljayfirlýsing þess efnis að hér á landi verði stofnað Jafnréttissetur og fyrsti jafnréttisskóli Sameinuðu þjóðanna var undirrituð í liðinni viku. Undir yfirlýsinguna skrifuðu Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands. Ráðgert er að skólinn og setrið verði formlega tekin í notkun í nóvember á þessu ári. Í tilkynningu segir að sérstök áhersla verði lögð á að fá til skólans sérfræðinga frá þróunarríkjunum. - kg Viljayfirlýsing undirrituð: Jafnréttisskóli verði stofnaður HÁVAÐI Í MIÐBORGINNI Skemmtistaðirnir sem hópur íbúa kvartar yfir eru Vegamót, 22, Ölstofa Kormáks og Skjaldar og Óliver. KÍNA, AP Reiðir foreldrar barna sem fórust þegar grunnskóli hrundi til grunna í jarðskjálftan- um mikla í Kína fyrir rúmum mán- uði efndu til mótmælasetu í gær meðan beðið var eftir niðurstöð- um rannsókna á hönnun og smíði skólahússins. Foreldrarnir sögðu að embætt- ismenn hefðu lofað þeim frekari upplýsingum um hvernig skóla- húsið var byggt og hvers vegna það hrundi svo auðveldlega í jarð- skjálftanum, sem varð minnst 69 þúsund manns að bana í Setsúan- héraði. Hönnun skólahúsa í héraðinu hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem þau hrundu þótt húsin í kring stóðu skjálftann af sér, en umræða um málið er eldfim. Stjórnvöld virðast ólm vilja kæfa hana enda farvegur reiði í garð stjórnvalda sem að öðru leyti hafa hlotið hrós fyrir viðbrögð sín við skjálftanum. Bæði foreldrar og sjálfboðaliðar hafa sætt hótunum. Fyrrverandi kennari, Zeng Hongling, var í vikunni hnepptur í varðhald í Chengdu í Setsúan. Zeng skrifaði þrjár greinar á vef- síðu þar sem hún gagnrýndi hönn- un skólanna. Ríkisfjölmiðlar Kína hafa lítið fjallað um málið, að öllum líkind- um samkvæmt fyrirmælum yfir- valda. Lögregla hefur handtekið tvo erlenda blaðamenn sem um málið hafa fjallað. - hþj/ht Reiðir foreldrar í Kína vilja upplýsingar um af hverju skólahús hrundu í jarðskjálfta: Reynt að kæfa alla gagnrýni HRUNIÐ SKÓLAHÚS Skóladrengir í körfubolta við rústir skólabyggingar sem hrundi í skjálftanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN Vilt þú endurvekja næturstrætis- vagna um helgar í Reykjavík? Já 78,5% Nei 21,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú að Barack Obama verði sigurvegari forsetakosn- inganna í Bandaríkjunum? Segðu skoðun þína á vísir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.