Fréttablaðið - 23.06.2008, Side 1

Fréttablaðið - 23.06.2008, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI fasteignir 23. JÚNÍ 2008 101 Reykjavík fasteignasala hefur til sölu stórt einbýli með tveimur íbúðum í kjallara sem hægt er að leigja út. U m er að ræða 380 gert með flísum á gólfi og veggjum að hluta, baðkari, sturtuaðstöðu og glugga.Eldhúsið er með flísum á gólfi, viðarinnrétti tengi fyrir uppþvott é Barnahús og heitur pottur Húsið er neðst í botnlanga. MosfellsbæKjarna • Þverholt i 2 • 270 Mosfel l sbær • S . 586 8080 • fax 586 8081 www.fastmos. i s , www.eignamidlun. is • E inar Pál l Kjærnested, löggi ltur fasteignasal i Einar Páll Kjærnested, lögg.fasteignasali Þorleifur St. Guðmundssonlögg.fasteignasali Hildur Ólafsdóttir Egilína S. Guðgeirsdóttir Stella Hrönn Ólafsdóttir 10 árí Mosfellsbæ híbýli eldhúsMÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 2008 Íslensk útsaums-mynsturútfærð í filmur í glugga BLS. 4 HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA TILBOÐ VINNUVÉLAR O.FL. Í Kópavoginum er útsaumað riddarateppi miðja hússins. Þegar Iðunn AntonsdóttiNá ar, fullorðin kona sem heitir Guð íð hringdi í mi þ Óvænt gjöf og íslensk Iðunn er yfir sig ánægð með teppið á veggnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Barnaherbergið skiptir litlu börnin miklu. Stærð barnaherbergja skiptir ekki meginmáli, heldur hvernig rýmið er nýtt Ef herbergið er lítið er hægt að hafa upphækk-aða koju þannig að plássið undir rúminu nýtist. Ekki er gott að hafa of mikið af leik-föngum. Betra er að hafa færri en vandaðri hluti. Epal hefur opnað verslun á Laugavegi 7 ásamt Liborius. Í nýju búðinni verður seld gjafavara, nytjahlutir og skrautmunir fyrir heimilið. Liborius býður upp á hátísku-fatnað fyrir dömur og herra frá þekktum hönnuðum eins og Christian Dior. Einnig fást í versluninni sérvalin ilmvötn og ýmiss konar fylgihlutir. Borðstofustólar eru inni á hverju heimili. Vel þarf að vanda valið á borðstofuhúsgögnum. Þau þurfa bæði að vera þægileg og falleg. Fátt er verra en að fara í matarboð og sitja í óþægilegum stólum. Það tekur alla ánægjuna frá boðinu. Sími: 512 500023. júní 2008 — 169. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG 12” 12” 12” 12” 12” IÐUNN ANTONSDÓTTIR Riddarateppið góða miðja heimilisins • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS HÍBÝLI Skyggnst í skúffur hjá matreiðslumeistara Sérblað um híbýli og eldhús FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FASTEIGNIR Einbýli með tveimur auka íbúðum í kjallara Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG SKOÐANAKÖNNUN Sjötíu prósent segja rétt að rannsaka hvort Baugs- málið eigi sér pólitískar rætur, samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. 30,0 prósent segja ekki rétt að hefja slíka rannsókn. Hæstiréttur staðfesti hinn 5. maí dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um þriggja mánaða fangelsi yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, skilorðs- bundið fyrir bókhaldsbrot, en að Jón yrði sýknaður af öðrum ákær- um. Þá var Jón Gerald Sullenber- ger einnig dæmdur í þriggja mán- aða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að útbúa rangan reikning og Tryggvi Jónsson var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, skilorðsbundið, fyrir að draga að sér fé frá Baugi og rangfæra bókhald. Sex ár voru þá liðin frá því að rannsókn Baugs- málsins hófst. Konur eru því frekar fylgjandi að rannsókn verði hafin á Baugs- málinu en karlar. Af konum telja 73,5 prósent rétt að hefja rannsókn á upphafi málsins, en 66,6 prósent karla. Þá eru kjósendur búsettir á landsbyggðinni frekar fylgjandi rannsókn en kjósendur á höfuð- borgarsvæðinu. Á landsbyggðinni vilja 77,3 prósent kjósenda að rann- sókn verði hafin, en 65,1 prósent kjósenda á höfuðborgarsvæðinu. Ef litið er til stuðnings á rann- sókn eftir fylgi við stjórnmála- flokka segist meirihluti kjósenda allra flokka vilja hefja rannsókn á upphafi málsins. Stuðningurinn er þó minnstur meðal kjósenda Sjálf- stæðisflokks, 55,0 prósent. Stuðn- ingurinn er mestur meðal kjósenda Samfylkingar, 86,9 prósent. Þá segjast 82,9 prósent kjósenda Frjálslynda flokksins, 78,4 prósent kjósenda Vinstri grænna, 69,8 pró- sent kjósenda Framsóknarflokks og 64,8 prósent þeirra sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmála- flokk telja rétt að rannsókn hefjist á rót Baugsmálsins. Hringt var í 800 manns á kosn- ingaaldri laugardaginn 21. júní og skiptust svarendur jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu. Spurt var: Telur þú rétt að rannsaka hvort Baugsmálið hafi átt sér pólit- ískar rætur? Tóku 89,5 prósent svarenda afstöðu til spurningar- innar. - ss / sjá síðu 6 Sjö af tíu vilja Baugsrannsókn Mikill meirihluti telur rétt að hafin verði rannsókn á því hvort Baugsmálið eigi sér pólitískar rætur, sam- kvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins. Afgerandi stuðningur kjósenda allra flokka, utan Sjálfstæðisflokks. Áhyggjur af Hrafnseyri Hemma Gunn er mjög umhugað um safn Jóns Sigurðs- sonar á Hrafnseyri enda var hann þar safnsstjóri í tvö sumur. FÓLK 21 Framtíð Glanna óráðin Ekki er víst að Stefán Karl muni skarta hökunni risavöxnu aftur í bráð. FÓLK 30 Listasafn Einars Jónssonar 85 ára Fyrsta listasafnið opnað almenn- ingi á Íslandi. TÍMAMÓT 18 Hólmar Örn er bestur Hólmar Örn Rúnarsson er besti leikmað- ur fyrsta þriðjungs Lands- bankadeildar karla sem gerður er upp í dag. ÍÞRÓTTIR 26 MÁNUDAGUR MILT VEÐUR Í dag verður víða hæg norðvestlæg átt. Bjart fyrir norðan og austan en skýjað eða skýjað með köflum annars staðar. Skúrir á víð og dreif fyrir sunnan og vestan. Hiti 10-15 stig. VEÐUR 4 12 11 13 14 15 VINNUMARKAÐUR Um 300 starfs- menn Icelandair Group, móður- félags flugfélagsins Icelandair, fá uppsagnarbréf í dag og næstu daga í kjölfar þess að stjórnendur félagsins ákváðu að ráðast í umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir í ljósi erfiðleika í rekstri, meðal annars vegna síhækkandi elds- neytisverðs. Boðað hefur verið til fundar með starfsfólki á morgun. Upp sagn irn- ar taka til flestra þátta í starfsemi félagsins, en snerta einkum flug- menn, flugliða og starfsfólk í fyrir- tækjum sem þjónusta flugvélar Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Meðal annarra atriða í þeim aðhaldsaðgerðum, sem ákveðnar hafa verið, eru fækkun ferða á ýmsa áfangastaði auk þess sem til skoðunar er að hætta flugi á til- teknar borgir vegna aukins kostn- aðar. Icelandair hefur í gegnum tíðina oft brugðist við árstíðabundnum sveiflum með uppsögnum starfs- fólks, en þær uppsagnir sem nú hafa verið ákveðnar eru með þeim umfangsmestu í sögu flugrekstrar hér á landi. Helst er að finna sam- jöfnuð frá haustinu 2001, þegar hrun varð í alþjóðaflugi í kjölfar hryðjuverkanna í New York og Washington 11. september það ár. - bih Icelandair Group fækkar ferðum, sker niður kostnað og segir upp starfsfólki: Þrjú hundruð manns missa vinnuna Já 70 % Nei 30% SKV. KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS 21.06 TELUR ÞÚ RÉTT AÐ RANN- SAKA HVORT BAUGSMÁLIÐ HAFI ÁTT SÉR PÓLITÍSKAR RÆTUR? BANDARÍKIN, AP Hundurinn Gus, sem er með þrífættur, eineygður og hárlaus, var krýndur ljótasti hundur heims á hátíð í Bandaríkj- unum á laugardag. Gus er af tegundinni Chinese crested, en slíkir hundar eru oft sigursælir í þessari árlegu keppni. Gus hefur barist við húðkrabbamein og missti fótlegg vegna veikindanna. Augað missti hann í slagsmálum við kött. Verðlaunaféð hyggst eigandinn nota til að greiða geislameðferð hundsins. - sgj Hundurinn Gus: Ljótastur í heimi HVUTTINN GUS Veikindi hafa tekið sinn toll á útliti Gus. NORDICPHOTOS/AFP FILIPPSEYJAR, AP Björgunarsveitir hafa fundið fá ummerki um rúmlega 700 farþega ferju sem hvolfdi í óveðri undan strönd Filippseyja á laugardag. Aðeins tíu manns hafa fundist á lífi og sex látnum hefur skolað upp á strönd. „Ég held að þau séu öll dáin,“ sagði Reynato Lanoria, sem var einn þeirra fáu sem björguðust. Hann sagði að meirihluti fólksins hefði setið fast inni í sökkvandi skipinu. Björgunarsveitamenn köfuðu niður að skipinu, en fengu engin viðbrögð þegar þeir börðu í skipsskrokkinn. Engin merki voru um fólk á lífi í sjónum þar sem skipið sökk. Hætta varð leit í gærkvöld vegna veðurs, en hún heldur áfram í dag. Forseti Filippseyja, Gloria Arroyo, hefur krafist svara um af hverju ferjan fékk að leggja úr höfn, þrátt fyrir viðvaranir um yfirvofandi storm. - sgj Ferju hvolfdi við Filippseyjar: 700 farþegar hurfu sporlaust Á KAFI Stormurinn á laugardag hafði áhrif um allar Filippseyjar. Óveðrið olli flóðum, aurskriðum og rafmagnsleysi. Að minnsta kosti 137 manns fórust í óveðrinu, fyrir utan þá sem hurfu í skipsskaðanum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.