Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 64
24 22. júní 2008 SUNNUDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Tvö skot Slóvena að marki ollu Þóru B. Helgadóttir markmanni engum áhyggjum. „Ég þurfti ekki að hafa áhyggjur af neinu nema „taninu“ í dag. Það kæmi mér ekki á óvart að ég væri sólbrennd. Maður er auðvitað orðinn þeldökkur eftir þetta. Þetta var leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað en það var afar skemmtilegt að klára hann,“ sagði Þóra glaðbeitt. - hþh Ekkert að gera í markinu: Bara áhyggjur af „taninu“ KUNNUGLEG SJÓN Þóra horfir hér á leikinn fjarri boltanum eins og svo oft í leiknum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Ísland - Slóvenía 5-0 1-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (víti, 11.), 2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (26.), 3-0 Margrét Lára Viðarsdóttir (50.), Katrín Jónsdóttir (63.), 5-0 Katrín Ómarsdóttir (85.) Tölfræðin: Skot (á mark) 15–2 (7–0) Varin skot Þóra 0 – Knesevic 0 Horn 7–1 Aukaspyrnur fengnar 10–11 Rangstöður 7–1 Staðan í riðlinum 1. Frakkland 7 6 0 1 28 18 stig 2. Ísland 6 5 0 1 17 15 stig 3. Slóvenía 7 3 0 4 -12 9 stig 4. Grikkland 5 1 0 4 -15 3 stig 5. Serbía 7 1 0 6 -18 3 stig UNDANKEPPNI EM FÓTBOLTI Ásta Árnadóttir fór í skemmtilegt handahlaup og heljar- stökk þegar henni var skipt af velli á 69. mínútu. „Ég var að bæta upp fyrir að detta á rassinn,“ sagði Ásta, sem flaug á hausinn og upp- skar mikill hlátrasköll í einu af sér- stæðum innköstum sínum. Ásta tekur svokölluð flikk-flakk innköst þar sem hún fer í heljar- stökk með boltann áður en hún fleygir honum langt inn á teiginn. „Það var valkvíði hvoru megin við enda hlaupabrautarinnar ég ætti að setja boltann niður og endaði bara á rassinum svo fólk myndi gleyma hinu,“ sagði Ásta skælbros- andi. Það tókst eflaust ekki. - hþh Ásta Árnadóttir fór í heljarstökk í skiptingunni: Var að bæta upp fyrir að detta á rassinn FLIKK-FLAKK INNKÖST Ásta sýndi skemmtilega takta með innköstum sínum í gær. Þetta hér heppnaðist vel en eitt þeirra mistókst þannig að Ásta datt á rassinn og fékk í þokkabót dæmt á sig vitlaust innkast. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA FÓTBOLTI Margrét Lára Viðarsdóttir hefur nú skorað 40 mörk í 42 landsleikjum fyrir Íslands hönd. Tölurnar tala sínu máli en árangur hennar er hreint einstakur. Í gær skoraði hún sína fjórðu þrennu. Hinar komu gegn Póllandi 2003, Skotlandi 2004 og gegn Portúgal 2006 þar sem hún skoraði reyndar fjögur mörk. „Ég veit hreinlega ekki hvað ég á að segja um þetta. Er þetta ekki bara markheppni?“ spurði Margrét Lára brosandi. „Þetta eru auðvitað flottar tölur og allt það en það er margt á bak við þetta. Ég hef frábæra liðsfélaga og þetta er bara rosalega gaman. Það er kærkomið að skora þrjú fyrir mig þar sem ég hef verið að glíma við meiðsli og þetta gefur mér bara aukið sjálfstraust fyrir framhaldið,“ sagði Margrét, sem vildi alls ekki láta skipta sér útaf eftir þrennuna. Hún ræddi við Sigurð landsliðsþjálfara í dágóða stund á meðan leikurinn var í gangi á hliðarlínunni. „Við vorum að taka ákvörðun um þetta, hann vildi vera skynsamur. Maður vill aldrei fara út af. Hann þurfti að sannfæra mig um það. Við erum auðvitað með frábæra varamenn líka sem komu sterkir inn þannig að við þurftum ekki að hafa áhyggjur af neinu. Eftir á að hyggja var þetta skynsamlegt. Ég hef verið að berjast við meiðsli og hef lent svolítið illa í því. Með hjálp góðra sjúkraþjálfara tekst mér það,“ sagði Margrét ákveðin. Sigurður hrósaði Margréti einnig. „Þetta er náttúrlega magnað. Hún skorar í nánast hverjum einasta landsleik og stundum fleiri en eitt. Hún er alltaf að verða betri og betri og þegar maður heldur að hún geti ekki bætt sig meira gerir hún eitthvað svona. Það er frábært að hafa svona leikmann í liðinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn. - hþh Hin 21 árs gamla Margrét Lára hefur skorað 40 mörk í 42 landsleikjum: Vildi ekki fara út af eftir þrennuna FÓTBOLTI Leikmenn íslenska karla- landsliðsins í handbolta hafa löng- um verið kallaðir „strákarnir okkar“. Með enn einni glæsilegri frammistöðu í gær er nú óhætt að kalla kvennalandsliðið í knatt- spyrnu „stelpurnar okkar“. Ísland vann Slóveníu 5-0 og hefur þar með tryggt sér réttinn til að leika í umspili um laust sæti í úrslitum Evrópumótsins á næsta ári. Vinni liðið Grikkland á fimmtudag leikur það úrslitaleik gegn Frökkum ytra í haust um beint sæti á mótið þar sem liðinu dugir jafntefli. Leikurinn í gær var einstefna frá upphafi til enda. Íslenska liðið náði strax góðum tökum á leiknum og eftir að Margrét Lára Viðars- dóttir var toguð niður í teignum og hafði skorað úr vítinu sjálf var leikurinn nánast búinn. Slóvenska liðið gerði sig nánast aldrei líklegt til að sækja og átti aðeins tvo skot í átt að marki Íslands í leiknum. Hvorugt olli nokkrum usla. Lið Slóveníu var ekki svipur að sjón og það gat hreinlega ekki neitt. Slóvenarnir lágu einnig í valnum hvað eftir annað og biðluðu um miskunn sem þeim var ekki sýnd. Stelpurnar hreinlega gengu frá þeim. Margrét Lára skoraði sitt annað mark eftir að jafnbesti maður liðs- ins í gær, Sara Björk Gunnars- dóttir, hafði unnið boltann af mik- illi hörku og sent á Hólmfríði, sem lék á varnarmann áður en hún lagði knöttinn á Margréti sem skoraði auðveldlega. Sara var frá- bær í leiknum, barðist úti um allt og lét finna vel fyrir sér. Hún er sautján ára gömul. Staðan í hálfleik var 2-0 og eftir Bahamatakta Ingó í leikhléinu héldu yfirburðir Íslands áfram. Margrét Lára fullkomnaði þrennu sína eftir vel útfært horn þar sem hún fékk sendingu frá Katrínu Ómarsdóttur frá nærstönginni. Gott mark hjá liðinu. Margrét Lára fékk svo dýrmæta hvíld þegar hún var tekin út af á 57. mínútu. Fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir skoraði fjórða markið eftir vel útfærða aukaspyrnu og skömmu síðar var mark sem hún skoraði dæmt af vegna rangstöðu. Rakel Hönnudóttir skaut í þverslána en Katrín Ómarsdóttir rak síðasta naglann í kistu Slóvena með fimmta og síðasta markinu með þrumuskoti á lokamínútunum. Flott mark hjá Katrínu. Í raun var íslenska liðið varla að spila á fullum krafti því það á enn meira inni. Stelpurnar voru farnar að hægja mikið á sér undir lokin og náðu þar með að spara sig örlítið enda er stutt í næsta leik. Sigurður Ragnar Eyjólfsson held- ur áfram að ná frábærum árangri með liðið, sem spilaði góða knatt- spyrnu í gær. „Þetta voru meiri yfirburðir en ég bjóst við,“ sagði Sara Björk eftir leikinn. „Við settum mark á þær snemma og það var mjög mikil vægt. Við þurfum að halda einbeitingu í 90 mínútur og gerð- um það. Slóvenska liðið er frekar slappt en leikur okkar var klár- lega eins og við viljum hafa hann. Við áttum allar góðan leik í dag.“ hjalti@frettabladid.is „Stelpurnar okkar“ stóðust prófið Ísland hafði mikla yfirburði í 5-0 sigri á arfaslöku liði Slóvena í gær. Leikurinn var einstefna frá fyrstu mín- útu og sáu slóvensku stúlkurnar aldrei til sólar. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í leiknum. VÍTI Margrét Lára brýst í gegn og fiskar víti sem hún skoraði úr. Margrét skoraði þrennu í leiknum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA GLEÐI Í LAUGARDALNUM Margrét Lára fagnar þrennu sinni með því að hlaupa til landsliðsþjálfarans. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðs- þjálfari var að vonum brosmildur í sólinni eftir leikinn. „Þetta þróaðist mjög vel fyrir okkur. Við fengum mark snemma leiks og það stútar þeim svolítið þegar við skorum annað markið. Slóvenska liðið er heldur ekki vant að spila fyrir framan svona marga áhorfendur og það hefur kannski slegið þær svolítið út af laginu. Það var líka mjög jákvætt að geta hvílt Margréti eftir þriðja markið,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Hann talaði við Margréti á hliðarlínunni í dágóða stund og svo virtist vera sem hún vildi hreinlega ekki yfirgefa völlinn. „Við ræddum aðeins saman. Það vill enginn fara út af en við ákváðum að taka skynsemina á þetta og ég held að það hafi verið rétt ákvörðun,“ sagði Sigurður og Margrét tók einnig undir það. „Mér fannst jákvætt hvað við sköpuðum okkur mikið af færum. Leikskipulagið okkar gekk vel upp og sóknin gekk mjög vel. En maður vill reyndar alltaf meira,“ játaði Sigurður glottandi. Nammipokinn á varamannabekknum tæmdist líklega næstum því enda fá leikmenn og starfsmenn þar nammi í hvert sinn sem Ísland skorar. „Það er mjög mikilvægt starf að kaupa í nammipokann fyrir hvern lands- leik,“ segir þjálfarinn. „Halldóra Gylfadóttir liðsstjóri sá um það núna og þegar við skorum fá allir eitt nammi. Sumir stela sér reyndar tveimur, þremur, fjórum og jafnvel fimm bitum,“ sagði Sigurður, sem þvertók fyrir að nefna nöfn þeirra seku þrátt fyrir ágengni blaða- manns. „Þetta býr til góða stemningu á bekknum.“ Sigurinn þýðir að Ísland hefur tryggt sér sæti í umspili fyrir lokakeppni EM. „Það er frábært að ná því þegar tveir leikir eru eftir í riðlinum,“ sagði Sigurður. Auk þess dugir Íslandi nú jafntefli gegn Frökkum ytra vinni liðið Grikkland á fimmtudaginn. „Með sigri í þeim leik fáum við líka veikari andstæðing en ella í umspili,“ sagði Sigurður og það er því ljóst að það er til mikils að vinna í leiknum á fimmtudag, sem hefst klukkan 16.30. SIGURÐUR RAGNAR EYJÓLFSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI: NAMMIÐ Á BEKKNUM HELDUR UPPI STEMNINGU Stoltur landsliðsþjálfari í sólskinsskapi FLOTTUR LEIKUR Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálf- ari heldur hér sigurræðu yfir íslenska landsliðinu í gær. Það vann öruggan 5-0 sigur á slöku liði Slóvena. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó SA > 3.922 áhorfendur í Laugardalnum Fín stemning ríkti heilt yfir á Laugardalsvelli í gær. Tólfan studdi vel við bakið á liðinu en á stundum vantaði að fleiri tækju undir. Stelpurnar voru ánægðar með stuðninginn. „Vonandi fáum við fleiri áhorfendur næst en ég þakka þeim sem komu kærlega fyrir stuðninginn. Ég var mjög ánægð með hann,“ sagði fyrirliðinn Katrín Jónsdóttir. Næsti leikur Íslands er á fimmtudaginn gegn Grikklandi. Hann hefst klukkan 16.30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.