Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 2
2 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR VIÐSKIPTI Kaupþing tók í gær 275 milljóna evra sambankalán eða sem nemur tæplega 36 milljörð- um króna. Lánið er til tveggja ára og ber 1,5 prósenta álag á millibankavexti, sem eru mun hagstæðari kjör en núverandi skuldatrygg- ingaálag bankans segir til um. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmda- stjóri fjárstýr- ingar hjá Kaupþingi, segir bankann mjög ánægðan með þetta lán. „Þetta sýnir að það er hægt að fjármagna banka á öðrum kjörum en skuldatrygging- arálagið gefur til kynna,“ segir Guðni. Lánið fer til fjármögnunar á hefðbundinni starfsemi bankans, segir í tilkynningu. - as LÖGREGLUMÁL Agnari Hólm Jóhannessyni, sem rekur bón- stöðina Dekurstöðina á Fosshálsi, var heldur betur brugðið þegar hann mætti til vinnu snemma síð- asta laugardagsmorgun og upp- götvaði að bókstaflega öllu hafði verið stolið úr stöðinni í skjóli nætur. Hann heitir þeim lífstíðar- bóni sem veitt getur vísbending- ar sem leiða til þess að hann end- urheimti góssið. „Í dag er maður eiginlega bara orðinn atvinnulaus,“ segir Agnar, greinilega enn steinhissa á bír- æfninni. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt í lífi mínu. Það er búið að kippa undan mér öllum grundvelli til að draga fram lífið og sjá fyrir mér og mínum.“ Þegar Agnar mætti til vinnu eldsnemma á laugardagsmorgun sá hann að verkstæðishurðin hafði verið brotin upp. Þegar inn var komið blasti svo við auðnin ein. „Það var öllu stolið,“ segir Agnar. „Það var ekki einu sinni kaffi- kanna eftir. Þeir tóku öll tæki til að vinna með, djúphreinsivélar, ryksugur, massavélar og bónvél- ar og allt sem nöfnum tjáir að nefna, nánast frá hnífapörum og niður úr. Allur lagerinn af bóni, símar, tölvur, prentarar, hátalar- ar, bókhaldið, pöntunarbók, lyft- ingabekkur og níðþung lóð. Þetta er allt farið. Þeir tóku meira að segja kaffið og snyrtibudduna mína,“ segir Agnar. Auk alls þessa var um hundrað þúsund krónum í reiðufé stolið af verkstæðinu. Til að bæta gráu ofan á svart var Agnar ótryggður og því kross- leggur hann nú fingur í von um að þýfið komi í leitirnar. Eftirlitsmyndavélar á vegum annarra fyrirtækja eru á húsinu en það var ekki kveikt á þeim umrætt kvöld. Svo virðist sem þjófarnir hafi hundsað merking- ar sem vöruðu við myndavélun- um. Agnar veltir fyrir sér hvort þeir hafi vitað að augu vélanna fylgdust ekki með þeim. „Kannski er þetta bara öfundsýki. Ég er búinn að vera að velta því fyrir mér hvort ég eigi einhverja óvini sem vildu gera mér illt,“ segir hann. Agnar segir tjónið hlaupa á milljónum, fyrir utan vinnutapið sem af þjófnaðinum hlýst. Hann hefur fengið tæki lánuð hjá vinum og vandamönnum til að geta hald- ið starfseminni áfram í smærri mynd en áður. stigur@frettabladid.is Guðmundur Ingi, mótmælti Helgi ekkert? „Nei, hann mótmælir með okkur.“ Hljómsveitin Atómstöðin fékk Helga Hóseasson, sem er oft kallaður mótmæl- andi Íslands, til að sitja fyrir á umslagi nýrrar plötu. Guðmundur Ingi Þorvalds- son er söngvari Atómstöðvarinnar. Gjörhreinsuðu bón- stöð í skjóli nætur Þjófar brutust inn á bónstöð um nótt og stálu öllu steini léttara. Kaffi, bókhald og snyrtibudda eigandans er meðal þess sem stolið var. Eigandinn er ótryggður. TÓMLEGT Agnar segir augljóst að þjófarnir hafi þurft stóran sendiferðabíl til að kom- ast á brott með allt þýfið. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR 100.000 krónur Borðsímar Bókhaldið Bón (heill lager) Bónvélar Djúphreinsivélar Hátalarar Kaffi Kaffivél Lóð Lyftingabekkur Massavélar Prentarar Pöntunarbók Ryksugur Snyrtibudda Tölvur MEÐAL ÞESS SEM ÞJÓFARNIR STÁLU DÓMSMÁL Karlmaður var í gær sýknaður af ákæru fyrrverandi nágranna síns um ærumeiðingar. Maðurinn hafði spurt nágrannann undir fjögur augu hvort hann hefði gægst á glugga sinn. Granninn brást illa við því og fór fram á háar miskabætur og að maðurinn yrði fangelsaður fyrir vikið. Stefndi lýsti málavöxtum þannig að hann hafi nótt eina í júní í fyrra sofið á gólfinu fyrir sjónvarpið ásamt sambýliskonu sinni. Konan hafi þá rekið augun í nágrannann, þar sem hann hafi setið á hækjum sér og horft inn um gluggann. Skömmu síðar hafi mennirnir hist. Granninn hafi kastað á stefnda kveðju, en stefndi ekki ansað og granninn því kallað hann dóna. Stefndi hafi þá spurt hvort nágrann- inn hafi legið á glugga þeirra umrædda nótt. Granninn bar hins vegar að stefndi hefði fullyrt um gluggagægjurnar, en alls ekki spurt. Hugsanlegt væri að hann hefði setið á hækjum sér fyrir utan gluggann þegar hann var að hreinsa innkeyrsluna. Nágranninn taldi verulega að sér vegið með ásökuninni, sem hann sagði alls ósanna, og dró manninn fyrir dóm. Hann krafðist þess að ummælin yrðu dæmd dauð og ómerk, að stefndi yrði fangelsaður, hálfrar milljónar í miskabætur og 110 þúsund króna til að geta afritað dómsorðið og dreift til þeirra sem kynnu að hafa heyrt söguna. Dómurinn féllst ekki á rökin og gerði grannanum að greiða 290 þús- und krónur í málskostnað. - sh Fór fram á að nágranninn yrði fangelsaður fyrir að impra á gluggagægjum: Rifist um rifrildi fyrir dómi GLUGGI Gægðist granninn eða ekki? Úr því var ekki skorið. GUÐNI AÐALSTEINSSON Kaupþing tekur milljarðalán: Stórt lán á hag- stæðum kjörum ÍRAN, AP Írönsk stjórnvöld sögðu í gær að auknar refsiaðgerðir Evrópusambandsins muni ekki hindra kjarnorkuáætlun lands- ins. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, lagði til að sérstak- ur dómstóll yrði myndaður sem „reyndi að refsa öllum heims- glæpamönnum sem réðust gegn réttindum írönsku þjóðarinnar.“ Evrópusambandið tilkynnti í fyrradag auknar refsiaðgerðir gegn Írönum til að reyna að fá þá ofan af kjarnorkuáætlun sinni, en Vesturlönd telja að Íranar ætli að koma sér upp kjarnorku- vopnum. - gh Íransforesti svarar fyrir sig: Rétta ber yfir Vesturlöndum VIRKJANIR Hreppsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti samhljóða á fundi sínum tillögu um breytingu á aðalskipulagi sem gerir ráð fyrir Holtavirkjun og Hvammsvirkjun í aðalskipulagi. Tillagan fer fyrir Skipulags- stofnun sem tekur afstöðu til nýs aðalskipulags. Holtavirkjun er 50 MW og veitumannvirki hennar verða við Búðafoss ofan Árness. Hvammsvirkjun verður um 80MW en stöðvarhús hennar verður við norðurenda Skarðs- fjalls í landi Hvamms. - kóp Tvær virkjanir í Þjórsá: Þjórsárvirkjanir á aðalskipulag UMHVERFISMÁL „Við höfum náð góðum árangri í því að nota úrganginn til áburðargerðar og bera á tún,“ segir Hallgrímur Rögnvaldsson, framleiðslustjóri hjá fiskvinnslufyrirtækinu Eyja- berg í Vestmannaeyjum. Heilbrigðiseftirliti Suðurlands hefur borist ábending um lélega umgengni og geymslu á úrgangi við fiskvinnslufyrirtæki í Eyjum, staðfestir Elsa Ingjaldsdóttir framkvæmdastjóri. Farið hefur verið fram á úrbætur hið fyrsta. Hallgrímur viðurkennir að lyktin sem leggur af úrganginum sé ekki góð og sérstaklega ekki nú þegar sólin skín upp á hvern dag. „Við erum að finna betri leið- ir til geymslu og höfum þegar fengið til okkar tanka til að taka við úrganginum,“ segir Hallgrím- ur. Nágrannar hafa gert athuga- semdir vegna sjávarúrgangsins en að sögn Hallgríms hafa þó hvorki skapast vandamál né mikið ónæði verið vegna þess. „Úrgangur er hluti fiskvinnsl- unnar og við höfum ekki mörg úrræði til þess að koma honum í lóg,“ segir Hallgrímur. „Við megum ekki sturta honum fram af hömrunum í sjóinn en gras- spretta hefur verið góð þegar við höfum borið hann á túnin.“ - ht Sjávarúrgangur látinn úldna í kerum fyrir utan fiskvinnslufyrirtæki í Eyjum: Nágrannar kvarta yfir ólykt ROTNANDI SJÁVARÚRGANGUR Nágrannar hafa kvartað undan ólykt vegna sjávarúrgangs sem rotnar í kerum fyrir utan fiskvinnslufyrirtæki í Vest- mannaeyjum. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON ÖLMÓÐSEY Í ÞJÓRSÁ Vatnið úr Hvamms- virkjun rennur út í Þjórsá í opnum skurði neðan Ölmóðseyjar. MYND/LOFTMYNDIR VERKFALL Kristján Möller sam- gönguráðherra, vill ekki tjá sig um fyrirhuguð verkföll flugumferðar- stjóra. Náist ekki samningar skellur fyrsta verkfallið á á föstudag. Róbert Marshall, aðstoðarmaður ráðherra, segir að ráðherra muni ekki tjá sig á þessu stigi málsins. Það sé í samningum deiluaðila; Félags flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Flugstoða. Næsti samningafundur er boðaður á fimmtudagskvöld og náist ekki samningar þá verða flugumferðarstjórar í verkfalli á föstudag frá sjö til ellefu. - kóp Verkföll flugumferðarstjóra: Ráðherra vill ekki tjá sig SAKAMÁL Fjórir karlmenn og tvær konur voru handtekin í Hveragerði í dag. Lögreglunni á Selfossi barst tilkynning frá manni sem keypt hafði glingur af þeim í Reykjavík, á þeim forsendum að um gæða skartgripi voru að ræða. Viðkom- andi vissi af fólkinu í Hveragerði og vísaði lögreglu á það. Fólkið var enn í yfirheyrslu þegar blaðið fór í prentun. Það hafði meðferðis tvö ung börn sem dvöldu með mæðrum sínum á lögreglustöðinni; þó ekki í klefum. Fólkið hafði ekki leyfi fyrir að selja á götum úti og er þar að auki grunað um að gabba kaupendur. - kóp Glingursalar í Hveragerði: Seldur glingur sem skíragull SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.