Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 28
 25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR10 ● fréttablaðið ● börn2 Hárklippingar barna verða í klassískari kantinum í sumar, þótt sumir kjósi að fara óhefð- bundnar leiðir. Harpa Barkar, hárgreiðslumeist- ari og eigandi Hársnyrtistofunn- ar Englahárs, segir að klassískar klippingar barna verði í brenni- depli í sumar. „Síða hárið er helst í tísku hjá stelpunum í sumar. Þær eru svolítið fastar í að halda í það. Stelpur með sítt hár. Það er bara eitthvað sem er klassískt.“ Að sögn Hörpu hafa strákarn- ir verið örlítið ævintýragjarn- ari í sumar og sækja í fjölbreytt- ari klippingar heldur en klassísk- ar strákaklippingar, þótt þær séu alltaf vinsælar. „Það er svolítið um að strákar fái hálfgerða hana- kambsklippingu, sem er þá ein- hver tískuklipping.“ Þegar litið er til hártísku barna almennt segir Harpa algengast að stelpur safni hári. „Þær vilja vera með sítt hár. Þessi sídd hjá stelp- unum er rétt fyrir neðan axlir,“ segir hún. „Strákarnir eru oftar látnir klippa hárið stutt heldur en stelp- urnar, sérstaklega yfir sumartím- ann. Það er þó alltaf eitthvað um það að þeir séu með einhverja lengd í hárinu líka,“ segir Harpa, þegar hún er innt eftir því hvern- ig klippingar drengir kjósa. Hún bendir jafnframt á að börn hafi yfirleitt ákveðnari skoðan- ir á klippingum þegar þau eldast. „Þegar börnin eru fjögurra eða fimm ára fara þau að hafa sterkar skoðanir. Fram að þeim tíma eru það foreldrarnir sem ráða,“ segir hún. „Eftir því sem börnin verða eldri og hafa meiri skoðun þá fara að koma ýmsar útgáfur af klipp- ingum. Það er mjög gaman þegar þau fara að hafa skoðanir á hár- inu sínu. Það er ákveðið sjálfstæði að fá að ráða því hvernig hárið á manni er.“ - mmf Sjálfstæði að ráða hárinu Harpa Barkar, eigandi Hársnyrtistof- unnar Englahár, segir að klassískar klippingar verða áberandi hjá börnum í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Strákarnir eru oftar látnir hafa hárið stutt heldur en stelpurnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ● TRIPP TRAPP-STÓLL- INN er einn af frægustu barnastólum heims. Hann var hannaður af norska hönnuð- inum Peter Opsvik (f. 1939) og framleiddur af Stokke og þótti byltingarkenndur þegar hann kom á markað um 1980. Opsvik hannaði stólinn eftir að hafa séð hve illa fór um son hans í hefðbundnum barnastól. Tripp Trapp-stólinn átti að vera lausn á vandanum, en hann býr yfir þeim einstaka eiginleika að „vaxa“ með börnum og er án bakka og því geta börn notið þess að sitja við matarborðið með fjölskyldunni. Dramasmiðjan heldur lista- og vísindanámskeið fyrir börn á aldr- inum 9 til 13 ára að Hvítárbakka í Borgarfirði. Námskeiðin eru fyrir börn sem vilja efla sköpunargáfu sína í gegnum leik og listsköpun. Mark- miðið er að örva skapandi hugs- un til að efla rökhugsun og auka félagsfærni og fá börnin fræðslu og æfingu í vísindalegri hugsun. Um sumardvalarnámskeið er að ræða, en einnig geta börn sem búa eða dvelja í Borgarbyggð verið á dag námskeiðum. Lögð verður áhersla á að auka hæfni, meðal annars í gegnum taktvinnu, leiki og fleira. Sjö námskeið eru í boði. Það fyrsta hefst 30. júní klukk- an 13. Unnið verður utandyra í fallegu umhverfi Borgarfjarðar. Hverju námskeiði lýkur með nem- endasýningu. Foreldrar eru vel- komnir á sýninguna. Nánari upp- lýsingar gefur Margrét Ákadóttir í síma 690 1939 eða margaka@hot- mail.com. Skráning á námskeiðin er hafin. - stp Skemmtilegt og skapandi Ávallt er fjör á námskeiðum Dramasmiðjunnar. MYND/HALLDÓR ÖRN GUNNARSSON Orkuveita Reykjavíkur hefur um árabil boðið börnum að koma í heimsókn og kynnast starfsemi fyrirtækisins. Fróðleikurinn er af ýmsum toga og því ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Rafheimar í Elliðaárdalnum eru einn þeirra viðkomastaða sem Orkuveitan býður börnum að heimsækja. Þar er þeim kennt eitt og annað sem lýtur að orkumálum, einkum rafmagnsfræði. Á sama stað er tækniminjasafn, eitt fárra á Íslandi, þar sem börnunum gefst kostur að skoða gripi sem tengjast veitufyrir- tækjum Reykjavíkur í gegnum tíðina. Börnum hefur einnig verið boðið í heimsókn bæði í Hellis- heiðar- og Nesjavallavirkun þar sem þau eru uppfrædd um jarð- varmanýtingu. Í Nesjavallavirkjun koma á milli fimmtán og tuttugu þúsund börn árlega í heimsókn enda afar spennandi að sjá virkjunina og starfsemi hennar. Þá er umhverfi beggja virkj- ana stórbrotið og gaman að rannsaka það. Orkuveitan er einnig með fræðsluvef fyrir börn, þar sem farið er ítarlega yfir starfsemi fyrirtækisins og orku- og um- hverfismál. Vefurinn hefur verið í stöðugri þróun í samvinnu við fræðsluyfirvöld Reykjavíkurborgar. - mmr Lært um náttúruöflin Börn kynnast starfsemi Orkuveitunnar ár hvert. Gvendarbrunnar eru einn af þeim stöðum sem börnin heimsækja. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Þumalína fyrir þig og þína “efst á Skólavörðustígnum” Skólavörðustíg 41, 101 Reykjavík. Sími 551 2136. www.thumalina.is Lífrænn ullarnærfatnaður fyrir fjölskylduna í útileguna í sumar. 30% sumartilboð af öllum ullarfatnaði Ilmefnalaus lífræn sólarvörn frá Green People fyrir sólarlandaferðina. Green People snyrtivörur henta vel viðkvæmri húð. Þær innihalda ekki parabens, rotvarnarefni eða önnur ertandi efni. Kringlunni • sími 568 1822 www.polarnopyret.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.