Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 59
SUNNUDAGUR 22. júní 2008 19 þungar áhyggjur af framtíð sinni. Hún var að missa frá sér íbúðina sína eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar hafði tapað aleigu þeirra í spilum. „Ég hringdi í sparisjóðinn sem hún skipti við og spurði útibús- stjórann hvort hann gæti fundið leið fyrir stúlkuna úr ógöngunum. Hún fékk viðtal og þau komust að sam- komulagi sem tryggði að hún hélt íbúðinni. Nokkru seinna var dyra- bjöllunni hringt hérna heima og Edda svaraði. Konan rétti fram rós með þeim skilaboðum að hún ætti að fara til forsætisráðherra. Þetta er eftir- minnilegt og ég frétti síðar að henni hefði gengið vel og eignast fjöl- skyldu. Það eru kannski þessir hlutir sem eru verðmætastir í mínum huga og gefa mér mest þegar litið er til baka.“ 113 krónur í arð Steingrímur hætti afskiptum af stjórnmálum árið 1994 og settist í stól seðlabankastjóra í fjögur ár. Þeim tíma lýsir hann sem rólegum í meira lagi; hann hafi haft takmark- aðan áhuga á starfinu og sér hafi leiðst á stundum. Ekki hefur þó dregið úr áhuga hans á stjórnmálum og hann fylgist grannt með þeim þrengingum sem nú ganga yfir. Hann metur ástandið þannig að rétt hafi verið að ráðast í einkavæðingu eftir að stöðugleika var náð á sínum tíma og tekist hafi að nýta dugnað ein- staklinganna og útsjónarsemi. „En græðgin náði undirtökunum og hefur leikið okkur mjög illa. Ég vona að við lærum af þeim mistökum og högum málum okkur í framtíðinni af meiri fyrirhyggju og forsjá. Við höfum alla burði til þess, æskan er lífleg, sterk og vel menntuð. Ég er því bjartsýnn á framtíðina ef við höldum áfram að halda á okkar málum og það kemur ekki til greina að ganga í Evrópu- sambandið að mínu mati. Ríkis- stjórnin er í mjög erfiðri stöðu eins og komið er. Hún átti að beita sér miklu fyrr og átti að sjá hvert stefndi.“ Steingrímur var formaður Fram- sóknarflokksins frá 1979 til 1994. Aðspurður segir hann flokkinn vera hinn sama í grunninn og hann hafi ávallt verið en glíma við vandamál eftir langa stjórnarsetu. „Hann mis- steig sig í samstarfi við Sjálfstæðis- flokkinn. Það var alltaf hættan í sam- starfi við svo stóran flokk þar sem menn ráða litlu. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að velferð og félagshyggja eigi erindi til okkar og ég lít á Fram- sóknarflokkinn sem félagshyggju- flokk fyrst og fremst.“ Steingrímur segir í framhjáhlaupi að sem betur fer eigi hann ekkert hlutafé nema „eitthvert smáræði í hinu góða fyrirtæki Marel. Ég fékk greiddan arð upp á 113 krónur síð- ast. Það breytir því ekki að ég er auð- ugur maður því ég á góða fjölskyldu. Indæla konu og sex börn sem öll eru til fyrirmyndar og auk þess tíu barnabörn. Það er dýrasti sjóður- inn.“ Launmorðingjar á Þingvöllum Steingrímur segir að líf stjórnmála- mannsins bjóði upp á mikinn eril og fjölmörg minnisstæð atvik. Oft teng- ist það samskiptum við erlenda gesti sem hafi dregið fram hversu sér- staða þjóðarinnar er mikil. Hann rifjar upp þegar George H. W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kom til landsins í júlí 1983, þá vara- forseti Ronalds Reagan. „Það vakti athygli allra hversu gífurleg öryggis- gæslan var í kringum komu hans hingað. Inn voru fluttir sérstakir brynvarðir bílar og lífverðirnir voru fjölmargir. Ég og Geir Hallgrímsson, sem var utanríkisráðherra, héldum fund með Bush í Stjórnarráðinu til að ræða samskipti ríkjanna. Fyrir fund- inn komu lífverðirnir til að skoða fundarherbergið og spurðu hvar Bush ætti að sitja. Ég var vanur að sitja andspænis glugganum og sagði þeim að Bush myndi því sitja með bakið í gluggann. Þeir töldu mikla hættu á að varaforsetinn yrði skotinn og sögðu að ég þyrfti því að skipta um sæti vegna öryggis hans. Ég féllst á það en lífvörðunum var greinilega sama þótt ég yrði ráðinn af dögum.“ Síðar um daginn hélt Steingrímur með Bush-hjónunum á Þingvelli þar sem þau voru frædd um þingstaðinn. „En þar fór lífvörðunum fyrst að líða illa. Þeir voru hreinlega í öngum sínum og ég man ekki eftir að hafa séð órólegri menn. Þeir sögðust aldrei á sínum ferli hafa séð betur hannaðan stað fyrir morð, enda gjár og sprungur við hvert fótmál.“ Frábær fugl Í ævisögu sinni, sem Dagur B. Egg- ertsson skrifaði, þakkar Steingrímur árum sínum í Seðlabankanum að hann byrjaði að spila golf. Þetta rifj- ast upp þegar blaðamaður forvitnast um hvað Steingrímur hafi hugsað sér að sýsla við á næstu árum. „Margir vilja meina að golfíþróttin sé full vinna en ég tek ekki undir það. En þetta er vissulega skemmtileg vinna,“ segir Steingrímur hlæjandi. Hann er með 28 í forgjöf en telur sennilegt að sér hafi farið aftur upp á síðkastið. Steingrímur og Edda spila mest á Urriðavelli golfklúbbsins Odds. Ekki er auðvelt að fá frægðarsögur úr golfinu frá fyrrverandi forsætisráð- herra en eftir málaleitan kemur í ljós að Steingrímur hefur unnið einstakt afrek á golfvelli. „Í eitt skipti sló ég upphafshögg á Oddi sem lenti fyrst úti í hrauni og endaði uppi í birki- hríslu í um það bil fimm metra fjar- lægð frá holu. Ég vissi ekki fyrst hvað ég átti til bragðs að taka en end- aði með því að taka kylfu og sló kúl- una þar sem hún sat á greininni. Hún rataði beint í holu og ég fékk fugl. Geri aðrir betur.“ STEINGRÍMUR Þrátt fyrir að hann hafi sagt skilið við stjórnmálin fyrir allnokkru hefur áhugi Steingríms á atburðum líðandi stundar síst minnkað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KOMNIR Á TINDINN Hér eru þeir feðgar Guðmundur, Steingrímur og Hermann á tindi Hvannadalshnúks árið 1998. KOSIÐ 1991 Steingrímur á leiðinni í kjörklefann ásamt syni sínum Guðmundi og eiginkonu, Eddu Guðmunds- dóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á ÞINGVÖLLUM George H. W. Bush kom til landsins árið 1983, þá varaforseti Ronalds Reagan. Steingrími eru lífverðir Bush jafneftirminnilegir og stjórnmálamað- urinn. 1988 Annað ráðuneyti Steingríms Hermannssonar: 28. september 1988 til 10. september 1989. HJÓNIN Edda sinnir myndlist í frítíma sínum og setti upp myndlistarsýningu í Geysi Bistro í mars síðastliðn- um. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á HÆKJUM Þessi fræga mynd Gunnars V. Andréssonar ljósmyndara er kannski til marks um það að Steingrím- ur lét fátt eða ekkert stöðva sig. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á ÞINGI Steingrímur ásamt sessunaut sínum Jóni Baldvini Hannibalssyni. Steingrímur sat á þingi frá 1971 til 1994. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Fæddur í Reykjavík 22. júní 1928. Foreldrar: Hermann Jónasson (f. 25. des. 1896, d. 22. jan. 1976) alþingismaður og ráðherra og Vigdís Oddný Steingrímsdóttir (f. 4. okt. 1896, d. 2. nóv. 1976) húsmóðir. Stúdentspróf MR 1948. B.Sc.-próf í rafmagns- verkfræði frá Illinois Institute of Technology í Chicago 1951. M.Sc.-próf frá California Institute of Technology í Pasadena 1952. Fyrri eiginkona: Sara Jane Donovan. Börn: Jón Bryan (1951), Ellen Herdís (1955), S. Neil (1957). Eiginkona: Guðlaug Edda Guðmundsdóttir. Börn: Hermann Ölvir (1964), Hlíf (1966), Guð- mundur (1972). Verkfræðingur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur 1952-1953 og hjá Áburðarverksmiðjunni hf. 1953-1954. Verkfræðingur við Southern California Edison Company í Los Angeles 1955-1956 og við Verk- legar framkvæmdir hf. 1957. Framkvæmdastjóri Rannsóknaráðs ríkisins 1957- 1978. Framkvæmdastjóri atvinnumálanefndar ríkisins 1957-1961. Varaþingmaður 1968-1971. Alþingismaður 1971-1994. Dóms- og kirkjumála- og landbúnaðarráðherra 1978-1979. Sjávarútvegs- og samgönguráðherra 1980-1983. Forsætisráðherra 1983-1987 og 1988-1991, utan- ríkisráðherra 1987-1988. Aðalfulltrúi Íslands í vísindanefnd Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París 1962-1978. Formaður Félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík 1962-1964. Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1964-1994. Í stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins 1964-1971. Í tækninefnd Orkustofnunar 1968-1975. Ritari Framsóknarflokksins 1971-1979, formaður hans 1979-1994. Sat á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 1956 og 1991. Í Þingvallanefnd 1988-1994. Í bankaráði Landsbanka Íslands 1991-1994. Hefur ritað greinar um verkfræði og iðnað auk skrifa um þjóðmál. ÚR LÍFSHLAUPI STEINGRÍMS HERMANNSSONAR Þeir töldu mikla hættu á að varafor- setinn yrði skotinn og sögðu að ég þyrfti því að skipta um sæti vegna öryggis hans. Ég féllst á það en lífvörð- unum var greinilega sama þótt ég yrði ráðinn af dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.