Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 6
6 24. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR Styður þú núverandi ríkisstjórn Íslands? Já 34,2 % Nei 65,8 % SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt af borginni að mála yfir skreytingar íbúa án viðvörunar? Segðu þína skoðun á Vísi.is HÚSNÆÐISMÁL Félagsmálaráðu- neytið neitar að afhenda skýrslu sem nefnd í húsnæðismálum skilaði af sér í byrjun ársins. Félagsmálaráðuneytið færir þau rök fyrir ákvörðun sinni að skýrslan hafi verið lögð fyrir ríkisstjórn og vísar til upplýs- ingalaga þar sem segir að réttur almennings til aðgangs að gögnum taki ekki til vinnuskjala sem stjórnvald hafi ritað til eigin afnota. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra sagði á blaðamannafundi í Ráðherra- bústaðnum í síðustu viku að flest atriðin úr skýrslunni væru komin til framkvæmda. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tvær tillögur hafi ekki komið til framkvæmda; tillaga um sérstak- ar vaxtabætur og níutíu prósenta hámarkslán til þeirra sem kaupa íbúð í fyrsta skipti. - ghs Félagsmálaráðuneytið: Vill ekki af- henda skýrslu PARÍS, AP Lögregla í Frakklandi, Svíþjóð og Hol- landi handtók í gær meira en þrjátíu manns sem grunaðir eru um að hafa smyglað ólöglegum innflytjendum, einkum íröskum Kúrdum, til Norður-Evrópu. Frönsk yfirvöld segja að 24 menn hafi verið handteknir í París og öðrum borgum. Lögregla í Þýskalandi, Belgíu, Bretlandi, Grikklandi, Írlandi, Hollandi og Svíþjóð hafi einnig handtekið menn grunaða um að tengjast smyglhringnum. Þau segja hringinn hafa verið „vel skipulagðan, fjölþjóðlegan hóp“ sem hafi smyglað hundruðum innflytjenda til Skandinavíu, Bretlands og Írlands. Innflytjendurnir hafi einkum verið íraskir Kúrdar, en einnig Afganar, Kínverjar, Tyrkir og Bangla- dessar. Þeir hafi hver um sig greitt hringnum tíu til tólf þúsund evrur, jafnvirði um þrettán til fimmtán hundruð þúsund króna, til að komast til Evrópu. Sakborningarnir eru á aldrinum 21 til 48 ára. Þeim má halda í allt að fjóra daga til yfirheyrslna. - gh Tugir manna sem grunaðir eru um að skipuleggja smygl á fólki handteknir: Smyglhringur upprættur FJÖLÞJÓÐLEG AÐGERÐ Lögregla í átta Evrópulöndum átti þátt í handtökunum. NORDICPHOTOS/AFP BRUSSEL, AP Ríki Evrópusam- bandsins hafa samþykkt nýjar refsiaðgerðir gegn Írönum. Í þeim felst meðal annars að eigur stærsta banka Írans, Melli- banka, verða frystar. Refsiaðgerðinar eru tilkomnar vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Þessar nýjustu aðgerðir ESB eru í takt við aðgerðir sem Banda- ríkjastjórn hefur þegar gripið til. Stjórnvöld á Vesturlöndum telja að Íranar ætli að koma sér upp kjarnorkuvopnum, en Íranar hafa neitað því og segjast aðeins hyggjast nýta kjarnorku í friðsamlegum tilgangi. - gh ESB herðir refsiaðgerðir: Íranskar banka- eignir frystar FRIÐARMÁL Ástþór Magnússon skoraði á Dorrit Moussaieff forsetafrú í formlegu bréfi í gær að vinna að friðarmál- um í Mið- Austurlöndum. Hann segir í bréfinu að lykillinn að friði sé í hennar höndum vegna þeirrar sérstöku aðstöðu sem hún hefur á Bessastöðum. Í bréfinu varar Ástþór við stríði Ísraelsmanna og Palestínu- manna og segir að mögulega sé kjarnorkustríð og þriðja heimsstyrjöldin yfirvofandi. Ástþór segir samtökin Frið 2000 vera tilbúin að styðja við þetta friðarátak ef af því verði. - vsp Ástþór skorar á forsetafrúna: Dorrit með lyk- ilinn að friði ÁSTÞÓR MAGNÚSSON LÖGREGLA Fjöldi Ísfirðinga hefur að undanförnu tapað flíkum sínum í hendur þjófs, eða þjófa, sem fer að þvottasnúrum bæjarbúa og lætur greipar sópa. Eitt tilfelli hefur komið á borð lögreglunnar en Guðmundur Hjaltason, eigandi kaffihússins Langa Manga, segir mun fleiri hafa orðið fyrir slíku tjóni. „Þjófurinn lætur ekki nægja að taka af útisnúrunum því hann greip uppáhaldsgallabuxur vinar míns inni í þvottahúsi,“ segir hann. „Þetta er víst merkja- maður því hann tekur einungis bestu flíkurnar þar sem hann fer.“ - jse Ísafjörður: Vandlátur þvottaþjófur GRIKKLAND, AP Mannræningjar leystu í gær gríska auðmanninn Giorgos Mylonas úr haldi eftir að fjölskylda hans greiddi þeim lausnarfé. Mylonas var þrettán daga í haldi ræningjanna, sem rændu honum utan við heimili hans í borginni Þessaloníku. Fjölskylda Mylonas gefur ekki upp hversu mikið fé ræningjunum var greitt, en þeir höfðu krafist þrjátíu milljóna evra, jafnvirði tæplega fjögurra milljarða króna. Mylonas er formaður norður- gríska iðnaðarsambandsins og stjórnar álfyrirtækinu Alumil. Hann segir að ræningjarnir hafi farið vel með sig, en hann sá aldrei andlit þeirra. - gh Mannrán á Grikklandi: Leystur úr haldi ræningja VIRKJANAMÁL Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir það ekki koma sér á óvart „að menn gjaldi varhug við stórvirkjunum eftir þær harðvítugu deilur sem hafa orðið á síðustu árum“. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins styðja 57 prósent landsmanna ekki frekari virkjanir fyrir orkufrekan iðnað. „Það kemur mér verulega á óvart að ekki sé meiri stuðningur á landsbyggðinni en könnunin gefur til kynna,“ segir iðnaðarráðherra. 41,1 prósent svarenda búsettra á landsbyggðinni styður frekari virkjanir til stóriðju, og 44,4 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins. Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins geta verið vísbendingu um að landsbyggðin sé að missa trúna á stórframkvæmdir. „Ég finn að það er sterkur straumur með náttúru- vernd í samfélaginu. Það átti allt að verða svo gott en það er það ekki. Við erum að borga með rafmagninu til Alcoa, við erum að taka áhættuna og Alcoa græðir á samningunum við okkur,“ segir Árni. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður og fyrrver- andi iðnaðarráherra, segist gera sér fulla grein fyrir því að virkjanir séu umdeildar. „Miðað við það að svona stór hluti sé fylgjandi virkjunum núna virðist þróunin vera sú að fylgið fer vaxandi. Ég reikna með því að það muni vaxa frekar í nánustu framtíð vegna samdráttarins sem nú ríður yfir,“ segir Valgerður. Aðspurður segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, að síðastliðið haust hafi stjórn fyrirtækisins ákveðið að ráðast ekki í frekari virkjanir vegna byggingar álvera á Suðvesturlandi. „Á hinn bóginn er Landsvirkjun að undirbúa jarðvarmavirkj- anir vegna álvers á Bakka við Húsavík en sú fram- kvæmd nýtur mikils stuðnings heimamanna,“ segir Friðrik. „Ef þjóðin heldur ekki áfram að nýta orkuna í fallvötnum og iðrum landsins er hún í vondum málum. Það þarf ekki endilega að vera til stóriðju heldur getur verið til ýmiss annars atvinnurekstrar eins og netþjónabúa,“ segir Grétar Mar Jónsson, alþingismað- ur Frjálslynda flokksins. Lægra hlutfall virkjanasinna á landsbyggðinni kemur Ólafi Áka Ragnarssyni, bæjarstjóra í sveitarfé- laginu Ölfusi, á óvart. „Ég er hissa á því að svo margir á landsbyggðinni séu þessu andsnúnir. Reyndar hafa verið mjög heitar umræður um þessi mál svo að það er ekkert óeðlilegt að fólk á landsbyggðinni hugsi sig vandlega um þegar það kemur að því hvernig það eigi að nýta sínar auðlindir.“ helgath@frettabladid.is Lítill stuðningur við stóriðju kemur á óvart Iðnaðarráðherra og bæjarstjóri í Ölfusi undrast lítinn áhuga á stóriðju á lands- byggðinni. Forstjóri Landsvirkjunnar segir jarðvarmavirkjun á Norðurlandi í undirbúningi. Fyrrverandi iðnaðarráðherra spáir auknum stuðningi við stóriðju. VIRKJANIR Ein þeirra virkjana sem deilt hefur verið um yrði í Urriðafossi í Þjórsá. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURÐUR BOGI ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR FRIÐRIK SOPHUSSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.