Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 58
26 23. júní 2008 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Hólmar Örn Rúnarsson er besti leikmaður fyrstu sjö umferða Landsbankadeildar karla hjá Fréttablaðinu en end- urkoma þessa snjalla miðju- manns í Keflavík hefur gengið eins og í sögu. Keflvíkingar eru líka mjög áberandi meðal efstu manna í einkunnagjöfinni því þeir Guðmundur Steinarsson og Guðjón Árni Antoníusarson eru jafnir í 2. sætinu og í 4. sætinu er síðan Guðmundur Viðar Mete. Það þarf því ekki að koma á óvart að Keflvíkingar eru í efsta sætinu í Landsbankadeildinni sama hvort litið er á unnin stig, skoruð mörk eða bestu meðalein- kunn. Fyrstu sjö umferðirnar hafa svo sannarlega verið þeirra. Framar öllum væntingum „Þetta er búið að vera framar væntingum þótt við höfum alveg gert okkur grein fyrir því að við værum með ágætis lið. Við höfum líka verið að vinna þessa leiki þar sem við höfum ekki spilað vel og það er breyting frá síðustu árum,“ segir Hólmar og bætir við: „Þegar við höfum spilað illa undanfarin ár höfum við ekki náð í nein stig en núna höfum við verið að krækja í þrjú stig þrátt fyrir að spila ekki neitt svaka- lega vel. Það er mikið styrkleika- merki,“ segir Hólmar Örn, sem er einnig sáttur við eigin frammi- stöðu. Þekkir vel til í Keflavík „Ég hef komið nokkuð sterkur inn og fallið vel inn í þetta. Maður þekkir vel til þarna. Það eru samt margir búnir að spila vel hjá okkur í sumar og það er því erfitt að taka einhvern út að mínu mati,“ segir Hólmar. Keflvíkingar hafa oft byrjað vel en ekki náð að halda út tíma- bilið, en Hólmar greinir breyt- ingu á hugsunarhættinum í lið- inu í ár. „Það hefur loðað við liðið að byrja vel en ná ekki að halda út en mér finnst annar bragur á lið- inu núna. Ég held að við séum með meiri breidd og getum því spilað á fleiri mönnum. Liðið er líka á fínum aldri og menn eru reynslunni ríkari. Það er góður kjarni í liðinu sem er búinn að vera lengi saman, Kristján þjálfari er á fjórða tímabilinu með liðið og við erum því allir farnir að þekkja vel inn á hver annan,“ segir Hólmar. Kynntist helling af mótlæti Hólmar Örn kom til Keflavíkur rétt fyrir mót eftir að hafa spilað með danska liðinu Silkeborg frá ágúst 2006. „Ég er reynslunni ríkari frá því að hafa spilað í Danmörku en það er erfitt að segja hvort ég sé eitt- hvað breyttur leikmaður. Ég spil- aði reglulega þar og fékk að kynnast helling af mótlæti. Maður kom sterkari til baka eftir það,“ segir Hólmar, sem á síðustu vikum hefur þurft að vinna sig í gegnum það að meiðast og missa af leikjum. Hann er búinn að missa af þremur síðustu leikjum Keflavíkur, þeim fyrsta vegna leikbanns. „Ég verð vonandi klár fyrir mánudaginn. Ég hef átt við meiðsli að stríða aftan í læri sem hafa verið að angra mig. Ég ætl- aði að vera með á móti Grindavík en hætti við í upphitun þar sem ég fann að þetta var ekki alveg að gera sig. Það eru því komnar þrjár vikur síðan ég spilaði síð- ast. Það er hundleiðinlegt að þurfa að sitja uppi í stúku og horfa á peyjana en þeim er búið að ganga rosalega vel þannig að maður getur ekkert kvartað yfir neinu,“ segir Hólmar. Keflavík hefur ekki orðið Íslandsmeistari í 35 ár; síðan árið 1973. „Þetta er orðið langur tími enda enginn í liðinu fæddur þá nema kannski Stjáni þjálfari. Ég held að við eigum helling inni og getum bætt okkar leik. Við höfum verið að reyna að styrkja okkur varnarlega og laga varnarleikinn því við höfum fengið of mikið af mörkum á okkur. Við héldum þó hreinu í síðasta deildarleik og það er að koma ágætis jafnvægi í liðið,“ segir Hólmar en hann gefur ekki upp markmið liðsins. Markmiðinu er haldið leyndu „Við höfum haldið okkar mark- miði út af fyrir okkur og vitum líka að mótið er rétt að byrja. Það er gaman að vera á toppnum og við njótum augnabliksins en vitum jafnframt að þetta gæti verið fljótt að fara. Við ætlum bara að hugsa um næsta leik og vitum manna best að við lifum ekki á þessum leikjum sem við erum búnir að vinna. Þetta lítur allt vel út, ég vona að við höldum dampi og hef sjálfur mikla trú á því að við gerum það,“ sagði Hólmar að lokum en Keflavík fær nýliða Fjölnis í heimsókn á Sparisjóðs- völlinn í Keflavík í kvöld. ooj@frettabladid.is Það er gaman að vera á toppnum Keflvíkingar eiga fjóra bestu leikmenn fyrstu sjö umferða Landsbankadeildar karla samkvæmt einkunna- gjöf Fréttablaðsins en sá besti er miðjumaðurinn Hólmar Örn Rúnarsson, sem kom til liðsins rétt fyrir mót. Í LEIK GEGN HK Hólmar Örn Rúnarsson fékk sjö í meðaleinkunn fyrir þá fimm leiki sem hann hefur spilað með Keflavíkurliðinu til þessa í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BESTI MAÐURINN Efstu menn í einkunnagjöf Frétta- blaðsins í 1. til 7. umferð 1. Hólmar Örn Rúnarss., Keflavík 7,00 2. Guðjón Árni Antoníuss., Keflav. 6,86 2. Guðmundur Steinarss. , Keflav. 6,86 4. Guðm. Viðar Mete, Keflavík 6,83 4. Scott Ramsay, Grindavík 6,83 6. Dennis Michael Siim, FH 6,71 6. Tryggvi Guðmundsson, FH 6,71 6. Hjörtur Hjartarson, Þrótti 6,71 9. Gunnleifur Gunnleifsson, HK 6,67 10. Freyr Bjarnason, FH 6,57 10. Hannes Þór Halldórss., Fram 6,57 10. Fjalar Þorgeirsson, Fylkir 6,57 10. Kenneth Gustafsson, Keflavík 6,57 10. Hallgrímur Jónasson, Keflavík 6,57 10. Guðjón Baldvinsson, KR 6,57 10. Michael Jackson, Þrótti 6,57 10. Auðun Helgason, Fram 6,57 18. Ingvar Þór Ólason, Fram 6,50 18. Aaron Palomares, HK 6,50 18. Prince Rajcomar, Breiðablik 6,50 21. Tommy Nielsen, FH 6,43 21. Dario Cingel, ÍA 6,43 21. Símun Samuelsen, Keflavík 6,43 21. Þórður Hreiðarsson, Þrótti 6,43 21. Dennis Danry, Þrótti 6,43 26. Þórir Hannesson, Fylki 6,40 26. Óðinn Árnason, Fram 6,40 28. Davíð Þór Viðarsson, FH 6,33 29. Gunnar Már Guðm., Fjölni 6,29 29. Esben Madsen, ÍA 6,29 29. Árni Thor Guðmundsson, ÍA 6,29 29. Bjarni Guðjónsson, ÍA 6,29 29. Bjarki Freyr Guðm. Þrótti 6,29 29. Rafn Andri Haraldss., Þrótti 6,29 29. Samuel Lee Tillen, Fram 6,29 FÓTBOLTI Það hefur verið mikið fjör á heimaleikjum toppliðs Keflavíkur í sumar því alls hefur verið skorað 21 mark í fjórum leikjum eða 5,25 að meðaltali í leik. Þetta er markahæsti völlur fyrstu sjö umferða Landsbanka- deildarinnar. Keflavíkurliðið hefur unnið alla leiki sína á Sparisjóðsvellin- um í Keflavík, fyrst 5-3 sigur á Íslandsmeisturum Vals, þá 2-1 sigur á Fylki, 3-1 sigur á ÍA og loks 4-2 sigur á KR-ingum í síð- asta leik. Það er einnig mikið skorað á Valbjarnarvelli (4,75 mörk í leik) og Kópavogsvelli (4,14) en minnst er skorað á þjóðar- leikvanginum í Laugardal (1,75) og í Grindavík þar sem aðeins 5 mörk hafa litið dagsins ljós í þremur leikjum eða aðeins 1,67 að meðaltali í leik. Mest er brotið á Fjölnisvelli (34,0 aukaspyrnur dæmdar í leik) og á Akranesvelli (33,0) en minnst er brotið á Valbjarnar- velli (24,5) og Kópavogsvelli (23,7). Flest gul spjöld hafa að meðaltali farið á loft á Vodafone- vellinum að Hlíðarenda og Laug- ardalsvelli (5,0 í leik á hvorum stað) en fæst eru gulu spjöldin á Kaplakrikavelli; 2,33 að meðal- tali í leik. Leikmenn hafa spilað best á Val- bjarnarvelli og Grindavíkurvelli ef marka má einkunnagjöf Frétta- blaðsins en leikmenn á báðum þess- um völlum eru með 6,00 í meðalein- kunn. Lægsta meðaleinkunn leikmanna er aftur á móti á Voda- fone-vellinum (5,63) og Fjölnisvell- inum (5,59). Besta áhorfendaaðsóknin í þess- um sjö umferðum var á KR-vellin- um, eða 1.898 manns að meðaltali, en fæstir mættu á Valbjarnarvöll- inn; aðeins 804 að meðaltali á fjóra fyrstu heimaleiki Þróttara í sumar. - óój Fréttablaðið skoðar tölfræði leikvallanna ellefu sem spilað var á í 1. til 7. umferð Landsbankadeildar karla: Flest mörk skoruð á Keflavíkurvellinum EITT AF MÖRGUM Hólmar Örn Rúnarsson skoraði eitt af 21 marki sem hafa verið skoruð á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Markið skoraði hann beint úr hornspyrnu og hér er boltinn farinn inn fyrir línuna. VÍKURFRÉTTIR OFTAST I LIÐI UMFERÐ- ANNA Í 1. TIL 7. UMFERÐ Arnar Grétarsson, Breiðablik 3 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 3 Hólmar Örn Rúnarsson, Keflavík 3 Scott Ramsay, Grindavík 3 Tommy Nielsen, FH 3 Tryggvi Guðmundsson, FH 3 BESTIR Í LIÐUNUM Hér á eftir fer listi yfir hvaða leikmenn stóðu sig best hjá hverju liði í 1. til 7. umferð Lands- bankadeildar karla. Liðunum er raðað eftir hæstu meðaleinkunn allra leikmanna. 1. Keflavík 6,40 Hólmar Örn Rúnarsson 7,00 Guðjón Árni Antoníusson 6,86 Guðmundur Steinarsson 6,86 2. FH 6,14 Dennis Michael Siim 6,71 Tryggvi Guðmundsson 6,71 Freyr Bjarnason 6,57 3. Þróttur 6,11 Hjörtur Júlíus Hjartarson 6,71 Michael David Jackson 6,57 Þórður Steinar Hreiðarsson 6,43 Dennis Danry 6,43 4. Fram 6,10 Hannes Þór Halldórsson 6,57 Auðun Helgason 6,57 Ingvar Þór Ólason 6,50 5. KR 5,76 Guðjón Baldvinsson 6,57 Skúli Jón Friðgeirsson 6,25 Guðmundur Reynir Gunnarsson 6,17 6. ÍA 5,72 Dario Cingel 6,43 Esben Madsen 6,29 Árni Thor Guðmundsson 6,29 Bjarni Eggerts Guðjónsson 6,29 7. Fjölnir 5,63 Gunnar Már Guðmundsson 6,29 Óli Stefán Flóventsson 6,00 Magnús Ingi Einarsson 5,80 8. Breiðablik 5,58 Prince Rajcomar 6,50 Nenad Petrovic 6,00 Srdjan Gasic 5,86 Jóhann Berg Guðmundsson 5,86 Arnar Grétarsson 5,86 9. Grindavík 5,55 Scott McKenna Ramsay 6,83 Orri Freyr Hjaltalín 5,86 Tomasz Stolpa 5,86 10. HK 5,49 Gunnleifur Vignir Gunnleifsson 6,67 Aaron Palomares 6,50 Hólmar Örn Eyjólfsson 5,83 11. Fylkir 5,49 Fjalar Þorgeirsson 6,57 Þórir Hannesson 6,40 Andrés Már Jóhannesson 6,00 12. Valur 5,41 Kjartan Sturluson 6,00 Pálmi Rafn Pálmason 6,00 Birkir Már Sævarsson 5,71 Bjarni Ólafur Eiríksson 5,71 TÖLFRÆÐI MANNA Markahæstur Björgólfur Takefusa, KR 6 Guðmundur Steinarsson, Keflavík 6 Atli Viðar Björnsson, FH 5 Prince Rajcomar, Breiðabliki 5 Pálmi Rafn Pálmason, Val 4 Tryggvi Guðmundsson, FH 4 Iddi Alkhag, HK 4 Flestar stoðsendingar: Tryggvi Guðmundsson, FH 5 Atli Guðnason, FH 3 Aaron Palomares, HK 3 Scott Ramsey, Grindavík 3 Hörður Sveinsson, Keflavík 3 Rafn Andri Haraldsson, Þrótti 3 Marksæknastur (þáttur í mörkum): Tryggvi Guðmundsson, FH 10 (4 mörk + 6 mörk undirbúin) Guðmundur Steinarsson, Keflavík 9 (6 mörk + 3 mörk undirbúin) Prince Rajcomar, Breiðabliki 7 (5 mörk + 2 mörk undirbúin) Atli Viðar Björnsson, FH 6 (5 mörk + 1 mörk undirbúið) Hjörtur Hjartarson, Þrótti 6 (3 mörk + 3 mörk undirbúin) Björgólfur Takefusa, KR 6 (6 mörk + 0 mörk undirbúin) MARKSÆKNASTUR Tryggvi Guðmunds- son í FH. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM LANGHÆSTUR Scott Ramsay er í sér- flokki hjá Grindavík FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MEÐALMARKASKOR Á VÖLLUM Í 1. TIL 7. UMF.: Keflavíkurvöllur (21 mörk/4) 5,25 Valbjarnarvöllur (19/4 leikir) 4,75 Kópavogsvöllur (29/7) 4,14 Fylkisvöllur (13/4) 3,25 KR-völlur (12/4) 3,00 Vodafone-völlur (4/2) 2,00 Kaplakrikavöllur (6/3) 2,00 Akranesvöllur (8/4) 2,00 Fjölnisvöllur (8/4) 2,00 Laugardalsvöllur (7/4) 1,75 Grindavíkurvöllur (5/3) 1,67
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.