Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 18
[ ] Samstilltur flokkur frískra kvenna hittist reglu- lega klukkan níu á hverjum morgni í Hreyfingu í Glæsibæ og tekur á í klukkutíma í ræktinni. Sum- ar hafa haldið hópinn í yfir tuttugu ár og alltaf æft í stöðvum Ágústu Johnson. „Hér er ekki í boði að sofa yfir sig eða skrópa í marga daga. Ef einhverja vantar er hringt í hana til að athuga af hverju hún mæti ekki,“ segir Auður Tryggvadóttir hlæjandi. Hún er ein af föstum þátttakendum í „níu“- tímunum í Hreyfingu sem blaðamaður hitti þar á staðnum einn föstudagsmorgun eftir fjörugan dans- tíma hjá Kristni Mána Þorfinnssyni. „Við sleppum aldrei tímum hjá honum,“ segir ein kvennanna. Hann er líka ánægður með gellurnar sínar. „Þetta er flinkasti níuhópur á Íslandi ef ekki í veröldinni,“ segir hann og bætir við: „Þar er aldrei stigið feilspor.“ Hópurinn hefur haldið saman lengi, sumar í meira en tuttugu ár, og alla tíð hist í stöðvum Ágústu Johnson. Margar hafa hætt í tímans rás því þeim hefur dottið sú fjarstæða í hug að fara að vinna á morgnana eins og vinkonurnar orða það. Aðrar hafa hætt að vinna til að geta stundað ræktina reglulega og nýjar hafa bæst við. Konurnar segja níutímana fjölbreytta, „Það eru danstímar, pallatímar, jóga og spinning og stundum er lóðum lyft,“ lýsa þær og segjast yfirleitt fara í kaffi - stofuna á eftir til að fá sér hressingu. Einu sinni í mánuði koma þær með bakkelsi og leggja á borð og síðan fara uppskriftir á milli á netinu á eftir. „Við tölum voða mikið um mat,“ segja þær hlæjandi. „Einn af kostunum við að vera í líkamsrækt er að maður má borða líka. Það er stór hluti af ánægjunni. Svo hittumst við líka utan stöðvarinnar, förum í leikhús, spa, dekur og út að borða.“ segja þær. En skyldu konurnar ganga að sínum pöllum og tækjum vísum þegar þær koma í stöðina? „Já, við helgum okkur viss stæði,“ segir ein. „Það er gott að geta verið alltaf á sama stað, þá ruglast maður síður í því hvað er vinstri og hvað er hægri! Maður er líka svo vana fastur,“ segir önnur glaðlega og sú þriðja bætir við: „Já, það er alltaf gott að hafa fundið sína fjöl.“ gun@frettabladid.is Aldrei stigið feilspor Níuhópurinn spræki: Anna María Petersen, Svandís Kristian- sen, Bryndís Lúðvíksdóttir, Jóna Lár, Halldóra Baldvinsdóttir, Anna Lár, Unnur Ólafsdóttir, Ásrún Guðmundsdóttir, Laufey Hauksdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Sólrún Óskarsdóttir, Hlín Pálsdóttir, Sigríður Þorsteinsdóttir, Kristín Vigfúsdóttir með barnabarnið Kristínu Sölku Auðunsdóttur, Auður Tryggvadóttir og Helga Arnþórsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Það er ekkert gefið eftir í pallaæfingunum hjá Kristni Mána í Hreyfingu í Glæsibæ. FR ÉT TA B LA IÐ /V IL H EL M Rúm er húsgagn sem við notum á hverjum degi. Nauðsynlegt er að vanda valið á rúmi, því svefninn er svo dýrmætur fyrir heilsuna. Svefninn endurnærir og gerir okkur kleift að takast á við daginn. Höf›abakka 9 (sama hús og Hreyfigreining) • Brasilískt súkkula›ivax • Frábærar líkamsme›fer›ir sem losa flig vi› appelsínuhú›, slit og slappa hú›! • Leirvafningar, andlitsme›fer›ir, för›un og fleira • FRÁBÆR TILBO‹ Panta›u tíma í síma 557 3939 • Brasilískt súkkulaðivax TILBOÐ: 4800 kr áður 5800 kr • Frábærar líkamsmeðferðir sem losa þig við appelsínuhúð, slit og slappa húð! • FRÁBÆR TILBOÐ Pantaðu tíma í síma 557 3939 HEYRNARÞJÓNUSTA Við bjóðum fullkomnustu heyrnartækin frá danska framleiðandanum ReSound Heyrnarþjónustan Heyrn ehf. Hlíðasmára 11. 201 Kópavogur. Sími 534 9600. netf: heyrn@heyrn.is * Hágæða heyrnartæki með vindvörn * Fyrstu hlaðanlegu heyrnartækin * Einföld og þægileg í notkun Tímapantanir í síma 534-9600 * Heyrnarþjónusta * Heyrnarmælingar * Heyrnartæki * Ráðgjöf Azure er nýjasta og háþróaðasta heyrnartæki sem ReSound framleiðir. Hugmyndin að baki Azure heyrnartækinu er að heyrn með því verði eins eðlileg og frekast er unnt. Kristaltær tónn án takmarkana og ama fyrir notandann - rétt eins og hann á að vera. Azure flokkar ekki það sem notandinn fær að heyra og takmörkuð stærð tölvuforrita afmarkar ekki hljóðvinnslu þess. Nánari upplýsingar á www.heyrn.is AZURE EFLIR HEYRN Á EÐLILEGAN HÁTT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.