Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 8
8 24. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 28 66 0 6. 20 08 www.toyota.is BETRI NOTAÐIR BÍLAR ÚRVALSBÍLL GÆÐABÍLL Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 BNB-sölugreining Bílarnir ganga í gegnum strangt gæðamat sem tekur mið af aldri, akstri og viðhaldssögu bílsins. Þeir sem standast kröfurnar lenda annað hvort í flokknum Úrvalsbílar eða Gæðabílar. Ef bíllinn stenst ekki kröfur okkar bjóðum við þér hann ekki. Núna bjóðum við 6 betri notaða bíla á sannkölluðum úrvalskjörum. Toyota Land Cruiser 100 4700 Bensín sjálfsk. Á götuna: 03.04 Ekinn: 82.000 km Verð: 4.990.000 kr. Skr.nr. SM-105 Tilboðsverð: 4.490.000 kr. Jeep Grand Cherokee Hemi 5700 Bensín sjálfsk. Á götuna: 01.05 Ekinn: 76.000 km Verð: 3.490.000 kr. Skr.nr. NI-828 Tilboðsverð: 2.790.000 kr. Toyota Rav4 2000 Bensín sjálfsk. Á götuna: 04.05 Ekinn: 91.000 km Verð: 2.690.000 kr. Skr.nr. ST-044 Tilboðsverð: 2.170.000 kr. Toyota Corolla W/G 1400 Bensín 5 gíra Á götuna: 05.05 Ekinn: 51.000 km Verð: 1.470.000 kr. Skr.nr. RX-153 Tilboðsverð: 1.290.000 kr. Toyota Corolla S/D Sol 1600 Bensín sjálfsk. Á götuna: 05.06 Ekinn: 57.000 km Verð: 1.990.000 kr. Skr.nr. NB-124 Tilboðsverð: 1.690.000 kr. Mercedes Benz R320 CDi 3000 Dísel sjálfsk. Á götuna: 06.07 Ekinn: 20.000 km Verð: 7.290.000 kr. Skr.nr. VI-864 Tilboðsverð: 6.590.000 kr. SUMIR NOTAÐIR BÍLAR ERU EINFALDLEGA Á BETRA VERÐI EN AÐRIR VINNUMARKAÐUR Flugþjónustan á Keflavíkurflugvelli segir upp tæplega fimmtungi starfsmanna sinna, eða 80-100 starfsmönnum. Uppsagnirnar koma til framkvæmda 1. október. Gunnar Olsen, fram- kvæmdastjóri Flugþjónustunnar, segir að verið sé að laga reksturinn að þeim viðskiptum sem séu fyrirsjáanleg í vetur. „Við erum að stilla af starfsfólkið miðað við þau umsvif sem við gerum ráð fyrir. Þetta er um fimmtungur, um sautján til átján prósent af starfs- fólkinu, en það þýðir ekki endilega að það séu svo margir sem hætta. Sumir fara í minna starfshlutfall í vetur og koma svo aftur í fulla vinnu með vorinu,“ segir hann. Gunnar segir að spár um samdrátt hafi komið frá viðskiptavinum Flugþjónustunnar, til dæmis Iceland Express og SAS, og í samræmi við það hafi verið ákveðið að fara í hópuppsagnir. Með uppsögnunum sé verið að fækka nokkuð í grunnkjarnanum; talsvert af reyndu fólki fái uppsagnarbréf. Karl Sigurðsson, deildarstjóri hjá Vinnumála- stofnun, segir að Flugþjónustan á Keflavíkurflug- velli sé eina fyrirtækið sem hafi látið stofnunina vita af hópuppsögnum í þessum mánuði en hins vegar hafi hann lesið um fyrirhugaðar uppsagnir á flugmönnum og flugfreyjum hjá Icelandair í blöðum. „Við höfum fyrst og fremst upplýsingar um atvinnuleysi sem eykst lítið. Hins vegar höfum við einhverja tilfinningu fyrir því hvað muni gerast og horfur eru á að samdráttur verði með haustinu,“ segir hann. Tólf fyrirtæki, að Icelandair meðtöldu, hafa gripið til hópuppsagna á þessu ári. Um 582 starfsmenn hafa fengið uppsagnarbréf. Flestar hafa uppsagnirnar verið hjá Stafnási, þar sem 95 misstu vinnuna, og nú hjá Flugþjónustunni, samkvæmt upplýsingum Vinnumálastofnunar. Ástæður uppsagnanna eru yfirleitt rekstrar- erfiðleikar og fyrirsjáanlegur samdráttur í verkefnum, auk endurskipulagningar og hráefnis- skorts. Gert er ráð fyrir að starfsmannafundur verði haldinn hjá Icelandair í dag. Ekki hafa komið upp- lýsingar um hve mörgum verður sagt upp en búist er við að þeir verði 200-300 manns. ghs@frettabladid.is Um hundrað sagt upp hjá Flugþjónustunni Flugþjónustan segir upp 100 manns, eða fimmtungi starfsmanna, vegna sam- dráttar. Von er á uppsögnum hjá Icelandair. Minnst ellefu fyrirtæki hafa gripið til hópuppsagna á þessu ári og tæplega 500 starfsmenn fengið uppsagnarbréf. SAMDRÁTTUR FYRIRSJÁANLEGUR Flugþjónustan á Keflavíkur- flugvelli segir upp hátt í 100 starfsmönnum, þar af reyndu fólki úr starfsmannakjarnanum. Gunnar Olsen framkvæmda- stjóri segir að ekki hætti allir störfum, sumir minnki hjá sér starfshlutfallið. HÓPUPPSAGNIR FRÁ ÁRAMÓTUM Fjöldi Flugþjónustan Keflavíkurflugvelli 80-100 ANS 34 Kaupás 68 Nordic Sea 48 Glitnir 88 Mest 32 Stafnás 95 Íslenskar lyfjarannsóknir 26 IP fjarskipti 14 HB Grandi 62* Samherji 23 * Þar af eru átta í launalausu leyfi MENNTAMÁL Flestar umsóknir um skólavist í framhaldsskólum bárust til Verzlunarskóla Íslands og Menntaskólans við Hamra- hlíð. Þessir skólar þurfa að vísa frá um 600 nemendum sem höfðu valið skólana sem fyrsta kost. Á þessu ári sóttu 4.426 nemendur úr 10. bekk um skólavist í framhaldsskólum landsins. Þetta gerir um 95 prósent árgangsins en aðeins um 92 prósent 10. bekkjarárgangsins á síðasta ári sóttu um skólavist. Umsóknarferlið var með rafrænum hætti eins og undan- farin ár. - vsp Umsóknir flestar í MH og VÍ: Þurfa að vísa 600 manns frá DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur framlengdi í gær gæslu- varðhald yfir tveimur hollenskum kókaínsmyglurum til 7. júlí að beiðni lögreglustjórans á Suður- nesjum. Fólkið, par um fimmtugt, var handtekið við komuna til landsins 17. júní með um þrjú hundruð grömm af kókaíni í farangri sínum. Rannsókn málsins miðar vel en talið var nauðsynlegt að halda fólkinu lengur í varðhaldi vegna rannsóknarhagsmuna. Héraðs- dómur Reykjaness tók undir þá kröfu. - sh Hollenskir smyglarar sitja inni: Miðaldra par áfram í haldi 1 Hve margir Íslendingar vilja rannsaka pólitískar rætur Baugsmálsins, samkvæmt könn- un Fréttablaðisins um helgina? 2 Hve stór hluti nefndarmanna í nefndum á vegum ráðuneyt- anna er konur? 3 Á hvaða tungumáli verða Íslendingasögurnar gefnar út árið 2011? LÖGREGLUMÁL Eigandi hvolpsins sem fannst grafinn undir grjóti við Kúagerði á laugardag mætti til skýrslutöku hjá lögreglunni á Suðurnesjum í gær. Hann hefur stöðu grunaðs manns. Þetta staðfesti Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglu- stjórans á Suðurnesjum við Fréttablaðið. Hvolpurinn, sem er dobermanblendingur, var enn á Dýraspítalanum í Víðidal í gær. Hann var orðinn kátur og sprækur, át vel en var enn svolítið slæmur í annarri framlöppinni eftir fargið sem hann hafði verið grafinn undir. - jss Eigandi Kúagerðishvolpsins: Grunaður um verknaðinn HVOLPURINN Er allur að koma til. Fiskibátur sekkur Japönskum fiskibát hvolfdi og hann sökk úti fyrir austurströnd Japans í gær. Fjórir eru látnir og þrettán saknað. JAPAN VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.