Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 24.06.2008, Blaðsíða 38
22 24. júní 2008 ÞRIÐJUDAGUR folk@frettabladid.is > VILL EIGIÐ VISKÍ Guy Ritchie, eiginmaður Mad- onnu, áformar framleiðslu á sínu eigin viskíi. Hann festi ný- verið kaup á pöbbnum The Punch Bowl í London og hefur verið að velja bestu áfengis- tegundirnar í hillurnar þar. Engin þykir þó alveg nógu góð, og því vill Ritchie gera sitt eigið lúxusviskí. Sumarstúlka Vestmannaeyja var valin í 22. sinn í Höllinni í Vest- mannaeyjum síðastliðið laugar- dagskvöld. Fimmtán stúlkur kepptu um titilinn í ár og að sögn Björgvins Þórs Rúnarssonar, rekstrarstjóra Hallarinnar, var keppnin hin glæsilegasta. Sigurvegari kvöldsins var Sara Dögg Guðjónsdóttir, sautján ára nemi á náttúrufræðibraut í Fjöl- brautaskóla Vestmannaeyja. „Það var hringt í mig og ég beðin um að taka þátt. Ég ákvað bara að slá til, enda var eiginlega allur vin- kvennahópurinn minn að fara að keppa,“ segir Sara Dögg, sem er að vonum ánægð með sigurinn. „Þetta er mjög gaman og gott fyrir sjálfs- traustið. Þetta er heldur ekki eins og hefðbundin fegurðarsamkeppni þar sem er komið fram á bikiníi, heldur var farið eftir útgeislun og framkomu,“ bætir hún við. Spurð um framtíðaráform segist Sara Dögg stefna á arkitektúr í framtíðinni. „Mig langar helst í innanhússarkitektúr hérna heima eða erlendis, en það kemur allt í ljós. Í dag er ég búin með tvö ár í fjölbraut og vinn hjá Arnóri bak- ara bæði með skóla og á sumrin,“ segir Sara Dögg að lokum. - ag Sumarstúlka Vestmannaeyja SUMARSTÚLKAN 2008 Sara Dögg Guðjónsdóttir bar sigur úr býtum í keppninni, en hún stundar nám á náttúrufræðibraut við Fjölbrautaskóla Vestmanneyja og vinnur hjá Arnóri bak- ara, bæði með skóla og á sumrin. Jessica Simpson er ekki vinsæl hjá dýraverndunarsamtökunum PETA þessa dagana, eftir að hún sást í stuttermabol með áletruninni „alvöru stelpur borða kjöt“. Sam- tökin eru heldur óhress með þessa yfirlýsingu og ýja að því að Simp- son ætti að kynna sér kosti þess að vera grænmetisæta, þar sem heila- starfsemi hennar gæti tekið kipp. Gert er grín að frægum ummælum söngkonunnar, en í einum þætti þáttaraðarinnar The Newlyweds, þar sem skyggnst var inn í heimilis- líf hennar og þáverandi eigin- manns hennar, Nick Lachey, sést Simpson spyrja hvort túnfiskur sé kjúklingur eða fiskur. Henni fannst þá ruglandi að á stundum væri talað um túnfisk sem „kjúkling hafsins“. „Þessi tískuglæpur Jessicu Simp- son gerir okkur þakklát fyrir að fólk snýr sér ekki til hennar til að fá ráðleggingar um mataræði. Kjúklingur hafsins, einhver? Konan sem hélt að Buffalo-„vængir“ væru af vísundum hefði gott af því að borða eitthvað gott grænmetisfæði fyrir heilastarfsemina,“ segir einn talsmaður PETA. Einhverjir telja þó að Simpson hafi ekki klæðst bolnum til að lýsa yfir afstöðu sinni í dýraverndunar- málum, heldur til að gera grín að kántrísöngkonunni Carrie Under- wood. Underwood var eitt sinn með Tony Romo, sem er núverandi kær- asti Jessicu. Underwood hefur þar að auki í tvígang verið valin „kyn- þokkafyllsta grænmetis ætan“ af PETA-samtökunum. „Jessica er dauðþreytt á því að heyra af því að Carrie sé ennþá hrifin af Tony. Hún er augljóslega að gera grín að keppinaut sínum og lýsa því yfir hver eigi hjarta hans í raun og veru,“ segir heimildar- maður. Simpson óvinsæl hjá PETA KJÖTÆTA Jessica Simpson er lítið vinsæl hjá PETA þessa dagana og talsmenn samtakanna hvetja hana til að borða grænmetisfæði til að koma heilastarf- seminni af stað. NORDICPHOTOS/GETTY Heather Mills er komin með kærasta. Hann fann hún á Tenerife, þar sem hún dvaldi í fríi ásamt dóttur sinni og Pauls McCartney, Beatrice, í síðasta mánuði. Hinn heppni heitir Jamie Walker og sér um skemmtanamál á hótel- inu sem Heather og Beatrice dvöldust á. Þau kynntust í raun í gegnum Beatrice, sem er fjögurra ára, þegar Jamie aðstoðaði við eftir lit með börnum á hótelinu. Eftir tvö stefnumót á Tenerife hefur parið haldið áfram að hitt- ast, og varði meðal annars helgi í Brighton á dögunum. Samkvæmt heimildum News of the World er Heather yfir sig ást- fangin af Jamie. „Hann er líkams- ræktarfíkill og Heather hefur verið að stæra sig af því að hann sé í miklu betra formi en Paul,“ segir heimildarmaður blaðsins. „Hún er líka hrifin af því hvernig hann kemur fram við Beatrice og hvað hann er blíður við hana,“ bætir hann við. Jamie Walker sagði við blaðið að hann hefði fengið mjög skýrar leiðbeiningar um að ræða þessi mál ekki. „En mér sýnist þið vita allt nú þegar. Verið bara góð við mig,“ sagði hann við blaðamann, og þykir þar með staðfesta að um samband sé að ræða. Heather hefur nú yfir rúmum 24 milljónum punda að ráða, eftir skilnað hennar og Pauls McCartney. Jamie þénar hins vegar um átta hundruð pund á mánuði, um 130 þúsund íslenskar krónur, á Tene- rife, þar sem hann hefur einnig reynt fyrir sér sem plötusnúður. Heimildarmaður News of the World segir að Jamie dreymi enn um frama á því sviði, og líti svo á að sambandið við Heather gæti hjálpað honum í þeim efnum. Heather komin með kærasta ÁNÆGÐ MEÐ JAMIE Heather Mills er ánægð með nýja kærastann, Jamie Walker, og þá sér- staklega hvað hann er í góðu líkamlegu formi, miðað við Paul McCartney. Merzedes Club, sem byrjaði sem gott flipp hjá Barða Jóhannssyni í Laugardagslögunum, er orðin ein allra vinsælasta hljómsveit landsins. Fyrsta plata sveitarinnar var send til framleiðslu erlendis í gær og því ætti platan, sem ber heitið I Wanna Touch You, að koma út um 10. júlí. Barði semur öll lögin tíu á plötunni. Þarna verða auðvitað allir smellir bandsins og svo smellir framtíðar, lög eins og „See Me Now“, sem Haffi Haff tekur með bandinu og var sett í spilun í gær, og hin ofur kynþokkafulla tónsmíð „Desire“, sem Inga Wonder flytur með sveitinni. Inga stendur framarlega í fitness og klæðist sérstaklega flegnum og efnislitlum Wonder Woman-galla sem Harpa Einarsdóttir hannaði á hana. Harpa hefur getið sér gott orð fyrir að hanna föt í sýndarveruleikafatabúðinni í Eve Online. Hljómsveitin hefur haft nóg að gera í sumar og er mikið bókuð, þar á meðal á Selfossi 19. júlí. Þangað hætti bandið við að fara vegna jarðskjálftans á dögunum. Verslunar- mannahelgin er hins vegar óklár hjá klúbbnum en samn- ingaviðræður standa yfir við helstu útihátíðir. - glh Merzedes Club í framleiðslu FÁ HJÁLP HJÁ HAFFA HAFF OG INGU WONDER Merzedes Club-platan er tilbúin og á leiðinni. N O R D IC PH O TO S/ G ET TY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.