Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 55
MÁNUDAGUR 23. júní 2008 23 Slúðurkóngurinn Perez Hilton virðist ætla að nýta allar hugsanlegar leiðir til að koma slúðrinu um fræga fólkið á framfæri. Perez, sem hefur haldið úti einni vinsælustu slúðursíðu heims um nokkurt skeið, býður nú upp á símaþjónustu þar sem slúðurþyrstir einstaklingar geta fengið nýjustu fréttir af fræga fólkinu beint í æð. Á heimasíðunni perezhilton.com býður hann fólki að skrá sig í þjónustuna sem hann kallar „gossip on the go“ gegn tæplega fimm dollara greiðslu á mánuði. Viðkomandi mun svo fá símhringingu nánast daglega með slúðurfréttum áður en þær birtast á heimasíðu Perez. Þjónustan er þó einungis í boði fyrir Bandaríkja- menn og Kanadabúa enn sem komið er. Slúður beint í æð PEREZ HILTON Heldur úti einni vinsælustu slúðursíðu heims, perezhilton.com og býður nú upp á símaþjónustu fyrir slúður- þyrsta einstaklinga. Matthew McConaughey vakti athygli fyrir nokkuð djarfa hegð- un þegar hann fór út á lífið í Níkaragva fyrr í mánuðinum. Leikarinn skildi kærustu sína, fyrir sætuna Camilu Alves, eftir heima, en hún er nú kasólétt, von er á fyrsta barni parsins hvað úr hverju. McConaughey ku hafa skemmt sér afburða vel, drukkið óhemju mikið og reynt við hóp kvenna. „Hann hegðaði sér eins og stjórnlaus átján ára strákur. Hann kom einn og virtist þá þegar vera drukkinn og hann versnaði bara þegar á leið,“ segir gestur sem var á barnum sem McConaughey lagði leið sína á. „Hann reyndi við hverja einustu konu sem á vegi hans varð, tók utan um dömurnar og reyndi að kyssa þær,“ segir sjónarvotturinn, sem fannst ekki mikið til hegðunar leikarans koma. Fullur í Níkaragva OFURÖLVI MCCONAUGHEY Leikarinn Matthew McConaughey vakti athygli í Níkaragva á dögunum fyrir heldur óstýri- láta hegðun á bar þar í landi. Naomi Campbell játaði fyrir rétti í vikunni að hafa misst stjórn á skapi sínu við starfsmenn LAX- flugvallarins og British Airways. Eftir rifrildi um farangur fyrirsætunnar réðst hún að lögreglu- mönnum og lét öllum illum látum við starfsfólk með þeim afleiðingum að henni var meinaður aðgangur að fluginu. Campbell bar því við fyrir rétti að lyf sem hún hefði tekið á þessum tíma hefðu haft áhrif á skap hennar. Verði hún sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsi eða fimm þúsund punda sekt. Vinurinn Matthew Perry snýr væntanlega aftur á sjónvarpsskjáinn í The End of Steve, þar sem hann leikur spjallþátta- stjórnanda í gaman- þætti með dekkri húmor en Friends voru þekktir fyrir. Sony Pictures Television framleiðir fyrsta þáttinn fyrir sjónvarpsstöðina Showtime, en ekki hefur enn verið gefið grænt ljós á framleiðslu heillar þáttaraðar. Perry kemur sjálfur að framleiðslu þáttanna, ásamt Peter Tolan, sem er annar skapari hinna vinsælu Rescue Me. Janet Jackson verður stjarnan í nýjum veruleikaþætti á MTV. Hún mun veita hópi vongóðra söngv- ara og dansara handleiðslu, en leitað verður að nýrri Janet, Justin Timberlake eða Usher í hópi þeirra, að sögn framleiðanda. Leitin mun fara fram á heldur óvenjuleg- um stöðum því Janet mun sækja heim kirkjur, félagsheimili og kristi- leg ungmennafélög. Sigurvegarinn fær mögulega að koma fram á tón- leikaferðalagi Janet um heiminn, en það hefst í september. Félagarnir Tom Cruise, Will Smith og David Beckham hafa fundið sér nýtt áhugamál – skylm- ingar. Cruise hefur látið byggja sérstakt skylmingaherbergi í húsi sínu, sem þeir Will og David heim- sækja reglulega. „Við höfum aldrei góðan tíma til að hanga saman, við strákarnir, svo þetta er góð leið til þess að verja tíma saman og tengjast,“ segir Will Smith. „Þetta er stórskemmtilegt.“ FRÉTTIR AF FÓLKI „...fyrst á visir.is“ ...ég sá það á visir.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.