Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 6
6 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR KASTALI SEM S EGIR KEX! FYRIR FLOTTAS TA KASTALANN ER GLÆSILEG ÆVINTÝRAFER Ð TIL ORLANDO Í VERÐLAUN. www.nathan.is EFNAHAGSMÁL „Við ættum að gera eins og breska ríkisstjórnin gerði á sínum tíma og yfirtaka bank- ana,“ segir Atli Gíslason, þing- maður Vinstri grænna, spurður til hvaða aðgerða ríkisstjórnin ætti að grípa í efnahagsvandan- um sem nú blasir við. Hann segir að ríkisstjórnin geti annað hvort farið bresku leiðina eða stofnað ríkisbanka upp úr sparisjóðum landsins sem margir hverjir standi illa. Hann segir Vinstri græn hafa lagt fram ótal tillögur á yfirstand- andi þingi um lausnir á efnahags- vandanum. „Við lögðum fram til- lögu um aukningu gjald eyrisforðans fyrir jól sem ríkisstjórnin hefur loks tekið ákvörðun um að gera.“ Atli segir að ef hann væri við stjórnvölinn hefði hann stóreflt Íbúðalánasjóð til eigin lánveit- inga en ekki til þess að lána einka- bönkunum eins og gert var á dög- unum. Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins er ósammála Atla um lausnir efnahagsvandans. „Það er okkur öllum í hag að hafa sterka banka,“ segir Ragnheiður. „Hins vegar finnst mér í lagi að ríkið grípi inn í þegar aðstæður á markaðnum eru eins og í dag.“ Hún tekur undir með Samtök- um atvinnulífsins um frekari virkjanaframkvæmdir til að byggja upp atvinnulífið. „Ég sem gamall Keflvíkingur fagna álver- inu í Helguvík sem er í undirbún- ingi,“ segir Ragnheiður. Lækkun fyrirtækjaskatta úr átján í fimmt- án prósent og afnám stimpil- gjalda eru að mati Ragnheiðar hvetjandi aðgerðir fyrir efna- hagslífið. Ragnheiður segir krónuna ekki orsök allra vandamála íslensks efnahagslífs. „Ef við værum með annan gjaldmiðil en krónu mundi niðursveiflan birtast með öðrum hætti eins og með samdrætti og auknu atvinnuleysi. Evran er engin töfralausn og hefur aldrei verið. Okkar hagsmunum hefur verið betur varið með okkar litla gjaldmiðli.“ - vsp Atli Gíslason þingmaður Vg vill fara leið bresku ríkisstjórnarinnar: Ríkið ætti að kaupa bankana RAGNHEIÐUR ELÍN ÁRNADÓTTIR ATLI GÍSLASON BERLÍN, AP Á alþjóðlegri ráðstefnu sem haldin var í Berlín í gær í þeim tilgangi að stuðla að eflingu lögreglu og dómkerfis palestínsku heimastjórnarinnar tókst að safna fyrirheitum um andvirði 20 millj- arða króna fjárveitingar til afmarkaðra verkefna. Þessu lýsti þýski utanríkisráðherrann Frank- Walter Steinmeier yfir að ráð- stefnunni lokinni. Ráðstefnan stefndi saman full- trúum frá alls fjörutíu löndum. Þar á meðal voru Salam Fayyad, for- sætisráðherra palestínsku heima- stjórnarinnar, ísraelski utanríkis- ráðherrann Tzipi Livni og bandarísk starfssystir hennar Condoleezza Rice. Að sögn Stein- meiers fór árangur ráðstefnunnar „fram úr vonum“. „Ég verð að segja að niðurstaðan er skýrt teikn um stuðning við uppbyggingu sjálfstæðs ríkis Pal- estínumanna,“ sagði Steinmeier. Tony Blair, erindreki alþjóðlega fereykisins svonefnda sem vinnur að því að koma á friði við botn Mið- jarðarhafs, sagði að það að styrkja öryggi og löggæslu á svæðum Pal- estínumanna væri „grundvallar- forsenda tveggja ríkja lausnar.“ Verkefnin sem styrkirnir eiga að fara í eru til dæmis þjálfun lög- reglumanna, að byggja réttar- rannsóknastöð og fangelsi, að koma upp öruggum fjarskipta- kerfum og að byggja og reka dóm- hús. - aa Alþjóðleg fjáröflunarráðstefna í Berlín til stuðnings löggæslustarfi í Palestínu: Segja árangur framar vonum BJART YFIR BERLÍN Salam Fayyad, Frank- Walter Steinmeier og Condoleezza Rice voru sátt við útkomuna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Er rétt af borginni að mála yfir skreytingar íbúa án viðvörunar? JÁ 41,6% NEI 58,4% SPURNING DAGSINS Í DAG: Óttast þú að missa vinnuna vegna kreppuástands í þjóðfé- laginu? Segðu þína skoðun á Vísi.is. ÍSRAEL, AP Ísraelar og Palestínu- menn eiga að deila Jerúsalem. Þetta sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti í ræðu í borginni Betlehem á Vesturbakk- anum í gær. „Hún er heilög borg þrennra trúarbragða: gyðingdóms, kristni og islam,“ sagði hann. „Getur Jerúsalem tilheyrt einum þeirra en ekki hinum? Ég held ekki.“ Sarkozy gagnrýndi einnig múrinn sem Ísraelsmenn eru að reisa til að vernda sig gegn sjálfsvígsárásarmönnum. Sagði hann múrinn ólíklegan til að stuðla að friði. - gh Sarkozy Frakklandsforseti: Jerúsalem Ísra- els og Palestínu JERÚSALEM Bæði Ísraelar og Palestínu- menn gera tilkall til borgarinnar helgu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, AP Tveir af hverjum þremur Írum hafa mjög jákvætt viðhorf í garð Evrópusambands- ins, þrátt fyrir að írskir kjósend- ur hafi hafnað svonefndum Lissabon-sáttmála sambandsins fyrr í mánuðinum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar viðhorfskönn- unar ESB. 65 prósent svarenda á Írlandi segjast hafa jákvæða ímynd af ESB. Þessar niðurstöður styrkja það sem talsmenn framkvæmda- stjórnar ESB hafa haldið fram; að viðhorf Íra til Lissabon-sáttmál- ans og til aðildar að ESB sé tvennt ólíkt. - aa Viðhorfskönnun ESB: Írar líta enn já- kvætt á ESB FÆREYJAR Þorskstofnar við Færeyjar eru í sögulegu lágmarki samkvæmt mælingum færeysku hafrannsóknastofnunarinnar. „Samkvæmt mati okkar hafa þorskstofnar aldrei verið jafn litlir og nú og það er mögulegt að þeir nái ekki að endurnýja sig,“ er haft eftir Hjalta í Jákupsstovu, forstöðumanni stofnunarinnar. Stofnunin leggur til verulegan niðurskurð á þorskveiðum. - gh Minnkandi þorskstofnar: Lítill þorskur við Færeyjar Tuttugu boðaðir í skoðun Um tuttugu bílar voru boðaðir í skoð- un á Akranesi aðfaranótt Jónsmessu, 24. júní. Eigendum bílanna var með því gert skylt að láta skoða bílana innan viku, annars verði þeir sektaðir. LÖGREGLUFRÉTT DÓMSMÁL Tveir menn hafa verið dæmdir fyrir þjófnað úr verslun Olís á Kjalarnesi, auk fleiri brota. Annar hlaut fimm mánaða fangelsi, en hinn skilorðsbundinn dóm fyrir að hleypa þeim fyrri inn í verslun Olís og veita honum upplýsingar um öryggiskerfið. Sá sem þyngri dóminn hlaut er ríflega þrítugur og hefur hlotið sex fangelsisdóma frá árinu 1993. Hann var jafnframt dæmdur fyrir að brjótast inn í Bónusvídeó í Lóuhólum í tvígang og stela. Sá sem hlaut vægari dóminn er tvítugur. Hann hlaut þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm. - sh Einn á skilorð, annar í fangelsi: Stálu úr verslun Olís á Kjalarnesi HEILBRIGÐISMÁL Velferðarráð mun á fundi sínum í dag afgreiða til- lögu þar sem sviðsstjóra velferð- arsviðs verður falið að leita eftir heimild til að auglýsa eftir sam- starfsaðila um rekstur hjúkrunar- heimilisins Droplaugarstaða. Það er heilbrigðisráðherra sem gefur heimildina út. Droplaugarstaðir hafa verið reknir með halla mörg undanfarin ár. Í fyrra fóru í gang viðræður á milli borgarinn- ar og ráðuneyt- isins um rekstr- arhallann. Þeim viðræðum er ekki lokið. Jórunn Frí- mannsdóttir, formaður vel- ferðarráðs, segir rekstrar- vandann for- sendur tillög- unnar nú. Að öllu óbreyttu stefni í 40 til 60 milljóna króna halla á rekstrin- um á þessu ári. „Við hljótum að spyrja okkur að því hvernig peningum skatt- borgaranna er best varið. Ef einhver er tilbúinn til samstarfs um rekstur á þeim daggjöldum sem við fáum frá rík- inu, þá er það hið besta mál. Með því mætti ná fram stærðarhag- kvæmni,“ segir Jórunn. Hún segir ekki vilja fyrir því af hálfu ríkisvaldsins að hækka dag- gjöldin með rekstrinum. „Þessi daggjöld hafa dugað öðrum hjúkr- unarheimilum. Við höfum farið í mikla endurskoðun á rekstrinum á Droplaugarstöðum en ekki tekist að stöðva hallann. Það er því eðli- legt að leita nýrra leiða.“ „Það er ljóst að ætlunin er að einkavæða þessa perlu Reykvík- inga í öldrunarmálum,“ segir Þor- leifur Gunnlaugsson, fulltrúi Vinstri grænna í velferðarráði. Hann segir ljóst að ríkið svelti Droplaugarstaði. „Viðræður á milli formanns vel- ferðarráðs og heilbrigðisráðherra, sem eru mjög nánir pólitískir sam- herjar, hafa bara verið skrípaleik- ur. Það er augljóst í ljósi fyrri yfir- lýsinga Jórunnar að stefna hennar er að koma einkaaðilum inn í vel- ferðarkerfið. Við erum því bara að horfa upp á einkavæðingu.“ Jórunn segir að hér sé ekki verið að taka nein ný skref. „Fjöldi einkaaðila rekur hjúkrunarheim- ili, nefna má Grund og Sóltún. Ábyrgðin yrði enn sem fyrr á herðum borgarinnar.“ Þorleifur segir Droplaugarstaði mjög vel rekna. „Hér hafa verið miklar byggingaframkvæmdir sem skýra hallann. Heimilið sjálft, stjórn og starfsfólk er til fyrir- myndar. Þá finnst mér óeðlilegt að svona tillaga sé keyrð í gegn rétt fyrir sumarfrí án þess að hún sé rædd almennilega.“ kolbeinn@frettabladid.is Vilja samstarf um Droplaugarstaði Meirihluti velferðarráðs Reykjavíkur vill óska eftir samstarfi um rekstur Drop- laugarstaða. Verið að einkavæða reksturinn segir fulltrúi Vinstri grænna. For- maður ráðsins segir ábyrgðina verða áfram á herðum borgarinnar. DROPLAUGARSTAÐIR Nokkur halli hefur verið á rekstri heimilisins undanfarin ár. Miklar byggingaframkvæmdir hafa staðið yfir. Nú vill meirihlutinn leita eftir sam- starfsaðilum um rekstur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM JÓRUNN FRÍMANNSDÓTTIR ÞORLEIFUR GUNNLAUGSSON KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.