Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 22
Í E L D H Ú S K R Ó K N U M 6 matur GÓÐMETI ÚR SÆNUM Fátt er sumarlegra en ilmandi humar á grilli í sólríkum garði. Gestirnir renna á lyktina og vita að ómótstæðileg veisla er í vændum. SKÁL OG ÁHÖLD fyrir salatið og dúkur undir, sem setur sumarlegan svip á borðið. Fæst í Duka í Kringlunni. Skál á 4.900 krónur, áhöld á 1.250 krónur og dúkur á 1.750 krónur. HVAÐ ER BETRA EN ÍS á heitum sumardegi. Þessi einfalda og þægilega ísvél fæst í Kokku á 14.500 krónur. Humar er þægilegur þegar fólk vill gera sér dagamun og hægt er að matreiða hann á margan hátt. Hann er alltaf góður og getur ekki klikkað,“ segir Sæbjörg Rut Guðmunds dóttir, kokkanemi í Humarhúsinu við Amtmannsstíg. Það fer vel á því að stúlka með því nafni sjái um að elda þessa indælu björg úr sænum. Sæbjörg hefur verið á samningi í Humar- húsinu í fjögur ár og kveðst vera búin að matreiða þar mikið af humri. „Hægt er að matreiða humar á margan hátt. Það eina sem þarf að hafa í huga er að elda hann ekki um of því þá verður hann þurr,“ segir Sæbjörg og bætir við: „Humarinn þarf bara nokkrar mínútur á hitanum og er því heppilegur veislumatur þegar naumur tími gefst til undir- búnings. Það kostar auðvitað sitt en þar er greitt fyrir gæði.“ Sæbjörg klippir upp bakið á humrinum og brýtur hann upp, hreinsar og penslar aðeins með olíu eða smyr grillið svo hann festist ekki þar. Síðan skellir hún humrinum á grillið með sárið niður og hefur hann þar í þrjár til fjórar mínútur, snýr honum þá við og hefur hann þannig í eina mínútu. Eftir grillun segir Sæbjörg gott að smyrja humar- inn aðeins með hvítlaukssmjöri, (brætt smjör með hvítlauk út í). „Það er alltaf stemning fyrir hvít- lauk með humri og köld sósa er góð með,“ segir hún og skellir fram léttri skyrsósu með mangó. Einnig ber hún fram lystaukandi salat. - gun Seiðandi og girnilegt „Bara um það bil eina mínútu á seinni hliðinni,“ segir Sæbjörg og mundar grilltöng- ina af miklu öryggi. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Kaldar sósur eru ómissandi með humrin- um. Hér er það skyrsósa með mangó sem er í senn fitulítil og frískandi. KARAFLA UNDIR ÍSTE OG AÐRA SVALANDI SUMAR- DRYKKI. Fæst í Duka í Kringlunni á 3.800 krónur. ÍSNÁLAR FYRIR KRAKKANA. Fást í Kokku, Laugavegi 47. Tvær í pakka á 1.250 krónur. KÖLD SKYRSÓSA MEÐ MANGÓ 500 g óhrært skyr 1 hvítlauksgeiri fínt rifinn eða pressaður 1/2 mangó skorið í litla bita 1/4-1/2 chilli kjarnhreinsað og fínt saxað 2 tsk. hlynsýróp 4 lauf mynta, fínt söxuð salt og pipar smá límónusafi Öllu hrært saman í skál og látið standa í ísskáp í klukkutíma. SALAT ruccola appelsínulauf wasabi-baunir brauðteningar shisó-mix salat til skrauts. SÓSA OG SALAT SEM HENTA MEÐ HUMRI „Alltaf góður og getur ekki klikkað,“ segir Sæbjörg um humarinn og mælir með honum sem veislukosti. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Humar er ekki bara ljúffengur og saðsamur heldur líka girnilegur, ekki síst þegar honum er raðað upp á listrænan hátt. A „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.