Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 22.06.2008, Blaðsíða 72
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar Í dag er sunnudagurinn 22. júní, 175. dagur ársins. 2.56 13.30 0.03 1.29 13.43 0.58 F í t o n / S Í A 50% Börn: Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur. með ánægju Iceland Express býður flug til 14 áfangastaða í sumar, vítt og breitt um Evrópu. Bókaðu núna á www.icelandexpress.is Bókaðu núna! í sumar 14 áfangastaðir Frankfurt Hahn Berlín Billund Basel Friedrichshafen Gautaborg Barcelona Alicante Eindhoven Varsjá Stokkhólmur París Kaupmannahöfn London Lýðræði er rugl. Það er dýrt í rekstri, seinvirkt og skilar sjaldnast gáfulegri niðurstöðu en þeirri sem hvort sem er hefði verið komist að með öðrum aðferð- um. Það gengur yfirleitt út á að láta hóp fólks, sem annars gæti orðið að gagni, fjasa og þusa klukkustundum saman til að ákveða það sem allan tímann var augljóst að væri það eina sem kæmi til greina og einn maður með vit í kollinum hefði getað afgreitt á hálfri mínútu og notað restina af tímanum í eitthvað skynsamlegra. ALÞINGI Íslendinga er eitt skýr- asta dæmið um þá tíma- og mann- auðssóun sem í lýðræði felst. Þar eyða tugir hæfileikaríkra og dug- andi Íslendinga ævinni í eitthvað sem einn kontóristi með stimpil gæti annast í hlutastarfi; að sam- þykkja lög frá ríkisstjórn. Að vísu kæmist hann ekki upp með að ákveða sjálfur kjör sín, en það er líka eini munurinn. Þarna eru lista- menn, fræðimenn, viðskiptamenn og aflaskipstjórar, sem gætu verið að auðga menningar-, lista- og atvinnulíf þjóðarinnar og draga björg í þjóðarbúið, að vinna þjóð- inni minna gagn með kjaftæði og vaðli en þeir myndu gera þegjandi með skóflu úti í skurði. Þeir eru hins vegar á miklu hærra kaupi, sem þeir eiga grunsamlega auðvelt með að koma sér saman um að sé eðlilegt, einkum miðað við hvernig samkomulagið er að öðru leyti. SATT að segja skilar lýðræðið oftast lökustu hugsanlegu niður- stöðunni. Miðjumoð og málamiðl- anir eru megineinkenni þess. Þegar annar segir A og hinn B verður málamiðlunin eitthvert afskræmi mitt á milli A og B, sem er hvorugt og því aðeins eitthvert merkingarlaust og ónothæft pár. Enda er þannig komið fyrir lýð- ræðinu hér á landi að fulltrúar okkar verja starfsævinni í að þrátta sín á milli um það nákvæm- lega hvar á miðakrein hins gullna meðalvegar sé best að halda sig og láta það líta út eins og himinn og haf skilji að heimsmynd þeirra, lífssýn og hugsjónir. ÞESS vegna er þessi gagnrýnis- lausa lotning fyrir lýðræðinu, sem okkur er innrætt frá blautu barns- beini, gjörsamlega ofvaxin skiln- ingi mínum. Orðið „lýðræðislegt“ er oftast notað sem samheiti fyrir „gott og heiðarlegt“, jafnvel þótt sagan sýni að leikreglur lýðræðis- ins séu síður en svo neins konar endanleg trygging alþýðunnar gegn óhæfum leiðtogum. Niður með lýðræðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.