Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 49
MÁNUDAGUR 23. júní 2008 17 UMRÆÐAN Guðný Jóhannesdóttir svarar Bakþönkum Þórhildar Elínar Elínardóttur Kæra Þórhildur, ég heiti Guðný Jóhannesdóttir og er ritstjóri héraðsfréttablaðsins Feykis sem gefið er út á Norðurlandi vestra. Mín kæra Þórhildur, ég er líka móðir þriggja barna sem hafa gaman af því að leika sér í náttúrunni í kringum heim- ili okkar á Sauð- árkróki. Börnin mín hafa hvorki lágt enni né langa handleggi og gengur vel í skóla. Börnunum mínum og börnum ann- arra Skagfirðinga stóð ógn af ísbirninum sem um daginn villtist svo sorglega af leið og dvaldi við bakgarðinn heima. Kæra Þórhild- ur, hvernig hefði þér liðið vitandi af ísbirni í Öskjuhlíðinni, nú eða Heiðmörk? Kæra Þórhildur Elín, ég er mjög stolt af lögreglunni sem stjórnaði vettvangi bæði á Þverárfjalli og eins úti á Hrauni þann 17. júní sl. Lögreglan tók erfiðar ákvarðanir með öryggi íbúanna í huga. Kæra Þórhildur, ef þú telur að þú hefðir getað stýrt aðgerðum betur þá óska ég fyrir hönd okkar Skagfirðinga eftir því að þú sendir okkur þínar hugleiðingar. Heimamann dreymdi nefnilega þrjá birni og samkvæmt því á einn eftir að koma á land. Kæra Þórhildur, þú gætir kannski varið okkur fyrir þeim þriðja? En að lokum mín kæra Þórhild- ur, aðgát skal höfð í nærveru sálar, við erum kannski ekki lattedrekk- andi íbúar 101 Reykjavík og fötin okkar eru yfirleitt samstæð en við erum líka fólk og höfum hvorki lágt enni né langa handleggi. Kæra Þórhildur, þetta er nú þegar orðið of langt hjá mér en mig langar að benda þér á að hugsa þig um tvisvar og jafnvel þrisvar áður en þú skrifar næstu bakþanka. Að mínu mati var ekkert að dómgreind þeirrar vösku sveitar er gætir hagsmuna okkar íbúa. Sá eini sem í þessu máli, hér okkar á milli mín kæra Þórhildur, sýndi dómgreind- arbrest varst þú sjálf er þú kastaðir af þínum háa stalli aur yfir íbúa landsbyggðarinnar. Kæra Þórhildur, börnin mín lásu þessa bakþanka og þau eru særð. Þú særðir þau. Höfundur er ritstjóri héraðsfrétta- blaðsins Feykis. Aðgát skal höfð UMRÆÐAN Örn Sigurðsson skrifar um Reykjavíkurflugvöll Hjörleifur Sveinbjörns-son, eiginmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns Samfylkingarinnar og einn helsti pólitíski ráðgjafi hennar, skrifar undarlega grein í Fréttablaðið 2. júní sl. um flugvallarmálið. Þar leggur hann til minnkaðan og tilfluttan Reykjavíkurflugvöll innan Vatnsmýrarsvæðisins til að leysa þá stórstyrjöld, sem hann telur geysa um flugvallarmálið. En það sem Hjörleifur Sveinbjörnsson nefnir ekki en hlýtur þó að vita um er að gerð var skýrsla um þetta flugvallarmál á vegum fyrrverandi samgönguráðherra og birtist hún vorið 2007. Í þessari faglegu skýrslu er komist að því að það kostar þjóð- arbúið a.m.k. 3,5 milljarða kr. á ári að hafa flugvöllinn áfram í Vatns- mýri og tæknilega og fjárhagslega boðlegir kostir bjóðast í staðinn á Hólmsheiði og í Keflavík. Flugvöllurinn fari með hraði Vegna andstöðu lands- byggðarfólks við Kefla- vík blasir Hólmsheiði við sem pólitískt ásætt- anleg staðsetning. En hvað skeður þá? Sam- gönguráðherra Samfylk- ingarinnar dregur lapp- irnar við að ljúka veðurathugunum á Hólmsheiði með því að vilja ekki láta fara fram tölvuhermun á veðrinu þar, sem kostar um 6 milljónir kr og tekur um 6 vikur, til þess að geta borið því formsatriði við að ekki sé unnt að ákveða hvort mögulegt sé að flytja Reykjavíkurflugvöll upp á Hólmsheiði vegna þess að veður- athugunum þar sé ekki lokið! Þetta er formsatriði vegna þess að samkvæmt núverandi þekkingu á veðri er lendandi á Hólmsheiði í a.m.k. 96% tilvika. Allar frekari veðurathuganir þarna eru í raun einungis til að finna út hvar á bil- inu 96-98% af árinu sé lendandi á þessum stað og 95% nýting telst viðunandi lágmark. Ég er hér með tillögu að aðgerðar- áætlun fyrir Hjörleif Sveinbjörns- son, sem greinilega vill láta til sín taka á þessu sviði: Undirritaður leggur til að hann taki málið upp við formanninn sinn og biðji hann um að hnippa í Kristján L. Möller samgönguráðherra í því skyni að hann láti fara fram tölvuhermun á veðrinu á Hólmsheiði og liggur þá fyrir innan nokkurra mánuða að veðrið þar er í góðu lagi. Þegar Hjörleifur Sveinbjörns- son, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Kristján L. Möller hafa afrek- að þetta er ekkert því til fyrir- stöðu að flytja Reykjavíkuflug- völl upp á Hólmsheiði og uppfylla þannig niðurstöðu almennra kosninga frá árinu 2001, sem for- maður Samfylkingarinnar hefur hingað til talið pólitískt og sið- ferilega bindandi niðurstöðu. Tal Hjörleifs Sveinbjörnssonar um flugvöll í Torontó vekur furðu. Toronto City Centre Air- port liggur á eyjum og uppfyll- ingum í Ontariovatni, nokkur hundruð metra frá landi, beint undan miðborginni. Hann er í eigu alríkisstjórnarinnar og hafn- aryfirvalda í Toronto, sem vilja stækka hann og margfalda flug- umferð en mikil andstaða er meðal borgarbúa, sem vilja að flugvöllurinn verði lagður niður. Hjörleifur ætti að þekkja íslenskar aðstæður ögn betur. Reykjavíkurflugvöllur var byggður í seinna stríði í óþökk Reykvíkinga á kjörlendinu, sem þeir fengu 1. janúar 1932 til að stækka bæinn. Þar hefur ríkis- valdið viðhaldið honum æ síðan gegn vilja og hagsmunum borg- arbúa með hóflausri misbeitingu illa fengins valds, með misvægi atkvæðanna. Höfundur er arkitekt og stjórnar- maður í Samtökum um betri byggð. ÖRN SIGURÐSSON DECUBAL Húðvörur – Fyrir þurra og viðkvæma húð Paraghurt® Mjólkursýrugerlar Við breytingum á þarmaflóru Íbúfen® Lóritín® Paratabs® H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 0 8 -0 9 0 6 • 8 0 6 0 0 2 Að ýmsu ber að hyggja þegar haldið er í ferðalag. Kannaðu hvað apótekið þitt hefur upp á að bjóða. GUÐNÝ JÓHANNESDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.