Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 16
16 24. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. VIÐSKIPTARITSTJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Um miðja síðustu öld var vinsæl matvöruverslun á Austurgötu 25 í Hafnarfirði sem auglýsti undir slagorðinu Gunn- laugur sér um sína, og það munu ekki hafa verið orðin tóm. Á tímum skömmtunar og þrenginga lagði kaupmaðurinn, Gunnlaugur Stefánsson, metnað sinn í að útvega viðskiptavinum sínum eftirsóttar nauðsynjavörur og var úrræðagóður og laginn í þeim efnum. Þetta var á þeim árum sem hverfiskaupmaðurinn þekkti viðskiptavini sína persónulega, sem og fjölskyldur þeirra og aðstæður. Auk verslunarreksturs rak Gunnlaugur um árabil útgerð frá Hafnarfirði og víðar, sat í stjórn KFUM í Hafnarfirði og stjórn Kaupmannafélags Hafnarfjarðar. Hann var einn af stofnendum Félags íslenskra iðnrekenda og Félags óháðra borgara í Hafnar- firði. Hann hafði því bærilegar aðstæður til að þekkja og skilja aðstæður Hafnfirðinga og og lét sig þær varða. Guðspjall dagsins Margt hefur breyst í viðskipta- lífinu síðan Gunnlaugur var og hét. Almenningur kaupir nú inn til heimilisins í stórmörkuðum og þar er naumt um persónuleg samskipti. Kaupmaðurinn á horninu er liðin tíð, þótt ein og ein búðargersemi leynist hér og þar. Guðspjall dagsins er að slá í gegn, helst í fjármálastofnun, fjöl- miðlun eða fyrirtækjarekstri. Gífurlegt framboð af leiðum til skilnings á leyniþráðum velgengn- innar hefur skapað upplýsta og sjálfsörugga stétt sérfræðinga á þessum sviðum, en stundum finnst manni þó skorta skilning á mannlegu eðli og samhengi hlutanna hjá þeim sem ættu að vita betur. Æ ofan í æ heyrir maður um furðulegan dómgreindarbrest af hálfu þjónustufyrirtækja þegar kemur að samskiptum við mikilvæga viðskiptavini. Þau útvega það sem um er beðið eins og um greiðvikni sé að ræða og sýna hagsmunum viðskiptavinar- ins og persónu hans engan áhuga. Viðskiptavinirnir eiga oftast annan kost og taka hann gjarnan. Hætta án útskýringa öllu sam- starfi við fyrirtækið. Ég sá einu sinni umfangsmikla könnun sem bankastofnun hafði látið gera meðal viðskiptavina sinna. Þeir voru beðnir um að segja frá reynslu sinni af þjón- ustu fyrirtækisins, hvað þeir væru ánægðir með og hvað ekki. Aftast í skýrslunni voru svör þeirra á nokkrum blaðsíðum, og þegar við fengum hana í hendur sagði einn af starfsmönnum bankans að þessi svör myndu naumast koma á óvart. Þeir sem hefðu fengið lánafyrirgreiðslu myndu vera sáttir en hinir ekki. Annað kom á daginn. Hver viðskiptavinurinn á fætur öðrum sagði frá atvikum sem að þeirra mati var sérlega góð þjónusta, og kostaði bankann ekki krónu. Þetta voru gjarnan lítil viðvik sem viðkomandi starfsmanni bar ekki skylda til að gera: Starfsmaður sem var á leið út í mat mætti í dyrunum fullorðinni konu sem sneri sér yfirleitt til hans með sín mál. Starfsmaðurinn heilsaði konunni glaðlega, fór úr yfirhöfn- inni og snaraði sér inn fyrir afgreiðsluborðið og leysti úr málum hennar. Þessi kona fór út úr bankanum með þá tilfinningu að hún skipti einhverju máli hjá fyrirtækinu. Margir nefndu samsvarandi dæmi. Nánast engin fyrirhöfn og engin útlát. Aðeins persónuleg samskipti, sprottin úr áhuga á öðru fólki og aðstæðum þess. Fólkið í firðinum Hundrað ára afmæli Hafnar- fjarðar er nú haldið með glæsi- brag. Eitt af því sem boðið er upp á í tilefni þessara tímamóta er ljósmyndasýning Árna Gunn- laugssonar í Hafnarborg. Þetta eru hundruð ljósmynda af Hafnfirðingum teknar á árunum 1960 til 1992. Þarna er fólk sem komið er yfir miðjan aldur og hefur sett svip á umhverfi sitt með einum eða öðrum hætti. Margar myndanna eru teknar á förnum vegi, en aðrar tengjast stöðum eða áhugamálum viðkom- andi. Þarna er til dæmis mynd af Guðmundi nokkrum sem vann hjá Einarsbræðrum og fór jafnan á hesti í vinnuna og mynd af sr. Garðari Þorsteinssyni á heimleið frá messu í Hafnarfjaðarkirkju eftir að hafa sett nýja presta inn í embættið sem hann hafði gegnt um árabil. Árni hefur gefið út þrjár bækur með myndum af eldri Hafnfirð- ingum og greinargóðum upplýs- ingum um þetta fólk og er sýningin að mestu byggð á þeim myndum. Svona gerir enginn nema honum sé annt um sam- ferðafólk sitt og bæinn sinn. Hann minnir okkur á að bærinn er ekki húsin í hrauninu, heldur fólkið sem í þeim býr. Lögfræðingurinn og lagasmiðurinn Árni Gunnlaugs- son sat í bæjarstjórn í mörg ár. Hann hefur sjálfur sett svip á daglegt líf í Hafnarfirði, léttur í spori, mannblendinn og áhuga- samur um málefni dagsins. Með þeirri virðingu fyrir fólkinu í bænum sem birtist í myndum hans og þeirri atorku sem að baki liggur er vel hægt að segja að Árni sjái um sína, rétt eins og Gunnlaugur faðir hans gerði. Að sjá um sína JÓNÍNA MICHAELSDÓTTIR Í DAG | Virðing fyrir náunganum UMRÆÐAN Stefán Jóhann Stefánsson skrifar um frístundakort Frístundakortin sem innleidd voru í Reykjavík fyrir nokkru hafa gagnast mörgum og komið rekstri íþróttagreina á styrkari grunn í einhverjum tilvikum. Að vísu er reynslan af kortunum ekki löng svo gæðamati ber að taka með vissum fyrir- vara. Í frétt í Fréttablaðinu 15. júní sl. var fjallað um frístundakortin og dregnir fram ýmsir jákvæðir þættir, svo sem þeir að frændur vorir á Norðurlöndum líti til kortanna með áhuga. Ekki gátu viðmælendur blaðamanns um neikvæða reynslu af kortunum, sem þó hefur verið fjallað um á vettvangi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur. Einn helst ókosturinn sem komið hefur fram er sá að kortið virðist vera nýtt betur eftir því sem tekjur fjölskyldu iðkenda hækka. Þetta vakti sérstaka athygli þeirra sem tóku saman skýrslu fyrir ÍBR um málið, en sú skýrsla var kynnt fyrir íþrótta- og tómstundaráði. Þeim tilgangi virðist því ekki hafa verið náð að tryggja með kortunum jafna þátttöku barna óháð tekjum foreldra. Að vísu er gert ráð fyrir að gripið sé til sérstakra ráðstafana, m.a. til handa hinum tekjulægri, en enn er óljóst hverju það skilar. Þetta er miður, en kemur svo sem ekki á óvart miðað við reynslu annarra sveitar- félaga sem tekið hafa upp svipað fyrirkomu- lag. Styrkir af þessu tagi virðast almennt fremur leita til þeirra sem hafa hærri tekjur fyrir. Þetta vekur einnig upp spurningar um fyrirkomulag annarra styrkja, t.d. á vegum ÍTR. Þannig hefur komið í ljós að á rúmlega áratug hafa styrkir Afreks- og styrktarsjóðs raðast þannig niður að eitt hverfafélag í Reykjavík hefur fengið langmest, eða 30% fjárins, á meðan annað fékk 0,9%. Ég tel að þessi munur sé meiri en svo að réttlæt- anlegt sé og það sé ástæða til þess, t.d. í ljósi þess sem fram kom í skýrslu ÍBR um frístundakortin, að skoða þess mál gaumgæfilega og leita leiða til að jafna betur aðstöðu barnanna í borginni. Höfundur er varaborgarfulltrúi og fulltrúi Samfylkingar í íþrótta- og tómstundaráði. Nýtast betur tekjuháum STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON Tillitssemin Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjarnefndar, telur ekki tilefni til sérstakrar rannsóknar á Baugs málinu. Í Fréttablaðinu í gær segir hann pólitískt skipaðar rannsóknarnefndir hafa litlu hlutverki að gegna eftir að dómur fellur; betur færi á að þeir sem teldu sig hafa sætt órétti höfðuðu skaðabótamál. Birgir áréttar þó að Baugsmálið hafi tekið langan tíma og vafalaust sé margt sem megi læra af því. Það sama sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, á dögunum og uppskar ákúrur Sigurðar Kára Kristjánssonar, þing- manns Sjálfstæðis- flokksins, fyrir vikið. Ætli Birgi verði líka brigslað um tillitsleysi í vikulokin? Kynfylgja Smári McCarthy, formaður Félags um stafrænt frelsi á Íslandi, skrifaði greinarkorn í Morgunblaðið í gær um stafrænt eftirlit á óbreyttum borgur- um, sem honum þykir hafa tekið út yfir allan þjófabálk. Ekki kemur fram hvort formaðurinn sé af sömu ætt og bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Joseph McCarthy, en sá var líka áhugasamur um per- sónunjósnir – reyndar á öðrum forsendum en Smári. Vont er þeirra rang- læti... Helga Völundardóttir, íbúi á Bergstaðastræti, er óhress yfir að borgarstarfsmenn máluðu yfir húsvegg móður hennar, sem hún og maður hennar höfðu myndskreytt eftir kúnstarinnar list. Að sögn Jakobs Frímanns Magnússonar miðborgarstjóra eru breytingar á ytra byrði húsa leyfis- skyldar og hvetur hann þá sem vilja mála listaverk á hús sín til að sækja um leyfi. Nú er það sitt hvað, hirðuleysi og sérstakur smekkur, og óþarfi að refsa fólki fyrir það síðarnefnda; í sjálfu sér er það nógu bíræfið að borgaryfirvöld verði að veita blessun sína þegar mála á húsvegg. En hefur steininn ekki tekið úr þegar starfsmenn borgarinnar mæta óforvar- endis, vopnaðir penslum og grárri málningu, í skjóli nætur ef þeim hugnast ekki nýr húslitur? bergsteinn@frettabladid.is Markaðurinn fylgir Fréttablaðinu á morgun Hver er þín kjaraskerðing? Forystumenn Carnegie um Íslensku fjárfestana Nóbelsverðlaunahafinn Joseph Stieglitz Er gamla Sambandið enn við góða heilsu? Í Markaðnum á morgun Þ að kemur ekki á óvart að mikill meirihluti þjóðarinnar telur rétt að hefja rannsókn á því hvort Baugsmálið eigi sér pólitískar rætur. Skoðanakönnun Fréttablaðsins, frá því um helgina, sýnir að það sjónarmið er afgerandi meðal stuðningsmanna allra flokka. Líka Sjálfstæðis- flokks, þótt munurinn milli þeirra, sem vilja láta kyrrt liggja, og hinna sem vilja rannsaka, sé minni í því tilfelli. Jóhannes Jónsson í Bónus, fagnar víðtækum stuðningi við rann- sókn. Enda hafa forráðamenn Baugs allt frá upphafi sagt aðgerð- ir yfirvalda úr öllu samhengi við sakargiftirnar og sagt ástæður afskipta lögreglunnar af fyrirtækinu af pólitískum toga. Niðurstöður könnunar Fréttablaðsins má túlka á ýmsa vegu. Þær geta endurspeglað þá skoðun aðspurðra að pólitík hafi verið að baki rannsókninni á Baugi. En þeir, sem svöruðu spurningunni um rannsókn játandi, geta allt eins álitið að pólitík komi málinu ekkert við, og nauðsynlegt sé að taka af allan vafa um það. Sjálfstæðismaðurinn Birgir Ármannsson, formaður allsherjar- nefndar Alþingis, segir ekki tilefni til að skipa pólitíska nefnd um rannsókn á upphafi Baugsmálsins. Það er örugglega rétt mat hjá Birgi að nefnd skipuð af Alþingi hafi litlu hlutverki að gegna eftir að dómsniðurstaða er fengin í málum. Það má telja full víst að könnun slíkrar nefndar myndi leiða í ljós að á öllum stigum Baugsmálsins voru það til þess bærir menn innan réttarkerfisins, sem tóku ákvarðanir um húsleitir, rannsóknir og ákærur. Eins og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur sagt, um annað umdeilt mál, þá voru símhleranir kalda stríðs áranna liður í „lög- regluaðgerðum“ og „óvirðing“ við dómara, sem heimiluðu þær, að halda öðru fram. Hitt er annað mál að ríkissaksóknari hefur heimild til að rann- saka hvort lögreglan og ákærandi hafi misfarið með rannsóknar- og ákæruvald sitt í Baugsmálinu. Rétt eins og formaður allsherjar- nefndar bendir á er málið þannig vaxið að „vafalaust er margt sem við getum lært af því í sambandi við hvernig okkar réttar- kerfi virkar.“ Fleiri stjórnmálamenn en Birgir hafa rætt um þann lærdóm sem megi að draga af Baugsmálinu. Rannsókn ríkissaksóknara myndi án vafa vera dýrmætt innlegg í þann námsferil. Möguleg pólitísk afskipti af upphafi og framgangi Baugsmáls- ins á hins vegar tæplega vel heima í höndum lögspekinga. Það er frekar verkefni fyrir sagnfræðinga, stjórnmálfræðinga, félags- fræðinga og jafnvel sálfræðinga að skoða þá stemningu sem ríkti í ákveðnum kimum samfélaginu þegar málið varð til á sínum tíma. Sú rannsókn mun örugglega fara fram einn daginn. Vafa- laust verða tölvupóstar, sem Fréttablaðið sagði frá haustið 2006, mikilvæg gögn í þeirri vinnu. Þeir póstar upplýstu um fundarhöld þriggja manna um það sem mörgum vikum síðar varð einmitt að Baugsmálinu. Þessir menn voru einn helsti ráðgjafi þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins, þáverandi ritstjóri Morgunblaðs- ins og þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Eins og í hlerunarmálum kalda stríðsins og öðrum stórum málum er það sagan sem mun á endanum kveða upp sinn dóm. Að rannsaka stemningu: Pólitíkin og Baugsmálið JÓN KALDAL SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.