Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 16
16 22. júní 2008 SUNNUDAGUR K ona mín, Katrín Árnadóttir, hafði í mörg ár gert mér grein fyrir því, fyrst óbeint en síðan þráðbeint, að efst á óskalistanum hjá henni fyrir jól og afmæli væri ísbjörn,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. „Fyrir um fimm árum síðan gafst ég upp og lagðist í mikla rann- sóknarvinnu um hvort og hvernig ég gæti orðið mér út um einn slík- an. Á þessum tíma bjó maður ekki við þann munað að ísbjörn væri felldur nær vikulega í Skagafirði svo það var við ramman reip að draga,“ segir hann og hlær við. „En ég náði að lokum sambandi við mann á Grænlandi sem tjáði mér það að ísbjörn hefði ráðist inn í hóp inúíta nokkrum vikum áður og hefði verið skotinn. Þetta var fullvaxið karldýr og hinn besti gripur svo ég lét til leiðast og keypti björninn fyrir konuna. Þetta er hinn besti gripur en fagmenn segja að þetta verði helst að vera af fullvöxnu karldýri sem er í vetrarfeldinum.“ Blaðamaður spyr þá hvort ísbirnirnir sem felldir voru í Skagafirði kæmust ekki í þennan gæðaflokk. „Ja, þeir eiga allavega ekkert í minn,“ svarar hann stoltur. En hvernig verður fólki við þegar það kemur til stofu þeirra hjóna og lítur í gapandi ginið á þessum grænlenska gæðagrip? „Mannfólkið hefur tekið þessu afar vel en hins vegar er það svo að ég á marga vini úr lögreglunni og það hefur komið fyrir þeir kæmu hér við með fíkniefnahund og þeir verða alveg skelfingu lostnir.“ Páll segist hafa borgað 450 þús- und krónur fyrir gripinn á sínum tíma. Veiðimenn fá vissan kvóta sem þeir mega veiða fyrir og þessi er skotinn í fullri heimild og segist Páll vera með alla pappíra upp á vasann. En er hann ekki óró- legur yfir því að heyra hvað sé efst á óskalista konunnar um þessar myndir nú þegar björn- inn er kominn í hús. „Hún hefur verið að tala um sebrahest í þessu samhengi en ég er ekkert á því að gefa mig að þessu sinni,“ segir hann en þó ekki of sannfærandi þar sem hann minnist þess í sömu andrá að eigin konur eru oftast lunknar við að fá sínu framgengt. Ísbjarnarbuxur þingmannsins Árni Johnsen alþingismaður hefur einnig ísbjörn innanstokks. Hann var með veiðimönnum á Græn- landi í þriggja vikna veiðiferð í Qaanaaq, nyrst í Thule, þegar dýrið var fellt. „Þetta er stórt dýr sem ég hef á heimili mínu í Eyjum,“ segir Árni. „Ég skaut dýrið ekki sjálfur, hef reyndar aldrei skotið ísbjörn. En það er svo sem engin svakaleg veiðisaga á bak við þetta, nema kannski að það bar til nokkurra tíðinda þegar við vorum úti á ísnum við Elles- mere-eyju sem reyndar tilheyrir Kanada. Ísinn var víða brotinn og við þurftum að hjálpa hundunum mikið með sleðana. Svo allt í einu opnaðist vök sem var á stærð við venjulega íslenska sundlaug. Ég hafði ekki farið í bað í um tvær vikur svo ég brá mér úr öllum föt- unum og synti yfir vökina. Það tók í enda var um fjörutíu stiga frost. Einum grænlenskum ferðafélaga hafði alltaf verið hálfilla við mig enda taldi hann að ég væri dansk- ur. En eftir þennan sundsprett tók hann í hönd mér enda þess fullviss að svona lagað gæti enginn Dani gert.“ Árni á annan ísbjörn en aðeins hluti hans liggur á gólfinu með glenntan munn og galopnar glyrn- ur. Gerðar hafa verið ísbjarnar- buxur úr því sem eftir var af feld- inum og fara þær að sögn Árna býsna vel við kamíkur eða stígvél nokkur sem hann á en þau eru gerð úr selskinni. Þó að íslenski veturinn sé harður í horn að taka hefur þingmaðurinn ekki fengið tækifæri til að kanna notagildi þeirra. Eurovision-ísbjörn Stóri ísbjörninn hans Árna hefur ekki aðeins verið honum og gestum til yndisauka því hann kom við sögu í mynd- bandi sem unnið var fyrir lag nokkuð sem þjóðþekktur tónlistar- maður söng hér um árið. Hér er þó ekki átt við Ísbjarn- arblús Bubba Mort- hens. „Þessi ísbjörn var notaður í myndbandið sem RÚV gerði við lagið Minn hinsti dans,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, sem fór fyrir hönd Íslendinga og söng umrætt lag í söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva árið 1997. „Þetta var bara þannig að ég bað um ísbjörn og hann kom, þökk sé starfsmönn- um í leikmunadeildinni. Ég vissi þá reyndar ekkert hvaðan hann kom.“ En af hverju vildi hann ísbjörn í myndbandið? „Við lögðum upp með það þegar við vorum að gera mynd- bandið að það yrði allt að vera svart og hvítt, þannig að fötin voru svört og allt annað hvítt. Þannig að þarna vorum við svartklædd en síðan voru þarna hvítur sportbíll, hvítur sófi og síðan ísbjörninn og þetta kom bara töff út.“ Því næst minnist Páll Óskar örlaga ísbjarnanna í Skagafirði. „Mér þótti það afar sorglegt að þeir skyldu vera felldir en hins vegar má alveg minnast þess að þó að þessi dýr virðist voðaleg krútt eru þau lífshættuleg. En svo blasir öllu skuggalegri sannleikur við þegar maður fer að velta því fyrir sér af hverju þau eru að villast hingað. Það er allt út af hlýnun jarðar sem minnir okkur Íslendinga á að við verðum að fara að hætta þessu álverskrappi. Ég held að eina ástæðan fyrir því að við erum ekki búin að sökkva þessu landi í drullu sé vegna þess að við erum ekki fleiri. Ég keypti á sínum tíma myndina hans Al Gore, Óþægilegur sannleikur, en hún er enn í plastinu vegna þess að ég þori ekki að horfa á hana af ótta við að ég fari bara á eftir upp á loft og hengi mig. En ætli ég verði ekki að taka á honum stóra mínum og sjá myndina og kyngja þessum óþægilega sannleika án þess að fara síðan upp á loft í þessum hræðilegu erindagjörðum.“ Björk á björn á gólfinu En aðrir ísbirnir sem stigið hafa sinn síðasta dans skreyta vistar- verur tónlistarmanna. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins og faðir Bjarkar Guð- mundsdóttur, segir að hún hafi einn slíkan á gólfinu hjá sér. Myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson, betur þekktur sem Tolli, er síðan á nokkrum hrakhól- um með ísbjörninn sinn. „Ég var með hann heima en börnum mínum og konu var afskaplega illa við það og fannst ónotalegt að hafa skepn- una gapandi þarna inni,“ segir Tolli. „Ekki nóg með það heldur átti hundurinn alltaf í mikilli rimmu við ísbjörninn svo ég flúði með hann á vinnustofuna mína. Ég kann ósköp vel við að hafa hann enda er ég af gamla skólanum.“ Næst er Tolli spurður hvað hann hafi borgað fyrir ísbjörninn. „Það var Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Isortoq á Græn- landi, sem felldi björninn og eitt sinn þegar hann var að falast eftir málverki frá mér urðum við ásáttir um þessi vöruskipti. En ég hef farið til Kanada og talað þar við menn sem þekkja vel til þessara mála og þeir segja mér að menn borgi í það minnsta eina og hálfa milljón fyrir svona grip.“ Ísbjörninn í stofunni Margir velta því fyrir sér hvað verði gert við birnina tvo sem felldir hafa verið í Skagafirði. Ljósmyndarar Fréttablaðsins tóku hús hjá nokkrum Íslendingum þar sem ísbirnir eru innanstokks og Jón Sigurður Eyjólfsson ræddi við nokkra sem eiga slíka gripi. BJÖRN Í KRÖPPUM DANSI Kristján Berg tók stundum sporið með birninum á Höfðabakka þegar hann átti fiskbúðina Vör. Þessi mynd er tekin árið 2004 en nú hefur Kristján selt búðina og björn- inn með. Hann rekur nú fyrirtækið Arctic Spas sem selur heita potta og prýðir ísbjörn vörumerki þess. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA INGUNN WERNER, KÖTTURINN OG BJÖRNINN Ísbjörn prýðir stofuna hjá athafnakonunni Ingunni Werner. ÍBJÖRNINN Í STOFUNNI Ísbjörninn virðist ekki eins gestrisinn og húsráðendurnir Margrét María Pálsdóttir, framleiðandi Duggholufólksins, og Ari Kristinsson kvik- myndagerðarmaður. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HJÓNIN Á FELDINUM Páll Winkel lét undan konu sinni Katrínu Árnadóttir og keypti ísbjarnarfeld. Kostaði það mikinn undirbúning en Páll segir að þá hafi menn ekki búið við þann munað að ísbjörn væri felldur nær vikulega í Skagafirði. RÉTTABLAÐIÐ/GVA ÍSBJARNARBUX- URNAR HANS ÁRNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.