Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 23.06.2008, Blaðsíða 59
MÁNUDAGUR 23. júní 2008 Landsbankinn býður 16 ára og yngri á völlinn. Sækja þarf boðsmiðann í næsta útibú Landsbankans. Landsbankadeild karla Keflavíkmán. 23. júní mán. 23. júní mán. 23. júní mán. 23. júní þri. 24. júní mið. 25. júní 8. umferð Fjölnir ÍA Þróttur R.19:15 19:15 HK KR19:15 Fram Breiðablik20:00 Valur 20:00 Fylkir Grindavík21:00 FHFÓTBOLTI Þróttarar heimsækja Skagamenn á Akranesi í 8. umferð Landsbankadeildar karla í kvöld og þar geta þeir afrekað tvennt sem engu öðru Þróttaraliði hefur tekist; að vinna deildarleik á Skaganum og að vinna sinn fjórða leik í röð í efstu deild. Þróttur hefur unnið þrjá síðustu leiki sína í deildinni og hefur aðeins náð því tvisvar áður í efstu deild. Þróttarar unnu þrjá leiki í röð í tvígang í fyrri umferð sumarið 2003 en þá enduðu sigurgöngurnar á tapi í Grindavík í fyrra skiptið og á tapi á KR- vellinum í síðara skiptið. Þróttarar hafa alls leikið þrettán leiki í efstu deild á Skaganum og aðeins náð í eitt stig í þeim, í 2-2 jafntefli 20. septemb- er 1998. Þróttarar lentu þá 2-0 undir eftir 19 mínútur en náðu að jafna leikinn fyrir hlé. Markatala Þróttaraliðsins í þessum leikjum er 8-33, Skagamönnum í hag. Síðasti leikur liðsins uppi á Akranesi tapaðist 1-0 16. maí 2005 en það var einmitt Hjörtur Júlíus Hjartarson, núverandi leikmaður Þróttar, sem skoraði sigurmark Skagamanna í þessum leik. - óój Þróttarar geta sett félagsmet: Söguleg stund á Skaganum? NÝTT LIÐ Hjörtur Hjartarson lék með ÍA þegar Þróttarar spiluðu síðast uppi á Skaga. FRÉTTABLAÐIÐ/EIRÍKUR KRISTÓFERSSON FÓTBOLTI Breiðablik sækir í kvöld Framara heim í 8. umferð Lands- bankadeildar karla en leikið er í Laugardalnum þar sem Breiða- bliksliðið hefur ekki unnið leik í efstu deild í 27 ár. Kópavogsliðið þarf einnig að sýna að það geti komið sér aftur niður á jörðina eftir sigurleik því liðnir eru rúmir 23 mánuðir síðan liðið vann tvo leiki í röð í deildinni. Breiðablik hefur nú leikið 27 leiki í röð í Laugardalnum án þess að vinna. Síðasti sigur liðsins í Dalnum var á KR á Valbjarnarvell- inum 4. júní 1981 en Breiðablik hefur náð í eitt stig í 16 af þessum 27 leikjum. Síðasti sigur Blika á sjálfum aðalleikvanginum þar sem leikurinn fer fram í kvöld var 14. ágúst 1977; fyrir að verða 31 ári síðan. Blikar unnu þá sann- færandi 4-1 sigur á Fram. Frá þeim tíma hefur liðið tapað 9 af 17 leikjum á þjóðar- leikvanginum en náð í stig út úr hinum átta leikj- unum. Breiða- bliksliðið lék tvo deildarleiki á Laugar- dalsvellinum í fyrra, tap- aði fyrri leiknum 0-1 fyrir Fram en gerði svo 2-2 jafntefli við Valsmenn. Auk vandræðanna í Laugardaln- um hafa Blikar ekki náð að sýna mikinn stöðugleika undanfarið eitt og hálft tímabil því á þeim tíma hefur liðinu aldrei tekist að vinna tvo deildarleiki í röð. Blikar unnu frábæran sigur á FH-ingum, 4-1, í síðasta leik og urðu þar með fyrstir til þess að leggja Hafnfirðingana að velli í sumar. Blikar höfðu fyrir FH-leikinn unnið sjö leiki í þessum 25 umferðum (2007 og 2008) en hafa síðan gert 3 jafntefli og tapað fjórum leikjum í næstu leikjum eftir sigur. Breiðabliksliðið vann síðast tvo leiki í röð í öðrum og þriðja leik sínum eftir að Ólafur Krist jánsson tók við í júlí 2006. Blikar unnu þá 1-0 sigra á ÍBV á útivelli og Víkingi á heimavelli. Þetta gæti orðið langþráð kvöld fyrir Blika, miðað við gengi og tölfræði liðsins væri það gott veganesti í fram- haldið að leggja tvær grýlur að velli í Laugardalnum í kvöld. - óój Blikar berjast við tvær grýlur í Laugardalnum í kvöld: Unnu síðast tvo leiki í röð í júlí 2006 HETJAN 2006 Marel Baldvins- son skoraði sigurmarkið í báðum sigurleikjum Blika í júlí 2006. GENGI Í LAUGARDALNUM (frá 4. júní 1981) Leikir 27 Sigrar 0 Jafntefli 16 Tapleikir 11 Markatala 22-37 Stig í húsi 16 af 70 (23%) Stigahlutfall 23% GENGI EFTIR SIGURLEIK (Sumrin 2007 og 2008) Leikir 7 Sigrar 0 Jafntefli 3 Tapleikir 4 Markatala 8-13 Stig í húsi 3 af 21 (14%)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.