Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 18
LJÚFAR STUNDIR Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar matur kemur út mánaðarlega með sunnudagsblaði Fréttablaðsins. Ritstjórn: Emilía Örlygsdóttir og Roald Eyvindsson Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Forsíðumynd: Arnþór Birkisson Pennar: Gunnþóra Gunnarsdóttir, Hrefna Sigurjóns- dóttir, Klara Kristín Arndal, María Þóra Þorgeirsdóttir, Marta María Friðriksdóttir, Mikael Marínó Rivera, Ragnheiður Tryggvadóttir, Sigríður Theódóra Pétursdóttir, Vera Einars- dóttir, Þórdís Lilja Gunnarsdóttir Ljósmyndir: Fréttablaðið Auglýsingar: Stefán P. Jones spj@frettabladid.is MATREIÐSLUBÓKIN Fiskur Ávextir 2 matur Bára nýtur þess að hreyfa sig reglulega og er mikill hlaupari. Hún reynir að búa sem oftast til hollan mat, en börnin hennar þrjú, tveir unglingar og einn sjö ára, hafa í gegnum tíðina ekki verið mjög hrifin af græn- meti. Fyrir nokkrum árum síðan greip Bára til þess ráðs að blanda ávöxtum og grænmeti saman í salat til að auka grænmetisneyslu barnanna. „Þetta er mín leið til að bæta grænmeti inn í mataræðið og það hefur gengið ágætlega. Salatið hefur unnið á hjá unglingunum, en yngsti strákurinn minn er enn í því að plokka ávext- ina út og borða þá eingöngu,“ segir hún. Sjálf er Bára mjög hrifin af því að blanda ávöxtunum saman við grænmetið. „Mér finnst salatið verða miklu betra fyrir vikið; ávextirnir gefa svo gott bragð.“ Að sögn Báru er salatið heil máltíð í sjálfu sér, en hún útbýr það oft og hefur með kjöti. Bára telur blöndu af kletta- og lambahagasalati, rauðlauk og gúrku ómiss- andi í salatið og svo bætir hún út í ávöxtunum sem til eru ísskápnum hverju sinni. Hvað ávextina varðar þá finnst henni gott að nota vínber, mangó, epli og melónur. „Þessir ávextir gera salatið enn þá betra, sérstaklega þar sem ég nota enga sósu út á það.” - kka VERSLUN SÆLKERANS Nigella með hraði er bók sem aðdáendur bresku eldhús- gyðjunnar Nigellu Lawson ættu ekki að láta fram hjá sér fara. Þar sýnir hún, af sinni fágætu list, hvernig hægt er að töfra fram heillandi og girnilega rétti á skömmum tíma með lítilli fyrir- höfn. Sjónvarpsþættirnir Skyndiréttir Nigellu, sem eru sýndir í RÚV um þessar mundir, byggja á bókinni og því getur verið áhugavert að hafa hana við höndina einmitt nú. Orðið skyndibiti fær nýja merkingu í bókinnni því um leið og matreiðslan er einföld eru réttirnir gómsætir og spenn- andi og ættu að falla í kramið hjá sönnum sælkerum. Bókin er skemmtilega uppsett og nefnast kaflarnir til að mynda Í kapphlaupi við klukkuna, Vinningsréttir á virk- um dögum, Hvunndagshetjur og Á hlaupum. Bókin, sem er gefin út af Veröld, er 280 blaðsíður. Hún fæst í verslunum Eymundsson og kostar 2.990 krónur á tilboði. Skyndifæði sælkera Sumar og sól Brauðhúsið í Grímsbæ Í Brauðhúsinu í Grímsbæ, sem bræðurnir Guð- mundur og Sigfús Guðfinnssynir reka í Efstalandi 26, er eingöngu notað lífrænt hráefni. Brauðin eru aukefnalaus og eggin koma frá hænum sem vappa frjálsar um tún. Bakaríið hefur haft þessa sérstöðu frá árinu 1999 og er það eina sinnar tegundar á landinu. „Útgangspunkturinn er að baka úr lífrænt ræktuðu hráefni. Við bökum mikið af súrdeigs- brauði og notum aðallega speltmjöl. Þá leggjum við áherslu á íslenskt hráefni og notum meðal annars íslenskt bygg,“ segir Guðmundur. Hann segir lífræna ræktun hafa ýmislegt fram yfir aðrar ræktunaraðferðir. Hún skili sér ekki eingöngu í hollari afurðum heldur hafi hún einnig með umhverfissjónarmið að gera, en minni notkun eiturefna og tilbúinna efna leiðir til umhverfis- vænni ræktunar. Í búðinni er auk brauðs boðið upp á bakkelsi, safa og bökunarvörur svo eitthvað sé nefnt. Hægt er að kaupa súrdeig til að baka úr heima og liggja uppskriftir frammi í búðinni. Brauðin fást víðar en í Brauðhúsinu en þeir bræður baka meðal annars fyrir Yggdrasil, Mann lifandi, Heilsuhúsið, Melabúðina og Fjarðarkaup. - ve Dulbúið Bára reynir ýmislegt til að fá börnin sín til að borða meira grænmeti. FRETTABLAÐIÐ/DANÍEL SUMARLEGT GRÆNMETISSALAT Lambhagasalat og klettasalat 1/2 blómkálshaus 1/2 spergilkálshaus 1 rauð paprika 1 rauðlaukur kirsuberjatómatar agúrka vínber 1 mangó fetaostur, eftir smekk gul epli, magn eftir smekk vatnsmelóna Allt skorið niður og sett í skál. GRÆNMETISSALAT Bára Jóhannsdóttir háskólanemi kann ýmsar aðferðir til að fá börnin sín til að borða meira grænmeti. Ein þeirra er að blanda grænmeti og ávöxtum saman í sumarlegt og gott salat. Girnilegt og sumarlegt grænmetis- og ávaxtasalat. Veðrið hefur svo sannarlega leikið við Íslendinga síðustu daga og virðist ekkert lát vera þar á. Ekki veitir af góðu sumri eftir langan vetur og dimma daga. Því er um að gera að njóta þessa tíma til fullnustu. Þar skipa matur og mannfagnaðir stóran sess og tengja margir góðar minningar við góðan mat. Á sumrin er fólki efst í huga að matreiðslan sé sem ferskust og fari vel í maga. Ljóst kjöt og fiskur er vin- sælt á þessum árstíma þó svo safarík steik standi alltaf fyrir sínu. Grillið er óspart notað við ýmis tækifæri enda einföld matreiðsluleið. Ýmiss konar salöt henta vel sem meðlæti eða aðalréttur og gaman er að útbúa litrík og fersk salöt sem eru í senn bragðgóð og falleg skreyting á matarborðið. Ljúffeng- ur ís með ferskum ávöxtum setur síðan punktinn yfir i-ið og fullkomnar hvaða máltíð sem er. Gott veður og hlýrri tíð bjóða upp á fleiri mögu- leika er kemur að borðhaldi þar sem hægt er að færa veisluhöldin út á svalir, pall eða í garðinn. Einnig er tilvalið að pakka niður góðgæti í körfu og bregða sér í lautarferð. Ekki þarf mikla fyrirhöfn og má einfald- lega smyrja góðar samlokur og setja ávexti í poka. Hins vegar er gaman að nostra aðeins við veitingarn- ar og skipuleggja lautarferðina þannig að hún heppnist sem best. Osta, ber og bakkelsi er klassískt að taka með og ekki spillir fyrir að útbúa girnilegt salat. Nauðsynlegt er að hafa svaladrykk og hugsan- lega eru einhverjir kaffiþyrstir með í för. Til að vel fari um mannskapinn og matvælin er um að gera að hafa með teppi, dúka og púða og góð ílát fyrir það nauðsynlegasta. Síðan þarf að taka með poka fyrir rusl og annað sem til fellur. Ef krakkar eru með í för er tilvalið að hafa bolta, frisbídisk eða annað dót í útileiki en auðvelt er svo sem að finna upp á leikjum án þess að einhverjir aukahlutir séu með í för. Þegar sólin kyssir kinn er því tilvalið að smeygja sér í Nigellu-gírinn og pakka niður gómsætu nesti og stefna út í móa. Lautarferð er góð samverustund fyrir vini og fjölskyldu og má með henni skapa dýrmætar minningar. Hún sameinar í senn útiveru, matarveislu, leiki og fjör og því hvet ég sem flesta til að skella sér í lautarferð í góða veðrinu. Ekki þarf mikinn undir- búning eða vinnu. Í raun er nóg að skella sér í næsta almenningsgarð með djús og gotterí og skottast um í sólinni með gleði í hjarta og sól í sinni. Hugarfarið skiptir mestu máli þó ljúffeng matarveisla fullkomni upplifunina. SKÝRINGAR Á UPPSKRIFTATÁKNUM: A Aðal-réttur Til hátíða-brigða HvunndagsSmáréttirS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.