Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 56
24 23. júní 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is - lífið er leikur www.motormax.is Mótormax Reykjavík - Kletthálsi 13 - Sími 563-4400 Mótormax Egilsstöðum - Sími 470-5080 / 470-5070 Mótormax Akureyri - Sími 460-6060 Lífið er leikur Mesta úrval landsins af fjórhjólum Leiktæki og ferðahjól,- þú fi nnur fjórhjólið hjá Mótormax Sea-Doo hraðbátar og sæþotur Magnaður kraftur og glæsileg hönnun. Einnig margar gerðir af bátum og utanborðsmótorum. Mótormax er á kafi í vatnasportinu! FÓTBOLTI ÍBV tapaði sínum fyrsta leik í 1. deild karla í knattspyrnu í gær. Eyjamenn heimsóttu þá Hauka, sem skoruðu tvö mörk gegn engu marki gestanna. „Við vorum lengi í gang á gervigrasinu eins og við mátti búast. Við erum ekki góðir á því af þeirri ein- földu ástæðu að við eigum ekkert slíkt,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. Staðan í hálfleik var marka- laus en í upphafi seinni hálfleiks fékk Ingi Rafn Ingibergsson rautt spjald og Haukar skor- uðu svo tvö mörk. Þau gerðu Goran Lukic og Ásgeir Þór Ingólfsson. „Mér fannst rauða spjaldið mjög strangur dómur og ég var ekki sáttur með dómarann í þessum leik. Hann er samt sem áður góður dómari og hefur oft dæmt vel hjá okkur en hann á sína slæmu daga eins og leikmenn. Í dag var einn slíkur,“ sagði Heimir. ÍBV tapaði þar með sínum fyrstu stigum í sumar en liðið er enn á toppnum með þremur stigum meira en Selfoss, sem vann Víking Ólafsvík 4-0. „Við viss- um að það kæmi að fyrsta tap- inu. Við höfðum spilað ein- hverja 16-17 leiki án þess að tapa. En ég tek ofan fyrir mínum mönnum, þeir börðust vel og voru að mínu mati betri aðilinn í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera manni færri,“ sagði Heimir. KA niðurlægði Leikni 6-0 í gær, Víkingur vann Þór 2-1, pg KS/Leiftur vann góðan sigur á Njarðvík, 2-3. - hþh 1. deild karla í knattspyrnu í gær: Fyrsta tap ÍBV í sumar „Tilfinningin var rosalega góð,“ sagði spjót- kastarinn Ásdís Hjálmsdóttir, sem keppir fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Pek- ing í sumar. Ásdís náði lágmarkinu á móti með landsliðinu í Eistlandi þar sem hún setti einnig Íslands- met. Hún kastaði 57,49 metra. Ásdís hefur lengi stefnt að því að komast á Ólympíu- leika. „Ég hef stefnt að þessu frá því ég byrjaði í frjálsum íþróttum. Ég var að æfa badminton á veturna og að leika mér í frjálsum á sumrin en ég byrjaði í frjálsum á fullu árið 2001,“ sagði Ásdís. Hún lenti í erfiðum meiðslum á síðasta ári. Ásdís gekkst undir aðgerð í nóvember og var óvíst hvort hún gæti yfir höfuð kastað spjóti aftur. „Það kom rifa í sin í olnbogan- um á mér. Sársaukinn var mikill og ég gat ekki byrjað að kasta aftur fyrr en í febrúar. Það var bara ekki möguleiki að byrja fyrr. Undirbúningstímabilið var því heldur stutt,“ sagði Ásdís, sem lagði ótrúlega mikið á sig til að ná upp fyrri styrk. „Heldur betur, ég hef lagt gríðarlega mikið á mig. Þetta lágmark er því enn sætara fyrir vikið. Þegar ég eyddi tveimur klukkutímum á dag í endurhæfingu fyrir utan æfinguna sjálfa hugsaði ég hverja einustu mínútu að ég ætlaði mér á Ólympíuleikana, þess vegna væri ég að þessu.“ Ásdís er þó hvergi nærri hætt. „Það er ekki nóg að koma á Ólympíuleika bara með lágmarkið. Stefnan er hiklaust á að kasta yfir sextíu metrana í sumar. Ég er ekkert orðin södd,“ sagði Ásdís en með 59 metra kasti kæmist hún inn á HM á næsta ári, sem er næsta takmark hennar. Fyrir utan það að kasta spjóti og æfa frjálsar íþróttir leggur Ásdís stund á nám í lyfjafræði. Hún vinnur í apóteki í sumar, sem er hluti af náminu. „Það kemur sér ekki vel að þurfa að vinna, ég verð aldrei starfsmaður mánaðarins,“ sagði Ásdís glaðbeitt. „Ég þarf að vinna í þrjá mánuði og það er enginn möguleiki fyrir mig að gera það samfleytt. Ég tek þetta því yfir tvö sumur,“ sagði Ásdís Hjálmsdóttir Ólymp- íufari. Evrópubikarkeppni landsliða lauk í gær. Kvennaliðið varð í 6. sæti og karlaliðið í 7. sæti. Ísland keppti í A-riðli 2. deildar. ÁSDÍS HJÁLMSDÓTTIR: NÁÐI ÓLYMPÍULÁGMARKI Í SPJÓTKASTI EFTIR ÓTRÚLEGA ERFIÐ MEIÐSLI Verð aldrei starfsmaður mánaðarins í sumar > Eiður á sölulistanum? Eiður Smári Guðjohnsen var í spænskum fjölmiðlum í gær sagður vera kominn á sölulista Joseps Guardiola, nýráðnum stjóra Barcelona. Þar eru fyrir Ronaldinho, Deco og Samuel Eto´o. Bæði West Ham og Portsmouth eru enn sterklega orðuð við íslenska landsliðsfyrirliðann sem er hér á landi í fríi sem stendur. Hann fer aftur til Spánar í byrjun júlí, að öllu óbreyttu. GOLF Þórður Rafn Gissurarson úr GR og Magnús Lárusson úr GKj þurftu að fara í bráðabana þar sem þeir urðu efstir og jafnir á þriðja mótinu í Kaupþingsmótaröðinni á Akranesi um helgina. Báðir léku þeir á pari vallarins á hringjunum tveimur en í bráðabana léku þeir 18. holuna. Þórður vann á fyrstu holu, hann fékk par en Magnús skolla. Einar Páll Long úr GR var þriðji á fimm höggum yfir pari, Hlynur Geir Hjartarson úr GK og Sig- mundur Einar Másson úr GKG urðu svo jafnir í fjórða sæti á sjö höggum yfir pari. Sigmundur var í forystunni ásamt Magnúsi eftir fyrri daginn. Þórður kom því og stal sigri líkt og Ólöf María Jónsdóttir sem stalst nánast til að spila í gær. Hún vann í kvennaflokki en þetta er hennar fyrsta mót á Íslandi í þrjú ár og lík- lega það eina í sumar. Ólöf lék á níu höggum yfir pari. Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR varð önnur á tíu höggum yfir pari og Helena Árnadóttir, einnig úr GR, varð þriðja á ellefu höggum yfir pari. Það var því mikil spenna á toppnum en Ólöf lék á þremur fleiri höggum en Ragnheiður í gær og tveimur fleiri en Helena. „Ég tók reyndar ekkert eftir því að þetta væri svona jafnt þar sem ég gat ekki fylgst með stöðunni. Ég einbeitti mér bara að mínum leik. En þetta var örugglega spennandi fyrir þá sem voru að fylgjast með,“ sagði Ólöf glaðbeitt. „Ég var að spila ágætlega. Ein- beitinguna vantaði í nokkur högg og ég púttaði ekki vel en það var margt jákvætt. Ég get farið sátt út úr helginni þrátt fyrir að skorið hafi ekki verið það sem ég var að vonast eftir,“ sagði Ólöf sem segir að það sé ólíku saman að jafna því að spila erlendis og hér heima. „Þetta er allt annað sport hérna, það er varla hægt að bera þetta saman. Það þarf að lenda boltanum fyrir framan flatirnar hér, sandur- inn í glompunum og grasið er öðru- vísi. Það er eiginlega flest sem er öðruvísi úti en hérna,“ sagði Ólöf María. Hún lék hringina tvo á 74 og 79 höggum hjalti@frettabladid.is Ólöf og Þórður stálu sigri Það þurfti bráðabana til að knýja fram sigurvegara í karlaflokki á Kaupþings- mótaröðinni í gær sem Þórður Rafn Gissurarson vann. Ólöf María Jónsdóttir sigr- aði í kvennaflokki á fyrsta móti sínu í Íslandi í þrjú ár og líklega því eina í sumar. EM 2008 Spánverjar mæta Rússum í undanúrslitum EM eftir sigur á Ítölum í vítaspyrnukeppni í gær. Í henni mættust tveir bestu mark- menn heims að flestra mati, Gian- luigi Buffon og Iker Casillas. Sá síðarnefndi varði tvær spyrnur í vítaspyrnukeppninni en Buffon eina og Spánverjar slógu heims- meistarana þar með út úr keppn- inni. Spánverjar höfðu fyrir leikinn í þrígang tapað í vítaspyrnukeppni á stórmóti þennan dag, 22. júní. Fyrst töpuðu þeir fyrir Belgum á HM í Mexíkó 1986, síðan fyrir Englendingum á EM tíu árum síðar, 1996, og loks fyrir Suður- Kóreu á HM 2002. Ofan á það datt Spánn út úr riðlakeppninni á EM 2004 og árið 1988 tapaði liðið fyrir Sovétríkjunum þennan sama dag. Leikurinn fer seint í sögubæk- urnar fyrir skemmtanagildi. Reyndar aldrei. Bæði lið voru ákaflega varfærin og þorðu lítið sem ekkert að sækja. Mikið var í húfi en fátt var um fína drætti. Ítalir vörðust af sinni alkunnu snilld á meðan Spánverjar reyndu að spila góðan og skemmtilegan sóknarbolta, án árangurs. Leikurinn var markalaus fram í vítaspyrnukeppnina þar sem Spánverjar skoruðu úr fjórum spyrnum af fimm og Casillas varð tvær spyrnur Ítala. - hþh Iker Casillas vann einvígi bestu markmanna heims í vítaspyrnukeppninni í gær: Spánverjar afléttu álögunum VARIÐ Casillas ver hér spyrnu De Rossi. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP GÓÐUR Þórður slær hér eitt af 144 höggum sínum á mótinu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/VÍKURFRÉTTIR VÍGREIF MÆÐGIN Ólöf María með syni sínum, Gústafi Andra. Bæði virðast eðli- lega vera í skýjunum með sigur Ólafar. SIGURVEGARAR Þórður og Ólöf stilla sér upp eftir sigurinn. ÚRSLIT Í KARLAFLOKKI: 1. Þórður Rafn Gissurarson (GR)* 144, P 2. Magnús Lárusson (GKJ) 144, P 3. Einar Páll Long (GR) 149, +5 4-5. Hlynur Geir Hjartarson (GK) 151, +7 4-5. Sigmundur E. Másson (GKG) 151, +7 * vann eftir bráðabana ÚRSLIT Í KVENNAFLOKKI: 1. Ólöf M. Jónsdóttir (GK) 153 högg, +9 2. Ragnhildur Sigurðard. (GR) 154, +10 3. Helena Árnadóttir (GR) 155, +11 4. Nína Björk Geirsdóttir (GKj) 157, +13 5. Þórdís Geirsdóttir (GK) 158, +14 VÍTASPYRNUKEPPNIN: 1-0 David Villa skorar fyrir Spán 1-1 Fabio Grosso skorar fyrir Ítali 2-1 Santi Cazorla skorar fyrir Spán 2-1 Casillas ver frá Daniele De Rossi 3-1 Marcus Senna skorar fyrir Spán 3-2 Mauro Camoranesi skorar fyrir Ítali 3-2 Buffon ver frá Daniel Guiza 3-2 Casillas ver frá Antonio Di Natale 4-2 Cesc Fabregas skorar fyrir Spán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.