Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 19
[ ]Badminton er skemmtilegur sumarleikur. Á sumrin reyna flestir að nýta góðviðrisdagana og fara út í blíðuna. Því ekki að sameina útiveru og skemmtun og skella sér í badminton? Margrét Pétursdóttir leikkona segir svalirnar í Grænuhlíðinni vera mikið notaðar á sumrin enda eru þær skjólgóðar með eindæmum. „Á svölunum er yndislegt að vera,“ segir leikkonan Margrét, sem státar af einstaklega skjólgóðum svölum enda eru þær mikið notaðar þegar vel viðrar í Reykjavíkinni. „Í Spánar- blíðunni sem getur orðið á svölun- um blómstra blómin í pottunum. Þar er að finna kirsuberjatré og töfratré, en blómin á þeim eru bleik og springa út í byrjun vors,“ bætir hún við. Gasgrillið er mikið þarfaþing. „Ég hef verið að þrjóskast við að grilla og seinni part sumars er ég orðin ágætlega flink við grillið,“ segir hún í léttu gríni og bætir við að hún hafi aldrei fund- ið sig í því að grilla á kolagrilli. „Ég hafði ekki þolinmæði í það, heldur sein- legt að mínu mati.“ Þar sem Mar- grét vinnur mikið heima við á sumrin notar hún svalirnar heilmikið til að viðra sig yfir daginn. „Þar hringi ég ófá sím- tölin og tek þar reglulegar kaffi- pásur. Ég hef reynt að nota fartölvuna á svölun- um en það hefur ekki gengið,“ segir leikkonan, sem kunn er fyrir aðkomu sína að leikhúsi heyrnar- lausra, Draumasmiðjunni, sem hún stofnaði fyrir fjórtán árum. Margrét tekur sér ýmislegt fyrir hendur á svölunum, enda í mörg horn að líta þegar skipuleggja þarf heilu leiksýningarnar. Það er ekki bara textavinna heldur þarf oft að hella sér út í búningavinnu líkt og hatta og kjólasaum að hennar sögn. - vg Sumarstuð á svölunum Mæðgurnar og leikkonurnar Margrét Pétursdóttir og Soffía Jakobsdóttir með tíkinni Sófí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Drepfyndin lesning í … • sólbaðinu • verslunar- ferðinni • flugvélinni • sumar- bústaðnum • skútunni • bílnum • tjaldinu … hvar sem er og hvenær sem er! einfaldlega

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.