Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 8
8 25. júní 2008 MIÐVIKUDAGUR VINNUMARKAÐUR Stjórnendur Ice- landair kynntu í gær samdrátt í vetraráætlun, fækkun starfs- fólks, fækkun í stjórnendahópi auk eldsneytissparandi aðgerða í flugi. Stöðugildum verður fækk- að um 190, úr 1.230 í 1.040. Það þýðir að um 240 starfsmenn fengu uppsagnarbréf í gær. Icelandair segir upp um 240 starfsmönnum. Rúmlega 200 starfsmenn fengu uppsagnar- bréf í gær, 138 flugfreyjur af 436 og 64 af rúmlega 300 flugmönn- um. Einnig fækkar á tæknisviði, í flugumsjón og starfsmönnum á söluskrifstofum, að hluta með uppsögnum. Sigrún Jónsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, segir að um 110 flugliðar lækki í launum. Ferðum Icelandair verður fækkað um fjórtán prósent. Vetr- arhlé í flugi til og frá Minnea- polis verður lengt og heilsárs- flugi til Toronto og Berlínar frestað. Dregið verður úr flugi til Parísar en flug aukið til New York. Samhliða breytingunum hafa deildir verið lagðar niður og sameinaðar öðrum. Forstöðu- mönnum hefur verið fækkað úr fimmtán í sjö. Reynt er að draga úr rekstrarkostnaði og unnið að því að draga úr eldsneytiskostn- aði. „Við hörmum þessar uppsagn- ir,“ segir Sigrún. „Hópurinn sem heild er í nettu áfalli. Við þurfum að skoða þetta mál og höfum boðað til félagsfundar í næstu viku og fáum lögfræðing ASÍ til okkar. Við erum að stíga fyrstu skrefin út úr þessu áfalli,“ segir hún og bendir á að fyrirtækið hafi ekki mikið svigrúm til að koma til móts við fólk, ekki sé í boði að minnka við sig vinnu tímabundið en hugsanlega launa- laust leyfi. „Við þurfum að skoða það frekar.“ Jóhannes Bjarni Guðmunds- son, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að um leiðindafréttir sé að ræða. „Við vonum bara að sem minnst komi til framkvæmda. Dýfan er óvenju skörp. Félagið hefur ráðið til sín fleira fólk en nokkru sinni áður og því er þetta stærri hópur en áður. Við höfum beint því til Ice- landair að kanna möguleikana á því að flugmenn fái vinnu annars staðar innan samstæðunnar. Von- andi skilar það einhverju.“ Alls var um 315 starfsmönnum Icelandair Group sagt upp í gær, þar á meðal hátt í 100 starfs- mönnum Flugþjónustunnar á Keflavíkurflugvelli. Tólf fyrir- tæki hafa sagt upp um 800 starfs- mönnum frá áramótum. ghs@frettabladid.is Yfir 300 sagt upp hjá Ice- landair Group Þriðjungi flugmanna og ríflega fjórðungi flugfreyja hefur verið sagt upp hjá Icelandair. Uppsagnir Ice- landair Group eru í allt 315 talsins. „Hörmum þess- ar uppsagnir,“ segir formaður Flugfreyjufélagsins. UPPSAGNIRNAR HJÁ ICELANDAIR Stöðugildum fækkar um 190 og verða 1.040 talsins. Um 240 einstaklingar fengu upp- sagnarbréf í gær. Þeir skiptast þannig: Flugfreyjur 138 Flugmenn 64 Stjórnendur og millistjórnendur 8 Aðrir 30 Samtals 240 FLUGFREYJUR Á FUNDI Stjórnendur Icelandair kynntu fjöldauppsagnirnar á fundum með starfsmönnum í gær. Jóhannes Bjarni Guðmundsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, bendir á að félagið hafi ráðið til sín fleira fólk en nokkru sinni og því sé hópurinn stærri en áður sem fær uppsagnarbréf. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÁSTRALÍA, AP Ástralskur karlmað- ur hefur verið kærður fyrir ölvunarakstur eftir að hann fannst sofandi í hjólastól á áströlskum þjóðvegi. Bifreiðar þurftu að taka sveig fram hjá manninn þar sem hann hafði staðnæmst og sofnað. Maðurinn mældist með meira en sexfalt löglegt magn áfengis í blóði í blástursprufu lögreglu. Hann mætir fyrir rétt 7. júlí og gæti þurft að greiða háar sektir. Að eigin sögn var maðurinn á leið í heimsókn til vinar síns sem bjó í fjórtán kílómetra fjarlægð. - gh Kærður fyrir ölvunarakstur: Sofnaði ölvaður í hjólastólnum NÁTTÚRA Leit að þriðja ísbirninum á Skaga var hætt í fyrrinótt. Leitarflokkur fór á staðinn þar sem meintur björn náðist á mynd en í blautum jarðveginum þar fundust einungis spor eftir sauðfé. Konan sem tók ljósmyndina er sannfærð um að hún sé ekki af kind. Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir engin ummerki eftir ísbjörn hafa fundist á staðnum. Að mati lögreglu er hins vegar ótrúlegt að bjarndýr hefði getað farið um svæðið án þess að slíkt myndi sjást á rökum jarðveginum og því var ekki talin ástæða til að halda leitinni áfram. Stefán brýnir þó fyrir fólki að vera á varðbergi áfram. „Fyrst það eru komnir tveir þá er alls ekki útilokað að það séu fleiri.“ Hrefna Björg Guðmundsdóttir sá dýrið ásamt vinkonu sinni og tók af því myndina sem leitin var byggð á. Hún segist enn viss í sinni sök. „Þetta var ekki kind sem ég sá,“ segir hún. „Við erum báðar alveg handvissar um það.“ Hún segist svekkt yfir því að orð hennar skuli ekki vera tekin trúanleg, en hefur skilning á því að erfitt sé að finna björninn. „Þetta er auðvitað stórt svæði og ekki langt frá sjó. Ég vona bara að hann finnist sem fyrst.“ - sh Konan sem sá þriðja ísbjörninn segist viss í sinni sök þótt leit hafi engu skilað: Þetta var ekki kind sem ég sá KIND EÐA BJÖRN? Lögreglan segir hvíta hnoðrann líkast til vera kind, en Hrefna ísbjörn. MYND / HREFNA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR HREFNA BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR TAÍVAN, AP Árlegir „stríðsleikar“ Taívana, þar sem líkt er eftir kínverskri árás á Taívan með hjálp tölvuforrits, standa yfir þessa vikuna, að því er varnar- málaráðuneyti Taívans upplýsir. Líkt er eftir því að Kínverjar hafi ráðist á og eytt loft- og sjóher Taívana. Landherinn standi einn eftir til varna. Taívan og Kína skildust að í borgarastyrjöld 1949. Kínverjar telja Taívan hluta Kína og hafa hótað innrás stefni Taívanar að fullu sjálfstæði. Samskipti landanna hafa þó batnað að undanförnu. - gh Árlegur „stríðsleikur“ í Taívan: Líkja eftir inn- rás Kínverja 1 Hvaða starfsstétt hefur sam- þykkt að boða yfirvinnubann frá og með 10. júlí? 2 Hvaða þekkti baráttumaður prýðir umslag nýrrar plötu hljómsveitarinnar Atóm- stöðvarinnar? 3 Hvers lenskur er þingfor- setinn sem nú er í opinberri heimsókn á Íslandi? EFNAHAGSMÁL „Grunnurinn að góðri efnahagsstjórn síðustu tveggja áratuga er frelsi í við- skiptum, einkavæðing og skatta- lækkanir,“ sagði Geir H. Haarde í ræðu á alþjóðlegu þingi fjárfesta í Lundúnum í gær. Í ræðunni rakti hann helstu ástæður þess að Ísland er meðal ríkustu þjóða heims. Hann sagði að skapgerð og dugnaður Íslend- inga hefði haft mikið að segja í þeim málum sem og þær ríku nátt- úruauðlindir sem landið hefur upp á að bjóða. Geir sagði að einkavæðing helstu ríkisfyrirtækja á 10. áratug síðustu aldar hefði leyft íslensk- um ríkisborgurum að taka þátt í verðbréfamarkaðnum og skapað þannig mikinn auð. Geir sagði í ræðunni að þrátt fyrir mikla ólgu í efnahagslífi heimsins væri Ísland á góðu róli og viðskiptahallinn myndi minnka á næstu misserum. Í fyrirspurnatíma eftir ræðuna var Geir spurður að því hve lengi við ætluðum að halda úti okkar eigin gjaldmiðli. Svar Geirs var að fleiri kostir en gallar fylgdu krón- unni og því ættum við að halda í hana meðan svo væri. - vsp Geir H. Haarde á alþjóðaþingi fjárfesta í Lundúnum: Kostir fylgja krónunni VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.