Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 25.06.2008, Blaðsíða 32
 25. JÚNÍ 2008 MIÐVIKUDAGUR14 ● fréttablaðið ● hverjir vinna EM 2008? Ekki höfðu margir trú á Rússum fyrir Evrópumótið. Þeir eru komnir alla leið í undanúrslit og eru að ná sínum besta árangri á stórmóti síðan Sov- étríkin liðuðust í sundur. Tveir menn hafa einna helst slegið í gegn, Roman Pavlyuchenko sem leikur með Spartak Moskvu og Andrei Arshavin hjá Zenit í St. Pétursborg. HINN SOFANDI RISI Guus Hiddink, þjálfari Rússa, lýsir Pavly- uchenko sem sofandi risa. Hann var aðvar- aður af þjálfara sínum fyrir mótið: „Annað hvort kemur þú þér í form eða þú ferð ekki á EM.“ Pavlyuchenko tók hann á orðinu, skar sig niður með stífri æfingaáætlun og þegar framherjinn Pavel Pogrebnyak meiddist rétt fyrir mótið komst Pavlyuchenko beint í byrj- unarliðið. Meira að segja liðsfélagar hans trúa vart sínum eigin augum, svo öflug hefur fram- ganga hans verið. „Ég held að Roman hafi komið mest á óvart á mótinu. Hann hefur alltaf spilað vel í rússnesku deildinni og verið markahæstur þar síðustu tvö tíma- bil en ég held að enginn okkar hafi búist við þessu af honum á Evrópumótinu,“ sagði Serg- ei Semak. Viðhorf hans er þó til vandræða. Hiddink viðurkennir að hann þoli ekki leikmenn sem gefi sig ekki alla í verkefni. Það er einmitt af- slappað viðhorf Pavlyuchenkos sem er bæði hans besti vinur og versti óvinur. Hann læðist í gegnum varnir en á það til að pirra þjálfara sína með viðhorfinu sem mætti vera betra. „Þegar ég horfði á hann hreyfa sig í undir- búningsleikjum og nokkrum sinnum í deild- inni varð ég pirraður á honum,“ sagði Hidd- ink. „Atvinnumaður sem fær vel borgað á að vinna eins og brjálæðingur. Við töluðum um líkamlegt form hans fyrir mótið, hann lag- aði það, en hann hefur líka bætt andlegu hlið- ina.“ Tvö mörk hans gegn Englendingum skutu honum upp á stjörnuhimininn. Hann er hæg- lætisdrengur en með athyglinni fór hann að missa af einstaka æfingu. Mörkin hættu að flæða og framherjanum var ýtt niður í vara- lið Spartak Mosvku eftir að hafa fengið rautt spjald í deildarleik gegn erkifjendunum í Dinamo í apríl. Með dugnaði barðist hann hins vegar aftur upp í aðalliðið og er nú einn umtalað- asti leikmaðurinn á EM. Fjöldi félaga hefur verið að njósna um strákinn, sem er líklegur til að færa sig um set frá Spartak í sumar. TÍAN SEM SLÓ Í GEGN Andrei Arshavin missti af fyrstu tveim- ur leikjunum vegna leikbanns en hefur svo sannarlega sett mark sitt á mótið. Hann brast í grát og lét tilfinning- arnar flæða eftir sigurinn á Hol- lendingum og raunar minn- ir margt í fari hans á bras- ilísku goðsögnina Pele. Ætlunin er þó ekki að fara í klisjukenndar samlíkingar, Pele var miklu betri. Báðir misstu hins vegar af fyrstu tveimur leikjunum á sínum fyrstu stórmótum (Pele á HM 1958), báðir leika í treyju númer 10, rétt fyrir aftan aðal- framherjann, báðir sýndu tilfinningar sínar óhikað eftir leiki, báðir geta gert ótrúlega hluti upp úr engu og báðir skora þeir og leggja upp. Zinedine Zidane, sem einnig lék í treyju númer 10, sér ástæðu til að hrósa Arshavin sérstaklega. „Þú sérð að „tían“ hjá þeim er frábær leikmaður. Ég kalla hann þetta af því að ég get ekki borið nafnið hans almennilega fram. Það sem hann er að gera hér er erfiðara en margir halda. Þetta er fyrsta stórmótið hans og hann hefur spilað stór- kostlega,“ sagði Zidane. SÁ HÆFILEIKARÍKASTI HJÁ HIDDINK Hiddink lýsir Arshavin sem einum hæfi- leikastaríka leikmanni sem hann hafi séð. „Hann hefur ótrúlega hæfileika. Hann veit hvernig á að halda boltanum, varnarmenn geta sótt að honum en þeir ná sjaldan af honum boltanum. Náttúrulegir hæfileikar hans skína þar í gegn.“ Fyrsti leikur Arshavins á EM var gegn Svíum sem Rússar unnu og komust þar með áfram. Hann dró varnarmenn úr stöðu sinni og var sífellt ógnandi. Hann hóf líka sókn- ina sem Pavlyuchenko skoraði úr. Arshavin var ein af stjörnum Zenit sem varð Evrópumeistari félagsliða. Fjöldinn allur af félögum vill kaupa kappann, sem hefur lýst því yfir að hann vilji helst spila á Spáni. Hann gæti því spilað gegn til- vonandi samherjum sínum annað kvöld þegar Rúss- ar mæta Spánverjum í undanúrslitunum. Spánverj- ar þurfa svo sannarlega öðrum frem- ur að hafa gætur á þessum tveim- ur snilling- um ætli þeir sér að vinna leikinn. Óvæntir rússneskir töframenn 6 Mán.-föst. kl. 10-18 - Laugard. 11-16Askalind 3 · 201 Kópavogur · Sími: 562 1500 HREINT OG KLÁRT PISA HÖLDULAUST nýjasta tíska hvítt matt hvítt háglans svart háglans eldhús bað þvottahús fataskápar raftæki borðplötur sólbekkir vaskar handlaugar blöndunartæki speglar lýsing ÚRVAL: 30 hurðagerðir, hvítar, svartar, gular, askur, eik, birki, hnota, o.fl. HÖNNUN: Komdu með málin - og við hönnum, teiknum og gerum þér hagstætt tilboð. ÞITT ER VALIÐ: Þú velur að kaupa innrétt- inguna ósamsetta eða lætur okkur um sam- setningu og uppsetningu. ALLT Á EINUM STAÐ: Fullkomið úrval innréttinga og raftækja. Sölumenn okkar búa yfir þekkingu og reynslu. Eigið trésmíðaverk- stæði og raftækja- viðgerðaverkstæði. Við höfum á að skipa hópi úrvals iðnaðarmanna, trésmiða, rafvirkja og jafnvel pípara, ef með þarf. Markmið okkar er að veita úrvalsþjónustu. VAXTALAUST Euro eða Visa lán til allt að 12 mánaða, án útborgunar. 15% AFSLÁTTUR sé greitt í einu lagi við pöntun. RENNIHURÐAFATASKÁPAR Afgreiddir eftir máli - sniðnir að þínum óskum Ótæmandi möguleikar á uppröðun eininga www.nettoline.dk PISA HÖLDULAUST ítt tt ítt l s s rt l s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.