Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 63

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 63
SUNNUDAGUR 22. júní 2008 23 „Íslendingar eru að taka við sér,“ segir Barði Jóhannsson, sem virð- ist breyta öllu í gull sem hann snertir. Því til sönnunar tengjast sjö lög af topp 30 lista tónlistar.is honum. Þar af eru tvö lög með Bang Gang og þrjú með Merzedes Club. Þá framleiddi hann lagið Núna með Ourlives og Temptation með Dísu. Aðspurður hver galdurinn væri sagði Barði hógvær: „Ég veit það ekki. Þetta er mjög skemmti- legt samt.“ Barði er nú í Þýska- landi að kynna nýjustu plötu Bang Gang, Ghosts from the Past. Hún kom út 30. maí og er þriðja plata Bang Gang. Hæst nær Bang Gang-lagið The World Is Gray, sem er í sjöunda sæti listans. I Wanna Touch You með Merzedes Club er í áttunda og Bang Gang-lagið I Know You Sleep í því tíunda. - kbs Þrjú lög á topp tíu GALDRAMAÐUR Barði Jóhannsson galdrar fram smelli eins og ekkert sé. MYND/BERNARD BENANT Jennifer Aniston bauð nýja kærastanum, John Mayer, með sér í helgarferð til Mexíkó á dögunum. Jennifer, John og nokkrir vinir eyddu helginni saman og skemmtu sér konung- lega þar sem þau léku sér meðal annars á sjóskíðum og flatmög- uðu á ströndinni. Vinir Jennifer segja að hún sé yfir sig ástfangin af John og að hún hafi boðið honum til Mexíkó til að kynna hann betur fyrir vinum sínum. Aniston ást- fangin af John Miklar umræður hafa skapast í kringum Ólympíuleikana sem haldnir verða í Kína í ágúst og hvort stjórnmálamenn eigi að sniðganga opinberar athafnir á leikunum til að mótmæla þeim mannréttindabrotum sem þar eiga sér stað. Nú hefur skipulagsnefnd Ólympíuleikanna, BOCOG, sent frá sér skýrslu þar sem fjallað er um ýmis mál er tengjast leikunum. Í skýrslunni, sem skrifuð var á kínversku og birt á heimasíðu leikanna, er meðal annars að finna lista yfir þá sem ekki fá inngöngu í landið á meðan á leikunum stendur. Ein- staklingar sem þykja líklegir til hryðjuverka eða ofbeldisverka fá til að mynda ekki að mæta á Ólympíuleikana. Einnig eru einstaklingar grunaðir um smygl, sölu eiturlyfja eða vændi á bann- listanum. Það er skiljanlegt að kín- versk stjórnvöld vilji ekki að hryðjuverkamenn eða eiturlyfja- salar sæki þau heim en óskiljan- legra er að einstaklingar með geðraskanir, kynsjúkdóma og berkla eru einnig á bannlistanum, sem og fátækt fólk. Í skýrslunni er einnig tekið fram að ferða- mönnum verði meinaður aðgang- ur að ákveðnum landsvæðum í Kína, en eitt þessara svæða er Tíbet. Aðrir sem fá ekki að njóta Ólympíuleikanna eru meðlimir Falun Gong og Tíbetbúar þar sem stjórnvöld óttast að þeir muni standa fyrir mótmæl- um eða „andkínverskum“ áróðri. Íþrótta- og ólympíusamband Íslands segist ekki hafa fengið fregnir af bannlistanum en telur ekki ólíklegt að slíkur listi geti hafa verið birtur. - sm Geðsjúkir á bannlista Kínverja ÓLYMPÍULEIK- ARNIR 2008 Kínversk stjórnvöld hafa gefið út bannlista fyrir leikana. Ofurfyrirsætan Agyness Deyn hefur vakið óskipta athygli í tísku- heiminum undanfarin misseri og fengið hvert verkefnið á fætur öðru. Agyness, sem er af mörgum talin vera hin nýja Kate Moss, hefur verið í auglýsingum fyrir tískufyrirtæki á borð við Bur- berry, Giorgio Armani, Paul Smith og Vivienne Westwood, en nýverið hefur hún vakið athygli á öðrum vettvangi. Hin 25 ára gamla fyrirsæta syngur lagið Who með hljómsveit- inni Five O‘Clock Heroes og hefur komið mörgum á óvart með söng- hæfileikum sínum, en myndbandið við lagið hefur verið skoðað yfir 200 þúsund sinnum á vefsíðunni youtube.com. Ekki er vitað hvort Agyness muni halda sig við fyrir- sætustörfin eða reyna frekar fyrir sér sem söngkona. Fjölhæf fyrirsæta HÆFILEIKARÍK Agyness Deyn hefur verið kölluð „hin nýja Kate Moss“ en fyrirsætan hefur nýverið vakið athygli fyrir sönghæfileika sína. Auglýsingasími – Mest lesið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.