Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 12
12 24. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ RV U N IQ U E 03 08 04 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Glerfínar gluggafilmur - aukin vellíðan á vinnustað 3M gluggafilmur fyrir skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verslanir og aðra vinnustaðiFagmenn frá RV sjá um uppsetningu „Ég skrifa lokaritgerðina mína í hagfræði í sumar og starfa einnig sem fréttaritari fyrir vefsíðuna fótbolti.net,“ segir Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður í fótbolta. „Ég er líka í endurhæfingu vegna meiðslanna sem ég hlaut fyrsta apríl við að stökkva í fyrirgjöf. Ég sleit hásin og er að vinna að því að koma mér aftur í stand, ég fer í sund á hverj- um degi og hjóla líka.“ Guðbjörg segir endurhæfing- una ganga ágætlega og er búin að losna við hækjurnar sem hún notaði í tvo mánuði eftir slysið. Hún segir þó erfitt að segja til um hve- nær hún geti aftur byrjað að spila. „Aðgerðin gekk vel og læknarnir miða við að þetta taki allt um hálft ár en það er samt erfitt að segja. Ég er samt ennþá í kringum fótboltann með því að skrifa fótboltafréttir.“ Guðbjörg ætlar að einbeita sér að náminu í sumar auk skrifanna um fótbolta. „Ég ætla að skrifa lokaritgerðina mína í sumar, útskrifast í haust og er búin að skrá mig í meistaranám í fjármálahagfræði frá haustinu. Ritgerðin mín fjallar um áhrif fjármála hins opinbera á íþróttaiðkun og þannig tengi ég saman hagfræðina og áhuga minn á íþróttum. Ég er að bera saman Ísland og Norðurlöndin og það er spennandi að sjá hvaða áhrif fjármál hins opinbera hafa til dæmis á það hversu margir iðka íþróttir.“ Þá segist Guðbjörg vera að gæla við að komast á Þjóðhátíð um verslunarmanna- helgina. „Ég er ekki viss um hvort fóturinn verði tilbúinn í það. Ég ætlaði líka í útskriftar- ferð með hagfræðinni en mátti ekki fara í flugið,“ segir Guðbjörg, sem stefnir samt á að komast til útlanda í sumar. „Mér finnst líklegt að ég fari til London og fljúgi þaðan í sólina þegar ég hef tíma.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? GUÐBJÖRG GUNNARSDÓTTIR MARKVÖRÐUR Í FÓTBOLTA Skrifar fótboltafréttir og ritgerð í sumar Hættulegar kosningar „Við getum ekki beðið al- menning um að kjósa, þegar atkvæði fólks geta kostað það lífið.“ MORGAN TSVANGIRAI, LEIÐTOGI STJÓRNARANDSTÖÐUNNAR Í SIMBABVE, TILKYNNIR AÐ HANN HAFI DREGIÐ FORSETAFRAMBOÐ SITT TIL BAKA. Fréttablaðið 23. júní. Hvunndagshetjan „Ég greip í höndina á mann- inum og sneri hann í jörðina, þá missti hann dúkahnífinn.“ ARON PÁLMI AFVOPNAÐI MANN SEM ÓGNAÐI UNGLINGSPILTI MEÐ HNÍFI Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR. DV 23. júní. Sundgarpurinn Benedikt Lafleur er í Dover á Eng- landi og bíður uns veður verður hagstætt til sund- ferðar til meginlands Evrópu. Það verður í annað sinn sem hann reynir sund yfir Ermarsund. Síðast varð hann að leggja árar í bát nokkrum kílómetrum undan ströndum Frakklands. Þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til Benedikts var hann ekki viss um hvort hann legði í hann um kvöldið eða hvort brottför yrði að bíða næstu daga. En hvað segir honum að þetta takist nú? „Reynsluleysi mitt og föruneytis varð okkur fjötur um fót í síðustu ferð,“ segir hann. „Það eru um 34 kílómetrar á milli stranda þar sem styst er en ég var örugglega búinn að synda fjörutíu kílómetra. Síð- ustu kílómetrana var ég ekki í neinu sambandi við fylgdarbátinn, sem er afar vont. Svo höguðum við næringargjöf- inni ekki nógu skynsamlega. Ég varð að veiða næringarskammt- inn upp úr háfi og þegar straum- arnir voru hvað sterkastir gat þetta verið mikið basl. Nú verður þessu komið til mín á línu. Svo blekkir tálsýnin syndandi mann. Mér sýndist Frakklandsströnd vera alveg við nefið á mér en sú var alls ekki raunin.“ Það var því súrt í broti þegar skipstjóri fylgd- arbátsins tók þá ákvörðun að nú skyldi sundi lokið en hann á síð- asta orðið þegar ákvörðun er tekin um sundlok. Benedikt hefur að undanförnu verið á Reykjum í Skagafirði þar sem hann hefur unnið að uppbygg- inu í ferðaþjónustu ásamt Jóni Eiríkssyni frá Fagranesi, sem betur er þekktur sem Jón Drang- eyjarjarl. Benedikt segist oft hafa horft til eyjunnar atarna og hugs- að til Grettis, sem sennilega er okkar frægasti sjósundskappi hvað sem öllu Ermarsundi viðvík- ur. „Mig langar iðulega að skella mér til sunds á slíkum stundum enda ætla ég að láta verða af því síðar í sumar að synda út í Drang- ey,“ segir hann en eins og allir vita synti Grettir úr Drangey til lands. Í Skagafirðinum hefur Benedikt stundað sahaja-jóga, sem kemur sér vel í sundinu þar sem einbeit- ingar er krafist langtímum saman. Sennilega kemur stóíska róin sem umlykur Benedikt þaðan, þótt hann eigi sextán klukkustunda til sólar- hrings langt sund fyrir höndum. „Í síðasta Ermarsundi var ég 22 tíma en ég stefni á að komast þetta á 16 til 17 klukkustundum.“ Að svo kveðnu er Benedikt kvaddur og þess óskað að hann njóti morgun- verðar á næstu dögum, sæbarinn en sigursæll á Gráanefs höfða (Cap de Girsnez) í Frakklandi. jse@frettabladid.is Nær sólarhring í sjónum BENEDIKT LAFLEUR Í SKAGAFIRÐI Skagfirskur sjór hefur hert Benedikt upp fyrir sundið yfir Ermarsund sem hann á fyrir höndum. Síðar í sumar fer hann aftur í Skagafjörðinn og syndir út í Drangey, sem virðist véla hann til slíkrar sundferðar. MYND/FEYKIR Sjaldgæf sjón blasti við nokkrum Grafarholtsbúum á sunnudag þegar hryssa áði ásamt tíu daga gömlu folaldi sínu í einbýlishúsagarði í hverfinu. Hryssan, sem heitir Bylgja, er verðlaunahestur og er fífilbleik að lit, rétt eins og dóttir hennar, Göldrun frá Geitaskarði. Þær mæðgur komu við í Reykjavík á leið sinni til Suðurlands, þar sem Bylgju beið mikilvægt verk- efni. „Bylgja var að fara að fjölga kyninu í samstarfi við mikils metinn stóðhest,“ segir Sigurður E. Levy, deildarstjóri sölu- og þjónustudeildar Lánstrausts hf. og annar eigandi hestanna. Nú er fyrri gangmálum að ljúka, en hryssur eru yfirleitt annað hvort leiddar undir stóðhesta snemma sumars eða síðsumars. „Það er gaman að fara í svona ferð á þessum tíma árs,“ segir Sigurður og bætir við að það hefðu ekki aðeins verið mennirnir sem skemmtu sér í ferðinni. „Mæðgunum líkaði áningin í Grafarholtinu vel, en hún var nýtt til að næra sig og njóta hvíldar,“ segir Sigurður. „Þær virtust kunna prýðilega við sig í höfuðborginni.“ - ges Tíu daga folald í Grafarholtinu MÆÐGUR Í BORGINNI Líkast til hefur einhverjum brugðið við að sjá hryssu og folald í einbýlishúsagarði. MYND/ SIGURÐUR LEVY „Það er búið að eyða svívirðilega miklum pen- ingum í þetta mál. Ég vil ekki að meira sé eytt í þessa vitleysu af skattpeningunum mínum,“ segir Þorbjörn Jensson, forstöðumaður Fjölsmiðjunnar og fyrrverandi landsliðsþjálfari karla í handknattleik, um hugmyndir sem uppi eru um að rannsaka meintar pólitískar rætur Baugsmálsins. „Miðað við þann mikla tíma og þær fjárhæðir sem hafa farið í þetta mál er uppskeran heldur rýr. Það finnst mér ákveðinn áfellisdómur yfir þeim sem fóru af stað með málið í upphafi. Hverjir það eru get ég ekki sagt til um. En hvort sem það eru pólitíkusar eða aðrir, þá eru þeir einhvers staðar í felum að skammast sín.“ SJÓNARHÓLL FREKARI RANNSÓKN Á BAUGSMÁLINU Ekki meiri peninga í Baugsmál ÞORBJÖRN JENSSON Forstjóri Fjölsmiðjunnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.