Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 22
 24. JÚNÍ 2008 ÞRIÐJUDAGUR2 ● fréttablaðið ● austurland Hjá Alcoa Fjarðaáli á Reyðar- firði eru um 29 prósent starfs- manna konur. Unnið er að því að fjölga konum frekar þar til kynjahlutfallið er orðið jafnt. Kvenréttindadagurinn, 19. júní síðastliðinn, var haldinn hátíð- legur í Alcoa Fjarðaáli á Reyðar- firði. Boðið var til bleiks kaffi- samsætis kvenna og undirstrikar það þá stefnu álversins að hafa jafnmarga starfsmenn af hvoru kyni. Um 150 konur af svæðinu í kringum álverið sóttu kaffiboðið. Konur fluttu ávörp og tónlist var leikin. „Það var svolítið skemmtilegt að það voru tvær konur sem fluttu ávörp. Þær heita báðar Stella og eru amma og sonardóttir,“ segir Erna Indriðadóttir, framkvæmda- stjóri Alcoa Fjarðaáls. Hún bætir við að það hafi verið gaman að heyra tvær kynslóðir tala um jafnréttismálin. „Þær voru mjög harðar og hvöttu konur til dáða.“ Starfsmannastefna Alcoa Fjarðaáls er sú að jafnmargar konur og karlar vinni hjá fyrir- tækinu. Hefur sú stefna vakið sér- staka athygli erlendis. „Ég var á fundi í Bandaríkjunum og þeim fannst við setja markið allt of hátt. Þetta væri ekki alveg raunsætt,“ segir Erna, sem finnst raunhæft að stefna að jöfnu kynjahlutfalli ef jafnréttisstefna er á annað borð rekin í fyrirtæki. „Við ætlum ekki að hvika neitt frá þeirri skoðun. Við höldum áfram að berjast fyrir þessu.“ Starfsmannastefnan byggist að stórum hluta á sjálfbærniverk- efni Alcoa Fjarðaáls og Lands- virkjunar. Í upphafi var stór hópur fólks, sem var með og á móti ál- verinu, fenginn til að ræða um það. Í ljós kom að á Austurlandi eru karlar átta prósentum fleiri en konurnar og að það vantaði störf fyrir konur. Á þessum verkefni byggist stefnan sem mótuð var í tengslum við mannaráðningar. Í dag eru um 29 prósent starfs- manna Alcoa konur. Erna ítrekar að stefnan sé að þær verði helm- ingur starfsmanna. „Við setj- um það ekki fyrir okkur þó þetta náist ekki á fyrsta degi. Við ætlum að halda áfram að vinna að þessu hörðum höndum.“ - mmf Konur hvattar til dáða Stefna Alcoa í jafnréttismálum er að jafnmargir karlar og konur verði í vinnu hjá fyrirtækinu. MYND/HREINN MAGNÚSSON Þau ólust upp á Norðfirði og eru komin heim aftur eftir nám og störf erlendis og á höfuðborgarsvæðinu. Hann er fræðslustjóri hjá Alcoa og hún fjármálastjóri Fjarðabyggðar. Sigurður Ólafsson og Jóna Árný Þórðardóttir hafa hreiðrað um sig á Skorrastað í Norðfirði sem er rétt við veginn milli Oddsskarðs og Neskaupstaðar. „Þetta er ættaróðal,“ segir Jóna brosandi. „Við tókum við húsi afa og ömmu, sem eru nýlega farin á elliheimili. Foreldrar mínir eru svo á næsta bæ.“ Sigurður segir þau hjón hafa búið víða og alls staðar líkað vel en hvergi eins og í heima- högum innan um sitt fólk. „Við vilj- um að börnin okkar njóti þess að alast upp við frelsi eins og við gerð- um sjálf og að vera í sveit er mik- ill kostur. Við erum með hesta og hér eru kindur og hænur. Þetta er ævintýraheimur fyrir krakka.“ Jóna og Sigurður hafa verið par síðan 1994. Þau héldu saman til borgar innar eftir stúdentspróf en komu austur aftur eftir að hann hafði lokið BA-námi í félagsfræði við Háskólann. Sigurður fór að vinna við héraðsfréttablaðið Austur land en Jóna baukaði við barna uppeldi og fleira. Hugurinn stóð samt til frekara náms og þau byrjuðu á að fara til Bretlands þar sem hann tók meistaranám í mann- auðsstjórnun en færðu sig síðan til Danmerkur þar sem Jóna nam við- skiptafræði. Eftir það lá leiðin til Reykjavíkur. Jóna lauk námi og hóf að vinna hjá KPMG en hann starf- aði hjá Skýrr og síðan varnarlið- inu. En Austurlandið beið og þegar Jónu bauðst starf hjá KPMG eystra og álverið var að rísa ákváðu þau að flytja. „Það er gott að búa á lands- byggðinni. Þar skiptir hver og einn meira máli en í borgunum og er ekki bara neytandi heldur líka ger- andi,“ segir Sigurður. Tekur hann sem dæmi að fyrir austan spili hann í hljómsveitum í stað þess að sækja tónleika eins og í Reykjavík. Jóna tekur undir það. „Við erum ekki í einangrun hér og ef okkur langar í leikhús eða annað fyrir sunnan þá bara skreppum við.“ Starf Sigurðar snýst um fræðslu og þekkingarmál í álverinu. „Það þarf mikla kennslu til að koma ál- verksmiðju í gang með 450 óreynd- um starfsmönnum,“ segir hann. En telja þau álverið þá vítamínsprautu fyrir atvinnulífið eystra sem því var ætlað? „Já, ástandið hér væri skuggalegt ef álverið hefði ekki komið,“ segir Sigurður. „Störfum í sjávarútvegi hefur fækkað um 300 í Fjarðabyggð á fjórum árum vegna kvótaskerðingar, aflabrests, tækni- væðingar og hagræðingar.“ Jóna hefur bætt við sig löggild- ingarprófi sem endurskoðandi og að fæðingarorlofinu loknu tekur hún við sem fjármálastjóri Fjarða- byggðar. „Ég hef annast ráðgjöf fyrir sveitarfélagið og ákvað að stökkva á þetta starf þegar það losnaði. Ég verð í Neskaupstað þannig að stutt er í vinnuna og það eru forréttindi.“ - gun Gott að búa úti á landi Franska listakonan Anne Pesce opnar sýninguna Hvað heiti ég eða Quel est mon nom, eins og hún heitir á frummálinu, í Gall- erí Klaustri 5. júlí næstkomandi og stendur sýningin til 1. ágúst. Anne hefur tvisvar dvalið í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri, síðast í janúar 2007, og eru verk- in afrakstur af veru hennar þar. Myndir hennar sýna landslag sem er undir áhrifum frá veður- breytingum og ríkjandi and- rúmslofti. Sól, rigning, vindur og snjór hafa áhrif á framvindu listsköpunarinnar ásamt þeim áhrifum sem veðrið og umhverf- ið hafa á hugmyndaflug og tján- ingu listamannsins, en myndirn- ar sýna stöðug umskipti. Anna, sem er fædd í Pantin í Frakklandi árið 1963, lagði upp í ferð á hjara veraldar í leit að efniviði. Hún nam land á Íslandi, varð hugfangin af landinu og hafa kynni hennar af íslenskri náttúru valdið straumhvörfum í listsköpun hennar. Hún er sérstaklega heilluð af dimmum vetrinum þegar sólin brýst einungis fram í nokkra tíma á dag. Hún lýsir ferðalögum sínum með eftirfar- andi hætti: „Að ferðast ein fær mig til að sökkva mér svo djúpt inn í lands- lagið að ég hætti að hugsa.“ - ve Heilluð af Íslandi Quel est mon nom_D12 MYND/ANNE PESCE Quel est mon nom_P03 MYND/ANNE PESCE Þegar keyrt er austur á Breiðdals- vík blasir stórt timburhús við sem sker sig úr frá hefðbundnum ís- lenskum byggingum. Þegar nánar er að gætt kemur í ljós að það er í eigu þýskra hjóna. „Við urðum svo hrifin af eyjunni ykkar og hugsuð- um með okkur: Við erum ekki svo gömul að við getum ekki byrjað í nýjum rekstri og nú erum við hér,“ segir Margret Müller-Pupkes, annar eigandi Café Margret á Þverhamri 2a á Breiðdalsvík. Kaffi húsið á hún með eiginmanni sínum, Horst Müller, og hafa þau rekið þetta fyrirtæki í sex ár. Áður en Margrét flutti hing- að átti hún bóndabýli í Þýska- landi en maður hennar var með eigið rafverkstæði. „Ég hafði komið hingað margoft og hjól- aði meðal annars kringum landið með tjaldið eitt meðferðis. Síðan kom Horst eitt sinn með mér og við keyrðum í rútu framhjá Breið- dalsvík og hugsuðum með okkur að þarna væri góður staður fyrir kaffihús.“ Margret og Horst áttu vin á Breiðdalsvík sem sagði þeim að hægt væri að kaupa land svo hjónin ákváðu að slá til. Kunningi þeirra teiknaði húsið, sem síðan var smíðað í Finnlandi og flutt í gámum til Íslands. Yfir húsinu er austurrískur blær og segir Mar- gret það líkt mörgum byggingum í Austurríki. Stórir gluggar eru á húsinu og úr því fallegt útsýni yfir Breiðdalsvíkina. Notaleg stemn- ing er innandyra og húsgögnin öll frá Þýskalandi. Café Margret er kaffihús, veit- ingastaður og hótel. „Við erum með fjögur herbergi og ferða- menn frá Þýskalandi, Sviss og Austurríki gista oft hér. Við bjóð- um upp á mjög fjölbreyttan mat- seðil en allur matur er heimatil- búinn, líka brauðið og kökurnar,“ segir Margret og játar því að mat- argerðin sé að mestu þýsk. Stað- urinn er opinn allan ársins hring og vinsæll hjá ferðamönnum jafnt sem heimamönnum. - mþþ Með einstakt útsýni yfir Breiðdalsvíkina Kunningi Margretar og Horsts teiknaði húsið, það var smíðað í Finnlandi og flutt hingað í gámum. MYND/MARGRET MÜLLER–PUPKES Jóna Árný og Sigurður heima í heiðardalnum ásamt tíkinni Lottu. MYND/ARI BEN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.